Þjóðviljinn - 10.03.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 10.03.1989, Blaðsíða 19
-a.x w er ekki frá okkur komin Jón Gunnar Árnason mynd- höggvari segir frá félags- skapnum SUM í tilefni SÚM- sýningar að Kjarvalsstöðum Texti: Ólafur Gíslason — Mynd: Jim Smart Viðtaliö er tekið á barnum á Hótel Holti um miðjan nóvem- ber 1988 og birtist í sýningar- skrá sýningarinnar Súm 1965-72, sem verður opnuð að Kjarvalsstöðum á laugar- dag Sp.: Jón Gunnar, hvað var Súm? JGA.: Það er ekkert til sem heitir SÚM-list, eða SÚM-stefna eða SÚM-eitthvað. SÚM var bara heiti eða nafn á ákveðnum hópi af fólki sem hafði trú á því sem það var að gera. Súm-nostalgían er ekki frá okkur komin. Þetta fólk sem starfaði í Súm á sínum tíma er nú dreift út um allar jarðir, en það hefur sýnt sig að þetta var fram- sækið fólk og frjótt, á hvaða víg- stöðvum sem það starfar í dag og ég held að við séum gjörsneydd allri nostalgíu gagnvart þessum tíma. Það er hins vegar að gerast nú, að listfræðingar og fleiri eru að taka við sér eftir 20 ár og átta sig á að það voru mikil mistök af hálfu ráðandi afia í myndlistarlífinu að hunsa það starf sem var unnið á vegum Súm. Það er hvorki list- fræðingum né ráðamönnum að þakka, en það er hins vegar stað- reynd, að það starf sem unnið var á vegum Súm á sínum tíma hefur haft mikil áhrif á það sem er að gerast í nútímalist á íslandi í dag og hefur því sögulega þýðingu, þrátt fyrir allt afskiptaleysið. Sp.: En ef ekki var til nein Súm- list eða Súm-stefna, hvað var það þá sem sameinaði þennan hóp? JGA.: Það sem einkenndi hóp- inn var fyrst og fremst mikill heiðarleiki gagnvart því sem fólk- ið var sjálft að gera og mikið frjálslyndi gagnvart öðrum. Það sem sameinaði okkur var meðal annars það, að við vorum aldrei að hugsa um að búa til myndlist fyrir ákveðinn markað. Það kom að vísu fyrir að við settum myndir inn í ramma, en það þjónaði aldrei þeim tilgangi að gera verk- in að betri söluvöru. Við vildum víkka skilning fólks á myndlist og á umhverfi sínu um leið. Við vor- um meðal annars opin fyrir hug- myndafræðilegri og pólitískri list og stóðum bæði fyrir sýningum um umhverfismál og sýningu á vegum herstöðvaandstæðinga. Því var haldið fram að við værum pólitísk í þröngum skilningi, en það var misskilningur. Það komst engin hreppapólitík að í Súm. Vettvangur okkar var stærri og spannaði heiminn allan og him- ingeiminn líka. Viðfangsefni okkar í listinni voru ekki Laugavegurinn eða Austurstræt- ið, heldur heimurinn allur. Við reyndum að skoða hið smáa í samhengi við hið stóra. Ég get nefnt þér dæmi um þetta. Einu sinni tókum við þátt í útisýningu Myndlistarskólans á Skólavörðuholtinu. Þetta var stórt sýningarsvæði og þarna sýndi Magnús Pálsson lítinn glerkassa á staur. Inni í honum voru agnarlítil húsgögn gerð úr eldspýtustokki og 2 dauðar fiski- flugur. Og ekki meir. Á sömu sýningu hafði Dieter Rot safnað saman hvers kyns drasli sem lá á víð og dreif um holtið. Það var búið að leggja rauðamöl á sýning- arsvæðið, og Dieter lagði ruslið, gamla plastgreiðu, fjöður, dag- blaðssnifsi, vírspotta, plastdós og fleira, upp við lítinn stein í möl- inni og úðaði svo allt saman með nákvæmlega sama rauða litnum og er á sjálfri rauðamölinni, þannig að ruslið félli betur inn í umhverfið. Þetta var list sem sýndi nýja tilfinningu fyrir rým- inu og gagnvart umhverfinu. Sp.: Var það kannski andstað- an við ríkjandi hefð sem samein- aði ykkur í Súm? JGA.: Við komumst auðvitað ekki hjá því að horfa upp á það hvernig abstraktlistin var á þess- um tíma að slitna úr tengslum við allan veruleika og úrkynjast yfir í skreytilist fyrir góðborgara. Það var svokallaður abstrakt- expressíónismi eða lýrísk ab- straktsjón sem þá var í tísku, og menn höfðu tekið upp heiðarleg fyrirbæri eins og til dæmis list Cobra-grúppunnar, og breytt henni yfir í eftirsótta markaðs- vöru fyrir peningamenn. Þeir fé- lagar í Félagi íslenskra mynd- listarmanna (FÍM), sem höfðu innleitt abstraktlistina hér á landi, voru farnir að lifa á fornri frægð. Þeir voru orðnir hug- myndalega útbrunnir, þegar á þessum tíma, og leiddust þá út í þetta abstrakt-expressíóníska sull. Af eigin verðleikum og dugnaði höfðu þeir á sínum tíma náð öllum völdum í félaginu og á öllum opinberum vettvangi myndlistarinnar, og þegar þeir höfðu náð því marki snérist allt um það hjá þeim að koma í veg fyrir að nokkur gæti ógnað valda- aðstöðu þeirra. Það er vel hægt að segja að það hafi ríkt einokun í íslensku myndlistarlífi á árunum 1965-75, og það var Septem- hópurinn svokallaði innan FÍM sem réði öllu. Þeir höfðu lengi barist fyrir því að myndlistar- menn fengju eins mikil völd og hægt var, bæði í styrkja-, safna- og menntakerfinu, sem var út af fyrir sig í lagi, en síðan tóku þeir upp hreina einokun innan þessa kerfis á því sem þeim þótti vera list. Þeir voru aldrei nógu líberal til þess að geta stutt við bakið á öðrum hugmyndum en sínum eigin. Munurinn á þeim og Súm- murum fólst meðal annars í því að ég held að það hafi aldrei hvar- flað að okkur í Súm að við værum á einhvern hátt betri en aðrir eða yfir aðra hafnir. Ignoransinn hjá þessum mönnum birtist svo meðal annars í innkaupastefnu opinberra aðila sem keyptu inn listaverk. Þeir létu yfirleitt ekki sjá sig á sýning- um hjá Súm, og það voru ekki keypt verk inn eftir Dieter Rot, Kristján Guðmundssson, Rósku eða Sigurð Guðmundsson svo dæmi séu nefnd. Erro var heldur ekki inni í myndinni, hann var ekki listamaður heldur í augum þessara manna. Hvað mig sjálfan snertir, þá er ég búinn að starfa að fullu í skúlptúr í nærri 3 ára- tugi, og Listasafn íslands hefur á þessum tíma keypt eftir mig 3 verk. Nú eru menn hins vegar að ranka við sér og sjá þá að það er stórt gat sögulega séð í Listasafni íslands. Og þótt nýtt safnráð sé nú að reyna að bæta í þetta gat þá er ljóst að þetta er tjón sem verð- ur aldrei bætt til fulls. Og það er arfur frá þessum konservatífa og heimska hópi. Sp.: Hvert var upphafið að fé- lagsskapnum Súm? JGA.: Fyrsta Súm-sýningin var haldin í Ásmundarsal og á Mokka-kaffi 1965. Ég hafði þá verið með sýningu í undirbún- ingi, en það var Haukur Dór sem átti hugmyndina og kastaði henni fram einhvern tímann á glaðri stund: „heyriði strákar, eigum við ekki bara að sýna saman?“, sagði hann. Það varð upphafið að samstarfi okkar sem stóðum utan við ríkjandi viðhorf innan FÍM. Undirbúningurinn að þessu lenti mest á okkur Sigurjóni, því Haukur stakk af austur á Seyðis- fjörð að smíða tanka og Hreinn Friðfinnsson lét ekki sjá sig fyrr en á síðustu stundu. Sigurjón átti allmörg verk á þessari sýningu og var kominn með ferskar hug- myndir frá London. Ég sýndi þarna meðal annars vélknúin verk og hreyfanleg... Sp.: Þú hafðir ekki komist út fyrir landsteinana á þessum tíma?... JGÁ.: Nei, en ég hafði sýnt allvíða erlendis, m.a. með Zero- grúppunni. í henni voru góðir menn eins og Jean Tinguely, Arman og fleiri, og við Dieter Rot höfðum tengsl við þennan framsækna hóp. Á þessum árum fyrir Súm-tímann var ég að fást við að gera hreyfanlegar og breytanlegar myndir úr áli og stáli. Dieter Rot aðstoðaði okkur líka við þessa sýningu, meðal annars með því að útbúa fyrir okkur sýningarskrá, sem við síð- an sendum út um allar jarðir. Það varð upphafið að samböndum okkar erlendis, því okkur bárust margar fyrirspurnir frá erlendum galleríum vegna hennar. Sp.: Hvernig var sýningunni tekið? JGÁ.: Ágætlega, held ég. Ég man að Erró var að halda sína sýningu í Listamannaskálanum um líkt leyti. Hann kom til okkar og sagði: „Mikið andskoti er þetta gott hjá ykkur strákar. Þetta er bara ómögulegur sýning- arstaður. Þið verðið bara að flytja sýninguna niður í Lista- mannaskála þegar ég er búinn.“ Það gerðum við auðvitað ekki, en þessi sýning ókkar var í tveimur hlutum: í Ásmundarsal og á Mokka-kaffi við Skóla- vörðustíg. Guðmundur veitinga- maður á Mokka var vinur okkar og afar víðsýnn og frjálslyndur maður í listrænum efnum. Seinna, þegar galleríið var tekið til starfa og hvað mest var um að vera hjá okkur, þá gerðum við Mokka-kaffi að eins konar ann- exíu frá Súm: þegar við sáum fram á að ekki kæmist allt fyrir í galleríinu var pantað pláss hjá Guðmundi á Mokka. Ég hélt þar líka einkasýningu tvisvar og Kristján Guðmundsson a.m.k. einu sinni. Sp.: Hvernig starfaði hópurinn áður en galleríið kom til? JGA.: Við vorum með ýmsa anga úti og beittum okkur eftir getu. Á þessum árum var ekkert myndhöggvarafélag til, en Mynd- listarskólinn í Reykjavík stóð fyrir útisýningum á skúlptúr á Skólavörðuholtinu vorin 1967,68 og 69. Auk mín tóku þau Róska, Þórður Ben, Magnús Tómasson, Kristján, Sigurður, Magnús Páls- son, Sigurjón Jóhannsson og Di- eter Rot þátt í þeim sýningum. Ég var í sýningarnefnd skólans ásamt með Ragnari Kjartanssyni og fleiri góðum mönnum, en það var Ragnar sem var lykilmaður- inn á bak við þetta. Ragnar Kjartansson var vinur okkar allra og einhver víðsýnasti og jákvæð- asti maður sem starfað hefur að myndlist hér á landi. Hann sagði: ef viðkomandi hefur trú á því sem hann er að gera og finnst það í raun og veru gott, þá setjum við það upp. Það var mælikvarðinn á val verka á sýninguna. Þessar sýningar fóru fyrir brjóstið á sumum. Þannig sagði einn prestur í stólræðu í Hall- grímskirkju að það væru sníkju- dýr á þjóðfélaginu sem stæðu fyrir þessum sýningum, og borg- aryfirvöld með heilbrigðisnefnd Reykjavíkur í broddi fylkingar stóðu fyrir því að tekin var niður varða úr heilhveitibrauðum, sem Kristján Guðmundsson hafði hlaðið á sýningarsvæðinu. Þá kom til tals innan sýningarnefnd- arinnar að öll sýningin yrði tekin niður í mótmælaskyni, en af því varð þó ekki. Því var hins vegar borið við af heilbrigðisnefnd borgarinnar að fuglar gætu borið brauðið um víðan völl og jafnvel inn í höggmyndagarð Einars Jónssonar! Ánnars held ég að næsta verkefni hópsins á eftir sýningunni í Ásmundarsal hafi verið að standa fyrir merkri og yfirgripsmikilli sýningu á mál- verkum Rósku í Casa Nova, sýn- ingarsal sem Menntaskólinn í Reykjavík réði þá yfir. Róska var sú fyrsta sem bættist í hópinn eftir sýninguna 1965, og var því virkur félagi nærri frá upphafi. Aðrar sýningar sem við stóð- um að á þessum árum voru meðal annars hjá leikhópnum Grímu í anddyri Tjarnarbæjar, og svo átt- um við m.a. aðild að sýningunni Ung myndlist, sem haldin var í Laugardalshöll á þessum árum. Ég var þar í sýningarnefnd ásamt með Jóhanni Eyfells. Sp.: Hver var aðdragandinn að stofnun Gallerí Súm? JGÁ.: Ég man eftir fundi uppi í Ásmundarsal, þar sem rætt var um að fá þyrfti hópnum sama- stað. Það voru einkum Kristján Guðmundsson og Magnús Tóm- asson sem áttu frumkvæðið að þessu, og þeir voru kosnir til þess að finna húsnæði. Eftir fáa daga var húsnæðið í bakhúsinu við Vatnsstíginn fundið og við tókum það á leigu. Þetta var þá eina starfandi myndlistargalleríið í Reykjavík, og þegar á 1. árinu voru haldnar þarna yfir 10 mynd- listarsýningar auk þess sem þeir Þórður Ben og Kristján Guð- mundsson stóðu fyrir gjörning- um. f Gallerí Súm var haldin fyrsta installasjónssýningin sem ég hef séð, þar sem galdurinn var fólginn í því að skapa heildstætt umhverfi og andrúmsloft. Hlutir hliðstæðir þessum voru að gerast um líkt leyti í Evrópu, og við lögðum okkur fram um að kynna allar nýjar hugmyndir. Sp.: Þið höfðuð mikil og góð tengsl við útlönd? JGA.: Já, okkur var það nauð- syn að fylgjast eins vel og við gát- um með öllu því sem var að gerast í myndlistinni erlendis. Eftir að við höfðum opnað galleríið við Vatnsstíginn, þá varð það eitt af markmiðum okkar að kynna það sem var að gerast í myndlistinni erlendis. Við sýndum verk eftir marga framsækna erlenda lista- menn, einkum frá Hollandi. Og við sýndum líka heiðarlega menn af eldri kynslóðinni, eins og hol- lenska málarann Anton Ruskins, sem var einn af stofnendum Cobra-hópsins. Eða Hörð Ág- ústsson, sem var einn af fáum ab- straktmálurum af eldri kynslóð- inni sem hafði skilning á því sem við vorum að gera. Við stóðum í miklum bréfaskriftum við gallerí og listamenn víða um Evrópu, og stór hluti starfsins fór í að sinna þessum erlendu tengslum. Lista- safn íslands vanrækti á þessum árum algjörlega að kynna það sem var að gerast í myndlistar- heiminum á erlendum vettvangi, og því lögðum við megináherslu á að sinna þessu verkefni. Sp.: Hvernig stóðuð þið að þessu fjárhagslega? JGA.: Við rukkuðum félags- menn um gjöld fyrir leigu. Það gekk að vísu oft brösuglega, því flestir voru ekki aflögufærir um fé, en einhvern veginn gekk þetta þó. Við fengum aldrei neina op- inbera styrki til að halda þessu gangandi, þótt þetta væri eina myndlistargalleríið í bænum og nánast eini tengiliðurinn sem ís- land hafði við útlönd á myndlist- arsviðinu. Við kusum okkur framkvæmdastjóra og einnig rit- ara, en þetta voru ólaunuð störf unnin í sjálfboðavinnu. Elísabet Gunnarsdóttir var lengst af ritari. Hún var með okkur frá upphafi, en þau Einar Guðmundsson, Hildur Hákonardóttir, Krsstján Guðmundsson og Magnús Tóm- asson gegndu öll starfi fram- kvæmdastjóra um tíma. Sp.: Þegar þú lítur nú um öxl, hvaða árangur sérð þú af 10 ára starfi Súm? JGÁ.: Við verðum að meta þýðingu þessa starfs í samhengi við það sem síðan hefur gerst. Og þá er enginn vafi á því að starf Súm hefur haft sín áhrif á sjón- rænan skilning og myndræna sköpun víðar en mann grunar. Og það hefur gerst með ýmsum hætti og eftir ýmsum leiðum. Súm-félagarnir voru framsækið fólk í öllu sem það var að gera. Þeir voru allir heilir í því sem þeir voru að gera, hvort sem það voru slæmir eða góðir hlutir. En það var í sjálfu sér ekki nóg. Síðan hefur hópurinn dreifst, og margir hafa farið út fyrir landsteinana. Sambandið hefur hins vegar aldrei rofnað, þvert á móti hafa skapast í gegnum þetta tengsl, sem hafa haft sín áhrif á íslenska myndlist. Þeir sem eru hér heima hafa lent í því að kenna í Myndlista- og handíðaskólanum, og þeir hafa notað tengsl sín til þess að koma með nýjar hug- myndir inn í skólann og fá þangað gistikennara um lengri eða skemmri tíma, bæði gamla Súm- félaga að utan, en þó ekki síður framsækna erlenda listamenn sem við höfum verið í tengslum við. Þarna hefur bæði verið um að ræða tæknilega og hug- myndafræðilega kennara og í gegnum þessi sambönd sjáum við þessi mjúku áhrif frá Súm, sem síðan hafa smeygt sér víðs vegar út í samfélagið. Sp.: Heldur þú að Súm hafi breytt viðhorfum íslendinga til myndlistarinnar? JGÁ.: Nei, ég býst ekki við því. Hins vegar er enginn vafi á því að Súm breytti andliti íslands gagnvart útlöndum á myndlistar- sviðinu. í þeim efnum hafa fáir unnið meira en Súm. En það sem skipti þó mestu máli var að við styrktum hvort annað í því að vera heiðarleg gagnvart því sem við vorum sjálf að gera og frjáls- lynd gagnvart öðrum. Það þýð- ingarmesta í lífinu er að leggja sig allan í það sem maður er að gera hverja stundina. Ég veit ekki um neinn innan Súm-hópsins sem hefur lokað sig inni í biturleik út af afskiptaleysi umheimsins. Það skipti ekki sköpum, heldur hitt, sem við gerðum sjálf. Bitur- leikinn er alltaf sjálfskaparvíti. Ég held að allir sem stofnuðu Súm séu hamingjusamt fólk í dag og ánægt með lífið, hvernig sem það hefur annars snúist í höndun- um á því. Og það er kannski það sem mestu skiptir, þegar á allt er litið. -ólg Föstudagur 10. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.