Þjóðviljinn - 10.03.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 10.03.1989, Blaðsíða 14
4^ K) í Eyjum 1627-36 Eftirað Englendingar rændu Vestmannaeyjarárið 1614 orti séra Jón Þorsteins- son langt kvæði um þann rán- skap og orsakir hans. Hann kenndi um ágirnd, ofdrykkju og saurlífi eyjarskeggja. Guð hefði varað þá við með því að láta jörðina skjálfa og hyrnda ókind ganga úr sjó á land, en allt til einskis: Samt varágirnd, samtokur, rán samtdreiss ogyfirlæti samtofdrykkja, svall, ótrú, smán samtgekk fram holdleg kæti þrálátir héldum þennan leik þar til vérsáum eld og reyk urðum fljótirá fæti. Yfirgang Englendinga taldi séra Jón vera refsingu Guðs fyrir illa hegðan manna, en í lokin þakkaði hann Guði fyrir áminn- inguna. Níu árum síðar, vorið 1623, tók hann sig til á nýjan leik og orti í sama stíl um yfirvofandi refsidóm og áfelli, en þá hafði bátur hrakist frá Súlnaskeri út í Þorlákshöfn. Sá skiphrakningur var síðar talinn einn af fyrirboð- um Tyrkjaránsins. Aðrir voru tunglmyrkvi og sólmyrkvi, hala- stjarna og stjörnuhrap, glóandi sverð á himni og ofsalegur sjó- gangur. Og enn varð jarðskjálfti og ókindin hyrnda gekk aftur á land. „Vestmannaeyingar hefðu átt að sjá að sér,“ hugsaði ef til vill séra Jón þegar Tyrkir myrtu hann með köldu blóði 18. júlí 1627. Á síðari hluta 18. aldar fæddist áttunda hvert barn óskilgetið í Vestmannaeyjum, svipað og gerðist víðar á landinu. Lauslæti var því hvorki meira né minna en annars staðar og eðlilegt er að ætla að það hafi lítið breyst í nokkur hundruð ár. Skýringar Jóns á óförum eru líka hefð- bundnar skýringar heimsósóma- manna og giltu ekkert frekar um óheppni Vestmannaeyinga en ó - farir annarra, svo sem Skaftfell- inga eftir Kötlugosið 1625. Vest- mannaeyingar voru því áreiðan- lega ekkert siðspilltari en aðrir íslendingar á öndverðri 17. öld. Ég get hugmynda Jóns þó ekki einvörðungu til skemmtunar, heldur vegna þess að árin eftir Tyrkjarán var kynlíf Vestmanna- eyinga til umræðu á opinberum vettvangi. Biskupar, sýslumenn og konungur sjálfur létu vandann til sín taka og leituðu lausna. Horfnir makar Eftir því sem næst verður kom- ist rændu Tyrkir 24 kvæntum körlum óg 16 giftum konum í Vestmannaeyjum. Þetta fólk höfðu þeir með sér og seldu á þrælamarkaði í Algeirsborg. Makarnir fjörutíu sátu eftir með sárt ennið. Ef til vill var sorg þeirra ekki meiri en sorg þeirra sem urðu ekkjur og ekklar, en hún átti eftir að vara lengur. Ekkjur og ekklar gátu fljótlega farið að leita sér nýrra maka, en til þess var ætlast að fólk sem sá á eftir eiginmönnum og eiginkon- um upp í skip stæði við hjóna- bandsheit sín og væri tryggt og trútt, ef ekki til æviloka þá að minnsta kosti lengur en fyrst um sinn. Það reyndist mörgum erfitt. Hjónabandslög árið 1587 voru á þá leið að færi karl frá konu sinni og kæmi ekki aftur innan þriggja ára fékk hún skilnað og mátti giftast á nýjan leik. Það sem hins vegar átti eftir að gera Vestmannaeyingum erfitt fyrir var að ef maður færi í stríð eða til kaupferða og kæmi ekki aftur varð konan að bíða í að minnsta kosti sjö ár. Ef það síðan fréttist að hann væri í fangelsi átti hún að bíða þangað til hann yrði laus. Sömu reglur áttu við þegar kona fór frá karli sínum. Vandans verður fyrst vart í bréfum vorið 1630, tæpum þrem- ur árum eftir Tyrkjaránið. Þá skrifaði annar prestur Eyja- manna Oddi Einarssyni biskupi og kvartaði undan því að fólk sem missti maka sína hefði nú margt orðið opinbert að hórdómi og einn karl tvívegis, „þó sá sísti að ásýndinni." Málið var tekið fyrir Már Jónsson skrifar Már Jónsson er þrítugur sagn- fræðingur. Hann var við nám í Reykjavík og París, um hríð fréttamaður á útvarpinu, og er nú stundakennari í háskólanum. Hann hefur við rannsóknir ein- beitt sér að félagssögu, einkum ýmsum samskiptum kynjanna, á tímum Stóradóms, frá 16. öld frammá þá 19. Már hefur skrifað flokk frá- sagnargreina sem tengjast megin- viðfangsefni hans í fræðunum, og hefur orðið að ráði að velja þeim - með örlitlu brosi útí annað - samheitið „Sannar sögur“. á fundi sunnlenskra presta á Þjóðólfshaga í júní 1631 og ákveðið að leita úrræða höfuðs- manns. Þá höfðu prestar í Vestmannaeyjum kvartað sáran undan „persónum" sem misstu maka sína í Tyrkjaráninu „og nú um nokkur ár eru fallnar í saur- lífi, en menn vita ekki hvort þeirra maki lifir utanlands eða kemur nokkurn tíma aftur.“ Jafnframt fullyrtu prestarnir að sýslumaður léti sér nægja að inn- heimta sektir, en skipti sér ekki af þessu fólki að öðru leyti og vand- aði hreint ekkert um við það. Gísli sonur Odds var þá tekinn við biskupsvöldum. Hann brá Aðalfundur Verslunarbanka íslands hf. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu laugardaginn 18. mars 1989 og hefstkl. 14:00 Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 33. greinar samþykktar bankans. Tillaga bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Tillaga bankaráðs um aukningu hluta- fjár félagsins um 100.000.000 kr. Önnur mál, löglega fram borin. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Verslunarbankanum Bankastræti 5, 2. hæð miðvikudaginn 15. mars, fimmtudaginn 16. mars og föstudaginn 17. mars 1989 kl. 9:15-16:00 alla dagana. Bankaráð Verzlunarbanka íslands hf. Barna- og unglingavika 12.-18. mars 1989 NMMMA Mánudagur 13. mars m Fimmtudagur 16. mars Tónabær kl. 20.00. Tómstundir — pallborð unglinga. Gerðuberg kl. 20.00. Jafnrétti til nóms. Vitinn — Hafnarfirði kl. 20.00. Dagvistarheimili — Menntastofnun! Sóknarsalur kl. 20.00. Tómstundir barna og unglinga. Gerðuberg kl. 20.00. Samvera fjölskyldunnar. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Alþýðusamband Islands, Kenn Félag bókagerðarmanna, Bandaíag hóskólamenntaðra ríkis Kennarasamband Islands, Félag bókaaerðarmanna, Bandalag hóskólamenntaðra ríkisstarfsmanna, Starfsmannafélaa ríkisstofnana, Fósturfélag íslands, Sókn, Hiðíslenska kennarafélag, Iðja

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.