Þjóðviljinn - 23.06.1989, Blaðsíða 9
Töfrar og galdrar á Jónsmessunótt
Náttúrusteina, galdragrös og fleira er hægt að finna í nótt
Jónsmessan og þá sérstaklega
Jónsmessunótt, hefur í langan
tíma haft á sér dularfullan blæ.
ÝmLs hindurvitni og hjátrú tengj-
ast þessari nótt, en mest var og er
enn þann dag í dag, trúin á steina,
grös og dögg þessarar nætur.
Upphaflega var Jónsmessu-
nóttin merkileg fyrir þær sakir að
vera lengstur dagur ársins, en
fékk síðar á sig þennan dularblæ
ásamt jólanótt, nýársnótt og
þrettándanótt, og þykja þessar
nætur magnaðastar allra nátta.
Margir þekkja þá sögu að ef mað-
ur veltir sér upp úr dögg
Jónsmessunætur, þá muni manni
batna allir sjúkdómar. En það
eru fleiri sögur tengdar þessari
nótt, sérílagi um grös og steina.
í bók Árna Björnssonar, Saga
daganna segir að í Evrópu hafi
menn haft þá trú að á Jónsmessu-
nótt færu illir andar á kreik og
voru bál kynt á hólum og hæðum
gegn þeim fjanda. Aftur á móti
var sú trú á íslandi að á þessari
nóttu svæfu allar óvættir, og segir
Árni það rökrétta ályktun, því
nóttin er björt og þá geta tröll og
önnur kvikindi ekki verið á ferli.
Steinar þeir sem menn gátu
fundið á Jónsmessunótt, höfðu
mikinn kynjakraft og voru kall-
aðir náttúrusteinar. Það var talið
að steinarnir fyndust á þrem stöð-
um á landinu og það var í Drápu-
hlíðarfjalli í Snæfellsnessýslu,
Kofra við Álftafjörð í ísafjarðar-
sýslu og í Tindastól í Skagafirði. í
íslenskum þjóðháttum eftir Jón-
as Jónasson, segir að í þessum
fjöllum séu tjarnir eða brunnar
og á Jónsmessunótt fljóti
steinarnir uppi og bregði á leik.
Afar erfitt sé að ná slíkum
steinum, en ef það tekst eru
mönnum flestir vegir færir. Ef
menn vilja freista þess að ná nátt-
úrusteinum, þá fara hér á eftir
leiðbeiningar úr íslenskum þjóð-
háttum, og eru þær komnar frá
Sæmundi fróða. Leiðbeiningar
þessar vísa manni leið í brunninn
í Tindastól: „Maður skal ganga í
Glerhallavíkurhorn og þaðan 600
faðma tólfræð; þá er maður kom-
inn á fjallshrygginn. Síðan skal
ganga 400 faðma tólfræð; þá er
komið á einstíg, sem er 25 faðma
langt. Þetta einstígi skal fara,
þegar fyrst jaðrar á sólu
Jónsmessu skírara morgun. Þá
finnur maður brunninn. En þess
ber að gæta, að vera kominn frá
brunninum, áður en sól er
fullrunnin upp, því að annars
halda steinarnir manni föstum.“
Þessir náttúrusteinar eru af
ýmsu tagi, og geta menn fundið
lausnarsteina, óskasteina, varn-
arsteina, lífsteina og hulins-
hjálmssteina. Eiginleikar stein-
anna eru því margvíslegir. Lausn-
arsteina notar maður til hjálpar
jóðsjúkum konum eða kúm,
óskasteinninn er auðvitað notað-
ur til að óska sér, varnarsteina gat
maður notað gegn öllu illu, líf-
steinar eiga að græða sár og vama
því að sá sem ber hann deyi. Hul-
inshjálmssteinninn gerði mann
svo ósýnilegan.
Grös og jurtir eigi ekki síður að
vera magnaðar. Það er til dæmis
mj aðj urt, en hana notar maður til
að vita hver hefur stolið frá
manni. Það er gert þannig að
jurtin er tekin á Jónsmessunótt
um miðnætti, látin í hreint vatn í
munnlaug og ef hún flýtur þá er
það kvenmaður, en ef hún sekkur
er það karl. Skugginn á svo að
sýna hver maðurinn er. Þá skal
hafa formála sem hljóðar svo:
„Þjófur, ég stefni þér heim aftur
með þann stuld sem þú stalst frá
mér með svo sterkri stefnu sem
guð sjálfur stefndi djöflinum úr
paradís í helvíti." Ekki amaleg
jurt þetta. Þá má nefna lásagras,
eða fjögra laufa smára. Um lása-
gras segir í Þjóðsögum Jóns
Árnasonar, að með grasinu geti
maður lokið upp hverri læsingu
sem það er borið að.
Draumagras er notað til að
mann geti dreymt það sem maður
vill. I íslenskum þjóðháttum
segir, að til að notfæra sér grasið
skuli: „Tak það á Jónsmessunótt
og vef í hári vinar þíns og vökva
með helguðu víni, jafnótt og
þornar, og ber það á milli brjósta
þér í þrjú ár; mun þig þá dreyma
það sem þú vilt, svo ei slær feil.“
En í Sögu daganna eftir Árna
Björnsson er önnur aðferð við
draumgrasið: „Það á að taka á
Jónsmessunótt, vökva í helguðu
messuvíni, leggja það síðan í ný-
dauðs manns leiði og láta vera
þar þrjár nætur. Síðan skal taka
það úr moldinni og láta liggja inni
í Biblíunni hjá 63. Davíðssálmi
aðrar þrjár nætur. Síðan á að
geyma grasið í hveiti og hvítum
dúk og leggja það undir hægri
vanga, ef menn á að dreyma,
hvað þá langar að vita.“
Að lokum er það brönugrasið.
Það er líka kallað hjónagras,
elskugras, Friggjargras, graðrót
og vinagras. Það er notað til að
vekja losta og ástir milli fólks og
til að stilla ósamlyndi hjóna.
Þetta ku vera mjög áreiðanlegt
gras og gefa góða raun.
Þar sem Jónsmessunótt er f
nótt, er ekki úr vegi að menn
reyni við steinana, grösin eða
velti sér upp úr dögginni.
ns
HVP£> ERUfö Þiö
AWfiÞAUAK
ÞEHHAN (áRCÍaAR.
\ HAUSMUM?
ER.U6 NC> EKKi
AÞ VÍUA5.T?
look ovrl
HB3 A CBKMhhIST;
xMCCOMCAMb ^weVou'
Föstudagur 23. júní 1989]NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9