Þjóðviljinn - 23.06.1989, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 23.06.1989, Blaðsíða 26
Jónas Viðar Sveinsson (málverk) í Alþýðubankanum Akureyrl, opið á afgreiðslutíma. Ásmundarsalur: Ásgeir Lárusson sýnir vatnslitamyndir, í dag 13-19, lau.su. 13:30-20. Til 25.6. FÍM-salurinn: Guðrún Guðmunds- dóttir, þrívíðar veggmyndir úr pappír. Virka 13-18, helgar 14-18. til 27.6. Árnagar&ur v/Suðurgötu, handrit- asýning þri.fimm. lau. 14-16 til 1.9. Gallerí Madeira, Evrópuferðum Klapparstíg 25. Pétur P. Johnson sýnir Ijósmyndir. 8-18 virka daga til 16.7. LEIKLIST Þjóðlelkhúslð, Framá, færeyskur gestaleikur, lau og su kl. 20. Bílaverk- stæði Badda, Nýjabíói, Siglufirði í kvöld kl. 21. Samkomuhúsinu, Akur- eyri lau, su og mán. kl. 21. Leikhópurinn Virginía, Iðnó, Hver er hræddur við Virginíu Woolf, í kvöld oglau 20:30. Hafnarborg, Strandg. 34 hf, Á tólf- æringi, 14-19 alla daga nema þrið. til 7.8. Kjarvalsstaðir, sumarsýning á verk- um Kjarvals, daglega 11-18, til 20.8. Lau. 14-18, Haukur Dór og Preben Boye opna sýn. Málverk, teikn. grafík og granítskúlptúrar. Til 9.7. Norræna húsið anddyri: Jörð úr ægi, myndun Surtseyjarog hamfar- irnar í Heimaey. 9-19 nema su. 12- 19, til 24.8. Kjallari: Sumarsýning á verkum Jóhanns Briem, daglega 14- 19 til 24.8. Nýhöfn, Kristján Davíðsson opnar málverkasýningu lau. kl. 14-16.10- 18virkadaga, 14-18 helgar til 12.7. Magnús Tómasson sýnir í útibúi SPRON Álfabakka 14. Opið á af- greiðslutímatil 1 sept. Ljósmyndasafn Reykjavíkur sýnir Ijósmyndiraf Jóhannesi Páli II páfa eftir Adam Bujak. Opið alla daga 11 - 19. Slunkaríki, ísafirði. Rósa Ingólfs- dóttir, grafíkmyndir. fimm.-sunn. 16- 18 til 25.6. Listasafn Sigurjóns, opiö ld.,sd. 14- 17. Mán, miðv.fim. 20-22. Tónleikar þrið. 20.30. Fdilokað. Kaffistofan opin á sama tíma. Tekið á móti hóp- umeftirsamkomul. Safn Ásgríms Jónssonar, lands- lagsmyndir, 13:30-16 alla daga nema mán. Til septemberloka. Þjóðminjasaf n opið alla daga nema mán. 11-16. Fjaðraskúfar og fiski- klær, sýning um menningu inúíta og indíána, farandsýn. í tilefni að 10 ára afm. heimastjórnar á Grænlandi. Hefstídag kl. 17:15.Tilágústloka. Fundur Ameríku. Sýning í Sjóminja- safni (slands, Vesturgötu 8 Hf. Opin í sumar alla daga nema mán. 14-18. Listasafn Einars Jónssonar opið aila daga nema mán. 13.30-16. Opnum sýningu á listaverkum jarðar- gróðans með vorinu. Aðgangur ókeypis sé góðri umgengni heitið, annars er goldið með himinháum upphæðum vanvirðingar. Folda. Þrastarlundur v/ Sog, olíumálverk eftir Mattheu Jónsdóttur. Til 26.6. TÓNLIST Pauluskantorei frá Hamm í Vestur- Þýskalandi heldurtónl. í Hallgríms- kirkju lau. kl. 20:30. Kórinn syngur við messu í kirkjunni su. kl. 14. Stjórn- andi Rolf Schönstedt. örn Magnússon heldurpíanótón- leika í Norræna húsinu su. kl. 20:30. Toccata og ensk svíta e/ Bach, són- ötur op 26 og 109 e/ Beethoven. Sinfóníuhljómsveit íslands heldur tónleika í Samkomuhúsinu í Vestmannaeyjum su. kl. 16:30.Tónl. eru haldnir í samvinnu við kór Landa- kirkju og eru í tilefni af 70 ára afmæli Vestmannaeyjakaupstaðar. Þrír kafl- Hvað á að gera um helgina? Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2: „í kvöid ætla ég að fara í grillveislu sem Sigurveig Jónsdóttir vara- fréttastjóri ætlar að bjóða okkur samstarfsmönnum sínum í. Aðeins að sletta úr klaufunum þar. Að öðru leyti ætla ég að nota helgina til að mála.“ ar úr Pákumessu e/ Haydn, Sinfónía nr. 9 e/ Dvorák. Einsöngvarar Mar- grét Bóasdóttir og Viðar Gunnars- son, stjórnendur Guðmundur H. Guðjónssonog Petri Sakari. Hátíðartónleikar í Hallgrímskirkju su. kl. 16, tilefni innsetning sr. Ólafs Skúlasonar í embætti biskups ís- lands. Kór Bústaðakirkju, einsöngv- arar og flokkur hljóðfæraleikara flytja ýmis kirkjuleg verk, stjórnandi Guðni ÍÞRÓTTIR Fótboiti. 1 .d.ka. Valur-Fylkir, ÍBK-ÍA, FH-KR og KA-Víkingur sd. 20.00, Fram-Þór mán. 20.00.1 .d.kv. Valur- (A og UBK-Stjarnan föd. 20.00, KR- KAId. 14.00.2.d.ka. Leiftur-ÍRföd. 20.00, Einherji-Selfoss og ÍBV- Tindastóll Id. 14.00, Víðir-Völsungur og UBK-Stjarnan mán. 20.00. HITT OG ÞETTA Koyaanisqatsi, kvikmynd e/ Go- dfrey Reggio um Hopi indíánana og heimssýn þeirra verður sýnd í Há- skólabíói í dag kl. 15:30. Aðgangur ókeypis og öllum heimill, aðeins þessi einasýning. fslensk/Norrænu vinafélögin standa fyrir Jónsmessuhátíð við Norræna húsið í kvöld. Hefst kl. 20, Maístöng reistkl. 20:30. Norræna húsið, Borgþór Kjærne- sted heldur fyrirlestra um íslenskt samfélag á laugardögum í sumar. Á sænsku kl. 17, finnsku kl. 18. Til 26.8. Árleg skógræktarferð Kvenfélaga- sambands Kópavogs verður farin að Fossá í Kjós á morgun. Farið áeinka- bílum kl. 14 frá Félagsheimili Kópa- vogs. Bandalag íslenskra skáta og Ung- mennafélag íslandsgangastfyrir Göngudegi fjölskyldunnar lau og su. Gönguferðir á bilinu 2-7 tímar. Ferðafélagið, Jónsmessunæturganga í kvöld kl. 20. Dagsferðirsunnud. Þórsmörkkl. 8, Móskarðshnúkar-Tranat- Eyjadalurkl. 10, Eyjadalur- Meðalfellsvatn kl. 13. Helgarferð í Þórsmörk 23.-25.6. Sumarleyfisferð áVestfirði 24.-29.6. Hana nú, vikuleg laugardagsganga frá Digranesvegi 12 kl. 10. Útivist, Jónsmessunæturganga, Langistígur- Þingvellir í kvöld kl. 20. Helgarferðir23. -25.6. Jónsmessuferðir í Núpsstaðarskóga og í Þórsmörk. FJÖLMIÐLAR Páll H. Hannesson Oömur fallinn ( Sakadómi Heykjavíkur I máll ákæruvaldsins fyrir hönd sr. Þórle Stephensens aean Halll Maanússvní blaðamannl- 108. giein Menn gera sér misháar hug- myndir um hlutverk fjölmiðla. Af sumum eru þeir taldir meðal mikilvægustu stofnana þjóðfé- lagsins, þeir skapi og stýri þjóð- málaumræðunni og þar með hugsanagangi hins almenna borg- ara. Aðrir telja fjölmiðla ómerki- legt fyrirbæri, slúðurbera sem sí - fellt eru í leit að neikvæðum frétt- um með annarlega hagsmuni í huga. Einhvers staðar mitt á milli liggur sennilega „sannleikurinn", ef efahyggja heiðvirðs blaða- manns leyfir slíka orðnotkun. Og má það svo sem einu gilda, því sínum augum lítur hver á silfrið. Því verður þó varla neitað að fjöl- miðlar á íslandi eru fyrirferðar- miklir, jafnvel þó töluvert sé til í því að sjóndeildarhringur þeirra takmarkist við Lækjartorg og nærliggjandi götur. Fræðilega séð geta fjölmiðlar á íslandi verið svo sem hvað sem er, virðulegar og áreiðanlegar fréttastofur eða slúðurberar slæmra tíðinda. Við því er ekkert að gera og fátt að segja þó fjöl- miðlar misnoti sér sín tækifæri til að upplýsa almenning eða að koma á framfæri einhverjum uppbyggilegum staðreyndum. Hitt er verra ef einhver önnur valdastofnun þjóðfélagsins gerir lítt dulbúna tilraun til að hefta möguleika þessara sömu fjöl- miðla til að koma á framfæri upp- lýsingum eða sinna því idealska hlutverki sínu að veita þjóðfé- laginu „aðhald“. Og þá gildir einu hvort sú tilraun er meðvituð eður ei. Sú ákvörðun ríkissaksóknara að taka að sér hlutverk ákæru- hlutverkið á grundvelli úreltrar greinar hegningarlaganna, laga númer 108 og sakadómara að sakfella og dæma til þungrar fé- sektar á grundvelli sömu laga- greinar, hlýtur að skoðast sem slík tilraun. Lagagreinin sem hér um ræðir, kveður á um að hver sá sem „hefur í frammi skammar- yrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum eða ærumeiðandi að- dróttanir við opinberan starfs- mann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að þremur árum. Aðdróttun þótt sönnuð sé, varðar sektum, ef / hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.“ Eins og allir vita hefur opinberi geirinn þanist út á íslandi sem í flestum löndum heims og stór hluti allra launþega á íslandi telst vera opinberir starfsmenn. Öll stjórnsýslan er skipuð opinberum starfsmönnum og dómskerfið. Alþingi og lögreglan, heilbrigðis- kerfið og menntastofnanir, o.s.frv. Það er túlkunaratriði dómsstólanna að meta hvað kunna að vera skammaryrði eða móðganir í garð þessara starfs- manna. En það sem er svo undar- legt við þessa lagagrein að blaða- maður getur skrifað heilagan sannleik um opinberan starfs- mann, og sá sannleikur kann hugsanlega að vera meiðandi fyrir þann hinn sama og jafnvel móðgandi, sérstaklega ef sannleikurinn er sá að hinum op- inbera starfsmanni hafi orðið á í messunni. Nú hafa dómstóll og ríkissak- sóknari tekið höndum saman um að virkja þessa umræddu laga- grein og hafa sett upp þá sekt sem menn verða að greiða fyrir að vanvirða með ofangreindum hætti opinberan starfsmann, jafnvel þó allt sem um hann hafi verið sagt sé heilagur sannleikur. Blaðamenn eru ekki opinberir starfsmenn og því var gott og blessað þó vararíkissaksóknari komi fram í fjölmiðli og kalli menn ritsóða og ærumorðingja, - áður en dómur er fallinn. Blaða- menn hafa enga grein 108 til að fela sig bak við eða hefna sín með. Slík ummæli eru ekki nægi- lega sterk til þess að Hæstiréttur sjái ástæðu til að vísa máli frá, og hefur sú gerð verið túlkuð sem blessun Hæstaréttar yfir slíkum munnsöfnuði, munnsöfnuði sem eflaust mundi kosta blaðamann eða almennan borgara kvartmillj' ón væru þau viðhöfð um opin* beran starfsmann. Reyndar virðist fikissaksókn- ari gera sér nokkum mannamun í þessu efni, því nýlega lét lögmað- ur fyrir rétti fast að því liggja að ráðherra nokkur hefði framið meinsæri fyrir dómstólum. Þó ákæran hafi verið alvarleg og skipti viðkomandi ráðherra og landsmenn vonandi nokkru hefur ekkert heyrst frá ríkissaksóknara um að hann hyggist kanna það mál frekar. Þó segir í 21. grein laga númer 74. 1974 að „ríkis- saksóknari skal hafa gætur á afbrotum, sem framin eru.“ En um þetta mál skal ekkert fullyrt á einn hátt eða annan og flokkast slíkt eflaust undir slúður hjá ein- hverjum. phh 26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.