Þjóðviljinn - 10.03.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 10.03.1989, Blaðsíða 25
Myndir af New Order eru fátíðar. Hér er sveitin þó galvösk: Gillian Gilbert og Stephen Morris (efri röð frá vinstri), Bernhard Sumner og Peter Hook (neðri röð frá vinstri). Hver manP. Símon og hvemig? Paul Simon er Kani sem menn muna af misjöfnu. Nafn hans reis hæst þegar hann var helmingur- inn af Simon & Garfunkel og öngvir (upp á vestfirsku) munu hafa smalað jafn mörgum áheyrendum á eina tónleika á Kókakólalandinu en þeir fóst- bræður í svanasöngnum. Ferill Paul Simon hefur sannanlega verið skipting á milli brælu og blankalogns og frægðin, sú seðl- amaskína, var honum hliðholl um stund. En sólóferillinn var á- kveðinn og stigvaxandi niður- gangur og að lokum beið Páls Símonarsonar lítið annað en niðurlægingin í sinni fullkomn- ustu mynd. Paul Simon var að vísu alltaf miklu skárri en hrokk- inhærður ofurvæminn félagi hans Garfunkel, en reyndist engu að síður jafnþreyttur og I*eikstjóri fimmtíu og þriggja Víetnam- mynda. Síðan gerðist það kraftaverk í lífi Paul Simon að Suður-Afríka varð á vegi hans og kappinn lagði þangað leið sína og gerði plötu með innfæddum. Gripurinn er kallaður „Graceland“ og varð rúmlega vinsæll. Þar með fékk þessi gamli lautinant aftur þá at- hygli sem hann átti skylda þegar honum tekst vel upp og tímabili niðurlægingar var lokið. Hann var aftur kominn inn á kortið eins og sjávarþorp sem hættir við að fara á hausinn. Bernska er að einhverju leyti útvarp. Ég tilheyri þeirri kynslóð sem man eftir þeirri óþreyjutil- finningu sem fylgdi biðinni eftir eina tónlistarþætti Útvarpsstöðv- arinnar þann daginn. Þar voru Simon og Garfunkel tíðir gestir þó ekki féllu þeir inn í fjölskyldu- mynstrið á mínum bæ, sem aðal- lega var krækt á The Beatles og Rolling Stones. í þá daga voru Keflvíkingar nærri því einir um að vera smitaðir af Ameríkuveir- unni, þannig að þessi tónlist fór í gagnabankann og langtímaminn- ið og spilaði aldrei stóra rullu. „Graceland" framkallaði Paul Simon síðan aftur á pappír vit- undarinnar fyrir skömmu síðan og minnti mig á að þessi Kani væri ekki dauður enn. Þráin magnaðist enn meira þegar Jank- inn sendi frá sér „Negotiations And Love Songs, 1971-1986“. Þá rifjuðust upp lög sem höfðu lifað í undirmeðvitundinni jafnvel svo árum skipti og ímyndunin sleppti út einhverjum ósköpum af föl- bleiku fortíðargasi sem náði að gera meira að segja fúlustu augnablik bernskunnar að at- burði. Þessi „samantekt" á Paul Simon er ágætlega heppnuð. Fyrir fólk sem vill hlusta á nota- lega og vel framsetta tónlist þar sem melódían er í forgangssæti ætti að fleygja sér á plötuna. Sem heimild er platan góð, kappinn hefur þrátt fyrir allt samið kippu af góðum lögum og því verður ekki rænt af honum, hvað sem hver reynir. Uppgjörið endar á lögum af „Graceland“ og að þeim kafla loknum er maður mest hissa á þeirri samfellu sem þrátt fyrir allt er í tónlist Paul Simon. Það er nefnilega ekki svo langt á milli gamalla smíða eins og „Slip Slidin Away“ og „Me And Julio Down By The Schoolyard“ og „Diam- onds On The Soles Of Her Sho- es“ og kann að virðast að órann- sökuðu máli. Þetta er plata „sófafólksins", þeirra sem kjósa ljúfa tóna í hversdagslegri vímunni að lokn- um leiðinlega endurteknum vinn- udeginum. Góð sagnfræðiheim- ild. - hm D/íGURMAL Meistaralegt tækniverk - Ný regla New Order hefur hægt og síg- andi mjakað sér upp í eins konar páfastól í rokkheiminum en í þeim heimi eru fleiri páfastólar en einn, ólíkt þeim jarðneska. Hljómsveitin stendur að vissu leyti undir nafni, New Order hef- ur á sinn hátt komið nýrri reglu á rokktónlistina. Svuntuþeysar og hljóðgervlar fara með stór hlut- verk í tónsmíðum Nýju reglunnar ásamt gítar sem er einstaklega Ný-reglulegur. Síðasta afkvæmi New Order, „Technique" eða „Tækni“, er fyrir margra hluta sakir merki- legur bastarður. Það fer ekkert á milli mála við fyrstu kynni af New Order er á ferðinni. Hún er þó vandlega falin á bak við einn alls- herjar tónvegg. Ómögulegt er að greina við fyrstu hlustun meiri- hluta tónsmíðanna sem liggja í skorum og gjótum tækniverksins og læðast fram sem smekklegir tónar ólíkra hljóðfæra, sam- hljómur og tæknilega fallegt verk. New Order ná á þessari plötu að skila með snilldarlegum hætti nútímanum eins og hann horfir við síð-20. aldar manninum, heit- köldum heiminum sem er svo margræðinn í daglegri upplifun að súríalistar verða eins og gam- aldags rómantíkerar í saman- burði. Undir Tónveggnum og því sem í fyrstu virkar „tæknihá- vaði“, liggur ljúf melódía og vönduð vinnubrögð hvar sem brugðið er niður eyra. Þannig er heit-kaldi heimurinn líka. Skarkalinn á götunum, mengunarlyktin, hörmungafrétt- irnar í sjónvarpinu, bíb og ljós tækjanna er allt hluti myndarinn- ar og borgarmaðurinn saknar þessa alls bregði hann sér út í sveit. Sjón er geimvera fari hann með þulur sínar norður í Þing- eyjasýslu en sagnaþulur á torgum borganna. „Technique" færi kannski ekki best við mjaltirnar, en innan um steinsteypu, steypu- styrktarjárn, gler, þotuflug, geimferðir, litríkt ofbeldi og ógn- ir sem bara við sem nú lifum höf- um þekkt, - hljómar tækniundrið eins og sinfónía. New Order tekst það sem fáum hljómsveitum sem notast eins mikið við tæknina tekst og það er að skapa með henni jákvætt mannaverk og fellur aldrei í gryfju dauðhreinsaðs tölvubíbs. Skapnaður þeirra er tónlist nú- tímamannsins. „Technique" er plata sem fólk verður að láta ntúrana hrynja utan af í rólegheitum. Best er að spila plötuna á miklum styrk og eitthvert diskótekið ætti að gera borgarbúum þann greiða að spila plötuna í heilu lagi. Raunar ættu öll diskótek borgarinnar og landsins alls að íhuga þessa hug- mynd gaumgæfilega. Það er fullkominn óþarfi að orðlengja þetta, „Technique" hlýtur að teljast meistaraverk og mikið og merkilegt ris á ferli New Order. Vér hneigjum oss. - hmp Smáálfar frá Boston Pixies eða Smáálfarnir frá Boston hafa sprengt hljóðmúrinn sem umlykur Bandaríkin og náð eyrum okkar Evrópubúa. Yngsta afkvæmi Smáálfanna „Surfer Rosa“ hefur vægst sagt slegið í gegn hérna megin Atlantshafsins og var meðal annars kosin besta plata ársins hjá Melody Maker og Þorsteini Vilhjálmssyni, þeim ágæta útvarpsmanni og aðdáanda Þórbergs Þórðarsonar. Pönkið er ekki dautt en það er skemmtilegt að Smáálfar frá Boston skuli færa manni sannanir um það. Tónlist Smáálfanna er í ætt við þá tónlist sem tröllreið Bretlandi á síðasta áratug. Þeir hafa greinilega sama smekk fyrir tónlist og Japanir fyrir fisk; hrátt, hrátt og aftur hrátt en ákaflega smekklega fram borið. Rífandi gítar í takti sem hæfir þeim sem ætla að mála bæinn röndóttan og sungið af því offorsi sem einungis dekurbörn ættuð úr steinsteypu- köstulum geta gefið frá sér eða þeir sem verð að láta Hlemm duga sem forstofu. Eins og hinar ýmsu skuggahlið- ar mannlífsins og afkimar þess er álfabyggðin eitthvað sem er ekki fyrir augunum á okkur á hverjum degi og raunar fáum gefið að sjá þessar hliðar í réttu ljósi. Ég efast reyndar um að Smáálfarnir hafi einhver háleit markmið með tón- list sinni önnur en að hræra upp í áheyrendum sínum og draga þá upp úr hægindastólum, upphugs- uðum og raunverulegum. Og HEIMIR PETURSSON geisladisknum. þegar Smáálfar ryí björgum sínum me látum er auðvelt fyl stíga einfaldlega of; álfar eru þekktir göldróttir og að koj risanum á kaldan hrekkjabrögðum sí galdur býr einnig í þi anna, þær eru seið: krefjast þess að vera ur og aftur. Tilraunir voru ge Smáálfana til íslani ljóst að ekkert verðurl alla vega. Það er þó ef til vill ein hver huggun að Pixies mun senda frá sér 12” plötu í þessum mánuði og þriðja stóra platan er væntan- leg í næsta mánuði. Þeir sem eru svo lánsamir að eiga geislaspilara geta gert góð kaup þar seni fyrsta plata Smáálfanna, „Cönje On Pilgrim", er á „Surfer Rosa“ • .;4 hmp ð fá ú er í bili Föstudagur 10. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.