Þjóðviljinn - 23.06.1989, Blaðsíða 12
Losið ykkur við
þessa herstöð!
Ég veit ekki af hverju en þegar
ég gekk inn á Hótel Holt til
fundar við þá ágætu konu,
Helen Caldecott, þá hljómaði
stöðugt í kollinum á mér lag
Leonards Cohens: „There is
a War Það er stríð, stríð
milli hinna ríku og hinna
snauðu, stríð milli manns og
konu, stríð milli þeirra sem
segja að það sé og þeirra sem
segja að það sé ekki.
Þessar laglínur voru svo'
áleitnar að ég ætlaði aldrei að
geta komið mér að efninu
þegar ég var búin að kynna
mig fyrir Helen. Hún var
greinilega fremur þreytt á við-
tölum við misupplýsta blaða-
menn, var því í fyrstu fremur
snögg upp á lagið, jafnvel dá-
lítið herská, vildi afgreiða
spurningarnar með eins at-
kvæðis orðum og spurði
grimmt á móti. Er á leið varð
hún mælskari og ég slapp lif-
andi í gegnum viðtalið.
30 bandarískar
herstöövar
Við höfumgjarnan tilhneigingu
til að œtla að Astralía sé öruggari
staður en ísland. Hvað rak þig til
að starfa að friðarmálum?
„Hvers vegna ætti Ástralía að
vera eitthvað öruggari? Það eru
30 bandarískar herstöðvar í Ástr-
alíu, m.a. stærsta herstöð CIA í
heimi. Heyrðu, komstu á fyrir-
lesturinn minn? Þú varst þpr
ekki?“
Nei, ég komst ekki, því miður.
Hins vegar hef ég séð myndina
þína, Efþér er annt um þessa jörð
(If You Love This Planet).
„Hver er þá spurningin ná-
kvæmlega?“
Mig langar að vita svolítið um
uppruna þinn og einnig hvernig
stóð á því að þú fórst að blanda
þér í friðarbaráttu?
„Allt í lagi. Ég fæddist í Melþo-
ume í Ástralíu og ólst þar upp til
15 ára aldurs en þá fluttist ég til
Adelaide, lauk framhaldsskóla-
námi, fór í læknanám, giftist þar
og eignaðist þrjú böm á þremur
ámm. Árið 1966 þegar ég var 26
Vigfús Geirdal ræðir við lækninn og
baráttukonuna Helen Caldecott
12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐj Föstudagur 23. júní 1989