Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 5
Samkvæmt hcimildum Nýja Helgarblaðsins þýðir reglugerð nr. 157 sem Jón Helgason, fyrrum landbúnaðarráðherra gaf út á árinu 1987 vegna búvörulag- anna, að ríkissjóður er skuld- bundinn til fjárútláta sem nema hundruðum miljóna umfram það sem búvörusamningurinn milli ríkisins og bændasamtakanna gerði ráð fyrir á samningstíman- um fram til 1992. Agreiningur er um það milli Stéttarsambands bænda og landbúnaðarráðu- neytisins hver eigi að bera kostn- að sem hlýst af „reglugerð 157“. Ríkisendurskoðun hefur að und- anförnu unnið að úttekt þessa máls og mun skila skýrslu sinni til landbúnaðarráðherra eftir helgi. 400 miljónir umfram búvörusamning Reglugerð um framkvæmd bú- vörulaganna var fyrst sett 1986 og síðan hefur ákvæðum hennar ver- ið framlengt. Sú reglugerð eða reglugerðarbreyting sem hér um ræðir og ágreiningur er um var sett í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks eða í mars 1987 af Jóni Helgasyni. Var mikil umræða um þessi mál á Al- þingi sem víðar í þjóðfélaginu og var talað um að fjöldi bænda kæmist á kaldan klaka vegna þeirra búháttabreytinga sem landbúnaðarráðuneytið hafði þá þegar staðið að. Því var talin nauðsyn á að koma til móts við bændur með einhverjum hætti og varð þessi leið fyrir valinu. Að reglugerðinni vann sex manna nefnd skipuð alþingismönnum fjórflokkanna og skilaði hún til- lögum til landbúnaðarráherra. Fjallar hún um verðskuldbind- ingu Framleiðnisjóðs landbúnað- arins á 13.500 „ærgildisafurðum" sem jafngildir um 245 tonnum af kindakjöti. Eða eins og segir í reglugerðinni: „A.m.k. 1/3 hluti (þeirra 800 tonna sem Fram- leiðnisjóður ábyrgist greiðslur á) gengur til að mæta fulvirðisrétt- arskuldbindingum, er Fram- leiðnisjóður hefur tekið á sig nú þegar gagnvart einstökum bænd- um.“ Utflutningsbætur með þessu magni af kjöti jafngilda um 80 miljónum króna. Var bændum því tryggt verðfyrir þessar 13.500 ærgildisafurðir. Að öllu óbreyttu tryggir því reglugerð bændum verð fyrir um 200 tonn af kindakj- öti á ári frá verðlagsárinu 1987-88 til ársins 1992 sem gerir um 350 - 400 miljónir króna, sem ríkið tel- ur að standi utan búvörusamn- ings á reikning þessarar „kosn- ingareglugerðar", sem svo hefur verið kölluð. Hver á að borga? Skilningur landbúnaðarráðu- neytisins er sá að það hefði þurft að gera nýjan búvörusamning þar sem magnið sem Framleiðnisjóð- ur landbúnaðarins tók á sig að tryggja verð fyrir, hafi verið hreint viðbótarmagn umfram þann 11.800 tonna ramma sem búvörusamningurinn gerir ráð fyrir. Stjórn Framleiðnisjóðs gerði bókun á þeim tíma sem reglugerðin var gerð, þar sem segir að sjóðurinn muni ábyrgjast verð á því magni kindakjöts sem hér um ræðir, svo framarlega sem ríkið útvegi sjóðnum þá fjármuni sem til þess þurfi. Um þetta snýst deilan - hver á að borga? Telur ríkið að þessar greiðslur eigi að dragast frá heildarskuld- bindingum þess samkvæmt bú- vörusamningnum, en stéttarsam- tökin að þetta eigi að vera viðbót, enda reglugerðin samþykkt af landbúnarráðuneytinu. Frá því reglugerðin var sett 1987 er talið að framkvæmd hennar hafi leitt til fjárútláta fram yfir það sem búvörusamningurinn gerir ráð fyrir sem stappar nærri eitt hundrað miljónum króna. Uppg- jör fyrir verðlagsárið 1987-88 liggur hins vegar ekki enn fyrir, þannig að ríkissjóður hefur enn í tíð Jóns Helgasonar land- búnaöarráöherra var reglugerö um fullvirðisrétt breytt. Með reglugeröinni ábyrgðist ríkið greiðslur á rúmlega 200 tonnum á kindakjöti á ári frá 1987 til 1992 umf ram þau 11.800 tonn sem búvörusamn- ingurinn sagði til um. Ástæðan var sú að margir bændur höfðu fariö illa út úr þeim skipulagsbreyting- um á landbúnaði sem land- búnaðarráðuneytið og samtök bænda höfðu stað- ið að—og ekki síst aö kosn- ingar voru yf irvof andi. Gall- inn á ráöagerðinni var bara sá að ekki var gengið frá hver skyldi borga. Framleiðslusjóöur land- búnaðarins féllst á að taka á sig greiðsluskuldbind- ingar sem af þessu hlytust, en aðeins að því tilskildu að ríkið veitti til þess auka- fjárveitingar. Og nú deila Stéttarsamband bænda og ríkisvaldið um hver skuli borga þær 350-400 miljónir króna sem af reglugerðar- setningunni kunna að hljótast fram til ársins 1992. ekki tekið á sig beinar fjárskuld- bindingar vegna þessa. Steingrímur J. Sigfússon, land- búnaðarráðherra sagði að þó ým- islegt mætti segja um þessa reglu- gerð séu flestir sammála því að með henni hafi unnist ýmsar leiðréttingar og gagnast einkum þeim sem verst voru settir. „Önnur tilvik kunna að orka tví- mælis og kannski er viss kosn- ingalykt af þessu þar sem reglu- gerðin var sett rétt fyrir kosning- ar. Gallinn á þessu er að það var aldrei séð fyrir því hvernig ætti að greiða þetta. Hvorki sú ríkis- stjórn sem setti þessa reglugerð miljóna kosninga- víxill Reglugerð úr tíð Jóns Helgasonar sprengir ramma búvörusamningsins um 350-400 miljónir króna fram til 1992. Þegartugmiljónaumframútgjöld. Steingrímur J. Sigfússon: Aldrei séð fyrir því hvernig þetta skyldi borgað. - Ágreiningur milli ríkisvalds og Stéttarsambands bænda um hver eigi að borga brúsann. Ríkið telur reglugerðina utan ramma búvörusamningsins. Framleiðnisjóður viðurkenndi greiðsluskyldu að því tilskildu að ríkið útvegaði honum nauðsynlegar aukafjárveitingar né sú næsta gekk frá því hvernig ætti að fara með þennan rétt og hvernigætti að bera kostnaðinn," sagði Steingrímur. Sagði hann að fyrirhugaðar væru viðræður við Stéttarsamband bænda um þetta og önnur vandamál við fram- kvæmd búvörusamningsins. Gunnlaugur Júlíusson, hag- fræðingur Stéttarsambands bænda sagði það vera alfarið skoðun sambandsins að „þetta væri kjötmagn sem ríkið úthlut- aði með reglugerð og ber þar af leiðandi ábyrgð á verðinu. Ríkis- valdið hefur hins vegar haldið að þau 13.500 ærgildisafurða sem fara til ákveðinna bænda ætti að taka af öðrum, þannig að heildarmagnið haldist óbreytt. Það er ágreiningur um þessi mál milli Stéttarsambandsins og ríkis- valdsins og hann er enn óleystur." Steingrímur J. Sigfússon viður- kennir að þegar menn hafi gefið sér ákveðinn grundvöll í búvöru- samningnum um framleiðslu og neyslu kindakjöts „hafi menn tekið ákveðna áhættu og fengið hana á sig, það er að innanlands- salan var lakari en menn bjuggust við.“ Ágreiningurinn snýst sem sagt um það hver á að axla þá áhættu sem tekin var, bændur eða ríkið. Hverjir eru kostirnir? Fyrir landbúnaðarráðherra blasir því við að taka ákvörðun um framhaldið, og er fyrri kost- urinn að breyta núgildandi reglu- gerð. Ekki er talið mögulegt að ná þeim fjármunum til baka sem núgildandi reglugerðir hafa gefið bændum rétt til, heldur myndu nýjar reglugerðir útdeila þeim fjármunum sem eftir standa og faldir eru innan heildarramma búvörusamningsins út á meðal bænda, sem þýddi að minna kæmi í hlut hvers bónda en hefur verið hingað til. í búvörusamn- ingnum ábyrgðist ríkissjóður greiðslur til bænda á 11 þúsund tonnum af kindakjöti og Fram- leiðnisjóður önnur 800 tonn. Þessi lausn myndi sennilega þýða að ríkið legði ekki í aukafjár- veitingar, a.m.k. ekki umfram þann kostnað sem reglugerðin hefur þegar haft í för með sér, en spurningin er reyndar hvort sá kostnaður ætti að lenda á Fram- leiðslusjóði. Hinn kosturinn er að „út- víkka“ búvörusamninginn þann- ig að hann rými framkvæmd reglugerðarinnar, en það hefur þær afleiðingar í för með sér að samdráttur sá í framleiðslu sauðfjárafurða sem að var stefnt næst ekki og offramleiðsla á kind- akjöti viðgengst. Þrátt fyrir að framleiðsla á kindakjöti hafi minnkað úr rúmum 16 þúsund tonnum 1979 í tæp 10 þúsund tonn á þessu ári eru teikn á lofti um áframhaldandi samdrátt í neyslu kindakjöts. Framleiðslan verði meirí en neysla og þarf þá ríkið að taka á sig ábyrgð á þeim mun stærri hluta framleiðslunnar sem ekki selst innanlands og greiða með henni útflutningsbæt- ur eða koma henni fyrir með öðr- um hætti. Með búvörusamningn- um hefur ríkið þegar tekið á sig að greiða útflutningsbætur með um 2000 tonnum af kindakjöti, en þær nema milli 600-700 milj- ónum króna og mætti því búast við að ofangreindar 350-400 milj- ónir kæmu þar til viðbótar. Steingrímur sagðist fá skýrslu frá ríkisendurskoðun um fram- kvæmd búvörulaganna eftir helgi. „Menn verða að skoða þær breytingar sem eru að verða og bregðast við þeim í tíma.“ Það væri alvarlegt mál hversu mjög kindakjötssala hefur dregist sam- an, en afleiðingin af því gæti orð- ið að heil byggðarlög sem byggðu aðallega á sauðfjárrækt legðust af. Því væri nú verið að vinna að því í landbúnaðarráðuneytinu hvernig mætti snúa þessari þróun við. phh Föstudagur 28. apríl 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.