Þjóðviljinn - 10.03.1989, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 10.03.1989, Blaðsíða 26
t~ 3— i— W~ b £— •b 7— v— 1 T~ w~ s T~ )0 // ð V )Z S )i> \Q )*) b iV n 8 V 1 'J X) 32 lt> T )Z )t w 22 1/ rsr y ¥ xó T T JT <2 19 Z 32 3 2 1 )/ ú 5 —^ L . 8 )? l(? 5 21 )Ý 8 It, T W 13 °l 5 ii 3? 1 ir >9 W~ II Zl 32 j? 3? Zl ~ * 7 5 T )# i <p 2’J 8 33 15 u )? 32 )+ 2<o T V V + H '20 T~ T 25 )i 32 n 5 21 T 32 28 8 fí 2°) y n 8 T~ Vb )b ¥ 32 15 5 8 21 ií z y w 23 YJL /Ý JT 7 ) Z‘J )2 32 )9 % V 5 5 lo ij il <2 )<p T 8 C? T ti )9 <2 X/ JV V 5 YX )9 7 S2 n 32 AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Verðlaunakrossgóta Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá örnefni í nágrenni Reykjavíkur. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 34“. Skila- frestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 5 ? 26 J3 )7 8 25 20 )9 Lausnarorðið fyrir krossgátu nr. 31 var BJÖRGÚLFUR. Dregið var úr Verðlaun fyrir krossgátu nr. 34 er réttum lausnum og upp kom nafn Sigurðar Jónssonar, Búlandi 38, skáldsaga Einars Kárasonar, Þar Reykjavík. Hann fær senda skáldsöguna Markaðstorg guðanna eftir sem djöflaeyjan rís. Mál og Ólaf Jóhann Ólafsson. menning gaf út. TAROT Hilmar Öm Hilmarsson Af kaiikyns og kvenkyns kröftum Eins og glöggir lesendur muna vafalaust fór ég aðeins inn á hið kosmíska kynjamisrétti í einni af fyrri greinunum. Forfeðurnir sáu karlkynið sem hart og gerandi og kvenkynið sem mjúkt og þiggj- andi. Þetta endurspeglast í því að frumefnið Eldur telst vera karlkyns, en frumefnið Vatn kvenkyns. Eldur ræður Vandarspilunum þannig að þau endurspegla hefð- bundnar karlkyns dyggðir og nokkrir lestir eru látnir fljóta með. Vatn ræður Bikurum og að sjálfsögðu endurspegla þau spil þá kvenmynd sem við öll elskum og þekkjum með smá femme fatale-formerkjum og drabbi innan um og samanvið. Jæja, Bikarana fyrst og hér byrjar upptalningin: AS: Ast, ánægja, fylling. Breyting sem verður án þess að fyrir henni sé haft. „Mamma tekur til í herberginu,“ og til- brigði af því. 2: Meiri ást með nautn í bland. Vísar einnig til ástarsambanda. 3: Allsnægtir, sigur, hamingja. Umhverfið verður eins og maður óskar sér. 4: „Lúxus", blendin ánægja, þreyta. Það sem að var stefnt var ekki jafn mikill „draumur" og fólk hafði ímyndað sér. 5: Vonbrigði, vinir bregðast, tap. Of mikil tilfinningaleg fjár- festing í öðru fólki. 6: Nautn, ánægja, fortíðin. Fólk hefur fattað hvað því finnst gott og gerir eitthvað í málunum. 7: Drabb, tálsýnir, ímyndaður árangur. Útskúfun og leiðindi. 8: Leti, uppgjöf, fólk missir áhuga á hlutunum. -Ekki endi- lega í þeirri röð... 9: Hamingja, sigur, gróði. Takmarki náð. 10: Mettun, varað við því að ganga of langt. Nóg komið af svo góðu. SKJALDSVEINN/PRINS- ESSA: Gjafmildi sjarmi og mýkt. RIDDARI: Brugðist skjótt við, elskulegheit, fyrirgreiðsla. Bankastjóri sem er „mjúkur" maður. DROTTNING: Draumórar, tálsýnir, manneskja sem er áreið- anleg þegar það hentar henni sjálfri. KONUNGUR/PRINS: Kænska, eigingjörn útsjónar- semi, ofbeldi eða æsingur kraumar undir niðri. GERARD MATU Bouillabaisse 1 kg fiskur tómatar laukur hvítlaukur olífuolía egg safran 1 dós krabbasúpa frá ORA kryddjurtir franskbrauð hvítvín ostur (óðals) Bouillabaisse er stolt Mars- eilleborgar. Það er dásamlegur veislumatur þótt hann sé svolítið þungmeltur. En góður matur þarf hvorki að vera ffnn né holl- ur. Hann þarf að vera góður. Boillabaisse er fiskisúpa, borin fram með sérstakri sósu „la rou- ille“, ristuðum brauðteningum og rifnum osti. Súpan: Setjið fiskinn í pott (gott er að nota 1-3 flök af mis- munandi fisktegundum) ásamt tómötum, )auk, kryddjurtum og krabbasúpinni frá ORA. Látið sjóða almennilega. Bætið þurru hvítvíni við á síðustu stundu, því vínið er of dýrt á íslandi til að leyfa sér að láta áfengið gufa upp. Sjálfur tíni ég jurtir mínar í Suður-Frakklandi rétt fyrir sólar- upprás í suð-suðvestlægum hlíð- um, fimm dögum áður en jurtirn- ar blómgast. Ef þið hins vegar eigið ekki leið þar um á næstunni dugir Italian seasoning frá KRON ágætlega. Þegar ég býð snobbliði í mat passa ég mig alltaf að opna ORA- dósina áður en gestirnir koma. Fiskisoðið betrumbæti ég með því að sjóða haus og bein sem fisksali minn er alltaf fús að veiða upp úr slorhaugum sínum. Þann- ig búa einnig bestu veitingahús í heimi til fisksoðið sitt. Óþarft er að segja gestunum það, í það minnsta fyrr en eftir borðhald. Sósan: Blandið eggjarauðu og sinnepi í skál. Hellið ólífuolíu smám saman útí á meðan þið þeytið með gaffli (ekki rafmagns- þeytara). Athugið, öll efnin þurfa að vera á herbergishita. Bætið við pressuðum hvítlauk, pipar og safran. Þótt sósan líkist mayonnais verðið þið að sætta ykkur við það að'Gunnar getur ekkert fyrir ykkur gert. Ristið brauðsneiðar. Strjúkið yfir þær með hvítlauk og skerið í teninga. Steikið síðan á pönnu í ólívuolíu þar sem það má aðeins brenna. Rífið ost nægilega snemma til að hann hafi eitthvert bragð. Þessi réttur hefur tvo kosti: á meðan gestirnir eru uppteknir við að segja: „Viltu rétta mér brauðið", eða „Ertu búinn með ostinn?" þarf gestgjafinn ekki stöðugt að hafa áhyggjur af að endurlífga samræðurnar. Annar kostur er að það má alveg drekka rauðvín með þessum rétti og losna við þessa heimsku hefð að drekka alltaf hvítvín með fiski. Thoth, hinn sérhannaði turot- guð. 5: Strit sem gengur upp að lok- um, samkeppni, barátta. Hefð- bundinn íslenskur veruleiki. 6: Sigur, gróði, óskir upp- fylltar. 7: Sæmd, hugrekki, sigrast á erfiðleikum. 8: Aksjón, hreyfing á hlutun- um. Ekki stöðvast fyrr en settu marki er náð. 9: Styrkur og innri kraftur. Óvinir og óþægilegir hlutir í um- hverfinu teknir föstum tökum. 10: Kúgun, utanaðkomandi truflun. Einhver sýnir grimmd. Nauðsynlegt að gera eitthvað í málunum. Annað dulspekilegt dæmi um íslenskan veruleika. SKJALDSVEINN/PRINS- Þá förum við út í vendina: ÁS: Orka, upphaf, sköpun. „Sýna keppnisanda og þá gengur allt upp“. Ýmis tilbrigði af því, misjafnlega gáfuleg. 2: Drottnun, vilji, möguleikar. J.R. og co. 3: Styrkur, viðskipti, nýjar leiðir farnar til að koma málum í gegn. 4: Vinnu lokið, fullkomnun, eining. Slakað á, aldrei þessu vant. ESSA: Dugur, þor, snilligáfa. RIDDARI: Greiðasemi, ör- læti, framkvæmdasemi. Banka- stjórinn í ættinni. DROTTNING: Hæfileiki til að laga sig að aðstæðum,vinátta, tryggð. KONUNGUR/PRINS: Kraft- ur, viðbragðsflýtir sem á það til að umbreytast í fljótfærni. Þá er kominn góður skammtur af lykilorðum til að leggja á minnið og í næstu viku verður svo farið í Sverðin og Diskana. Kann- ið kosmosinn á meðan. 26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.