Þjóðviljinn - 23.06.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 23.06.1989, Blaðsíða 21
Frakkar eru að halda upp á tvö hundruð ára afmæli bylt- ingar sinnar, þeirrar sem letr- aði á fána sín orðin helgu; frelsi, jafnrétti, bræðralag. All- ir sem á tölvu geta pikkað hafa skrifað bækur í þessu tilefni- um djúpsálarfræði fall- axarinnar, um konur í bylting- unni, um gagnbyltingar í bylt- ingunni og svo náttúrlega um eilífðarmálið: var byltingin ómaksins verð, fór hún út um þúfur? Konungssinnar telja náttúrlega að nú sé loksins tími til kominn að setja Búr- bona í hásæti í París, Mitter- rand lætur vígja nýja óperu, Parísarbúar kveinka sér undan feiknalegu aðstreymi gesta sem ætlar þá lifandi að drepa. Meðan hátíðahöldin standa sem hæst mun bræðralag fólks í París leysast upp í fúlu jafnrétti manna til að hafa ekki frelsi til að komast leiðar sinnar. Lögmál byltinganna Franska byltingin er alltaf á dagskrá - bæði vegna þess, að hún er svo mikill þáttur í okkar nú- tíma og svo vegna þess að hún er í hæfilegri fjarlægð til þess að menn geti af dæmi hennar skoðað með yfirveguðum hætti fram- vindulögmál byltinga. Þau lögmál virðast einatt heldur en ekki dapurleg: alþýðan fer af stað og brýtur niður illræmda kastala valdsins og heldur að nú byrji nýr dagur frelsis og jafnaðar - en byltingarþjóðin endar svo í allt öðrum stað en til stóð. Snemma rís ágreiningur um það hve djúp- tæk byltingin skal vera eða getur orðið, heitustu byltingarmenn- irnir sjá í hverju homi svikara og samsærismenn sem annaðhvort eru að græða á neyð fjöldans eða makka við erlend ríki sem vilja byltinguna feiga. Peir hafa að sumu leyti rétt fyrir sér - en fyrr en varði er samsærisóttinn við „óvini þjóðarinnar" orðinn að en þeir ætluðu sér: jafnréttiskraf- an endar í keisarakórónu og land- vinningum: „því meir sem allt breytist þeim mun frekar er allt við hið sama“ segja Frakkar. Samkvæmt þessari kenningu er bylting fífldirfska þeirra sem hafa oftrú á mætti mannlegrar skyn- semi til að breyta þjóðfélaginu að vitrænum hætti. Hún er og, segir þar, glæpsamlegur hroki þeirra sem segja eins og einn af and- legum feðrum byltingarinnar, Rousseau: „Það kann að vera nauðsynlegt að neyða menn til að vera frjálsir". Heimurinn annar Nei, segja aðrir: er segja aörtr: byltingin franska var að sönnu „ófullgerð bylting" eins og flestar eða allar aðrar — hún stendur ekki við ,sín fyrirheit sem skáldin ortu um: gæfusamur var sá sem kom í heiminn á þeirri örlagastundu. En eftir að byltingin hefur fjarað út, og þótt allt hafi verið reynt til að afturkalla hana, þá hefur hún samt gerst og verður ekki aftur tekin: Miðaldir Evrópu voru hraktar á flótta með henni, með henni hófst skrykkjótt sigur- ganga borgaralegs lýðræðis, jafn- réttis fyrir lögum, almenns kosn- ingaréttar og fleiri mannréttinda. Matthías Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins tók undir þenn- an skilning í Helgispjalli í blaði sínu fyrir skemmstu. Hann minnir þar á þverstæður bylting- arinnar: göfugar hugmyndir Upplýsingarinnar um mannúð og mannréttindi „urðu hægt að síg- andi að veruleika, en það kostaði miklar mannfórnir. Þúsundir manna voru pyntaðar og drepnar með viðbjóðslegum hætti... Litlu munaði að frelsishugsjónin væri andvana fædd... En bylting borgaranna þá er forsenda allra mannréttinda í velferðarþjóðfé- lögum samtímans, hvað sem blóðinu og ógnarstjórninni líður. Það var í þessari eldraun sem Iýð- ræðishugsjónin skýrðist". 1789 og 1917 Það er reyndar athyglisvert, að Bylting! Bylting? Nokkrir punktar um franskt byltingarafmæli krabbameini sem grefur um sig, byltingarmenn berast á bana- spjót, „byltingin étur börnin sín“ - að lokum kemur hershöfðingi og rekur alla heim til sín og gerir sjálfan sig að keisara: lifi Napó- león! Og með því keisari bylting- arinnar var frekur til landa og þandi Frakkland út um allar þorpagrundir (meðal annars í nafni ávinninga frönsku bylting- arinnar), þá reis gegn honum mikið bandalag annarra Evrópu- velda og kvað hann í kútinn við Waterloo og Frakkland sat aftur uppi með sína konungsætt og sinn dáðlausa aðal, svartasta íhald hreykti sér á valdastólum. Og loks var eins og ekkert hefði gest. Eða hvað? Allt breytist, ekkert breytist Þar stendur nú hnífurinn í vorri kú. Franska byltingin er einatt notuð til að minna menn á að byltingar eru glæfraspil, þær kosta tár og blóð og eins víst að menn beri niður í allt öðrum stað í þessum pistli dregur Matthías fram ýmsar hliðstæður milli frönsku byltingarinnar og þeirrar rússnesku: kommúnistarnir sem gerðu sovésku byltinguna 1917, segir hann, áttu sínar fyrirmyndir í „ofstækisfullum jakobínum sem voru leiðtogar borgarastéttarinn- ar í byltingunni 1789“. Hann ber saman fallaxarsviðið í París og aðalfangelsi Stalíns: „Lúbjanka tók við af Concorde, það er allt og sumt. Tíminn og veðurguðirn- ir hafa þvegið blóðið af Concorde-torgi og senn verða fangaverðirnir í Lúbjanka jafn úrelt fyrÍTbrigði og Robespierre“ Eigum við kannski að halda áfram á þessari braut? Ef Ro- bespierre og fallöxin og Napó- león voru það gjald sem menn greiddu fyrir borgaralegt lýðræði - eru Ljúbjanka og Stalín og Gú- lag það verð sem menn greiða fyrir það að í þjóðfélögum af ýmsu tagi sé réttur vinnandi manna tryggður umfram form- legt jafnrétti gagnvart lögum, fyrir það að erfiðismenn séu ekki varnarlausir leiksoppar duttl- „Hátindur franskrar dýrðar" heitir þessi breska áróðursmynd gegn frönsku byltingunni. HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN unga og aðstæðna þeirra sem eiga fyrirtæki, stýra framieiðslu? Ef bylting borgaranna 1789 var for - senda mannréttinda, var ekki rússneska byltingin brýn áminn- ing um að það þurfti meira til en viðurkenna mannréttindi í orði, í lögum? Hin sögulega nauðsyn En þá er líka komið að öðru eilífðarmáli í vangaveltum. Eru fómir byltinganna einhverskonar nauðsyn? Gat ekki lýðræðið sótt fram svona smátt og smátt í nota- legum áföngum (kosningaréttur var lengi bundinn við karlkyn og eignamenn, gleymum því ekki) - án þess að fallöxin sniði hausa frá bol í París og án þess að herir Napóleóns fæm mplandi um Evrópu? Gat ekki verkalýðurinn sótt fram undir kurteislegum merkjum sósíaldemókrata í stað þess að gerð væri tilraun með „al- ræði öreiganna“ í Sovétríkjun- um? Nú þarf að hafa mörg svör uppi og verða flest ófullnægjandi ef að líkum lætur. í fyrsta lagi er það alltaf varasamt að skrifa söguna í skildagatíð: hvað hefði gerst ef Kleópatra hefði verið ljót? í öðm lagi: hægfara þróun til lýðræðis og til aukinna réttinda verkalýðs- ins var reyndar af stað farin á undan byltingum í Frakklandi og Rússlandi - en í öðmm löndum. Lýðveldið franska í líki fagurrar konu og vígalegrar... Byltingarlist frá 1793. Bylting verður þar sem fyrirstaða aðals og annarra yfirstétta gegn kröfum tímans verður mest. Bylt- ingarnar gera svo tvennt í senn: þær fylla menn ótta við róttækar þjóðfélagstilraunir og efla þar með íhald - þær ýta líka undir þær hugmyndir að það sé mikil nauð- syn á að breyta þjóðfélögum ef ekki á allt að springa í loft upp. (Þess vegna flýtti t.d. bolsevika- byltingin fyrir framgangi félags- legra umbóta í Vestur-Evrópu, gerðu þá sem „áttu löndin“ með- færilegri í samningum við verk- lýðshreyfingarnar). Ekki geðþótta- ákvöröun En hvort sem menn hafa ímu - gust á byltingum eða luma á hneigð til að fegra þær fyrir sér, þá ættu menn fyrst og síðast að hafa eitt í huga: byltingar gerast ekki vegna þess fyrst og fremst að byltingarmenn séu svo einbeittir og vel skipulagðir (ég tel hallar- byltingar í vanþróuðum ríkjum eícki með í þessu hjali). Byltingar gerast vegna þess að yfirstéttin getur ekki stjórnað og vegna þess að lágstéttirnar geta ekki sætt sig við það ástand sem upp er komið - enda er það svo slæmt að menn hafa lítið að missa. Ég man ekki betur en það hafi einmitt verið sá einbeitti og vaski byltingarfor- ingi, Lenín, sem minnti menn á þetta í ræðu og riti upp úr rússnesku byltingunni, þegar heimur fylltist af óþreyjufullum mönnum sem sungu: En ef við nú reyndum að brjótast það beint.. - og héldu að vilji væri allt sem þarf. Föstudagur 23. júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.