Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 4
Ólafur Ragnar Grímsson er á beininu Miðstýringin hjá BHMR þvælist fyrir Síðustu vikur hafa verið viðburðarík- ar á vinnumarkaði, einkum hjá opin- berum starf smönnum, en á þriðja þús- und háskólaménntaðir ríkisstarfs- menn eiga í harðvítugu verkfalli sem staðið hefur á fjórðu viku. Kjaraátökin hafa ekki minnst mætt á fjármálaráð- herra Ólafi Ragnari Grímssyni. Hann var tekinn á beinið í gær ráðuneytis- jeppanum, er hann var á leið til við- ræðufundar við forystumenn Alþýðu- sambandsins Ástandið er þegar orðið alvar- legt á vinnumarkaði og það stefn- ir í frekari átök. Bera ekki stjórnvöld ábyrgð á því hvernig komið er? - Stjórnvöld bera með óbeinum hætti vissa ábyrgð. Hins vegar er ekki hægt að saka þau um skort á samningsvilja í þeim viðræðum sem við höfum átt við BHMR. Við höfum sagt frá upp- hafi að við þær erfiðu aðstæður sem eru í okkar þjóðfélagi, þá væri ekki möguleiki á almennum og víðtækum kjarabótum fyrir alla. Þeir sem lægri hafa launin yrðu að ganga fyrir. Við skulum ekki gleyma því að fyrir hálfu ári blasti við atvinnu- leysi tuttugu þúsund manna. Það var safnað erlendum skuldum uppá miljarð ár hvert. Við iögðum á nýja skatta til að rétta þetta við og það hefur ætíð legið fyrir að forgangsverkefni þessar- ar stjórnar eru að forða atvinnu- leysi, draga úr erlendum skuldum, lækka vexti og styrkja kjörin hægt og bítandi. Það tekur hins vegar sinn tíma, við leysum ekki öll þessi vandamál á sex mánuðum. Þeir kjarasamningar sem gerð- ir hafa verið við BSRB, Sókn, Fóstrufélagið og væntanlega við Háskólamenn síðar í dag (fimmtudag), endurspegla og staðfesta þessa kjarastefnu stjórnarinnar, sem yfir 30 þúsund manns hafa þegar lýst stuðningi við. En er það þá ekki einkennileg staða að þeir sem eru á lægstu laununum, félagar í ASÍ, sitja eftir með enga kjarasamninga, og vinnuveitendur segja það alfarið á ykkar ábyrgð? - Þetta er þessi venjulega áróðursplata sem spiluð er í Garðastrætinu og er í hróplegri mótsögn við þeirra kröfur. Þetta er mennirnir sem tala hæst um frelsi á peningamarkaði, vinnu- markaði og í hagkerfinu yfir höfuð. Þá er það auðvitað grund- vallarlögmál að samningar séu frjálsir. Það er hlægilegt að horfa uppá, hvað þessir menn eru fljótir að hlaupa undir pilsfald ríkisvald- sins og setja fram kröfur um ríkis- forsjá í öðru orðinu og fara síðan í sparifötin og tala um frelsi hér og þar þegar það passar. Við viljum hafa þær leikreglur að samtök launafólks og þeir sem þar eru, geri sína kjarasamninga. At- vinnurekendur eru hins vegar svo lítilsigldir að þeir hafa ekki dug til að axla sína ábyrgð í þessum efn- um. En hafa þeir ekki stillt ykkur upp við vegg með því að neita öllum samningum við verka- lýðsfélögin? Nei, þeir eru ekki búnir að því. Mér skilst að þeir séu allir að vilja gerðir til að ganga frá samning- um, enda eru þeir samningar sem ríkið hefur gert í takt við þá kjarasamninga sem VSÍ var búið að gera við iðnaðarmenn og gilda þar til í haust. Þegar þeir gerðu þá samninga voru þeir ekki að hrópa á gengisfellingu og skattalækkan- ir. ^ Áttu við að Þórarinn V. Þórar- insson hafi ekkert að sækja til þín? Ekki svo neinu nemur, enda er þetta ekkert annað en leikur hjá honum til að reyna að beita launafólki fyrir sig til að ná fram skattalækkunum fyrir fyrirtækin. Ekki svo neinu nemur, er það ekki eitthvað? - Við höfum alltaf sagt að við gætum skoðað einstaka þætti, en ekki eins og þeir hafa talað um, skattalækkanir taldar í miljörð- um til að styrkja gróðastöðu fyrirtækjanna. Við lokuðum ýmsum götum í skattakerfinu um síðustu áramót og ætlum ekki að opna þau aftur. En við erum hins- vegar tilbúin að liðka fyrir í ýms- um réttindamálum eins og við höfum gert í nýgerðum samning- um. Þú hafnar þá ekki einhverri hreyfmgu á genginu? - Gengið getur auðvitað alltaf tekið einhverjum breytingum, en við höfum sagt alveg skýrt, að það er ekkert tilefni í þessum kjarasamningum til að fara að breyta genginu núna, í aprfl eða maí. Ekkert tilefni. Þjóna þessar heimsóknir í stjórnarráðið þá engum tilgangi? - Þær eru auðvitað gagnlegar eins og allar viðræður og sjálfsagt að hafa vinsamleg samskipti og skoða einhver minniháttar atriði sem hægt er að geiða úr. En lausnin felst ekki í því að borga kjarasamningana með því að setja halla á ríkissjóð eða stór- hækka skattaálögur á almenning. Aftur að kennurunum. Verk- fall í þrjár vikur, skólastarfíð að eyðileggjast. Þú ert borinn þung- um ásökunum fyrir að sýna engan samningsvilja. Er þetta ekki erfitt fyrir þig sem formann Alþýðu- bandalagsins að standa i baráttu við þetta fólk sem flokkurinn hef- ur sótt styrk sinn til í stórum mæli? Þú nefnir kennarana. Það er athyglisvert því við erum ekki að semja við kennara. Við semjum að vísu við Kennarasamband ís- lands sem er ekki í verkfalli, en við erum ekki að semja við Hið íslenska kennarafélag. Við höf- um ekki fengið einn einasta við- ræðufund með samninganefnd HÍK á undanförnum vikum til að ræða lausn þeirrar deilu. Ástæðan er sú að HIK ákvað að tengjast samfloti BHMR. Það samflot er byggt upp á þeirri vinnureglu að það eru engir sér- samningar, hvorki við kennara, lögfræðinga, dýralækna eða aðra. En þú hafnaðir sjálfur upphaf- lega slíkum sérviðræðum ekki satt? - Það er alrangt. Þvert á móti óskuðum við hvað eftir annað eftir slíkum samningum. Ég mætti á bæði einkafundum og formlegum fundum þar sem ég lagði áherslu á að gerðir yrðu sér- stakir skólasamningar við bæði kennarasamtökin. Bæði ég og menntamálaráðherrra lýstum því yfir hvað eftir annað að við teld- um það ákjósanlegast í þessari stöðu að leggja grundvöllinn að framtíðarþróun kjara kennara og uppbyggingu skólastarsf í slíkum samningum. En HÍK ákvað að fara aðra leið. Ef ég á að lýsa persónulegri skoðun minni þá var það óheppi- legt, vegna þess að þeir útilokuðu þar með að við gætum tengt inn í þessa samninga ýmis sérákvæði um skólastarfið. En það eru eng- ar sérkröfur á borðinu. HÍK er ekki með neinar kennarakröfur og engar skólakröfur á borðinu. Þeir eru bara aðilar að þessari markaðslaunakröfu hinna BHMR-félaganna. Þú berð sem sagt enga ábyrð á því hvernig málum er komið? - Nei, ekki að þessu leyti. Ég hef hins vegar lýst því yfir að þetta sé mjög óheppilegt. Þetta algerlega agaða og miðstýrða samflot BHMR hefur hingað til komið í veg fyrir það að samn- inganefnd ríkisins geti rætt sér- staklega við samninganefndir einstakra félaga. Þú neitar því að hafa lýst því yfir að það yrðu engir sérsamn- ingar gerðir? - Algerlega. Þvert á móti sagði ég fyrir tveimur mánuðum síðan að sú leiðrétting sem KÍ fékk, myndi að sjálfsögðu koma til við- bótar hjá HÍK í sérstökum sér - samningi við þá. Vilt þú að kennarar losi sig út úr samflotinu? - Ég set engin slík skilyrði. Við erum að ræða við BHMR í heild sinni og þeir hafa valið þessa leið, þar sem mæta aðeins 3-4 fyrir öll félögin. Því miður gegna kennar- ar engu sérstöku hlutverki í þess- ari samningagerð. Er það ekki skiljanlegt að fé- lögin vilji standa saman, ertu að vísa ábyrgðinni á því hvernig komið er alfarið á þeirra hendur? - Nei það er ég ekki að gera, en ég tel að þessi agaða miðstýra samningaaðferð þar sem ekki er hægt að ræða sérmál hverrar stéttar, hafi þvælst mjög fyrir í þessum samningum. Ekki er það bara formið sem tefur, hafið þið boðið uppá eitthvað annað en það sem aðrir hafa samið um? - Það liggur alveg ljóst fyrir að við munum aldrei getað sam- þykkt þá kröfu að samningar við BHMR tryggi þeim á næstu 2-3 árum, 20-30% meiri kauphækk- un en aðrir í landinu. Það er ekki hægt þegar við gerum skammtímasamning við aðra að afherida BHMR tryggingu fyrir foréttindum í kjaramálum á næstu árum. Við erum hins vegar tilbúin í rammasamning sem get- ur varðað kjara- og réttindaþró- un til næstu ára. Þau segjast ekki taka slíkar yfirlýsingar trúanlegar í ljósi reynslunnar. Mér finnst hins vegar að það ætti að vera í lagi að prófa að minnsta kosti einu sinni hvort ég og Svavar Gestsson stöndum við okkar orð. -Ig- 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. apríl 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.