Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 6
Bónus viö kassann. Fljótvirk af- greiðsla og gott verð halda við- skiptavinunum glöðum. Er tími stórmarkaðanna að líða undir lok? Er kannski kominn tími til þess að fá fleiri valmögu- ieika varðandi verslunarhætti bæði fyrir neytendur og verlunar- menn? Markaðir af ýmsu tagi spretta nú upp eins og gorkúlur í Reykjavík og úthverfum borgar- innar. Hagkaup sem áður var helsti markaður barnafjölskyldunnar er nú flutt inn í íburðarmeiri húsnæði og óneitanlega hiýtur það að hafa áhrif á vöruverð. Uppi á Höfða og vestur á Granda hafa kaupmenn tekið sig saman um markaði og í Kolaportinu undir sjálfri gullkistu þjóðarinnar Seðlabankunum svarta, er hægt að gera góð kaup á þörfum sem óþörfum varningi. Að gera góð kaup er ekki ein- ungis frístundagaman, heldur nauðsyn barnafjölskyldunnar þar sem verðlag á barnafötum og öðrum nauðsynjum er ekki í neinum tengslum við kaupmátt þessara hópa. Standandi útsala Einn slíkur markaður er til húsa í Verslunarmiðstöð Vestur- bæjar, þar hafa fjórtán fyrirtæki tekið sig saman og eru með alls- herjar útsölu á lagerbirgðum sín- um. Þetta er ekki útsala í hefbund- inni merkingu þess orðs heldur markaður sem er kominn til þess að vera. þegar eitt fyrirtæki hefur selt sínar vörur kemur annað inn. Stór fyrirtæki í fata- og skó- innflutningi geta ekki gert ná- kvæm innkaup og þess vegna er svona sölutækifæri á umfram- birgðum mjög hagkvæmt fyrir fyrirtækið og neytendur um leið. Verðlag er lágt, og oft á tíðum samningsatriði. Að sögn Jónasar Halldórs- sonar framkvæmdastjóra mark- Verslunin úr sparifötunum Bónusbúðir, viðbrögð kaupmanna við kreppunni. Lægra verð, minni íburður, sömu gæði Álnavörur og fatnaður frá öllum tímum. aðsins er það með öllu ógerlegt fyrir kaupmenn sökum lager- kostnaðar og fjármagsnástands að sitja uppi með stóran lager. „Kaupmaður nokkur á Lauga- veginum varð að hætta rekstri verslunar sinnar án fyrirvara og því var markaðurinn kjörið tæki- færi fyrir hann að losna við vörur sínar og fyrir neytendann að taka þátt í því að ákveða raunverulegt vöruverð. Sá hátturinn er hafður Hvað segja Neytendasamtökin? Jóhannes Gunnarson formað- ur Neytendasamtakanna sagðist fagna tilkomu versiunar með lægra vöruverð fyrir neytendur. Hins vegar hafa Neytendasam- tökin varað við neikvæðum áhrif- um strikamerkingar. Verðmerk- ing einstakra hluta er ekki lengur nauðsynleg fyrir verslunina. í nágrannalöndunum þar sem þetta kerfi hefur verið tekið upp hefur reynslan sýnt að verðmerk- ingum hefur hrakað með tilkomu strikamerkinga. Skv. upplýsingum forstjóra neytendaráðs Danmerkur og sænsku neytendastofununarinn- ar hefur verðmerking hrunið. Ætlast er til þess að kaupmenn merki vöruverð á hillukant og hefur brunnið við að gleymst hef- ur að breyta því verði meðan ná- kvæmni hefur verið gætt í verð- breytingum í kassa. Kannanir í Bandaríkjunum og Kanada hafa leitt í ljós að verð- skyn neytenda hrakar með til- komu strikamerkinga. Gamli góði verðmiðinn, áminningin., er horfinn. Hins vegar er kosturinn við þetta kerfi sá að afgreiðslan er fljótvirkari, lagerhald betra, og möguleiki á því að fækka kössum. Fyrir svo utan að ógern- ingur er að slá inn skakkt verð. „Við neytendur ætlumst til þess að lækkun á kostnaði versl- unarhalds skili sér til neytenda með lægra vöruverði, sagði Jó- hannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna. eb á, að ef engin hreyfing er á einni vörutegund í nokkra daga, þá er verð hennar tekið til endurskoð- unar. í endurskoðun þessari felst aðeins ein aðgerð, þ.e. lækkun vöruverðs. Sem dæmi má nefna flík, þykka vetrarúlpu sem sett var á 1900 kr en hreyfðist ekki og þá var verðinu breytt í 900 og þó svo að um svona mikla lækkun sé að ræða er það allra hagur,“ sagði Jónas. Katrín Andrésdóttir móðir sex drengja sagði í samtali við Nýja Helgarblaðið að hún fagnaði þessum markaði. Það eru mikil slit á strigaskóm, stígvélum og hlífðarfötum á hennar heimili og í venjulegum búðum eru barnaföt skammarlega dýr. Landinn í dvala Jónas Halldórsson fram- kvæmdastjóri markaðarins sagð- ist vona að svona viðskiptahættir vektu íslendinga úr dvala, eða örvaði hugmyndaflug landans í verslunarháttum. „Fólk kannski uppgötvar hversu gífurlega háar álagningar eru hérlendis þegar það gerir sér grein fyrir því að það er hægt að fá svipaða vöru fyrir miklu minna fé. Hinar alræmdu Glasgow-ferðir eru að nokkru leyti upphafs- kveikjan að þessum mörkuðum, því þar komnust margir neytend- ur að því í fyrsta sinn að hægt væri að gera góð kaup og á sama tíma versla ódýrt.“sagði Jónas. Vöruverði er haldið niðri með rekstrarsparnaði sem felst fyrst og fremst í styttri vinnutíma starfsfólks og litlum sem engum íburði í innréttingum. Markaðurinn í Verslunarmið- stöð Vesturbæjar er opinn frá kl 12 til 18.30 daglega og frá 10 til 16 á laugardögum. Þess skal getið að hægt er að greiða með greiðslu- kortum. Bónus við kassan Á dögunum var opnaður mat- armarkaður inn við Elliðavog sem nefnist Bónus. Verslun þessi er rekin á svipuðum grundvelli og markaðurinn sem sagt var frá hér að ofan. Að vísu er aðeins einn aðili sem að honum stendur, en opnunartími er hinn sami og vöruverð talsvert miklu lægra en annars staðar þar sem neytand- inn gengur beint inn í lager versl- unarinnar. Jóhannes Jónsson eigandi verslunarinnar Bónus hefur verið verslunarstjóri hjá SS í 20 ár og lætur nú loksins verða af því að hrynda hugmynd sinni í fram- kvæmd, þ.e. afsláttarverslun með staðgreiðslukerfi. Strikamerking er á öllum vöru- tegundum og gerir það afgreiðsl- una miklu hraðvirkari, fyrir utan að ekki þarf eins marga kassa og ella. Sem dæmi um verðmismun má nefna að brauð sem merkt er frá framleiðslufyrirtækinu á kr 95 kosta hjá Bónus kr 89. í versluninni eru um 900 vöru- titlar, en í venjulegri kjörbúð af sömu stærð eru titlarnir um þ.b. 4000. í þessu felst mikill sparnað- ur fyrir viðskiptavininn, þvf vita- skuld er það þannig að ein vöru- tegund sér að hluta til um greiðslu hinnar. Það er nú ekki eins og hér sé um að ræða einhvern glænýjan sannleika í verlsunarmálum held- ur er þessi verslunarháttur frem- ur sá gamli góði á leiðinni til baka. Það ber vitaskuld að fagna þeim möguleika geta keypt salt í grautinn án þess að fara í spari- fötin. eb 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. april 1989 Samkeppnin af hinu gó&a Kaupmannasamtökin fetta ekki fingur út í nýja verslunar- hætti því samkeppnin er af hinu góða sé rekstrargrundvöllur í lagi, sagði Guðni Þorgeirsson skrifstofustjóri Kaupmannasam- bands íslands þá er blaðamaður Þjóðviljans innti hann álits á Bónus-búðinni. Hann sagði hins vegar að það hefði sýnt sig í gegnum árin að erfitt er að halda slíku fyrirtæki gangandi þar sem vöruverð er háð sveiflum og öðr- um breytingum í viðskiptalífinu. eb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.