Þjóðviljinn - 23.06.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.06.1989, Blaðsíða 8
NÝIT Helgárbláð Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Rltstjórl: Ámi Bergmann Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður A. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Afgrelðsla: @ 681333 Auglýslngadelld: @ 681310 - 681331 Verð: 140 krónur ísland og Evrópu- bandalagið Framtíðarsamband íslands við Evrópubandalagið gerist æ fyrirferðarmeira í opinberri umræðu. Að vísu sýnist í fljótu bragði vera um það nokkur samstaða hjá forystumönnum póli- tískra flokka, að aðild að Evrópubandalaginu sé „ekki á dag- skrá“ - um leið og allir viðurkenna að semja verði við banda- lagið og taka mið af þeirri þróun sem þar á sér stað. En um leið verða menn varir við mjög mismunandi áherslur í Evrópuum- ræðunni. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, varar í þjóðhátíðarávarpi við því að menn leiti sér verndar í einangrun sem mundi þýða „stöðnun og afturför". Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hafði hinsvegar í sinni þjóðhá- tíðarræðu áhyggjur af því, að menn væru alltof fúsir til Evrópu og inn í aðstæður þar sem „hin íslenska dvergþjóð glataði fljótlega sínum einkennum og týndist í mannhafið". Alþýðu- bandalagið hefursterkastafyrirvara uppi í þessum málum, eins og m.a. kemur fram í samþykkt þingflokks Abl. um viðskipta- hagsmuni Islendinga frá því í vor. Fyrirvarar þesir koma m.a. fram í grein eftir Hjörleif Guttormsson alþingismann, sem segir m.a.: „Það hefði í för með sér miklar og varhugaverðar breytingar fyrir íslenskt samfélag að bindast Evrópubandalaginu. Jafn- framt er það vart í samræmi við hagsmuni íslands að fylgja þeirri stefnu sem flest EFTA-ríki virðast nú vilja taka upp í samskiptum við Evrópubandalagið. Afleiðingar þess gætu m.a. orðið: * Sjálfstæði þjóðarinnar, pólitískt og efnahagslegt, yrði skert. * Verulegt nettó fjármagnsstreymi yrði frá landinu * Erlent fjármagn næði tangarhaldi í sjávarútvegi". Það sem síðast var nefnt kemur reyndar inn á spurningu sem leitað er svara við hér í blaðinu í dag: hverjir eiga fiskimiðin? Nógu erfitt er það mál meðan spurt er um einskonar „eignar- hald“ íslenskra aðila - margfalt verra verður það dæmi þegar yfirráð yfir sjávarauðlindum hefðu að verulegu leyti flust úr landi. Ein þverstæðan í þessu máli er sú, að íslenskur almenningur virðist miklu áfjáðari ekki aðeins í að semja við EB heldur beinlínis sækja um inngöngu en stjórnmálamenninrir sjálfir - hvað sem líður þeirra misjöfnu áherslum og túlkun á stöðu. Eins og fréttalesendur muna sýnir skoðanakönnun að meira en helmingur landsmanna telur rétt að sækja um aðild. Á þeirri útkomu eru vafalaust margar skýringar-jafnvel sú daþurlega skýring að menn haldi að íslenskum efnahagsmálum verði betur stýrt af einhverjum öðrum en okkur sjálfum. En öðru fremur stafar þessi Evrópufíkn blátt áfram af fáfræði: menn mikla fyrir sér einhver þau þægindi sem þeir gætu haft af inngöngu, sjá fyrir sér sjóði sem auðvelt væri að sækja í osfrv. En velta því þeim mun minna fyrirsér, hvað aðgöngumiðinn að Evrópu í rauninni kostar í skertum möguleikum á því að ráða því sem mestu varðar um tilveru okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Segjum því þetta fyrst: við þurfum að fræðast sem best, fylgjast sem best með öllum röksemdum sem hafðar eru uppi um áhrif þróunar „innri markaðar" Evrópubandalagsins bæði á aðildarríkin sjálf og þau ríki sem fyrir utan standa. Við þurfum að - forðast það með öllum ráðum að hrekjast stefnulaust og í hálfgerðu meðvitundarleysi inn í það nýja stórveldi sem Evr- ópubandalagið er að verða. Því er sérstök ástæða til að fagna því, að byrjað hefur starf óháður Fræðsluhópur um ísland og Evrópubandalagið, sem ætlar sér að safna og miðla hlutlægum upplýsingum um þær breytingar sem nú eru að gerast og stuðla þar með að því, að íslendingar „geti á skýrum forsendum brugðist við á hverjum tírna" - eins og segir í boðsbréfi hópsins. ÁB. Bo Egelund og Stig Thornson, sem hafa.veg og vanda af sýningunni ásamt Rolf Gilberg, sem enn var ekki kominn til landsins. Thornson er einnig skipuleggjandi námsstefnunnar. Fjaðraskúfar og fiskiklær Sýning um menningu indíána og inúíta opnuð í dag. Kvikmynd um Hopi-indíána í Háskólabíói Fjaðraskúfar og fiskiklær, sýn- ing um menningu indíána og inúíta, verður opnuð í Þjóðminjasafninu í dag. Sýningin var sett saman í tilefni að 10 ára afmæli heimastjórnar á Græn- landi og er hingað komin í tengsl - um við námstefnu í ,rshaman- isma“, sem haldið er á vegum Norrænu leiklistarnefndarinnar. - Við ákváðum að segja menn- ingarsögu, segir Stig Thornson, einn af skipuleggjendum sýning- arinnar, - í stað þess að fara út í uppgjör við veru Dana á Græn- landi. Við tökum fyrir menningu þriggja indíánaþjóðflokka og menningu inúíta á Grænlandi, því þeir eiga sér sameiginlega menningarsögu. Inúítar eru inn- flytjendur í Grænlandi, þeir fyrstu komu þangað fyrst fyrir þrjú til fjögur þúsund árum, en þeir sem búa í Thule komu fyrir um 1000 árum. Hvernig tengist þessi sýning námstefnunni? - Námstefnan er tilraun til að cpna augu fólks fyrir öðrum möguleikum til leiktúlkunar, hvernig hægt er að gera nútíma-' leikhús út frá mörg þúsund ára gömlum helgiathöfnum og þjóð- sögum. Sýningin á ekki að fara til Grænlands fyrr en í október, og eftir það á ferðalag um Norður- lönd, svo þegar ákveðið var að halda námsstefnuna hér í sumar ákváðum við að byrja á að koma með hana hingað. Fjöldi gesta kemur hingað til lands í tilefni námsstefnunnar, þeirra á meðal indíánasöngkonan Buffy Sainte-Marie sem mun syngja við opnun sýningarinnar í Þjóðminjasafninu. Við sama tækifæri mæta Dineh-indíáninn Ramona Blackgoat, Sioux- indíáninn Iron Shell og fleiri góð- ir gestir. Kvikmyndin Koyaanisqatsi eftir Godfrey Reggio verður sýnd í Háskólabíói í dag áður en sýn- ingin verður opnuð. Koyaanisq- atsi er gamall spádómur sem lifir meðal Hopi-indíána og segir fyrir um Ragnarök í formi kjarn- orkusprengju, og varar jafnframt við kerfi sem gerir mönnum kleift að beita slíku vopni. Myndin er heimildarmynd um Hopi - indíánana og lífssýn þeirra og verðmætamat. Kvikmyndasýningin hefst kl. 15:30 og eru allir velkomnir og aðgangur ókeypis, en myndin verður aðeins sýnd einu sinni. Sýningin verður opnuð kl. 17:15, og stendur til ágústloka. LG Elisa Reimar frá Tukak' leikhúsinu í Danmörku er ein þeirra sem tekur þátt í námsstefnunni. Tukak' er einn þeirra leikhópa sem vinnur út frá fornum hefðum inúíta og indíána. 8 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.