Þjóðviljinn - 10.03.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 10.03.1989, Blaðsíða 22
Hugmyndafræði öskunnar eða: Hundur veit húsbóndans vilja eða: Brot úr eftirmælum 20. aldar Sólin rís síðla. Dagur er stutt- ur, loft öskublandið, bæði önd- unarloft og andrúmsloft, enda eru nú öskudagar óvenjulega margir eftir að ískaldir stormar hafa þyrlað fram og aftur ryki duftsins sona, sem látizt hafa í tveim stórstyrjöldum, 150 smá- stríðum, Hiroshima, Nagasaki, Seveso, Salisburg, Bhopal, Tschernobyl, alls um 90 milljón sálir. En hátt uppi yfir þessu moldviðri öskuryks svífur aska Shelleys, jarðneskar leifar lík- ama hans, sem Byron brenndi við strönd Livorno, flutti til Rómar og grafsetti í Cestius pýramída. Um það hefir verið rætt, á hvaða máli skólakennsla á æðra stigi skuli fram fara. Sýnist sitt hverjum. Vandi er aðinnleysa ar- agrúa útlendra orða með gjald- yrði móðurmáls eða veita þeim óbreyttum þegnrétt. A til dæmis að segja tegra eða integrera? Hvorttveggja er jafnóskiljanlegt almenningi: að koma í gott lag, fullgera, fylla, endurnýja. Menntamanni verður þá hugsað til stúdentasöngsins eftir Horati- us, Integer vitae, líka sunginn við ljóð Jóns Thoroddsens, Barma- hlíð, Hlíðin mín fríða, sem af söngkennara hálfu hefir í vókalí- sérandi æfingaskyni fyrir söng- kverkar verið umbreytt í: Hlaðan man fraða. Hér hefir þykkt öskulag setzt að texta. Alþýðan Fyrrum var það keppikefli að taka upp latneskar orðmyndir í mannanöfnum. Brynjólfur, sonur Þórðar biskups Þorláks- sonar, en hann var maður músík- alskur og listelskur, átti fátíð hljóðfæri eins og symfón og reg- al, stundaði litmálun og samdi fyrstu söngfræði íslands; en son- urinn vildi ekki vera Þórðarson, heldur latíníséraði eftirnafn föður síns og kallaði sig Thorlaci- us. Ekki var það talin málmeng- un, enda dafnar nafnið vel. Post-módernisminn hneigist til feimulausrar deilu, sem iðkuð er sem íþrótt. Pólitík má ekki kafna í fyrirskrifuðum leiðindum, held- ur ekki menningarmálaumræða. Rækta verður fyndni, háðhvörf, snerpu og ádeilu. Þannig mætti kalla forsvarsmenn músík- poppismans eða tónskunnar (ekki rugla saman við flónskunn- ar!), í samræmi við Thorlacius, Ingverus Kiaransky; og er þá til tilbreytingar ofurlítið sveigt til slavisma (vegna of langs, þreytandi, andlegs sambýlis við ensku sýkina og Amerígó áhrif, enda þótt upprunalegt nafn, norrænt-keltneskt, sé Ingvar Kjaran. Er þá gott að hafa í huga Ingvars sögu víðförla). Það er tíð yfirsjón hjá náttúru- vísindunum, að þau líta á ályktun sem sönnun fyrir forsendum. Eins fer fyrir IK (og er ekki leiðum að líkjast!). Hann beinlín- is ákveður (eða fyrirskipar?), að popp sé eftirlætis-músík alþýðu, alþýðu-tónlist, án þess að skil- greina, hve stóran geira samfé- lags hugtakið alþýða spanni. Venjulega er hér átt við verka- fólk, bændur, handverks- og iðn- aðarmenn, þjónustustarfsmenn, lægri embættismenn, sjómenn, vitanlega burtséð frá allri aldurs- skiptingu, frá unglingsaldri til elliára. Væntanlega kæmu einnig inn í myndina meirihluti kenn- ara, smákaupmanna, stór hluti borgarastéttar. Þeir sem lentu utan þess ramma, ættu þá að að- hyllast aðra músíktegund. Hins- vegar bendir dagskrárskipun út- varps til þess, að með slagara- músík nútímans sé einkum höfð- að til viss aldursstigs (Iög unga fólksins). Alþýðumúsík Alþýðumúsík, hjá okkur söng- ur alþýðunnar (hljóðfæri voru ekki til) var löngum runnin frá og iðkuð af breiðum grunnstéttum þjóðfélagsins. Var hér að verki ..tónskáldið mikla, þjóðin sjálf“, eins og Jón Leifs sagði. Þjóðlagið var syngjandi sál fólksins. Þar birtist alþýðulistin, næring og agi fyrir andann. Hún átti erindi við alla, háa sem lága. Þesskonar list fólst líka í því að skera út ask, flétta hrosshársreipi, smíða skeifu, vefa voð, litprjóna ílepp, hlaða torfvegg, leggja hrísbú, kveða rímu. Af þessu máráða, að list alþýðunnar var jafnan nytja- list. Hún fyllti upp tómarúm til- verunnar með listilegu handverki og hálfsungnum hetjukvæðum. Gjarnan minnist ég kennara míns, Pauls Hindemith, er var sem nýstefnumaður heimsfrægur kompónisti. Hann lét svo um mælt: „Sápustykki getur verið mótað á listrænan hátt; en það er ekki listaverk, af því að það er tilbúið úr forgengilegu efni.“ Sápa eyðist, sandur þyrlast í sí- felldum myndbreytingum, krítar- myndir á gangstétt mást út. Ann- að efni er varanlegra, frá okkar skammdræga sjónarhóli óeyðan- legt. Fyrir 17 þúsund árum skóp frummaðurinn djúpt undir yfir- borði jaröar litmálaðar myndir í Altamira og Lascaux af hundruð- um frumsögulegra dýra á veggi og loft í risastórum hellum. Þetta efni hefir reynzt varanlegt, og enn geta menn dáðst að þessari „alþýðulist“ þessari „menningar- legu“ viðleitnisvitund. Alþýðulist sem menningarlegt handverk og siðvenjur hefir fyrir löngu verið tekin sem kennslu- grein upp í háskólakerfi (raunar hefi ég kennt hana sem músík- etnólógíu við Berlínar háskóla og ritað um hana heila bók). Hér er að finna uppsprettu og undir- stöðu áframhaldandi listþroska, sem að síðustu leiðir til æðri listar sem hluta af hámenningu, klass- fsks kúltúrs, sem hefir alheims- gildi og menn virða og vegsama gegn um árþúsundir. Óbrigðult er efnið, sem varðveitt hefir verk listarinnar. Hetjusagnir Hómers í Ilíons- og Ódysseifs-kviðum lifa enn í dag, af því að þær voru skráðar forngrísku letri og síðan þýddar fyrst á latínu og urðu þá aðal-skólabók Rómverja, svo að enginn annar en höfuðskáld þeirra, Horatius, lofaði söngva Hómers (um 800 f. Kr.) og kvað þar verða skiljanlegt, hvað væri fagurt, hvað andstyggilegt, hvað gagnlegt og hvað óþarft. í röð með þessum frumföður grískra bókmennta gætum við með sjálf- sögðu lítillæti skipað forkólfi norrænnar sagnritunar og germ- anskrar goðafræði, Snorra Sturl- usyni og íslenzk-danska mynd- meistaranum Albert Þorvalds- syni. Að grugga tært bergvatn í mannfyrirlitningarfullvissu sinni og uppeldislegrí tónlistartrú á menningarlegu listgildi popp- ismans sem alþýðutónlistar vill IK komast upp á hornskákina með því að lítillækka hámenn- ingu og upphefja alþýðumenn- ingu. Hér er skákað í skjóli al- þýðu vegna þess, að hún er fjöl- mennasta stétt samfélags, en hún er jafnframt sú fátækasta. Til að róa hvefsið geð IK skal ég fara í fornu gólfin og benda á algjöran samruna gamalgróinnar alþýð- umenningar og hámenningar, sem síðar varð, meðal Grikkja, sterkasta og vinsælasta uppeldis- þátt í borgríki lýðveldisins Aþenu. Þetta var sjónleikurinn (tragedían). Hann var allt í senn: guðsþjónusta, listaverk á hæsta stigi, og hann var ríkisathöfn, boðinn gjörvöllu lýðveldinu ásamt þrælum eða helótum, já, meira að segja fyrirskipaður. Hér gnæfir höfunda hæst mesta sjón- leikjaskáld allra tíma, séníið Eur- ipides með sínum 88 leikritum, byggjandi á aldagamalli arfleifð snarleikinna eða impróvíséraðra orðaskipta. Vísi að þesskonar samruna má einnig finna í goða- og hetju-kvæðum Sæmundar- Eddu. Það er sjúkdómur okkar tíma að bera í bætifláka fyrir það lítil- mótlega, að sjá stórt í smá- mennum, að lítillækka stórmenni og gera sér það að meginreglu að grugga upp með tortryggni tært bergvatn sannra heimilda. Þetta er líka grunntónnin, þegar fram á málfærslugólf stígur kjaranskur sveinn; og er sá vinur, sem til varnar býðst, því að vörnin er þá vænst, að vasklega sé höggvið. Hitt er svo annað mál, hvort höggin hitta eða geiga. Nefnist það síðara klámhögg. En mikið liggur við, að rétt sé miðað, þar eð menningin er í húfi, já, og list- in líka. Aðstoðarmaður Gests Guð- mundssonar er yfirfullur vand- lætingar sökum þess, að popp- músík skuli ekki falla inn í þann ramma, sem kenndur hafi verið við sístæða menningu, samsvari ekki þeim kröfum, er gerðar séu til listlögmála þeirra verka, sem löngum hafi verið aðalsmerki mannsins um 5000 ára skeið. - Nú mætti að vísu segja, að dálæti, já, átrúnaður IK á andlega upp- eldisnæringu sína sé í samræmi við menningarmálastjórn ís- lenzks lýðveldis, honum til nokk- urra málsbóta, en ekki lýðveld- inu. Ríkisviðurkenning til allra list- greina við þessa árs úthlutun nemur sjö milljónum króna handa eitt hundrað lista- mönnum. Veskú. Takk. Við samanburð sést, hve mikils list- menning er metin. Varið er níu milljónum til að koma á flot mel- ódontu höfuðsmanns íslenzkrar „alþýðutónlistar", Herkúles / Sókrates eftir Stormsker. Og enginn veit, hvað lengi fleyta sú helzt haffær. Leki er á næsta leyti, og innanborðs eru aðeins dægurflugur. Afþreyingariðnað- ur og massaframleiðsla komast á snagann, en væntanleg menning- arverðmæti ganga í skurðinn. I Nóbelsverðlaunaræðu sinni 1957 segir Albert Camus: „Listin er í mínum augum ekkert ein- setumanns gamanefni. Hún er miðill, til þess að geta snert sem allraflesta menn, með því að sýna þeim ómisskiljanlega mynd af sameiginlegri þjáningu og gleði.“ Jafnvel Bach sannar þetta, ann- arsvegar í passtu- eða píslarsögu- verkum sínum, hinsvegarídansa- svítum; og list þekkti hann vel, þótt latneska nafnið „ars“ fæli Dr. Hallgrímur Helgason hana í sér sem samheiti fyrir list og vísindi, enda var Bach með- limur í vísindafélagi Leipzig- borgar. Skriplað á skötunni Og enn skriplar IK á skötunni, er hann ranglega ályktar, að til- vitnun sé tekin úr gulu pressunni, skammbyssu-málgagninu BILD, auvirðilegu æsifregnablaði, sorpblaði, sem ástundar allsherj- ar veruleikafirringu. Nei, til vitn- is var stefnt vikublaðinu ZEIT, Helmut- Schmidt-kanslara-blað- inu, sem jafnan reynir að þræða villugjarna vegi upplýsingarsann- leikans í misvísandi slörkuflóa fjölmiðlafárs. Að afgreiða slíka heimild sem „óttalegt sullum- bull“, án frekari röksemdafærslu, er sullukolls háttur. Upphafstilvitnun í fegurðar- dýrkandann og húmanistann Þorstein Valdimarsson, sem einnig var frábær músíkunnandi, er því líkast að drekka vígt vatn á vegum fordæmingarinnar. Ferð er hafin, án þess að standa við fyrirheit. Hinsvegar væri hægt að bæta úr því með skilgreinandi ummælum skoðanabróður Þor- steins, Adalberts Stifter, um eðli og tilgang listar: „List í æðra skilningi nefnist sá hæfileiki, að leiða fram eitthvað það, sem með afbærri fegurð grípur hjarta mannsins, upplyftir því, göfgar það og mildar, beinir því til hins göða, til helgi og guðdómsdýrk- unar.“ í fegurð felst sannleikur, og að- eins í sánnleikanum er vizka fólg- in; og hún verður til fyrir hugsun. Af öllu atférli mannsins er hugs- anarásin minnst rannsökuð. Mögulegt er að spyrja: Hvar lætur þú sauma? Aftur á móti er óhægara að spyrja: Hvar lætur þú hugsa? - ekki þá nema spyrjandi sé annaðhvort sníkjudýr eða lýð- skrumari. Hestur ratar í þoku. Það getur maðurinn eftir atvikum líka. En í mótsetningu við ferfætl- inginn þarfnast maðurinn fyrir- rennara, sem eru fyrirmyndir. Allir þurfa á þeim að halda. Mað- urinn hænist að þeim eða víkur frá þeim, ef hann er svo heltek- inn, að hann þarmeð verði ó - frjáls. Margir verða þessum vá- anda aðdáunar að bráð, af því að þeir hafa vanizt honum allt frá barnsaldri. Uppeldisáhrifin verða að innrætingu, síðar að heilaþvotti og loks að trúar- brögðum, án þess að til greina komi nokkur siðfræði. Hvað er sannleikur? Eigin óeirni sína ærir IK með því að spyrja: Hvað er sann- leikur? Þessi fræga Pílatusar- spurning er enn óráðin. (Ég finn enga sök hjá þe'ssum manni). Öll hugsun Evrópu snýst um spurn- inguna: Hvað er veruleiki? Hvað er líf? Hvað er dauði? Hvað er rúm og tími? En mennirnir eru reikandi ráðgátur, óleysanlegar í dul sinni. Þvf hafa efasemdar- mennirnir réttast fyrir sér, Ham- let, Don Quichote, Faust og Pí- latus. Upp af efasemdanna akri sprettur jafnan hávöxtur menn- ingar, lista og tækni. Og íslenzkir andans akuryrkjumenn verða að sá til nýrra greina lista og menn- ingar (músík, myndlist, arkítekt- úr, tækni, heimspeki, vísindi), því að menningarleg eða listarleg arftekt var engin; og hvorki Nor- dælska né poppismi geta skapað þær. Valdskipting var einþætt, allt til þess er Montesqieu sagði fyrir um þrískiptingu þess: löggjafar- vald, dómsvald, framkvæmda- vald. Fursti eða konungur (t.d. Lúðvfk 14.) samdi lögin, dæmdi eftir þeim og refsaði. Hann var fulltrúi absólútismans eða ein- veldisins, sem við vorum látnir eiðfesta með Kópavogssamþykkt 1662. Þá gat enginn sagt einveld- isherra að varast sjö dauðasynd- ir, svo sem hroka eða dramb, sem talin var verst allra vitia capitalia, en hana feitletrar svaramaður GG og er mikið niðri fyrir, senni- lega bræði, er brýzt út í orðaá- leitni: Að hugsa sér, að nokkur skuli dirfast að andmæla „goð- sögn“ ungafólksins, öskuþöktum mythos síðara hluta 20. aldar. Þvílík afstaða getur líka talizt til dreissugheita. En nú er oflæti al- mennur orðinn eiginleiki, svo að á hvorugan veginn er um að sak- ast, því að fulltrúar löggjafar- valds og dómsvalds ganga á undan með góðu eftirdæmi og gerast full-djarftækir til birgða Dionysosar, vínguðsins. Er þá óvandaður eftirleikurinn með Pan og satýra dansandi kring um erfidrykkju aldarinnar. Dag er tekið að lengja. Rás aldar styttist. Nýir straumar eru forboðar breyttra tíma. Hol- skefla sálarkremjandi og eyrna- blæðandi, hljóðbylgjulegrar virkni líður hjá sem Acid Rock eða psýkedelískt rokk með 80% dópneytenda í poppara hópi. Jafnvel anakrónisminn birtist sem neó-klassísismi og afturhvarf til einfaldleikans. Menn fara að hugsa með eyranu eftir nægilegar blóðsúthellingar í hlustar- göngum. Eftir miklar eyðilegg- ingar og útbrunnar rústir aldar- innar er öskumagn orðið svo mikið, að vænta má þess, að fugl- inn Fönix endurfæðist á hverri stundu, rísi upp úr öskunni sem tákn endurnýjunar og ódauð- leika. - Sólin rís árla. Millifyrirsagnir eru Nýs Helgarblaðs. 22 SÍPA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.