Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 23
jemn innar úr vegi. Um leið og sannleikurinn varð afstæður þá þurfti einstaklingurinn að sanna gildi sitt í listinni með því að finna nýja einstaklingsbundna leið að sannleikanum. Það er athyglisvert að heil menningarsvæði hafa verið ó- snortin af listasögunni allt fram á okkar daga. Þetta á við um ýmis „hefðbundin" þjóðfélög t.d. í S- A-Asíu, þar sem listamaðurinn hefur enn stöðu hins hefðbundna handverksmanns. Hlutverk hans er ekki að finna nýjan persónu- legan flöt á sannleikanum, ekki að túlka sínar persónulegu til- finningar, heldur er hlutverk hans að boða hinn óumbreytan- lega sannleika sem felst meðal annars í endurtekningunni. Enn í dag eru framleidd í Indlandi eða íran teppi eða míneatúrmyndir er standa jafnfætis því besta sem gert var á þessu sviði í þessum löndum fyrir þrem til fjórum öldum. Mynstrin og viðfangsefn- in eru þau sömu enn í dag, árang- urinn felst í því hversu vel lista- maðurinn lifir sig inn í hefðina og endurtekninguna. Okkar menning býður ekki upp á slíka hefð. Afhelgunin í okkar samfélagi hefur kastað hin- um óbreytanlegu og óhagganlegu sannindum fyrir borð. Þar með er myndlistin orðin fangi sögunnar, sinnar eigin sögu. Af fullkomnu vægðarleysi hafa síðan markaðs- öflin og upplýsingatæknin lagst á eitt með sögunni að kasta hverj- um nýjum sannleika, hverri nýrri uppgötvun á sviði myndlistarinn- ar fyrir borð, um leið og hún er orðin að almenningseign. Sýn- ing Listmálarafélagsins á Kjar- valsstöðum er dæmi um þetta vægðarleysi: hún er eins og farm- ur sem sagan og samtíminn kast- aði fyrir borð fyrir langa löngu. Listmálararnir sem að henni standa eru að því leyti í sömu sporum og hinir indversku vefar- ar og míneatúrmálarar að þeir endurtaka hefðina sannleikanum til dýrðar. Munurinn er hins veg- ar sá að sá sannleikur sem 6. ára- tugurinn skildi ef tir sig í myndlist- inni er orðin mun holari innan en sú hindúismaheimspeki sem liggur vefnaðinum og míniatúr- Listmálarafélagið: Einar Hákonarson: Verndarengill, listinni til grunns á Indlandi. í raun og veru geymir þessi arfur fátt annað en skelina, formið, sem heimild um liðna sögu. Fisk- urinn sem eitt sinn dafnaði vel undir þessari skel, safaríkur og bragðmikill, er löngu uppþorn- aður og orðinn að engu. Sýn- ingin í Nýlistasafninu hefur það fram yfir sýningu Listmálarafé- lagsins, að það sem þar er sýnt er ekki ennþá orðið að almenning- seign. Þar er verið að fást við for- mræn vandamál sem byggja ekki á fullvissu hefðarinnar eða hins óhagganlega sannleika, heldur á þeirri óvissu sem alltaf er fólgin í því að horfast í augu við samtí- mann með alla söguna á bak við sig. Það að mála með pensli hefur ekki gildi í sjálfu sér, eða að höggva í stein. Línan, liturinn, efnið og rýmið, allt sækir það sína réttlætingu í það sögulega augna- blik, þann stað og þá stund, þegar það er unnið. Myndlist síðari ára hefur lagt síaukna áherslu á skúlptúr og 1988 olíumálverk 150x110 sm. rýmisverk hvers konar. Orðið höggmynd dugir ekki til þess að lýsa þessum fyrirbærum. Nær væri að tala um rýmisverk. Atta af þeim tíu listamönnum sem sýna í Nýlistasafninu sýna slík rýmisverk. Þau eiga fátt annað sameiginlegt en að í þeim finnum við þá dirfsku til þess að horfast í augu við samtímann, sem List- málarafélagið vantar. Þetta er jafnframt síðasta sýn- ingin í húsakynnum Nýlistasafns- ins við Vatnsstíginn. Þar með er lokið merkilegu tímabili sem tengir þessa undarlegu bakhúsa- samstæðu við íslenska mynd- listarsögu allt frá því að Gallerí Súm var stofnað á hæðinni fyrir ofan árið 1969. í 20 ár hafa áhugamenn um nýsköpun í myndlist haft afdrep í þessu óhrjálega porti. Sýningin þar núna er verðugur endapunktur við þá sögu, en því verður vart trúað að yfirvöld sjái ekki að sér og finni þessu óþekka barni ís- lenskrar menningar nýjan og við- unandi samastað. isitt inn í leik sínum og tældi alla við- stadda, „dró okkur tii dauða", ekki síður en konurnar tvær á sviðinu. Það verður sönn nautn að hugsa sér örlög kattarins rauða. Því allir myrða yndi sitt, eins og Óskar Wilde sagði og Megas syngur um í Ástarsögu. Heima hjá afa er einleikur á tvær persónur, stórkostlegt tæki- færi fyrir ungan karlleikara sem Jesper nýtir sér til hins ýtrasta undir styrkri stjórn Stefáns Bald- urssonar. Konurnar eiga verra hlutskipti frá höfundarins hendi. Félagsráðgjafinn (Githa Lehr- mann) átti stundum bágt með sína stöðluðu frasa; presturinn (Bodil Sangill) á fáeinar góðar tölur sem hún fór frábærlega vel með. En síðustu tölunni hefði höfundur átt að sleppa. Merki- legt hvað jafnvel ágætum höfund- um hættir til að vantreysta áhorf- endum sínum. En stundin í leikhúsinu var rafmögnuð. Sannkölluð stund gaupunnar, utan við tíma og rúm. SA Jesper Vigant í hlutverki piltsins PÁLL SKÚLASON Föstudagur 28. apríl 1989NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23 Abyrgð ríkisvaldsins Hlutverk ríkisins er að sinna málum sem lúta að al- mannaheill. Meðal slíkra mála eru lagasetning, dómsmál og löggæsla, líka al- mannavarnir, uppeldi og heilbrigði þegnanna. Til þess að sameiginlegir hagsmunir okkar séu tryggðir á hverju sem gengur hefur ríkið sett á laggirnar ákveðnar stofnanir svo sem dómstóla, sjúkrahús og skóla. Þeir, sem við þessar stofnanir starfa, eru kallaðir opinberir starfsmenn. Þeir hafa ákveðnum og skilyrðis- lausum skyldum að gegna í þágu almannaheilla. Alþingi, æðsta stjórnvald ríkisins, hef- ur skilgreint og ákveðið þess- ar skyldur. Frumskylda ríkis- stjórnar er svo að sjá til þess að opinberir starfsmenn gegni skyldum sínum svo sem til er ætlast í samræmi við almanna- vilja sem Alþingi hefur bund- ið í lög. Nú vasast ríkisstjórnir í ýmsu öðru en því að fram- fylgja almannavilja. Ráð- herra kann að hafa persónu- leg áhugamál sem honum eru hugleiknari. Slíkt er skiljan- legt. Hitt er torskildara þegar hver ríkisstjórnin af annarri sest að völdum og skeytir ekki um þá frumskyldu sína að hugsa um hag ríkisins sem er í höndum opinberra starfs- manna. Skeytir ekki um það hvort starfsmennirnir geti yf- irleitt gegnt skyldum sínum. Og egnir þá jafnframt til ó- friðar og óspekta. Þetta furðulega ábyrgðar- leysi tekur sífellt á sig hrika- legri mynd. Líkt og ráðherr- arnir séu ósjálfrátt leiddir í það að líkjast brosmildum og elskulegum Mafíuforingjum sem byggja á aldagamalli hefð hinna ítölsku fursta sem Mac- híavelli lýsti forðum. Og fas- istar hafa hingað til nærst á. Hefðin er sú að ræða ekki málin, heldur brugga launráð. Standa við eitt í dag, annað á morgun. Semja til þess eins að svíkja. Stjórna með því að vekja ýmist ótta og andúð eða fögnuð og léttúð. Samherj- arnir, starfsfólkið, aldrei látið vita hvað kemur næst, heldur á það allt sitt undir óvissunni, ófyrirsjáanlegum velvilja þess sem ræður. Hver sem hann er eða verður. Velviljinn eða ráðherrann. Eða ráðuneytis- deildar-ritara-skrifstofu- stjórinn. Kannski ættingi eða gamall skólafélagi? Lýðhylli þess sem ræður verður lausnarorðið. Lýð- ræðið verður það að leika á lýðinn. Brosa rétt eða byrsta sig. Lýðurinn skilur fyrr en skellur í tönnum. Klappar eða stappar. Félagsvísindastofnun Háskólans mælir klappið og stappið. Með rannsóknum í þáguvísinda. Sjónvarpsstöðv- ar bregða súluritum á skjáinn. Svo koma ljótir formenn Opinberra starfsmanna með háskólapróf á skjáinn og segj- ast þurfa hærri laun til að gegna skyldum sínum. Vit- firra, segir formaður ríkis- stjórnar. Og fjármálastjóri ríkisins fagnar lófataki að- þrengdra atvinnurekenda og hungraðs verkalýðs, en menntamálastjórinn horfir á skólana lokast fyrir nemend- um. Ræktun siðferðis bíður betri tíma. Hver er skýringin? Ríkið á ekki næga peninga. Og skýringin á því? Frjálshyggjubylgja síðustu ára (sem núverandi formaður ríkisins kom sennilega ekki nálægt; hver minnist nú að- gerða ríkisstjórnarinnar árið 1983 og verkfalls BSRB haustið 1984?) hefur skilið alla sjóðina eftir tóma. Og líka góðærið frá 1986 til 87 sem gerði þjóðinni kleift að safna meiri skuldum en hún fær borið. Bandóð þjóð á valdi peningahyggju. Lausn vandans var: ábyrg vinstri stjórn sem telur kjark og trú í landslýð allan. Nema í Opinbera starfsmenn með há- skólapróf. Þeirra sérhyggja, þeirra eiginhagsmunabarátta og stjórnlausa ágirnd stefna þjóðinni í voða. Skýringin er allt önnur. Vandinn allur annar. Lausnin önnur. Skýringin er sú að ríkisvald- ið hefur smám saman verið að gleyma tilganginum með því að hafa ríki og ríkisstofnanir til að tryggja almannaheill. Hlutverk ríkisins hefur orðið annað: verða fyrirtæki sem á að tryggja rekstrargrundvöll allra annarra fyrirtækja í landinu. Með því að skammta og deila út peningum. Slíkt fyrirtæki reynir að tryggja eigin rekstrargrundvöll með skattheimtu og lágum launum eigin starfsfólks. Vandinn er sá að það tekst ekki og getur ekki tekist. Rík- ið lýtur ekki lögmálum fyrir- tækis sem reka má með hagn- aði eða tapi, heldur er það tæki samfélagsins til að taka ákvarðanir í sameiginlegum málum sínum og sjá til þess að sameiginlegir hagsmunir séu tryggðir. Á hverju sem gengur. Almannavarnir séu virkar. Sjúkum sé sinnt. Börnin alin upp. Vandinn er sá að bregðist ríkið skyldum sínum þá ógnar það samfélaginu öllu. Skelfir lýðinn svo að hann veit ekki sitt rjúkandi ráð. Og sérhver reynir að bjarga eigin skinni. Pá þurfa stjórnvöld að búa sér til blóraböggul. Núna eru það Opinberir starfsmenn með háskólapróf sem falla eins og skapaðir í það hlutverk. Lausnin er sú að leggjast á bæn og biðja fyrir stjórnvöld- um. Alþingi, ríkisstjórn og æðstu embættismönnum öllum. Biðja þess að augu þeirra opnist. Að upp fyrir þeim ljúkist til hvers við höf- um ríki, hverjar séu þeirra eigin skyldur og allra annarra ríkisstarfsmanna. Allra þegna landsins. Og verði þessi bæn ekki heyrð von bráðar skulum við biðja annarrar bænar. Að byltingin komi fljótt og gangi fnðsamlega fyrir sig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.