Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.06.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Bankasameining Stórbanki á Útvegsgmnni Tímamótíbankamálum. Fjórum bönkum steyptsaman íeinn. Eitt ár tilframkvœmda. Kaupverð óljóst vegna ýmissa leiðréttinga. Trúlega nálœgt bókfærðu verði Útvegsbanka. 275 m. kr. ífrádrátt vegnafyrrum bankastjóra Ríkissjóður seldi um helgína hlut sinn í Ulvcgsbankanum hf. til Verslunar-, Iðnaðar- og Al- þýðubanka. Rfkissjóður átti 76,8% hlutafjár bankans og var það mctið á nafnverði um 770 núljónir króna. Seldi ríkið sinn hlut fyrir 1450 mujónir eða um 1,8 sinnum nafnverð, en frá þvf kaupverði dragast nokkrir „leiðréttingarliðir" þannig að endanlegt kaupverð verður á bil- inu 1,0-1,1 niijjarður króna sem er mjðg nálægt bókfærðu cignar- virði bankans. Jón Sigurðsson bankamáiaráð- herra segir að þessi sameining í bankakerfinu sé sögulegur við- burður sem menn hafí beðið eftir í nær tuttugu ár. Þessi uppstokk- un eigi eftir að skila lands- inönnum ódýrara og öflugra bankakerfi en við búum við í dag. Til viðbótar þessarí sameiningu sé ekki ólíklegt að Landsbanki taki yfir Samvinnubankann og þá verði starfandi í landinu tveir sterkir ríkisbankar og einn sam- einaður og öflugur einkabanki. Slíkt eigi að tryggja minni vaxta- mun en nú þekkist, meiri sam- keppni og betri þjónustu. Stærsti hluti þeirra leiðrétting- arliða sem óutkljáðir eru vegna kaupa þríbankanna á Útvegs- bankanum, mun vera lffeyris- skuldbinding ríkisins vegna fyrrum bankastjóra Útvegsbanka íslands og nemur sá liður um 275 Bankarnir þrír munu sameina rekstur sinn og rekstur Utvegsbankans fyrir mitt næsta ár. Ríkisstjórn Raunvextir lækki þegar Rfkisstjórnin hefur falið Seðla- bankanum að beita sér þegar fyrir vaxtalækkun í bankakerfinu til samræmis við almenna vaxta- þróun. Er Seðlabankanum gert að skila ákveðnum tillögum til stjórnarinnar fyrir ríkisstjórn- arfund á fimmtudagsmorgun og jafnframt tekið fram að bankinn hafi fulla heimild til að beita lagaákvæðum til að binda vaxta- ákvarðanir innlansstofnana. Jón Sigurðsson bankamálaráð- herra segir að full samstaða sé um það innan ríkisstjómarínnar að forsendur séu til staðar fyrir vaxtalækkun og því sé ítrekað við Seðlabanka að hann beiti sér þeg- ar fyrir lækkun bæði nafhvaxta og raunvaxta. Ástæðan fyrir þessari ítrekun stjórnvalda sé m.a. sú að nú sé betra heildarjafnvægi á milli framboðs og eftirspurnar á láns- fjármarkaði, raunvextir á fjár- magnsmarkaði utan bankakerfis hafi farið lækkandi á síðustu mánuðum og raúnvextir spari- skírteina ríkissjóðs verða lækk- aðirí5,5ti!6%. -|g. miljónum króna. Þá er ætlað að tap á rekstri Útvegsbankans verði um 38 miljónir fyrstu sjö mánuði þessa árs og kemur það einnig til frádráttar kaupverðinu. Verslunarbanki, Alþýðubanki og Iðnaðarbanki kaupa hver sinn þriðjung af hlutafé Útvegsbank- ans og hafa gert samkomulag við ríkið þess efnis að þeir muni sam- eina bankarekstur sinn og Út- vegsbankans fyrir mitt næsta ár. Efasemdir eru þó uppi um að raunveruleg sameinging takist fyrir þann tíma, enda í mörg horn að líta. Stefna hins nýja banka á enn eftir að líta dagsins ljós, enda hafa bankaráð og hluthafafundir kaupendanna þriggja enn ekki gefið formlegt samþykki fyrir kaupunum. En að vonum velta menn því fyrir sér hvort „íslandsbankinn hinn nýi" mum' snúa sér frá erfiðu greinumim, og þá fyrst og fremst sjávarútvegi, og að hefðbundnari viðskiptavinum Iðnaðar- og Verslunarbanka. Mestir mögu- leikar á fækkun útibúa bankanna fjögurra eru á Reykjavíkursvæð- inu, en spurningar hafa vaknað um hversu harða „bankapólitík" nýi bankinn mun reka þegar kemur að útibúum Útvegsbank- ans úti á landi, sérstaklega á stöð- um eins og Siglufirði og Vestmannaeyjum þar sem Út- vegsbankinn gegnir lykilhlu- tverki í byggðarlaginu. -phh/-lg. „íslandsbanki" Starfsmenn funda Vilja að hugsanlegri fœkkunverðijafnað útálangantíma Formenn starfsmannafélaga • Útvegsbanka, Iðnaðarbanka, Verslunarbanka og Alþýðubanka ásamt formanni SÍB funduðu f gær um breytta stöðu mála eftir sameiningu þessara banka. Yngvi örn Kristinsson for- maður SÍB sagði eftir fundinn að ætti að koma til fækkunar starfs- fólks væri eðlilegt að það gerðist á sem lengstum tíma og þá þannig að ekki yrði farið út í uppsagnir. Skynsamari leið væri að endur- ráða ekki starfsfólk í stað þess sem hætti og jafha út þeirri fækk- un sem hugsanlega væri yfirvof- andi á að minnsta kosti fjögur ár. Hins vegar væru þessi mál enn mjög skammt á veg komin og því vildi hann h'tið tjá sig um málið að svo stöddu. Forráðamenn Verslunar- og Alþýðubanka héldu fundi með starfsfólki í gær og eru frekari fundahöld væntanleg í bönkun- um á næstunni. Björg Þórarins- dóttir, formaður starfsmannafé- lags Alþýðubanka sagðist ekki hafa orðið vör við óróa meðal starfsfólks vegna yfirvofandi breytinga. Taldi hún liggja í hlut- arins eðli að starfsmannafélög þessara banka yrðu á endanum sameinuð, en héðan í frá tækju þau ákvarðanir í sínum málum sameiginlega. phh Sigurjónssafn Tónleikar í kvöld Sigríður Gröndal sópransöng- kona flytur þýsk-franskt prógramm við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur pí- anóleikara, f Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld. Á efnisskránni eru lög eftir Hugo Wolf við kvæði eftir Edu- ard Mörike, Goethe og Paul Heyse (úr ítölsku ljóðabókinni) og lög Schuberts við hin svo- nefndu Suleikaljóð. Ennfremur verða flutt lög eftir Debussy og Henry Duparc við kvæði eftir meðal annarra Paul Verlaine, Mallarmé og Bauderlaire. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og standa í um það bil klukkustund. Miðaverð er kr. 350.- Lárus í Holti sendiráðsprestur Séra Lárus P. Guðmundsson í Holtsprestakalli hefur verið ráð- inn sem sendiráðsprestur í Kaup- mannahöfn frá og með 15. júlí n.k. Fjórar umsóknir bárust um stöðuna, en nafnleynd hvflir á um umsækjendur. Undanfarið ár hefur Lárus verið í námsleyfi og dvahst aðllega í Kaupmanna- höfn. Tvö banaslys Tveir karlmenn létust í umferð- inni um sl. helgi. Bóndinn á Gautlöndum II í Mývatnssveit varð undir dráttarvél síðdegis á laugardag. Hann var látinn er að var komið. Hann hét Pétur Gauti Pétursson og var 75 ára gamall. Þá lést ungur maður í vélhjóla- slysi skammt frá Hellu. Slysið varð á laugardagskvöld og féll pilturinn af hjólinu skammt frá brúnni að Ytri-Rangá og lést samstundis. Hann hét Runólfur Sveinn Sverrisson og var á 23ja aldursári. Bókasöfnin forystulaus Sambands- og forystuleysi hefur háð bókasöfnum landsins og er því löngu tímabært að ákveðið verði með lögum hver skuli gegna forystuhlutverki varðandi mál- efni bókasafna, segir í ályktun sem gerð var á 7. ársþingi Bóka- varðafélagsins á Selfossi á dögun- um. Vilja bókaverðir að mennta- málaráðuneytið móti heildar- stefnu fyrir bókasöfn landsins, þ.m.t. Háskólabókasafn, Lands-1 bókasafh, önnur i rannsóknarbókasöfn, almenn-! ingsbókasöfn, skólasöfn og emb- ætti bókafulltrúa. í Hýjar úthlutunar- LÍN reglur Menntamálaráðherra hefur stað- fest nýjar úthlutunarreglur Lána- sjóðs íslenskra námsmanna fyrir næsta skólaár. Reglurnar breytast lítið frá nýliðnum vetri, nema þau ákvæði er varða með- ferð á tekjum. Veitt verða lán fyrir framfærslu á námstíma, en 50% tekna umfram framfærslu í leyfi koma til frádráttar á há- marksláni í stað 35% áður. Neytendafélag á Suðurnesjum Nýlega var stofnað Neytendafé- lag Suðurnesja en starfssvæði þess er Suðurnes öll. Félagsmenn í hinu nýja félagi eru nær eitt þús- Frá fundi ( fulltrúaráði Brófaskólans. Skólastjóri er Guðrún Frið- geirsdóttir en formaður skólanefndar Þráinn Hallgrímsson. Bréfaskólinn sækir á Nemendum Bréfaskólans fjölgaði töluvert á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs miðað við undanfarin ár. Á næsta ári fagnar þessi sérstæði skóli, sem nú er rekinn sem sjálfstæð sameignarstofnun, hálfrar aldar afmæli. Starfsemi skólans hefur tekið miklum breytingum á síðustu misserum, en hann hefur nú samstarf um fullorðinsfræðslu við fjöl- marga aðra skóla- og menntastofnanir, m.a. Fræðsluvarpið, Banka- mannaskólann og menntamálaráðuneytið. í undirbúningi er ennfrem- ur samvinna við Ferðaþjónustu bænda og Iðntæknistofnun um starfs- menntun. Ungmennafélagið hefur nýlega gerst eignaraðili að skólan- um en önnur fjöldasamtök sem reka skólann eru ASÍ, BSRB, Farmanna- og fiskimannasambandið, Kvenfélagasamband íslands, SÍS og Stéttarsamband bænda. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN , Þrlðjudagur 13. Júní 1989 und. Formaður félagsins var kjörin Drífa Sigfúsdóttir, Kefla- vík en aðrir í stjórn eru Þórný Jóhannsdóttir, Garði, Halldór Leví Björnsson, Keflavík, Guð- björg Ásgeirsdóttir, Grindavík og Auður Ingvarsdóttir, Kefla- vfk. í varasijórn eiga sæti þau Halldór Pálsson og Kristján Gunnarsson, Keflavík. Norðfirðingar motmæla hækkunum Fundur í Alþýðubandalaginu í Neskaupstað hefur mótmælt harðlega þeim miklu verðhækk- unum sem nú dynja yfir. „Sú efnahags- og verðlagsstefna sem heimilar sífelldar verðhækkanir nauðsynja en setur ekki skorður við braski og bruðli í þjóðfé- laginu er ekki í anda Alþýðu- bandalagsins", segir í samþykkt félagsfundarins. Stefnumörkun í ferðamálum Samgönguráðherra hefur skipað nefhd til að fjalla um ferðamál og stefhumörkun í ferðamálum á breiðum grundvelli. Nefndinni er fahð að kanna samkeppnisstöðu og rekstrarskilyrði í ferðaþjón- ustu hér miðað við nágranna- lönd, endurskoða lög um ferða- mál og leggja fram tillögur um opinbera stefnu í ferðamálum. Formaður nefndarinnar er Hjör- leifur Guttormsson alþm., en aðrir nefndarmenn Árni Þór Sig- urðsson hagfr., Áslaug Alfreðs- dóttir hótelstjóri, Birgir Þorgils- son ferðamálastjóri, Bjarni Sig- tryggsson ferðamálafræðingur, Friðjón Þórðarson alþm., Kristín Einarsdóttir alþm.,. Reynir Adolfsson framkvstj. og Unnur Stefánsson verkefnisstjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.