Þjóðviljinn - 23.06.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.06.1989, Blaðsíða 6
Menntasetur í 100 ár Afmælishátið á Jónsmessu. Fjöldi gamalla nemenda Hvanneyri og forseti íslands verður heiðursgestur Á morgun, Jónsmessunni heldur Bændaskólinn á Hvanneyri upp á aldarafmæli skólans. Hátíðarhöld í til- efni dagsins munu standa yfir allan daginn og von er á fjölda gesta til Hvanneyrar. Dagskráin hefst klukkan 13.30 með hátíðarsamkomu þar sem afmælisins verður minnst og fluttar kveðjur. Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir verður heiðursgestur samkomunnar Eftir hátíðarsamkomuna verður opið hús í skólanum og gestum verður boðið upp á kaffiveitingar. Um kvöldið verður haldin kvöldvaka þar sem eldri og yngri Hvann- eyringar sjá um skemmtidagskrá og harmonikkan verður dregin fram þegar líða tekur á kvöldið. Margir árgangar búfræðinga hafa boðað komu sína að Hvanneyri um helgina og er bæði boðið upp á gistingu í húsnæði Bændaskólans auk þess sem næg tjaldstæði eru til reiðu. Gamlir nemendur færa skólanum veglega af- mælisgjöf, plastsundlaug sem afhent verður fullfrágengin mun koma á á afmælinu á morgun. Auk þess stendur til að gróðursetja tré í sérstökum afmælislundi skólans og árgangar búfræðinga eiga kost á afmörkuðum teigum til gróðursetningar. í tengslum við afmæli skólans kemur út afmælisrit Hvanneyrarskólans þar sem stiklað er á skólasögunni og greint frá skólastarfinu eins og það er í dag. Auk þess hefur póst og símamálastofnunin ákveðið að gefa út frí- merki í tilefni afmælisins sem kemur út síðar í sumar. •Þ Búvélasafn Það hefur verið gamall draumur Hvanneyringa að koma upp safni gamalla búvéla. Frá 1930 hefur verið reynt að halda til haga tækjum og verkfærum sem hafa smá saman verið að úreldast og vikið fyrir nýjum og endur- bættum verkfærum. Árið 1987 var byrjað að gera upp gömul tæki og nokkur þeirra sýnd á sýningunni BÚ 87 og síðan hefur þessu starfi verið haldið áfram. Nú er líklegt að safnið fái hentugt húsnæði undir tækin og þegar fram líða stundir getur safnið orðið miklsverður minnis- varði um sögu og þróun landbún- aðar á íslandi. Búvélasafnið er samvinnuverkefni Bændaskólans og Bútæknideildar Rann- sóknarstofnunar landbúnaðar- ins. Gísli Sverrisson rannsóknar- maður hjá RALA á Hvanneyri tók þessar myndir af nokkrum þeirratækjasemtileruá búvéla- safninu. Á búvélasafninu á Hvanneyri eru nokkrar gamlar dráttarvélar sem sýna ágætlega þróun í dráttarvélanotkun bænda í landinu. Á myndinni eru, talið frá hægri: International W4 árgerð 1947, International 10-20 árgerð 1927 og International W4 frá árinu 1943. Fjærst má sjá í Fordson vél frá 1918 sem er fyrsta fjórhjóladráttarvélin sem flutt var til landsins. Þá var fframtío í landbúnaðinum Gunnar Guðbjartsson útskrifaðist fyrir 50 árum frá Hvanneyri: Hesturinn í stað véla og skurðir grafnir með skóflu Á þessu ári eru 50 ár liðin frá því að Gunnar Guðbjartsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins útskrifaðist frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Hann hóf búskap strax að námi loknu og bjó á Hjarðarfelli á Snæfellsnesi í 42 ár auk þess sem hann var hann for- maður Stéttarsambands bænda í 18 ár, frá 1963 til 1981. í tilefni af afmæli bænda- skólans á Hvanneyri ákváðu gamlir nemendur að færa skólan- um nýja plastsundlaug að gjöf en hingað til hefur engin sundlaug verið á staðnum. Gunnar er einn af þeim sem hefur haft forgöngu um fjáröflun til afmælisgjafa - kaupanna. - Söfnunin hefur gengið ákaf,- iega vel og þegar hafa yfir 1000 manns lagt fram fé og enn á eftir að bætast við. Þaö eru svo margir nemendur velviljaðir í garð gamla skólans síns, sagði Gunn- ar. En hvað var gert á afmœli skólans fyrir 50 árum? - Það var auðvitað haldið upp á daginn með viðhöfn og ýmsir gestir mættu á staðinn. Meðal annarra kom Hermann Jónasson þáverandi landbúnaðarráðherra í heimsókn. Hann kom með flug- vél sem lenti á sjávarbakkanum sem kallaður er Fitin og vakti það mikla athygli því flugvélar voru ekki algeng samgöngutæki á þeim tíma og var lendingunni lýst beint í útvarpinu af Helga Hjörv- ar útvarpsmanni. Minnismerki um Halldór Vil- hjálmsson, fyrrverandi skóla- stjóra var afhjúpað á afmælisdag- inn og svo gróðursettum við tré í reit sem kallaður er Skrúðgarður- inn. Því starfi höldum við áfram núna á 100 ára afmælinu. Hvernig var námið í bœnda- skólanum fyrir 50 árum? - Námið í bændaskólanum miðaðist fyrst og fremst við að gera okkur að betri bændum. Helstu kennslugreinar voru bók- legt nám á sviði búfjárræktar og jarðræktar, verkleg kennsla og svo auðvitað kennsla í haldi á bú- reikningum. Á þessum árum var Runólfur Sveinsson skólastjóri og aðal- kennarar þeir Guðmundur Jóns- son og Hjörtur Jónsson og Haukur Jörundarson. Ingimar Guðmundsson kenndi okkur Gunnar Guðbjartsson: Ótrúlega margir gamlir nemendur frá Hvanneyri eru velviljaðir i garð gamla skólans síns. Skólanum verður afhent sundlaug í af- mælisgjöf frá gömlum nemend- um á morgun. Mynd-þóm. söng en söngurinn var stór þáttur í félagslífi skólans. Árið 1939 voru nemendur í kringum 36 og auðvitað allt karl- menn. Kvenmannsleysið kom þó ekki að sök nema þegar kom að því að halda samkomur í skóla- num. Þá var brugðið á það ráð að kalla til konur frá Borgarnesi og gengu þær undir nafninu Vetrar- hjálpin. Á þessum tíma var vélvæðing ekki hafin í íslenskum landbún- aði og hestar voru notaðir við öll störf og skurðir voru grafnir með skóflum því gröfur voru nær óþekkt fyrirbrigði. Það er gott dæmi til marks um breytingarnar í landbúnaði að upp úr 1950 var farið að kenna hrossarækt á Hvanneyri, einkum tamningu reiðhrossa og þessi grein laðaði til skólans marga nemendur úr þéttbýlinu. Þá höfðu vélamar tekið við hlutverki hestsins í sveitum en þegar ég var að læra var litið á hrossin fyrst og fremst sem dráttardýr. Hvernig líst þér svo á ástandið í landbúnaðarmálum í dag? - Framfarir í tækni og búskap- arháttum hafa auðvitað verið stórstígar og menn eru farnir að leggja stund á ýmsar nýjar bú- greinar. Þetta er allt af hinu góða en það er dapurlegt að sjá þá breytingu sem orðið hefur á stöðu landbúnaðarins í þjóðfé- laginu og þeirri viðhorfs- breytingu til verri vegar sem orð- ið hefur. Þegar ég útskrifaðist voru menn almennt miklu já- kvæðari í garð landbúnaðarins og það Ieit út fyrir að vera mikil framtíð í þessari atvinnugrein. Það voru margir ungir menn sem lögðu allan sinn metnað í að verða góðir bændur. Eftir stríðið komu líka mörg tækifæri fyrir bændur, með auknum vélabún- aði urðu atvinnuskilyrðin betri og framleiðslan jókst. Þá var ekki offramleiðsla á landbúnaðaraf- urðum eins og núna heldur skortur, það vantaði bæði kjöt og mjólk. En þrátt fyrir að aðstæður séu með allt öðrum hætti í dag er hlutverk Bændaskólans ekkert minna mikilvægt nú en áður Það er grundvallaratriði í landbúnaði sem og öðrum atvinnugreinum að menn séu vel menntaðir til starfans og til að mæta tímum samdráttar í neyslu hefðbund- inna landbúnaðarafurða þarf að leggja rækt við rannsóknir og kennslu í nýjum atvinnugreinum, sagði Gunnar að lokum. iþ 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ jFöstudagur 23. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.