Þjóðviljinn - 28.04.1989, Síða 23
einn
innar úr vegi. Um leið og
sannleikurinn varð afstæður þá
þurfti einstaklingurinn að sanna
gildi sitt í listinni með því að finna
nýja einstaklingsbundna leið að
sannleikanum.
Það er athyglisvert að heil
menningarsvæði hafa verið ó-
snortin af listasögunni allt fram á
okkar daga. Þetta á við um ýmis
„hefðbundin" þjóðfélög t.d. í S-
A-Asíu, þar sem listamaðurinn
hefur enn stöðu hins hefðbundna
handverksmanns. Hlutverk hans
er ekki að finna nýjan persónu-
legan flöt á sannleikanum, ekki
að túlka sínar persónulegu til-
finningar, heldur er hlutverk
hans að boða hinn óumbreytan-
lega sannleika sem felst meðal
annars í endurtekningunni. Enn í
dag eru framleidd í Indlandi eða
íran teppi eða míneatúrmyndir er
standa jafnfætis því besta sem
gert var á þessu sviði í þessum
löndum fyrir þrem til fjórum
öldum. Mynstrin og viðfangsefn-
in eru þau sömu enn í dag, árang-
urinn felst í því hversu vel lista-
maðurinn lifir sig inn í hefðina og
endurtekninguna.
Okkar menning býður ekki
upp á slíka hefð. Afhelgunin í
okkar samfélagi hefur kastað hin-
um óbreytanlegu og óhagganlegu
sannindum fyrir borð. Þar með er
myndlistin orðin fangi sögunnar,
sinnar eigin sögu. Af fullkomnu
vægðarleysi hafa síðan markaðs-
öflin og upplýsingatæknin lagst á
eitt með sögunni að kasta hverj-
um nýjum sannleika, hverri nýrri
uppgötvun á sviði myndlistarinn-
ar fyrir borð, um leið og hún er
orðin að almenningseign. Sýn-
ing Listmálarafélagsins á Kjar-
valsstöðum er dæmi um þetta
vægðarleysi: hún er eins og farm-
ur sem sagan og samtíminn kast-
aði fyrir borð fyrir langa löngu.
Listmálararnir sem að henni
standa eru að því leyti í sömu
sporum og hinir indversku vefar-
ar og míneatúrmálarar að þeir
endurtaka hefðina sannleikanum
til dýrðar. Munurinn er hins veg-
ar sá að sá sannleikur sem 6. ára-
tugurinn skildi eftir sig í myndlist-
inni er orðin mun holari innan en
sú hindúismaheimspeki sem
liggur vefnaðinum og míniatúr-
Listmálarafélagið:
Einar Hákonarson: Verndarengill, 1988 olíumálverk 150x110 sm.
listinni til grunns á Indlandi. í
raun og veru geymir þessi arfur
fátt annað en skelina, formið,
sem heimild um liðna sögu. Fisk-
urinn sem eitt sinn dafnaði vel
undir þessari skel, safaríkur og
bragðmikill, er löngu uppþorn-
aður og orðinn að engu. Sýn-
ingin í Nýlistasafninu hefur það
fram yfir sýningu Listmálarafé-
lagsins, að það sem þar er sýnt er
ekki ennþá orðið að almenning-
seign. Þar er verið að fást við for-
mræn vandamál sem byggja ekki
á fullvissu hefðarinnar eða hins
óhagganlega sannleika, heldur á
þeirri óvissu sem alltaf er fólgin í
því að horfast í augu við samtí-
mann með alla söguna á bak við
sig.
Það að mála með pensli hefur
ekki gildi í sjálfu sér, eða að
höggva í stein. Línan, liturinn,
efnið og rýmið, allt sækir það sína
réttlætingu í það sögulega augna-
blik, þann stað og þá stund, þegar
það er unnið.
Myndlist síðari ára hefur lagt
síaukna áherslu á skúlptúr og
rýmisverk hvers konar. Orðið
höggmynd dugir ekki til þess að
lýsa þessum fyrirbærum. Nær
væri að tala um rýmisverk. Átta
af þeim tíu listamönnum sem
sýna í Nýlistasafninu sýna slík
rýmisverk. Þau eiga fátt annað
sameiginlegt en að í þeim finnum
við þá dirfsku til þess að horfast í
augu við samtímann, sem List-
málarafélagið vantar.
Þetta er jafnframt síðasta sýn-
ingin í húsakynnum Nýlistasafns-
ins við Vatnsstíginn. Þar með er
lokið merkilegu tímabili sem
tengir þessa undarlegu bakhúsa-
samstæðu við íslenska mynd-
listarsögu allt frá því að Gallerí
Súm var stofnað á hæðinni fyrir
ofan árið 1969. í 20 ár hafa
áhugamenn um nýsköpun í
myndlist haft afdrep í þessu
óhrjálega porti. Sýningin þar
núna er verðugur endapunktur
við þá sögu, en því verður vart
trúað að yfirvöld sjái ekki að sér
og finni þessu óþekka barni ís-
lenskrar menningar nýjan og við-
unandi samastað.
sitt
inn í leik sínum og tældi alla við-
stadda, „dró okkur til dauða“,
ekki síður en konurnar tvær á
sviðinu. Það verður sönn nautn
að hugsa sér örlög kattarins
rauða. Því allir myrða yndi sitt,
eins og Óskar Wilde sagði og
Megas syngur um í Ástarsögu.
Heima hjá afa er einleikur á
tvær persónur, stórkostlegt tæki-
færi fyrir ungan karlleikara sem
Jesper nýtir sér til hins ýtrasta
undir styrkri stjórn Stefáns Bald-
urssonar. Konurnar eiga verra
hlutskipti frá höfundarins hendi.
Félagsráðgjafinn (Githa Lehr-
mann) átti stundum bágt með
sína stöðluðu frasa; presturinn
(Bodil Sangill) á fáeinar góðar
tölur sem hún fór frábærlega vel
með. En síðustu tölunni hefði
höfundur átt að sleppa. Merki-
legt hvað jafnvel ágætum höfund-
um hættir til að vantreysta áhorf-
endum sínum. En stundin í
leikhúsinu var rafmögnuð.
Sannkölluð stund gaupunnar,
utan við tíma og rúm.
SA
Jesper Vigant í hlutverki piltsins
Föstudagur 28. aprfl 1989NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23