Þjóðviljinn - 23.06.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.06.1989, Blaðsíða 5
FnCTI in Ar'CliTJí'TTTD tliLlö 1 UU/\v jor tv.lL L 1 llv Undirbúningur er þegar hafin við uppsetningu stálverksmiðjunnar í Hafnarfirði sem mun bræða allt það brotajám sem til fellur hérlendis. Mynd: ÞÓM. Stálfélagið Allt bratajám í Fjörðinn Hjörtur Torfason: Stálverksmiðjan ígagnið ínóvemberlok. í meirihlutaeigu erlendra aðila. Bræðir 16-20þúsund tonn á ári. 70-80 ungverskir og ítalskir aðilar vinna við uppsetningu hennar. Starfsmenn verða 20-30 Við reiknum með að búið verði að reisa verksmiðjuna í lok nóvember í ár og þá getum við byrjað að bræða alit það brota- járn sem til fellur. Stofnkostnað- ur er áætlaður 450 miljónir króna og hjá fyrirtækinu munu vinna 20-30 manns. Erlendir aðilar eiga 70% í Stálfélaginu og íslenskir Sakadómaramálið Enginn áverki eða þreifieymsl? Örn Clausen, lögmaður Sverr- is Einarssonar, í máli Oddnýjar Gunnarsdóttur ieigubflstjóra gegn Sverri, hafði samband við blaðið vegna fréttar sem birtist i Þjóðviljanum í gær, um að kæru á sakadómara hefði verið vísað frá. Örn sagði það ekki rétt að áverkavottorðið hefði staðfest líkamsárás. „Samkvæmt áverkavottorði var ekki um neina áverka að ræða á konunni og þessvegna ákvað ríkissaksóknari að láta málið nið- ur falla,“ sagði Örn. Bjami Þór Óskarsson, lög- maður Oddnýjar, sagði hinsveg- ar í samtali við Þjóðviljann að þreifieymsl væru staðfest í áverkaskýrslu. -Sáf Sovétmenn þakka aðstoð Starfsmenn sovéska sendiráðs- ins í Reykjavík hafa tjáð Lyfja- verslun ríkisins og Flugleiðum þakklæti sitt fýrir aðstoð sem þeim voru veitt við kaup og flutn- ing á lyfjum og hjúkrunarbúnaði til fórnarlamba jámbrautarslyss- ins sem varð skammt frá Ufa í Sovétríkjunum fyrir nokkm. Er hér um að ræða afrakstur söfnunar sem sendiráðsmennirn- ir sjálfir gengust fyrir eftir að fréttir bárust af þessu mikla slysi. 30%. Almenna reglan er að er- lendir aðilar mega ekki eiga meirihluta fyrirtækjum hérlendis en frá henni fengum við sérstaka heimild frá iðnaðarráðuneytinu, sagði Hjörtur Torfason hjá Stálfé- laginu. Félagið hefur fest kaup á stál- verksmiðju í Frakklandi og eru undirbúningsframkvæmdir þegar byrjaðar í Hafnarfirði. Á næst- unni er von á ungverskum og ít- ölskum aðilum hingað til lands sem munu vinna við uppsetningu verksmiðjunnar og verða þeir um 70-80 talsins. Húsnæði hennar verður um 2400 fermetrar að stærð og hefur verið gerður samningur við sænskt fyrirtæki um sölu á framleiðslunni. Reiknað er með að afköst verk- smiðjunnar verði 16-20 þúsund tonn á ári en bræðsluofn verk- smiðjunnar getur þó annað miklu Rafveita Hafnarfjarðar greiddi í gær ætlaða söluskattsskuld upp á rúmar 12 mfljónir króna en með fyrirvara um endurgreiðslu þar sem Rafveitan hefur ekki við- urkennt skuldina og hefur mál það verið í meðförum ríkisskatta- nefndar í tvö ár, eða frá því vorið 1987. Ástæðan fyrir því að þessi skuld var greidd er sú að bæjar- fógetinn í Hafnarflrði hafði hótað að innsigla Rafveituna þannig að Hafnarfjörður og Garðabær hefðu orðið rafmagnslaus. Deilan snýst um sölu Raf- meir eða 80-100 þúsund tonn á ársgrundvelli. Samið hefur verið við Landsvirkjun um orkukaup til verksmiðjunnar og er raf- magnsverðið til hennar ódýrara en álverið í Straumsvík greiðir. Að sögn Hjartar Torfasonar er búið að gera bindandi samning við sveitarfélögin á höfuðborgar- Miklar framkvæmdir standa nú yfir á íþróttasvæðinu í Mosfellsbæ sem þar verður hald- ið á næsta sumri. Brátt verður veitunnar á rafmagni til götulýs- ingar, sem Hafnarfjarðarbær var kaupandi að á árunum 1983 og 1984. Taldi ríkisskattstjóri að raf- magnið hefði verið selt á of lágu verði og lagði því viðbótar- söluskatt á Rafveituna. Það sama gerðist með Rafveitu Keflavíkur en upphæðin sem styrinn stendur um þar er 2,5 miljónir króna. Bæði bæjarfélögin vísuðu málinu til ríkisskattanefndar. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði telja úrskurð ríkisskattstjóra ekki svæðinu um að verksmiðjan taki við öllu því brotajárni sem til fell- ur þar og á næstunni verður gengið frá samskonar samningi við sveitarfélög á Suðumesjum. Hins vegar er ófrágengið hvemig þeim málum verður háttað við sveitar- og bæjarfélög úti á landi. -grh vígður þar nýr gasvöllur og í dag er áformað að hefja lagningu gerviefnis á hlaupabrautina í kringum völlinn. Eftir það verð- eiga sér lagaheimild, enda hafi iðnaðarráðherrar staðfest gjaldskrána fyrir hvert ár. í fyrirvaranum sem gerður var við greiðsluna í gær segir ma.: „Hér eru því ekki um vanskil að ræða að áliti Rafveitunnar, en gjaldið þó greitt vegna yfirvof- andi þvingunaraðgerða inn- heimtumanns ríkissjóðs.“ Þá segir að Rafveitan áskili sér rétt til endurkröfu með hæstu lögleyfðu dráttarvöxtum og hugs- anlegri skaðabótagreiðslu. Hrefna Veiðimenn bjartsýnir Fyrrum veiðimenn hafa stofnað með sér hagsmunasamtök, Félag hrefnuveiðimanna. Veiðibannfrá og með 1986 - Markmið félagsins er að vinna að því að hrefnuveiðar hefjist að nýju á íslensku haf- svæði og ennfremur að stuðla að frekari rannsóknum á stofninum. Að öðrum þræði er tilgangur fé- lagsins að vera í forsvari fyrir veiðimenn gagnvart stjórnvöld- um, sagði Konráð Eggertsson for- maður Félags hrefnuveiðimanna. Fyrir skömmu stofnuðu fyrrum hrefnuveiðimenn með séT hagsmunasamtök sem heitir Fé- lag hrefnuveiðimanna. Á stofnfundinn mættu veiðimenn úr flestum landsfjórðungum og í stjórn voru kosnir auk Konráðs sem er frá ísafirði, þeir Gunn- laugur Konráðsson frá Ár- skógssandi og Guðmundur Har- aidsson úr Reykjavík. Eftir velheppnaðan ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins eru fyrrum hrefnuveiðimenn bjart- sýnir á að veiðar verði heimilaðar á næsta ári og að þeir geti tekið upp fyrri störf. Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra sagði þó að ýmsar efasemdir væru uppi hvort það yrði hægt þar sem hrefnuveiðar væru stundaðar í atvinnuskyni. Ráðherra sagði ennfremur að það hefði mætt vissum skilningi á ársfundinum að hérlendis stunduðu nokkrar fjölskyldur hrefnuveiðar í smáum stíl en ekki stórvirkum. Hrefnuveiðar voru síðast stundaðar hér við land 1985 en þá voru veidd 145 dýr. Frá og með þjóðhátíðarárinu 1974 og þar til veiðar voru bannaðar veiddust flestar hrefnur árið 1982 eða 212 dýr en fæst 1974 eða 90. -grh ur Mosfellsbæ að lflrindum eini staðurinn á landinu sem haldið getur alþjóðleg frjálsíþróttamót. Unnið hefur verið að gerð hlaupabrautarinnar að undan- förnu og er ætlunin að ljúka lagn- ingu gerviefnisins á næstu 4-8 vikum. Framkvæmdir við lagn- ingu efnisins mun kosta um 25 miljónir króna en það verður einnig lagt á spjótkasts- og lang- stökksatrennur og við hástökks- svæði og vatnsgryfju vallarins. Sjálf hlaupabrautin verður sex brautir nema á beinni braut undir stúkunni þar sem verða átta brautir en hitalögn verður í linnsltu braut svo að hægt sé að nota hana til æfinga á vetuma. Það er Ungmennasamband Kjalamesþings, UMSK, sem hef- ur í samráði við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ haft veg og vanda með undirbúningi Land S'mótsins Eftir þessar framkvæmdir verður íþróttaaðstaða í Mosfellsbæ með þeim bestu á landinu. Það fer því vel að Landsmót UMFÍ verði haldið á þessu svæði á 50 ára af- mæli sínu á næsta ári. Búist er við metþátttöku á mótinu og verða keppendur og starfsmenn ekki undir 3000 talsins. -Sáf - þóm ‘Föstudagur 23. júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5 Rafveita Hafnarfjarðar Greiðsla með fyrirvara Bœjarfógetinn í Hafnarfirði hótaði að slökkva á rafmagninu hjá Hafnfirðingum og Garðbœingum vegna œtlaðrar söluskattsskuldar Rafveitunnar upp á 12 miljónir. Rafveitan áskilursér rétttil endurkröfu og skaðabóta Landsmót UMFÍ Genriefni lagtá hlaupabraut Undirbúningur fyrir Landsmótið í Mosfellsbœ er kominn á skrið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.