Þjóðviljinn - 10.03.1989, Blaðsíða 27
KYNLIF
JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓniR
Kynímynd kvenna
Miðað við þá staðreynd að ég
hef staðið fyrir fjölda námskeiða
fyrir konur um kynreynslu þeirra
er mesta furða að ég skuli ekki
hafa skrifað meira um málefni
kvenna. Allt í kringum okkur er
verið að skírskota til lífs kynj-
anna (kyn-lífa). f krepputalinu
sem tröllríður þjóðfélagi okkar í
dag er rykinu dustað af ímyndinni
um mikilvægi húsmóðurhlut-
verksins. Til að skapa fleirum at-
vinnu skulum við stoppa inn-
flutning á útlendingum og bjóða
mæðrum það að hætta að vinna
úti, fara að vinna heima allan sól-
arhringinn og fá laun sem sam-
svara kostnaði við dagheimilis-
pláss.
Goðsagnir
eru stjórntæki
Gildismat ýmissa hlutverka
sem við mannfólkið gegnum er
þannig í raun notað sem stjórn-
unartæki, ímyndir eða goðsagnir
um konur sem kynverur einnig
notaðar á slíkan hátt. Beint eða
óbeint fara svo þessar hugmýndir
að ráða lífi okkar og gjörðum
nema við séum meðvituð hvað sé
í rauninni að gerast í þjóðfélaginu
í heild sinni.
ímyndum um konur sem kyn-
verur má skipta í tvö sjónarmið.
Þessi sjónarmið eru hvorki
heppileg sem fyrirmynd né upp-
byggileg fyrir sjálfsímynd
kvenna. En ég held að hver ein-
asta kona finni sig í einni eða
fleiri ímyndum. Tilgangurinn
með að skoða þessar hugmyndir
er að verða meðvitaður, skoða
hvaða áhrif þær hafa haft á sjálfa
sig og gera það síðan upp við sig
eftir hverju maður ætlar að fara.
Fyrst má nefna nokkrar útgáfur
af goðsögninni um að konur séu
engar kynverur, hafi sjálfar ekki
kynferðislegar þarfir heldur lifi
fyrir ánægju annarra. Fyrst má
nefna hina „hreinu mey“. Góðar
stúlkur gera það ekki heldur bíða
eftir hinum eina rétta. Á meðan
eiga strákar að afla sér reynslu og
kenna henni síðan. Sett er sama-
semmerki á milli þess að tippi fari
inn í leggöng stúlku/konu og það
að vera kynferðislega virk. Kon-
an er fyrst orðin kynvera þegar
hún hefur karlmann við hlið sér.
Þolinmæði
þrautir
vinnur allar
Rómantíska (og óvirka) konan
hefur aldrei frumkvæði og leggur
þannig óþarflega mikla pressu á
maka sinn. Heil bflhlöss af ástar-
rómönum viðhalda þessari
ímynd. Ég hef oft hitt konur sem
hafa alla ævi verið að bíða eftir
hinum fullkomna elskhuga líkt og
í sögunum! Þjónustustúlkan sinn-
ir þörfum karlmannsins af því
það er skylda konunnar. Eldri
konur kannast oft við þetta.
Þeirra eigin þarfir fóru
minnkandi eftir því sem skyldu-
ræknin óx. Móðirin segir okkur
að ást og öryggi sé meira virði en
kynferðisleg ánægja. Þessi ímynd
varnar því að konur leggi áherslu
á eigin þarfir líkt og hjá ímynd
þjónustustúlkunnar. Áðalhlut-
verk móðurinnar er að leyfa hon-
um að lúra við hlýjan móðurbarm
og fá sína fulnægingu. Þá er hún
ánægð.
Síðan höfum við nokkrar út-
gáfur af þeirri ímynd að konan sé
jú kynvera og hafi vissulega kyn-
ferðislegar þarfir. En þessar út-
gáfur bæla einnig fremur en að
styrkja heilbrigða kynímynd hjá
konum.
Nei er ekki til
Eva er falleg og tælandi en
bráðdrepandi. Þú mátt vera fall-
eg en verður að passa þig á því að
bjóða ekki með því hættunni
heim. Konur sem hafa orðið fyrir
kynferðislegu ofbeldi, til dæmis
nauðgun hvöttu til þess vegna út-
litsins. Ef þær voru of lítið klædd-
ar tældu þær árásarmanninn en ef
þær voru of mikið klæddar vöktu
þær forvitni hans! Vændiskonan
gerir fúslega hvað sem er gegn
greiða. Súpcrdrátturinn má að
sjálfsögðu ekki segja nei því það
er ekki til í orðasafni hennar. Les-
bían er bara með konum af því
hún nær ekki í karlmann. Margar
fleiri goðsagnir eru til en
sannleikurinn er sá að konur hafa
rétt á að biðja um kynferðislega
ánægju, afla sér þekkingar um
kynlíf og ákveða hvort eða hvern-
ig þær Iifa sínu kynlífi. En þetta
verður síðasti pistillinn minn að
sinni. Vonandi höfðuð þið
eitthvert gagn og gaman af þess-
um kynlífspistlum.
Af baráttu Jóhanns og Karpovs
Er einvíginu við Anatoly Karp-
ov í Seattle lauk hafði Jóhann
Hjartarson það á orði að skákor-
ustur Karpovs við Kasparov
hefðu gert það að verkum að
Karpov hefði nú nýjar hugmynd-
ir á lager. Skákirnar í einvíginu
tala sínu máli um þetta. Jóhann
komst ekkert áfram gegn
spænska leiknum og með svörtu í
enskum leik biðu hans alls kyns
ónot. Þegar við bættist yfirburða-
tækni heimsmeistarans fyrrver-
andi var varla hægt að búast við
öðrum úrslitum. A skákmótinu í
Linares áttu nokkrar skákir Jó-
hanns, og raunar margra annarra
keppenda, beina skírskotun til
einvígisins í Seattle. Þar eru áber-
andi skákir hans við Karpov og
Ivantsjúk (nafn hans misritaðist í
síðasta þætti).
Skákin við Karpov, sem fylgir
hér, var tefld í sjöundu umferð og
þeir tóku enn til meðferðar
Zaitzev-afbrigðið og enn kom
Karpov fram með nýstárlega
hugmynd. Jóhanni fataðist
snemma flugið. Fram að 15. leik
svarts fylgjum við 3. einvígis-
skákinni í Seattle en þar lék
Karpov 15. ... a5. Nú var Jóhann
tilbúinn að mæta þéim leik og
Karpov, á dæmigerðan hátt, var
fyrsturtilaðvíkjaútafmeð 15. ...
g6. í áðurnefndri skák lágu mis-
tök Jóhanns í áætlun sem byggð-
ist á hugmyndinni - Rb3-a5.
Riddarinn lagði í sömu för og enn
orkar sú áætlun tvímælis. Karpov
jafnar taflið auðveldlega með 19.
... c5 en eftir 23.... Rd7 er staðan
e.t.v. í jafnvægi. Jóhann leggur
þá út í misheppnaða sóknarað-
gerð. í stað 24. Hedl leikur hann
24. Bd4 og brátt kemur í ljós að
Syngjandi sveinninn Ivantsjúk sigraði glæsilega í Linares
Judit (t.v.) og Zsofia Polgar.
vopnin snúast í höndum hans.
Það er hinn geysiöflugi leikur
Karpovs, 26. ... Rc5! (sjá stöðu-
mynd) sem gerbreytir myndinni.
27. Bxc5 Bxc5 28. Rxg6 Hd2! er
allt annað en fögur staða. Bisk-
upar Jóhanns eiga erfitt með að
fóta sig og eitthvað verður að láta
undan, fyrst peð og er annað
peðstap blasir við í vonlausu
endatafli gefst Jóhann upp:
7. umferð:
Jóhann Hjartarson - Anatoly
Karpov
Spænskur leikur
1. e4-e5
SKÁK
HELGI
ÓLAFSSON
2. Rf3-Rc6
3. Bb5-a6
4. Ba4-Rf6
5. 0-0-Be7
6. Hel-b5
7. Bb3-d6
8. C3-0-0
9. h3-He8
10. d4-Bb7
11. Rbd2-Bf8
12. a3-h6
13. Bc2-Rb8
14. b4-Rbd7
15. Bb2-g6
16. Hbl-c6
17. Rb3-Hc8
18. dxe5-dxe5
19. c4-c5
20. Rxc5-Rxc5
21. Dxd8-Hexd8
22. bxc5-Hxc5
23. Bxe5-Rd7
24. Bd4-Hxc4
25. Bb3-Hc7
26. Rh4-Rc5
27. Be5-Hcc8
28. Bf6-Hd3
29. Bc2-Hd2
30. Hb2-Rd7
31. Bbl-Hd6
32. e5-Hb6
33. a4-Rxf6
34. exf6-b4
35. Hdl-Hxf6
36. RB-Hc3
37. Ba2-Bc6
- og hvítur gafst upp.
Vaseli Ivantsjúk var maður
þessa móts og hreppti einn efsta
sætið er Karpov mistókst að sigra
Timman í síðustu umferð. Skákir
hans voru kraftmiklar og flóknar
þvert á skákir Karpovs, sem tókst
hvað eftir að nýta sér smá yfir-
burði til sigurs. Hánn vann
jafnteflisleg hróksendatöfl gegn
Portisch og Ljubojevic eins og að
drekka vatn.
1. Ivantsjúk IVi v. 2. Karpov 7
v. 3. Ljubojevic 6 v. 4.-5. Tim-
man og Short SVi v. 6. Jusupov 5
v. 7. Beljavskí 4Vi v. 8. Portisch 4
v. 9.-10. Gulko og Sokolov 3Vi v.
11. Jóhann 3 v.
Að sögn Jóhanns var mótið vel
teflt. Keppendur fengu bréf í
upphafi þess þar sem sagt var að
hver sá sem legðist í stutt jafntefli
gæti ekki vænst þess að verða
boðið aftur. Þetta hafði sín áhrif.
í næstsíðustu umferð er jafntefli
kom Ivantsjúk mjög-vel, tefldi
hann af miklum krafti til sigurs
gegn Anatoly Karpov. Þeir
þræddu lengi vel fimmtu einvígis-
skák Jóhanns og Karpovs eða þar
til Ivantsjúk kom með öfluga
endurbót. Eftir miklar hrellingar
náði Karpov jafntefli.
Jóhann byrjaði þetta mót vel
og vann Beljavskí og Sokolov
sannfærandi en seinni hlutann sat
gerbreyttur maður að tafli.
Við mótslitin undu keppendur
glaðir við sitt undir söng Lajos
Portisch. Honum fer fram hægt
og bítandi. Er söng Portisch lauk,
beindist athyglin skyndilega að
Ivantsjúk þar sem hann sat í
hnipri út í horni og sneri uppá
yfirskeggið. Getur þú sungið?,
var spurt. Tja, hví ekki það.
Hetjan unga spratt upp og þrum-
aði yfir viðstöddum sovésk dæg-
urlög í heilar 10 mínútur. Þessi
uppákoma kom algerlega flatt
upp á menn og hvort sem það var
af blygðun eða öðrum tilfinning-
um þá roðnuðu þeir Sokolov og
Jusupov alveg niður í tær eins og
ungmeyjar á vorkvöldi. Skák-
heimurinn hefur greinilega
eignast nýja og spennandi kar-
aktera.
Enn af
Polgar-systrum
Váleg tíðindi hafa borist af
sterku opnu móti í Róm. Zsofia
Polgar, miðsystirin í þríeykinu,
hefur tekið upp á því að ná ótrú-
legum árangri. Hún vann þetta
mót með 8V2 vinningi af 9 mögu-
legum og varð tveimur vinning-
um fyrir ofan sovésku stórmeist-
arana Dolmatov, og Tschernin.
Meðal fórnarlamba hennar voru
þrír sovéskir stórmeistarar, þeir
Palatnik, Tschernin og Rasuwa-
jev og árangur hennar mun vera
uppá 2930 Elo-stig.
Föstudagur 10. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27