Þjóðviljinn - 10.03.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.03.1989, Blaðsíða 6
15 mínútum nær ógninni Framhaid af bls. 5 hugaðri varastjórnstöð Banda- ríkjahers skammt utan við Grindavík gefa ekki til kynna að Bandaríkin hafi látið af þeirri „stríðsstefnu" sem þau hófu í upphafi þessa áratugar. Nægir Kefla- víkurflugvöllur ekki lengur? Það er merkilegt að velta því fyrir sér hvers vegna Keflavíkur- flugvöllur uppfyllir ekki lengur „þá staðla sem almennt eru settir um öryggismál" F-15 orustuflug- sveitarinnar. í nærri 40 ár hefur einn herflugvöllur dugað þrátt fyrir skammdrægari og ófull- komnari flugvélar. Nú er allt í einu brýn þörf á varaflugvelli. Hvers vegna? Skýringin er tvíþætt. í fyrsta lagi hefur efling Keflavíkurher- stöðvarinnar gert hana að mik- ilvægara skotmarki en fyrr, svo kaldhæðnislegt sem það kann að hljóma. í öðru lagi er ísland nauðsynlegt bakland fyrir fram- kvæmd sóknarstefnu Bandaríkj- anna og Nató í Norðurhöfum. Það eykur enn á hættuna á því að reynt verði að eyða viðbúnaði Bandaríkjanna hér á landi ef til hernaðarátaka kemur. Þá er flugvöllur á norðanverðu íslandi, eins og t.d. í Aðaldal, sem svarar 15-20 mínútna flugi nær „ógninni" en Keflavíkurflug- völlur. Herflugvöliur í Aðaldal myndi því skapa aðstæður til að halda AWACS-flugvélunum á eftirlitsflugi norðar en áður við tilkomu nýju ratsjánna á norðvestur- og norðausturhorn- inu. Það myndi einnig spara tölu- vert eldsneyti að hafa AWACS- vél og nokkrar orustuþotur að staðaldri fyrir norðan. Síðast en ekki síst má gera ráð fyrir að bandarísk hernaðaryfir- völd telji sig hafa þörf fyrir vara- flugvöll á Norðurlandi fyrir þá gífurlegu liðs- og birgðaflutninga sem fram færu yfir Atlantshaf ef til ófriðar dregur í Evrópu. Því er haldið fram að varaflu- gvöllur hér á landi yrði „alls ekki herflugvöllur á friðartímum.“ En samkvæmt orðum aðalritara Nató, Manfreds Wörners, yrðu herflugvélar að hafa þar aðstöðu til æfinga enda er slíkt skilyrði mannvirkjasjóðsins. Samkvæmt heimildum Nýs helgarblaðs er al- gengt að herflugvélar stundi æfingar í þrjár vikur samfleytt á hverju ári við svipaða varaflug- velli Nató á meginlandi Evrópu. íslensk öryggisstefna? Af því sem að framan greinir er þó ástæða til að ætla að ferðir bandarískra herflugvéla um þennan flugvöll verði mun tíðari en nokkrar æfingaferðir. Það má einnig ætla að mannvirki sem þetta verði ekki lengi látið standa „óvarið". Skal í því sambandi vís- að í orð þess ágæta blaðamanns, Þórarins Þórarinssonar: „íslend- ingar eru tæplega þau börn, að þeir láti sér til hugar koma að slíkt mannvirki og fullkominn varaflugvöllur fyrir Keflavíkurf- lugvöll verði látið varnarlaust, eftir að honum hefur verið komið upp.“ Að endingu er það umhugs- unarefni að af hálfu íslenskra stjórnvalda hefur ekki verið gerð minnsta tilraun til að leggja sjálf- stætt mat á það hvort lagning var- aflugvallar og hernaðarstefnan sem að baki býr þjóni varnar- og öryggishagsmunum okkar fs- lendinga sjálfra. Þó hníga alvar- leg rök í þá átt að sóknarstefna Bandaríkjanna og Nató muni stórauka spennu í Norðurhöfum og þar með hættu fyrir öryggi ís- lands. vg/phh Mannvirkjasjóður Nató Veitir eingöngu fé til hemaðarmannvirkja Vitaíslensk stjórnvöldekki viðhverjaþaueru aðsemja?Bandaríkin farameð umboð íslands í samningum við Mannvirkj asj óðinn. Tilhögun útboða Mannvirkj asjóðs flækir verktaka í hagsmunaneti áður en endanleg ákvörðun um framkvæmdir eru teknar Mannvirkjasjóður Nató, The NATO Infrastructure Prog- ramrae, er ekki sjóður í eiginlegri merkingu þesss orðs og alls ekki stofnun eins og ætla mætti af orð- um íslenskra ráðamanna og emb- ættismanna utanríkisráðuneytis- ins. í raun væri miklu nær að tala um sameiginlega mannvirkja- áætlun Nató. I þessari umfjöllun verður þó notast við sjóðsheitið eins og hefð er fyrir. Mannvirkjasjóðurinn hefur starfað í hartnær 40 ár en tiltölu- lega stutt er síðan Bandaríkin tóku að sækja um fé úr honum til hernaðarframkvæmda hér á landi enda hafa hernaðarmannvirki hér fremur talist vera liður í vörn- um Bandaríkjanna sjálfra en Atl- antshafsbandalagsins í heiid. Ástæðan fyrir því að Bandaríkin sækja nú fé í æ ríkari mæli í hinn sameiginlega mannvirkjasjóð er sú stefna þeirra að fá bandamenn í Evrópu til að taka meiri þátt í kostnaði af rekstri Bandaríkja- hers eða „sameiginlegum vörn- um“ eins og það er kallað. Aðild að Mannvirkjasjóðnum eiga nú öll aðildarríki Nató nema ísland, Spánn og Frakkland. Frakkar sögðu sig úr sjóðnum um leið og þeir sögðu sig úr hernað- arsamstarfi Nató á miðjum 7. ár- atugnum. Þeir eiga þó takmark- aða aðild að sjóðnum sem bundin er við sameiginlegt loftvarnakerfi Nató í Evrópu. Eingöngu hernaöar- framkvæmdir Mjög strangar og nákvæmar reglur gilda um það hvers konar mannvirki þessi ríki samþykkja að greiða sameiginlega. Grund- vallarreglan er sú að mannvirkið verði að fullnægja lágmarkshern- aðarþörfum. Þær hernaðarfram- kvæmdir sem fullnægja þessum skilyrðum skiptast í 13 flokka samkvæmt starfsreglum sjóðsins. Þeir eru: 1. Flugvellir (þ.m.t. flugskýli fyrir orustuþotur). 2. Fjarskiptabúnaður. 3. Eldsneytisbirgðastöðvar. 4. Flotastöðvar. 5. Viðvörunarkerfi (hlustunar- dufl, ratsjár o.s.frv.) 6. Æfingasvæði (ss. fyrir skrið- dreka, flugskeyti og flugvélar). 7. Stjórnstöðvar á stríðstím- um. 8. Loftvarnarflugskeyti. 9. Birgðastöðvar í framvarnar- stöðu. 10. Skotfærageymslur. 11. Meðal- og skammdrægar eldflaugar. 12. Loftvarnarkerfi Nató í Evr- ópu (ratsjár, styrkt flugskýli). 13. Mannvirki til stuðnings við liðsflutninga. Hugtakið „lágmarkshernaðar- þarfir“ þýðir að mannvirkið þarf að veita aðstöðu til herþjálfunar og til viðhalds og rekstrar mannvirkisins á friðartímum og það verður að vera hægt að nota það til hernaðaraðgerða á stríðs- tímum. Önnur helstu skilyrði sem sett eru fyrir fjárveitingu Mann- virkjasjóðsins eru þau að mannvirkið verður: a) Að falla að hernaðaráætlun- um Nató og þess herafla sem sett- ur verður undir stjórn bandalags- ins á ófriðartímum. b) Að vera sameiginlegt hagsmunamál allra Natóríkja og veita öllum herjum þeirra afnot- aréttt á ófriðartímum. c) Að falla að viðurkenndum byggingarstöðlum Nató og fara því ekki fram úr þeim „lágmarks- hernaðarkröfum“ sem, sjóðurinn setur. Flókið ákvarðanaferli Ferlið frá því að hugmynd kviknar að hernaðarmannvirki og þar til ákvörðun er tekin um að kosta gerð þess úr Mannvirkjasjóðnum er ákaflega flókið og getur tekið meira en tvö ár. 1. Það hefst venjulega með því að svokallað notkunarríki (user nation), þ.e. ríki sem rekur her- stöð í öðru landi, leggurfram lista fyrir ríkið sem veitir land undir herstöðina, viðtökuríkið (host nation). Á þessum lista eru talin upp þau hernaðarmannvirki sem notkunarríkið hyggst reisa ásamt rökstuddri greinargerð fyrir þeim þörfum sem að baki liggja. 2. Viðtökuríkið fer nánar yfir þennan lista og gerir grófa kostn- aðaráætlun (kölluð Type „A“ Cost Estimate), bæði fyrir hern- aðarframkvæmdirnar sjálfar og eins fyrir þann kostnað sem kem- ur í hlut viðtökuríkisins sjálfs að greiða, t.d. landsvæði undir mannvirkið, vegalögn, rafmagns- , hita- og skólplagnir o.s.frv. 3. Að þessu loknu leggur við- tökuríkið endurskoðaðan verk- efnalistann ásamt fyrstu kostnað- aráætlun fyrir viðkomandi undir- herstjórn Nató til umfjöllunar. Þar er listinn yfirfarinn enn á ný og viðbótartillögur gerðar um hvaða verkefni skuli vera með í áætluninni. 4. Verkefnalistinn er þvf næst lagður fyrir æðstu herstjórn Nató (þegar framkvæmdir á íslandi eiga í hlut er það Atlantshafsher- stjórn Nató í Norfolk í Banda- ríkjunum) sem skoðar tillögurnar og gerir um þær vinnuskýrslur sem sendar eru varnarmálaráðu- neytum allra aðildarríkja Mannvirkjassjóðsins til athugun- ar. Að hæfilegum tíma liðnum er síðan kallað til samráðsfundar milli embættismanna varnarmál- aráðuneytanna og æðstu her- stjórnar Nató. Þar er tekin form- leg ákvörðun um hvort mælt verði með því að Mannvirkjasjóðurinn greiði kostnað við gerð viðkomandi mannvirkis eða ekki. Ef svo er gert þá telst fyrirhugað mannvirki vera komið inn á „áætlun sem mælt er með“ (rec- ommended slice). 5. Eftir að verkefni hefur hlotið formleg meðmæli æðstu herstjórnar Nató er það lagt fyrir tvær nefndir bandalagsins, her- málanefndina (Military Com- mittee) og mannvirkjanefndina (Infrastructure Committee), til nákvæmrar umfjöllunar. Hermálanefndin skoðar til- löguna með það fyrir augum að ganga úr skugga um að hin fyrir- hugaða framkvæmd komi örugg- lega til með að fullnægja „lág- markshernaðarþörfum“ Nató, hvorki meira né minna. Hluti af vömum Bandaríkjanna Skýr skilningur bandaríska herráðsins á hernaðarmannvirkjum á íslandi Bandarískar herstöðvar á ís- landi, Grænlandi og í Færeyjum eru hluti af því varnarkerfi sem sérstaklega er ætlað að verja Bandaríkin sjálf (Continental US). Þetta kemur skýrt fram í riti bandaríska herráðsins, United States Military Posture FY 1989, sem fjallar um stöðu Bandaríkja- hers á fjárlagaárinu 1989. Undanfarin ár hafa alltaf öðru hvoru risið upp deilur um það hvort Bandaríkin hafi hernaðar- aðstöðu hér til að verja íslend- inga eða til að verja bandaríska lögsögu á meginlandi Norður- Ameríku. Hafi það veíkst fyrir íslending- um til hvers Bandaríkjaher er hér á Iandi þá er það ekkert vafamál í augum bandaríska herráðsins. Helstu hernaðarmannvirki Bandaríkjanna á íslandi, Græn- landi og í Færeyjum eru hluti af varnarkerfi „CONUS“ (Contin- ental US) en það er hugtak sem notað er til að greina þann víg- búnað sem ætlað er að verja Bandaríkin frá þeim herjum sem Bandaríkin hafa í öðrum heimsálfum eins og t.a.m. Vestur-Evrópu. í fyrrnefndu riti bandaríska herráðsins segir á bls. 101 í laus- legri þýðingu Nýjs Helgarblaðs: „Það þak sem Bandaríkjaþing hefur sett á fjárveitingar til her- styrks Bandaríkjanna hafi haft slæm áhrif á skipan liðsaflans, viðbragðsflýti, endurnýjun bún- aðar og rekstur ... og ennfremur, þar eð Atlantshafseyjarnar falla einnig undir þetta þak þá kemur þetta niður á framlögum Nató til greiðslu á kostnaði við endurbæt- ur á varnarkerfi „CONUS“, þ.e. meginlands Bandaríkjanna, á ís- landi, Grænlandi og í Færeyjum. Þetta þýðir að ratsjárkerfið og öll helstu hernaðarmannvirki hér Skyggnst inn í stjórnstöð ratsjárkerf is í Alaska. Sams konar stöðvar verða settar upp bráðlega á Keflavíkurflugvelli og við Grindavík. í þeim verður hægt að fylgjast með svæði sem spannar í allt 14 miljón km2 og stýra flugi orrustuþotna. á landi gegna ekki neinu beinu hlutverki í vörnum Natóríkja. Þau eru fyrst og síðast hluti varnar- og viðvörunarkerfis Bandaríkjanna sjálfra. Annar vígbúnaður hér hefur eingöngu því hlutverki að gegna að verja þessi hernaðarmannvirki. Hann er ekki að neinu leyti byggður upp með það fyrir augum að verja íslenska þjóð eða íslensk verðmæti. Þetta kemur heim og saman við það sem einn helsti flotasér- fræðingur Bandaríkjanna, dr Ro- bert Wood, sagði í viðtali við Þjóðviljann sl. sumar, þ.e. að herstöðvarnar hér eru alfarið undir bandarískri herstjórn en ekki Nató. vg/phh 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.