Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.04.1989, Blaðsíða 9
# # FrwTi Tn a r witdfttid Ju XXl3 X XJXXxtlvxöX^ XCXl^ X X XJWL Samningamál Verkfalli afstýrt í Hið opinbera og Félag háskólakennara sömdu um kauphækkanir í anda BSRB-samningsins og stóraukið ríkisframlag íRannsóknasjóð Háskólans. ASl ogVSlþinguðu með Steingrími í gœr Samninganefndir Félags há- skólakennara og ríkisvaldsins urðu í gær á eitt sáttar um nýjan kjarasamning sem að mestu er á líkum nótum og samkomulag ríkisins og félaga BSRB. Þó eru þau frávik að samið er um pró- sentuhækkanir en ekki krónutölu og að ríkið hyggst auka stórum fjárframlag sitt í Rannsóknasjóð Háskólans í ár og á ári komanda. Svavar Gestsson á fundi meö kennurum í gær. Mynd Jim Smart. Kennaraverkfallið Það verður að semja Samkvæmt samningsdrögun- um fá háskólakennarar 2,65% kauphækkun 1. apríl, 1,95% 1. september, 1,25% 1. nóv. og 2% 1. jan. 1989. Samningurinn gildi út þann mánuð. Auk þessa fá háskólakennarar 6.500 króna orl- ofsuppbót og persónuuppbót 1. desember sem nemi u.þ.b. 30% af desemberlaunum hvers og eins. En það sem mestu varðar máski fyrir háskólakennarara til lengri tíma litið er ákvæði um stóreflt framlag ríkisins í Rann- sóknasjóð Háskólans sem hangið hefur á horriminni á umliðnum árum. í ár mun ríkið leggja 16 miljónir í sjóðinn samkvæmt samkontulaginu en 30 miljónir á næsta ári. Jóhann Malmquist, formaður Félags háskólakennara, sagði í gær að aukin efni rannsókna- sjóðsins yrði til þess að nú væri hægt að umbuna vísinda- og fræðimönnum sem skarað hefðu frarn úr og lagt í afrek sín meiri vinnu en skyldan krefði. Jóhann kannaðist ekki við að hafa rofið samstöðu með verkfallsfélögum BHMR, um samfylgd hefði aldrei verið að ræða. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði samkomu- lagið gott dæmi um það hvernig tvinna mætti saman ábyrga' launastefnu í anda BSRB-samn- inganna og ákvæði um framtíðar- uppbyggingu í þágu þjóðarinnar allrar. BHMR-fólk hlyti að átta sig á því að ríkið myndi hvergi hvika frá launastefnu sem tug- þúsundir landsmanna hefðu fall- ist á. En Páll Halldórsson, formaður BHMR, sagði samningsdrög ríkisins lofa góðu vegna ákvæð- anna um framlög í rannsókna- sjóð. Þetta fé vildi verkfallsfólk BHMR fá en ekki í sjóð sem óvíst væri hvernig úthlutað yrði úr heldur sem hærri kauptaxta. Fulltrúar ASÍ og VSÍ gengu í gærkveldi á fund sáttasemjara en fyrr um daginn þinguðu þeir með forsætisráðherra í stjórnar- ráðinu. Ræddu menn hvernig ríkisstjórnin gæti liðkað fyrir samningsgerð nteð ýmsum ráð- stöfunum, ss. í skattamálum fisk- vinnslufyrirtækja og varðandi gengi. Að fundi loknum gerði forsætisráðherra hvorki að játa því né neita hvort gengisfelling kæmi til greina. ^s Verkfall hins íslenska kennara- félags hefur nú staðið í þrjár vikur og neyðarástand skapast í skólunum. Kennarar hafa nú ver- ið með lausa samninga í hálft ann- að ár án þess að hlustað sé á kröf- ur þeirra. Hvers vegna vill ríkis- valdið ekki standa við lofrorð sín um að tryggja eðlilegt samræmi á milli kjara ríkisstarfsmanna og þess sem gildir á almennum launamarkaði? Þetta sögðu fulltrúar HÍK meðal annars á fundi með blaða- mönnum í gær. Krafa þeirra fjall- ar um samning til þriggja ára þar sem lágmarkslaun háskólamanna verði um það bil 75 þúsund á mánuði. Það samsvarar að þeirra mati 37% meðalhækkun launa. Fulltrúar HÍK áttu í gær fund með forsætisráðherra, og Svavar Gestsson menntamálaráðherra mætti á fjölsóttum fundi kennara í gær, þar sem greinilega var heitt í kolunum. A fundinum lýsti Svavar því yfir að enginn nem- andi yrði útskrifaður frá grunn- skóla eða menntaskóla án prófa, en sagði um leið að ekki væri hægt að ákveða með hvaða hætti þessi mál yrðu leyst fyrr en samn- ingar hefðu náðst í deilunni. Svavar sagði jafnframt að ein meginástæðan fyrir hinni erfiðu stöðu kennara nú væri sú að skólinn væri afgangsstærð í ís- lensku þjóðfélagi. Það væri hans baráttumál að færa skólann ofar á forgangslistann í íslensku þjóðfé- lagi, og sú barátta væri jafnframt kjarabarátta fyrir kennarastétt- ina. Hins vegar væru ytri aðstæð- ur til samninga nú mjög þröngar, en stundaglasið væri að renna á okkur og því yrði að semja strax. Fulltrúar HÍK sögðu eftir fundinn með Svavari að þau væru bjartsýnni en áður og sögðu jafn- framt að góður andi hefði ríkt á fundi þeirra með Steingrími Hermannssyni fyrr um morgun- inn. Við trúum því enn að vilji sé fyrir hendi til þess að gera þriggja ára samning, en við höfum hins vegar ekki enn fengið að heyra neitt bitastætt tilboð frá samn- inganefnd ríkisins um slíkan samning, sögðu kennarar. Á fundinum í gær voru mættir tveir fulltrúar samtaka framhalds- skólakennara á Norðurlöndum, sem fluttu HÍK samstöðukveðjur og um 13 miljónir króna í pening- um. Kernnarasamband íslands (grunnskólakennarar) gáfu einn- ig 2 miljónir í verkfallssjóð. Og loforð bárust um frekari fjár- stuðning frá Norðurlöndunum. HÍK hefur þegar úthlutað um 15 miljónum úr verkfallssjóði til kennara í verkfalli. _ó|g Brynjólfur jarðsunginn. Utför Brynjólfs Bjarnasonar fyrrv. menntamálaráðherra og forystumanns í íslenskri vinstri hreyfingu í áratugi fór fram frá Fossvogskirkju að viðstöddu fjölmenni í gær. Séra Rögnvaldur Finnbogason prestur á Staðastað jarðsöng. Mynd - Jim Smart. Mengun Díoxín mælist í íslensku lýsi Srprtskn Ivfinscnmhnn/iió hn>ttir nrS knt/nn ivlpnckt hnrvknlvvi vponn Sænska lyfjasambandið hættirað kaupa íslenskt þorskalýsi vegna efnamengunar. Ekki ástœða til að óttast segir Hollustuvernd ríkisins Samtök lyfsala í Svíþjóð hafa í samvinnu við Lýsi hf. gert efnagreiningar á íslensku þorska- lýsi sem sýna að það inniheldur 6-10 ppm (einingar af milljón) af eiturefninu díoxín. Niðurstaðan leiddi til þess að samtökin hafa í bili hætt að kaupa íslcnskt þorskalýsi. - Þessar niðurstöður koma okkur alls ekki á óvart og þær eru í fullu samræmi við aðrar mæling- ar sem eru til á díoxíninnihaldi fituríkrar fæðu, sagði Daníel Viðarsson hjá Hollustuvernd ríkisins, í samtali við Nýja Helg- arblaðið. Þessi díoxínefnasam- bönd eru alls staðar í náttúrunni og safnast fyrir í fituríkum vef. Staðreyndin er sú að díoxín í móðurmjólk hefur mælst allt að því tvöfalt meira á hvert gramm fitu en í íslenska lýsinu, og áhyggjur sænsku lyfsalasamtak- anna stafa sjálfsagt af þvf að ef ungbörnum, sem neyta bara móðurmjólkur er að auki gefið óhóflega mikið magn af lýsi, þá getur neyslan farið að nálgast hættumörkin. Hvað varðar fullvaxið fólk, þá eru þessar tölur langt undir hættumörkum. Daníel segir að díoxínefnasam- bönd hafi skaðvænleg áhrif á lík- amann með tvennum hætti: með útvortis snertingu geta þau valdið langvinnum húðsjúkdómum. Við inntöku setjast þau í fituríkan vef eins og lifur og miðtaugakerfi, og valda þar skemmdum. Eitt al- varlegasta mengunarslys sem orðið hefur í Evrópu var einmitt af völdum díoxíns sem komst út í andrúmsloftið við sprengingu í efnaverksmiðju í Soveso á N- ftalíu fyrir 10-15 árum. Díoxínsambönd myndast með- al annars í iðnaði og þorri díoxín- mengunar í náttúrunni á sér þrennar orsakir: í fyrsta lagi opn- ar sorpbrennslustöðvar, þar sem sorp er brennt við tiltölulega lágan hita. Við brunann myndast díoxínsambönd úr skaðminni efnum. Sorp er víða brennt með þessum hætti hér á landi. í öðru lagi myndast díoxín við stál- og málmbræðslu og fylgir úr- gangi frá slíkum verksmiðjum. í þriðja lagi myndast díoxín við bleikingu á pappír. Daníel sagði að díoxínmengun í íslenskum fiski mætti rekja til slíks efnaúrgangs sem safnast hefði fyrir í hafinu. Daníel Viðarsson sagði að þeir hjá Hollustuverndinni teldu ekki ástæðu til sérstakra ráðstafana að svo stöddu að öðru leyti en því að varast bæri að gefa ungbörnum sem neyta mjög einhæfrar fæðu of stóra skammta af lýsi. Ðaníel sagði jafnframt að íslenskt lýsi hefði komið betur út úr mæ- lingum en t.d. norskt, og að þeir hjá Lýsi hf. væru nú að finna að- ferðir til þess að hreinsa efnið úr lýsinu, sem væri lofsvert framtak. Haukur Stefánsson fram- leiðslustjóri hjá Lýsi hf. sagði að þeir hefðu ekki stórar áhyggjur af þessum niðurstöðum, þvert á móti hefði komið í ljós að íslenskt lýsi væri nær helmingi hreinna en það norska. Áfram yrði fylgst með díoxínmagni í fram- leiðslunni í Svíþjóð, en mæling- arnar væru flóknar og kostuðu um 100 þúsund kr. hver mæling. Haukur sagði að þeir hjá Lýsi hf. væru nú að finna upp aðferðir til þess að hreinsa díoxínið úr sinni framleiðslu. Það væri ekki ýkja mikið mál. Danél Viðarsson sagði enn- fremur að Norðurlöndin hefðu í sameiningu sett viðmiðunarmörk fyrir díoxínmengun í matvælum, og væri það magn sem hér um ræðir langt undir þeim mörkum. Því væri engin ástæða fyrir fólk til þess að kasta lýsisflöskunum. -ólg Föstudagur 28. apríl 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.