Þjóðviljinn - 23.06.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.06.1989, Blaðsíða 4
Snorri Olsen, deildarstjóri tekju- og lagasviðs fjármálaráðuneytisins er á beininu 2,2 miljarðar söluskattsskulda tapaðir Búist við að rúmur miljarður innheimtist. 1600 fyrirtæki voru á vanskilaskrá. Nokkur hundruð fyrirtækjum var iokað. Munum ganga eftir söluskattsskuldum jafnvel þó það þýði gjaldþrot viðkomandi fyrirtækis. Sektum eða fangelsi verður beitt gegn söluskattsskuldum þar sem það á við I f ramtíðinni. Munum skoða sem sett hafa fyrirtæki á höfuðið og stofnað ný til að forðast söluskattinn og koma yf ir þá ábyrgð Fjármálaráðuneytið hefur frá byrjun þessarar viku beitt sér fyrir verulega hertum inn- heimtuaðgerðum vegna sölu- skatts. Hundruðum fyrirtækja hefurveriðlokaðogj afnvel verið lokað fyrir rafmagn hjá heilu bæjarfélögunum vegna sölu- skattsskulda. Óhætt er að segja að þessar aðgerðir hafi mælst misjafnlega fyrir hjá skuldurun- um og hafa sumir neitað að borga skuldimar vegna þess að þeir telja að þeim beri ekki að greiða þær. En nú er enga miskunn að finna hjá fjármálaráðuneytinu. Snorri Ólsen, deildarstjóri í fjár- málaráðuneytinu er á beininu. Af hverju er verið að grípa til þessara aðgerða núna? „Það má kannski segja að það sé löngu tímabært að grípa til ein- hverra aðgerða. Við höfum verið að skoða innheimtu á opinberum gjöldum í nokkuð langan tíma og því er ekki að leyna að við erum óhressir með árangurinn þar. Við erum með útistandandi og í van- skilum líklega um 8,5 miljarð króna, og þá er ég að tala um opinber gjöld samtals, þ.e. sölu- skatt, launaskatt, tekju og eignaskatt, þungaskatt og stað- greiðslu. Söluskatturinn er lang- stærsti hlutinn, þar eru vanskil upp á 3,3 miljarða og við vonum að með þessu átaki og þessum nýju innheimtureglum að þá ná- ist inn verulegur hluti þessara vanskila. Jafnframt að þetta verði til að breyta siðferðinu, þannig að menn fari að skila sölu- skatti á réttum tíma og fari þann- ig að lögum um söluskatt. Það má segja að það sé fyrst og fremst tilgangurinn.“ Þú talar um nýjar reglur, hverjar eru þær? „Það eru mjög einfaldar og skýrar reglur. Við erum að tala um að héðan í frá munum við innheimta söluskatt í samræmi við lögin. Það má kannski segja að það hafi ekki verið gert hingað til. Það má geta þess að í lögum um söluskatt segir að deila um söluskattsákvörðun eða áfrýjun hennar, frestar ekki eindaga skattsins eða leysir undan neinum viðurlögum sem lögð eru vegna vangreiðslu hans. Nú ef skattur er síðan lækkaður eða felldur niður að undangengnum dómi þá á ríkissjóður að endur- greiða það sem lækkuninni nem- ur. Þetta er sú einfalda regla sem við erum að vinna eftir í dag og munum vinna eftir í framtíðinni. Áður var kannski meiri óvissa um hvernig menn stóðu að þessu, það gat verið mismunandi milli innheimtuumdæma, það gat skipt máli hvað maðurinn hét eða hvað hann skuldaði mikið. Eftir því sem menn skulduðu meira þá voru menn oft á tíðum hræddari við að ganga að honum. Þannig að þetta eru algjörlega ný vinnu- brögð og miklu harðari aðgerðir en hefur verið farið í áður og við töldum mjög skynsamlegt að fara í þetta með átaki. Þá átta menn sig á því að alvara er á ferðum og allir þeir sem skulda lenda í þessu á svipuðum tíma. Hin leiðin var sú að taka þetta á einhverjum mánuðum, en þá hefðu sjálfsagt margir gagnrýnt okkur fyrir að þeir væru fyrstir í röðinni og aðrir kæmu eftir einhverja mánuði. Mér sýnist þetta ætla að skila þeim árangri sem við vonuðumst eftir.“ Sem væntanlega hefur verið sá að hreinsa upp þessar skuldir? „Hluti af átakinu er auðvitað að hreinsa upp skuldir. Þó skiptir miklu meiru í þessu sambandi að menn fari eftir lögum í framtíð- inni. Við erum að tala um 8,5 miljarð í vanskilum en t.d. í ár erum við að innheimta opinber gjöld upp á 66 miljarða, en fjár- lögin eru upp á 77 miljarða. Þannig að það skiptir verulegu máli að innheimtan frá degi til dags sé í lagi. Með því að bæta innheimtuna um eitt prósent þá erum við að tala um 660 miljónir króna. Tilgangurinn með nýjum vinnubrögðum er því að bæta daglega innheimtu, jafnframt sem það væri ánægjulegt að ná einhverju inn af þessum van- skilum. Hins vegar er alveg ljóst að verulegur hluti af þessu er tap- aður, vegna þess að menn hafa fengið að liggja með þetta lengi og hafa safnað þessu upp. Þegar síðan er farið í innheimtuaðgerð- ir er vonlaust að fá þetta borgað vegna þess að vandinn er svo stór. Það eina sem liggur fyrir mörgum fyrirtækjum er gjaldþrot og mörg eru þegar komin í gjald- þrot, þannig að það er ekkert annað að gera en að afskrifa stór- an hluta af þessu.“ Og hvað ertu að tala um stóran hluta? „Af söluskattinum gæti ég trú- að að þyrfti að afskrifa tvo þriðju hluta þegar upp er staðið.“ Þýðir þetta ekki með öðrum orðum að innheimtukerfi hins op- inbcra hefur verið í molum? „Það er kannski ekki inn- heimtukerfið, hins vegar hafa reglurnar verið óljósar. Það er auðvitað mjög erfitt fyrir inn- - heimtumenn að vinna eftir regl- um sem hafa ekki alveg verið klárar, menn hafa getað komist upp með það að fá fyrirgreiðslur í > gegnum ákveðna aðila og þá kannski ekki ráðuneytið hvað síst. Núna er búið að breyta þessu og innheimtumenn hafa fullan stuðning ráðuneytisins í öllum þessum aðgerðum. Við vonum að framtíðinni fylgi þeir þessu fastar eftir en verið hefur, því reglurnar eru nú svo skýrar og einfaldar að það á ekki að vera nokkur vandi að fara eftir þeim. Auk þess sem allir sem mynda söluskattsskuld hljóta að gera sér grein fyrir að þeir lenda í þessum aðgerðum." En er réttlætanlegt að loka fyrir rafmagn hjá heilu bæjarfé- lögunum eins og Hafnarfirði og Keflavík, þar sem um deilumál er að ræða sem hafa verið til um- fjöllunar lengi í ríkisskattanefnd? „Við erum nú þannig í sveit settir, opinberir starfsmenn að við megum ekki ræða um skatta- eða skuldamál einstakra aðila og ég mun að sjálfsögðu ekki gera það. Hins vegar getum við rætt þetta prinsipp hvort áfrýjun eða deila um skattskyldu eigi að fresta eindaganum. Það er alveg ljóst að samkvæmt lögunum þá á það ekki að gerast. Menn hafa nokkuð blandað saman í umræð- unni núna skattskyldu og greiðsluskyldu. Þetta eru tveir aðskyldir hlutir, lögin eru alveg klár um það að ménn eiga að greiða skattinn þó svo þeir séu ekki sammála skattstjóra eða ríkisskattstjóra. Þ.e.a.s. um leið og skattur hefur verið lagður á þá fellur hann með venjulegum hætti í eindaga og þá eiga menn að greiða hann. Ef menn eru ekki sáttir við skattlagninguna þá geta þeir leitað til dómsstóla og fengið endurgreiðslu ef þeir vinna mál- ið. í þessu er að okkar mati fólgið jafnræði allra. Ef við tökum dæmi af tveimur aðilum sem eins er ástatt um, báðir eru með fyrirtæki sem selur sömu vöruna og báðir sömu velt- una t.d. í kringum 50 miljónir og báðir eiga þá að skila 10 miljón- um í söluskatt í hverjum mánuði. Annar aðilinn tekur sig til og segir: Varan sem ég sel er ekki skattskyld, ég ætla að bera þetta undir úrskurð ríkisskattanefndar eða dómsstóla. Ferlið í gegnum dómskerfið getur tekið þrjú ár. Þessi aðili, eftir gömlu reglunni kæmist þá upp með að halda inni í fyrirtækinu 360 miljónum á ári, meðan að hinn borgar alltaf reglulega. Þetta raskar verulega samkeppnisaðstöðu milli aðil- anna, sá sem borgar ekki skattinn getur boðið sína vöru miklu ódýr- ar og sá sem fer eftir reglunum fer hugsanlega á hausinn, en hinn sit- ur þá uppi með alla verslunina. Þetta er hlutur sem við teljum al- gjörlega óviðunandi og ætlum að koma í veg fyrir.“ En nú eru til dæmi þess að fyr- irtæki hafa velt á undan sér skatt- greiðslu í gegnum skattakerfið og ríkisskattanefnd í allt að þrjú ár. Hvað finnst ykkur t.d. um vinnu- brögð ríkisskattanefndar þar sem afgreiðsla virðist oft hafa mikla tilhneigingu til að dragast á lang- inn? „Við vonumst nú til þess að í framhaldi af þessum aðgerðum, að þá komi þessir aðilar sem vinna þessi mál til með að vinna þau hraðar. Þá er ég að tala um skattkerfið í heild. Það á þá líka við að þeir aðilar sem bera sín mál, t.d. undir ríkisskattanefnd að þeir hafi ekki hag af því að fresta málinu, heldur öfugt. Ef upp kemur að það þurfi að bæta við mannskap í skattakerfinu til að flýta málum, þá munum við að sjálfsögðu skoða það.“ En hversu háar upphæðir hafa skilast inn í þessu áttaki og hversu mörgum fyrirtækjum hefur verið lokað vegna vanskila? „Nákvæmar upplýsingar liggja enn ekki fyrir, en þeim fyrirtækj- um sem hefur verið lokað skipta einhverjum hundruðum og þær miljónir sem hafa komið inn skipta einnig einhverjum hund- ruðum. En samkvæmt upphaf- legum listum sem við sendum til innheimtumanna voru fyrirtækin í kringum 1600 talsins. Það er hins vegar ljóst að þarna eru fyr- irtæki sem eru gjaldþrota, önnur sem hafa hætt starfsemi, þarna eru einstaklingar sem ekki er hægt að „loka“, þannig að það er ekki allur þessi fjöldi sem lendir í lokunaraðgerðum. Hins vegar verður farið í aðgerðir gegn þess- um aðilum, lögtaksaðgerðir, uppboð og gjaldþrot ef þess þarf með.“ En telur þú að þessar aðgerðir geti komið í veg fyrir að menn láti fyrirtæki fara á hausinn til að losna við að borga söluskatts- skuldir? „Nei, það er á hreinu að þær gera það ekki. Hins vegar verður farið í það, þegar þessi hrina er yfirstaðin að skoða hvort ein- hverjir hafi leikið þann leik og við munum reyna að ná fram ábyrgð á þá sem gera það. í söluskatts- lögunum er kveðið á um að það sé refsivert að skila ekki sölu- skatti, það er heimilt að beita sektum, eða ef brot er ítrekað eða mikið má beita varðhaldi eða fangelsi allt að sex árum. Þetta eru heimildir sem ekki hafa verið notaðar hingað til, en það stend- ur til að reyna að ná fram viður- lögum samkvæmt þessum heim- ildum ef menn gerast brotlegir. Þannig að það er verið að herða aðgerðir og reyna að ná upp nýju siðferði." Nú er vitað að menn hafa sett fyrirtæki á hausinn og stofnað ný til að forðast söluskattsgreiðslur. Þeir mega s.s. eiga von á einhverj- um slíkum aðgerðum fyrir sínar fyrri syndir? „Þeir mega eiga von á því, já. Grófustu dæmin sem við þekkj- um eru nýleg og ég á von á því að á þau verði látið reyna fyrst.“ En hvernig er ástandið með staðgreiðsluna? „Okkur sýnist að fyrir árið . 1988 séu vanskil í staðgreiðslu um einn miljarður, en sú tala sé raun- verulega nær 500 miljónum þegar menn fást til að skila öllum nauðsynlegum gögnum.“ Munið þið taka tillit til þess við innheimtu söluskattsins hvort sú innheimta geti leitt fyrirtækið í gjaldþrot? „Nei.“ phh 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.