Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 17
Your Supply Depot, Ltd. Buy Olrect & Save!!! Cali 1-312-697-0222 for FAST DELIVERY! I’rict' SUM> The Legend Continues... RAMBO III Imhe láíéitftim'bó; Siailone unleasnesdestiudion oo ího Rus$:ans ín Afghanlstan Knilaotakef Gil Hibben- s Rambo III. is the one Siy uses on the Russtans. Fea- tures a razor sharo 11M *ong Sufgica; SteeiBowte styie blade. Bxtra heavy duty handguards provide suro grip under ali conditions Genuíne Hardwood nandle. Lanyard hoíö in handle and nylon lanyard. Overall fength of 16’*. Comes complete with a rugged 100% genuine cowhtöe ieather sheath with leg tie. This uníque gtlt and coiíector's tlem comes in iís own gift box. #K106 Ko:íe P&wkng py ðfi o? HstÖHí»» ZimrpK** * Ít«í8 Cö'OíCÖ. A;i R>§Ktf, unriof AuvwxizsAiw A Licensed Reproduction of the Knite used by Syiveater Stðitone In Tang stamped: Designed by Hibben Knives, Loulsvilte.KY and signed by Gil Hibben. Retaii $1 30.00 Your Price $99.95 Forsíða pöntunarlistans frá lllinois. Einsog sjá má þá er Ftarnbo- hnífurinn kynntur rækilega á forsíðunni. staka tilfellum getur viðtakandi fengið undanþágu frá lögreglunni til þess að leysa út vopnið, t.d. ef um safnara er að ræða eða ef við- komandi er með byssuleyfi þá getur hann fengið leyfi til þess að leysa út loftbyssur. í flestum til- fellum eru þó vopnin endursend til sendanda. Karl taldi ekki að mikið af vopnum sem væru send svona kæmust í gegnum tollinn hinsveg- ar taldi hann að töluvert af slíkum drápstólum bærust hingað til lands með íslenskum ferða- mönnum. Hingað með ferðamönnum Helgi Daníelsson hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins sagðist ekki áður hafa heyrt um pöntunarlista á borð við þann sem barst inn á ritstjórnina. Hann sagði að Rannsóknarlög- reglan yrði af og til vör við að ákveðnir unglingahópar séu með vopn og þá fyrst og fremst hnífa, en þó sagðist hann hafa heyrt tal- að um og séð allskonar önnur tól sem væru stórhættuleg. Hann nefndi sem dæmi að ný- verið hefði komið upp mál á Sel- tjarnarnesi þar sem ung stúlka var fyrir skoti úr loftbyssu en hana sakaði ekki sem betur fer þar sem skotið fór í föt hennar. Heföi hún fengið skotið í andlitið hefði hún getað stórskaddast hinsvegar. Þá sagði Helgi að það hefðu af og til komið upp hnífastungumál þar sem árásarmaðurinn bæri reglulega á sér hnífa. Flest hnífa- stungumál gerast hinsvegar í heimahúsum og þá eru yfirleitt notuð eggvopn úr eldhúsinu. Flest þessara vopna taldi Helgi að kæmu til landsins með íslensk- um ferðamönnum. Hann tók sem dæmi smelluhnífana, sem er bannað að selja hér á landi en eru töluvert í umferð samt. Hann taldi að þeir kæmu flestir frá Spáni. í reglugerð frá dómsmálaráðu- neytinu er kveðið á um hverslags tól og tæki er ólöglegt að flytja til landsins, þar á meðal eru smellu- hnífar, rambóhnífar og önnur bitjárn sem talið er aö hægt sé að skaða fólk með. Einnig eru lás- bogar og loftbyssur bannaðar. Sama gildir um handjárn og fót - járn að ekki sé talað um táragas. Flestir sem eru aö panta þetta að utan ætla sér þó ekki að nota þessi vopn í návígi við aðra menn heldur er þetta meira upp á sport- ið, t.d. vilja sportveiðimenn og hálendisfarar vera vel útbúnir góðum hnífum og margir gera sér ekki grein fyrir því að bannað er að flytja svona vopn inn. Komist þessi vopn hinsvegar í hendur óvita eða misindismanna getur stórslys hlotist af. Smá sýnishorn hnífa sem tollurinn hefur gert upptæka nýlega. Myndir Jim Smart BRIDGE ;-.K: CSjf ÓLAFUR LÁRUSSON Fjörugt mót Aðalsteinn Jörgensen og Ragnar Magnússon urðu íslands- meistarar í tvímenning 1989. Þeir sigruðu í hörkukeppni, en fjögur pör voru í sérflokki í þessu móti. Þessi fjögur pör eru; Aðalsteinn Jörgensen-Ragnar Magnússon, Arnar Geir Hinriksson-Einar Valur Krist- jánsson ísafj., Guðlaugur R. Jóhannsson-Orn Arnþórsson og Guðmundur Páll Arnarson- Þorlákur Jónsson. Innbyrðis keppni þessara para þróaðist þannig; Að loknum 6 umferðum: Guðmundur-Þorlákur 102 Aðalsteinn-Ragnar 61 Arnar-Einar 49 Guðlaugur-Örn 27 Að loknum 10 umferðum: Guðmundur-Þorlákur 129 Aðalst.-Ragnar 109 Arnar-Einar 102 Guðlaugur-Örn 51 Að loknum 16 umferðum: Arnar-Einar 186 Guðmundur-Þorlákur 156 Aðalst.-Ragnar 156 Guðlaugur-Örn 84 Að loknum 20 umferðum: Guðmundur-Þorlákur 172 Aðalst.-Ragnar 168 Guðlaugur-Örn 143 Arnar-Einar 132 Og fyrir síðustu umferðina (eftir 22 umf.) var staðan þessi: Aðalsteinn-Ragnar 168 Guðlaugur-Örn 149 Guðmundur-Þorlákur 144 Arnar-Einar 144 Tvö efstu pörin mættust í síð- ustu umferð og nokkuð ljóst að úrslit mótsins réðust þar (nema skyndibombur úti í sal fleyttu óverðugum eða verðugum upp...). Lokastaðan varð þessi: 1. Aðalsteinn Jörgensen- Ragnar Magnússon BH/BR 166 stig 2. Arnar Geir Hinriksson-Einar Valur Kristjánsson ísafj. 159 stig 3. Guðlaugur R. Jóhannsson- Örn Arnþórsson BR 151 stig 4. Guðmundur Páll Arnarson- Þorlákur Jónsson BR 130 stig 5. Hjördís Eyþórsdóttir-Anton R. Gunnarsson BR/BBrh. 78 st'g 6. Asgeir P. Asbjörnsson- Hrólfur Hjaltason BH/BR 69 stig 7. Ólafur Lárusson-Hermann Lárusson BR 68 stig 8. Jón Stefánsson-Sveinn Sig- urgeirsson B. Skagfj. Rvk 54 stig 9. Sævar Þorbjörnsson-Karl Sig- urhjartarson BR 43 stig 10. Hrannar Erlingsson- Matthías Þorvaldsson BR/ BFB 21 stig Mótið fór vel fram undir stjórn Agnars Jörgenssonar, en honum til aðstoðar voru Kristján Hauks- son og Þórður Sigfússon. í lokin má þó minnast á fárán- lega tímasetningu mótsins, en upphaf spilamennsku var kl. 10 árdegis á laugardeginum. Væri ekki nær að hefja spilamennsku á föstudagskvöldinu, þegar flestir eru á fótum? Sveit Pólaris keppir um þessa helgi í Rottnerás-mótinu í Sví- þjóð, eins konar bikarkeppni sveita á Norðurlöndum. Sumarbridge í Reykjavík hefst væntanlega þriðjudaginn 9. maí í húsi Bridgesambandsins. Um- sjónarmenn verða Ólafur Lárus- son, Hermann Lárusson, Jakob Kristinsson og ísak Örn Sigurðs- son. Alslemma ’89 , mótahald um land allt í sumar á 8 stöðum, hef- ur vakið gríðarlega athygli. Stað- irnir eru; 1 mót: Gerðuberg í Breiðholti 20.-21. maí. 2. mót: Kirkjubæjarklaustur 10.-11. júní. Hótel Edda. 3. mót: Hrafnagil v/Akureyri 24.-25. júní. Hótel Edda 4. mót: Reykholt í Borgarfirði 8.-9. júlí Hótel Edda. 5. mót: ísafjörður 22.-23. júlí. Hótel Edda (Menntask.) 6. mót: Húnavallaskóli 12.-13. ágúst. Hótel Edda. 7. mót: Hallormsstaður 26.-27. ágúst. Hótel Edda. 8. mót: Félagsheimilið í Kópavogi 16,- 17. september. í boði eru verðlaun að samtölu 1.550.000 kr., auk þess sem spil- að verður um silfurstig. Skipu- lagðar ferðir verða m/rútu á alla staðina utan höfuðborgarsvæðis- ins. Skráning í 1. mótið (Gerðu- berg) er hafin hjá Forskoti sf., í síma: 91-62 33 26. Ábyrgðarmenn Alslemmu ’89 eru Ólafur Lárusson og Jakob Kristinsson. Eins kvölds tvímenningur verður hjá Skagfirðingum næsta þriðjudag. Síðasta þriðjudag var fullt hús (34 pör). Bragi Hauksson og Sigtryggur Sigurðsson náðu einu spili í móts- blaðið á EM-tvímenning. (Því miður taldi heimildamaður þá frá Austurríki í textanum, en það rýrir ekk gildi spilsins); G8 Á98763 K9 Á43 D643 Ákl05 K D10 ÁD32 1085 D985 972 KG107 G542 G764 62 Sagnir gengu: Suður Vestur Norður Austur (Bragi) (Sigtr.) Pass 1 lauf 2 hjörtu Dobl 4 hjörtu Pass Pass Pass 4 spaðarPass Dobl Pass Pass Ekki óeðlilega lagði Sigtryggur niður hjartaás í upphafi og meira hjarta. Sagnhafi henti tígli í borði. Spilaði spaða þrisvar áður en hann sneri sér að laufinu. Sig- tryggur drap í annan gang og skilaði meira laufi, og þau skila- boð að sjá um tígulinn sjálfur. Sagnhafi tók sér langan umhugs- unartíma og lagði síðan niður tígulás. Vandamálið blasti nú við Sigtryggi. Inni á tígulkóng, yrði hann að spila hjarta í tvöfalda eyðu. Hann henti því tígulkóng, yrði hann að spila hjarta í tvö- falda eyðu. Hann henti því tíg- ulkóng í. Sagnhafi var þá ekki ýkja seinn á sér að spila sig inn í blindan og út með tígultíu og hleypti henni mjúklega þegar Bragi lét lágt. 11 slagir og mjög gott spil Pólverjanna í A/V. Galdurinn við þetta spil er sá, að þetta tekst aðeins á móti skárri spilurum. Þeir sjá nefnilega sömu stöðuna fyrir sér, eða hverjum hefði dottið í hug að láta tígul- kónginn undir ásinn? Prik fyrir Sigtrygg Sigurðsson. HÚSNÆÐIEFTIR HJÓNASKILNAÐ EÐA SAMBÚÐARSLIT Því miður er það staðreynd, að hjónaskilnuðum hefur fjölg- að hin síðari ár. Við skilnað breytast aðstæður m.a. þannig, að þar sem áður dugði ein íbúð, þarf oft tvær eftir skilnað- inn. Það hefur í mörgum til- vikum orðið upphafið að nýju vandamáli. EIGNARHLUTI MAKA KEYPTUR Algengl er að sá aöili, sem hefur fengið forræði barna eftir skilnaðinn, kaupi eignarhlut fyrrverandi maka í íbúð þeirra. Það er ekki sama hvernig að | þessari tilhögun er staðið. | NAUÐSYNLEGUR FRESTUR TIL KAUPANNA Við hjónaskilnað eða sam- búðarslit gengur það dæmi ekki upp, ef gert er ráö fyrir að annar aðilinn kaup eignarhlut hins með láni frá Húsnæðis- stofnun, nema tekið sé tillit til þess tíma sem það tekur að afgreiða lán frá henni. BIÐ EFTIR LÁNI Umsóknir um lán frá Hús- næðisstofnun ríkisins eru af- greiddar í þeirri röð sem þær berast stofnuninni. Eini greinar- munurinn, sem gerður er á um- sóknum, er að umsækjendum er skipt í forgangshóp og víkj- andi hóp. í forgangshópi eru þeir sem eru að byggja eða kaupa í fyrsta sinn. Þeir sem búa í ófullnægjandi íbúð teljast einnig í forgangshópi hvað af- greiðslutíma varðar. Umsækjendur um lán, sem eru að skilja, teljast flestir til víkjandi hóps, eigi þeir íbúð fyrir. Ef skilnaður er óhjákvæmilegur, leitaðu þá upplýsinga um lánsrétt þinn áður en þú samþykkir að kaupa eignarhlut fyrrverandi maka í íbúð ykkar. Föstudagur 28. apríl 1989 ' NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.