Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 01.09.1989, Blaðsíða 18
SKÁK HELGI ÓLAFSSON Kóngsindversk vöm — það er málið Stundum eru skákáhugamenn og lengra komnir að barma sér yfir því að kunna ekkert í byrjunum, einkum eftir slæmt tap með svörtu. „Ég komst ekki út úr byrjuninni,“ heyrist oft eða fékk bara ekki að tefla skákina.“ Slíkum skákmönnum ráð- legg ég að leita á náðir kóngsindver- sku varnarinnar. Þar eru reglumar og áætlunarbúskapurinn í skínandi góðu lagi: svartur hirðir ekki um drottning- arvænginn - þar má hvítur brölta í friði - leikur Rf6, g6, Bg7, d6, e5 hrókar stutt og fer eftir kenjum hvers og eins hvernig röðin er á þessu. Þeg- ar hvítur „lokar“ með d4-d5, víkur riddarinn á f6 úr vegi fyrir f-peðinu sem þeysist fram. Síðan er liðið end- urskipulagt. Bíræfnir riddaraleikir og peðastormsveit ástunda vopnaskak fyrir framan kóngsstöðu hvíts. Gjarnan er fórnað manni á f3, f4 eða h3, jafnvel drottningunni, og hvítur verður klossmát. Svona var þetta a.m.k. fyrir tæpum tuttugu árum þeg- ar Bobby Fischer var helsti merkis- beri kóngsindversku varnarinnar og lágu í valnum hver um annan þveran Larsen, Taimanov, Gligoric og Kortsnoj svo að fyrir unga skákmenn var það nánast trúaratriði að tefla kóngsindverska vörn. Eftir að Fischer dró sig í hlé kom eyða í þróun kóngsindversku vamar- innar, gömlu jálkarnir Petrosjan og Kortsnoj með alla sína hernaðar- tækni söðluðu miskunnarlaust niður alla hennar dyggu fylgismenn. Það var ekki fyrr en Bakuundrið, Garrí Kasparov, fór að gera sig gildan, að kóngsindverjinn tók að bíta aftur svo um munaði. En þegar áskorenda - keppnin 1983 hófst dró Garrí skyndi- Iega niður flaggið og fór í smiðju til löngu liðins monthana, sem eitt sinn ætlaði að verða heimsmeistari, Sieg- bert Tarrasch. Tarrasch-vömina tefldi Garrí af slíku og hugmyndaflugi að þessi leiðinlega byrjun tók brátt þann sess sem kóngsindverjinn átti áður í hugum ungra skákmanna. Er Tarrasch-vömin gafst Kasparov illa í fyrsta einvíginu við Karpov varð hann að leita á önnur mið, og aftur er kóngsindverska vörnin orðin hans beittasta vopn. Skákunnendur muna t.d. sigur hans yfir Jan Timman á heimsbikarmóti Stöðvar 2 í fyrra, en hún var valin besta skák mótsins. Hvorki Kasparov né aðrir geta teflt þessa byrjun án þess að gaumgæfa skákir gömlu meistaranna. Þó Fisc- her hafi stutt málstað kóngsindversku varnarinnar mannna best þá komu aðrir vissulega við sögu. Júgóslavinn Svetozar Gligoric var einn af hennar helstu fylgismönnum og skákir hans hljóta að teljast til sígildra meistara- verka. Lítum á hvernig mesti vamar- skákmaður ailra tíma, Tigran Vartan Petrosjan var meðhöndlaður á stór- móti í Júgóslavíu árið 1970, en þar vann Fischer einn af sínum frægu sigr- um, varð tveimur vinningum á undan næstu mönnum: Belgrad 1970: Tigran Petrosjan - Svetozar Gligoric Kóngsindversk vörn 1. c4 g6 2. R13 Bg7 3. d4 Rf6 4. Rc3 0-0 5. e4d6 6. Be2 e5 7. 0-0 Rc6 8. d5 Re7 9. b4 (Einn fjölmargra möguleika. 9. Rd2 er vinsælasta um þessara mundir sbr. skák Karpovs og Kasparovs í Skellefteá. Þá má nefna 9. Rel, 9. Khl, 9. a4 og 9. Bd2. Enginn þessara leikja breytir neinu fyrirætlunum svarts sem getið var um í upphafi þessarar greinar.) 9. .. Rh5 10. Rd2 Rf4 11. a4 f5 12. BB g5 13. exfS Rxf5 14. g3 Rd4!l (Þessi glæsilegi leikur vitnar um af- burðaskilning á stöðunni. Svartur lætur mann af hendi, en peðastorm sveitin á kóngsvæng og fljúgandi færir biskupar vega liðstapið upp að fullu.) 15. gxf4 Rxf3+ 16. Dxf3 g4 17. Dhl? (Þessi leikur sem má heita dæmi- gerður fyrir Petrosjan - hann valdi mönnum sínum oft einkennilega staði - var gagnrýndur að skákinni lokinni. Betra var talið 17. Dd3 með hug- myndinni: 17... Bf518. Rde4 exf419. f3 gxB 20. Hxf3 Bxc3 21. Dxc3 Bxe4 22. Hxf4 Dg5+ 23. Dg3 Dxg3 24. hxg3 og jafnteflið blasir við. Fleiri tækifæri fær varnarmeistarinn ekki. Gligoric lýkur skákinni á snilldar- legan hátt.) 17. .. exf4 18. Bb2 Bf5 19. Hfel f3 (Drottningin á ekki beint náðuga daga á hl.) 20. Rde4 Dh4 21. h3 Be5! 22. He3gxh3 23. Dxf3 Bg4 24. Dhl h2+ 25. Kg2 Dh5! 26. Rd2 Bd4! (Svartur bætir við sóknina með hverjum leiknum.) 27. Del Hae8! 28. Rce4 (Hvítur átti engan betri leik t.d. 28. Khl Hxe3! 29. fxe3 Bf3+ 30. Rxf3 Dxf3+ 31. Kxh2Be5+ 32. Kgl Dg4+ og vinnur eða 28. Hxe8 BB+! o.s.frv.) 28. .. Bxb2 29. Hg3 Be5 30. Haa3 Kh8 31. Khl Hg8 32. Dfl Bxg3 33. Hxg3 Hxe4! - Petrosjan gafst upp. Endurreisnin Eins og í ævintýrinu um Gosa öði- ast trémennirnir á víðlendum skák- borðsins líf. Þegar ég renni yfir viður- eignir heimsbikarmótsins í Skellefteá sé ég ekki betur en að hvíti kóngurinn sé á harðahlaupum undan ofsafengn- um árásum svartstakkanna í hverri skákinni á fætur annarri. Hin ægilega vígvéi kóngsindversk vörn hefur sett stórt strik í reikninginn hjá frægum meisturum: Anatoly Karpov sté línu- dans til bjargar sér í skákinni við Kasparov og heimsmeistarinn sjálfur slapp naumlega gegn John Nunn. Þá eru ótaldir þeir sem eiga um sárt að binda. Valeri Salov steinlá fyrir Nigel Short og Lajos Portisch dugði í 31 leik er hann mætti Nunn í 12. umferð. Forskriftin, sem var gefin í upphafi þessa greinarkoms er í fullu gildi f þeirri skák sem er ein af perlum heimsbikarmótsins: Lajos Portisch - John Nunn Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. RBg6 3. c4 Bg7 4. Rc3 0-0 5. e4d6 6. Be2 e5 7. Be3 h6 8. 0-0 Rg4 9. Bcl Rc6 10. d5 Re7 11. Rel f5 12. Bxg3 fxg4 13. Rc2 g5 14. Re3 Hf4 15. Bd2 Bd7 16. b4 Rg6! (Nunn hefur enga löngun til að sjá hvaða endurbætur Portisch gerir á viðureign hans við Kasparov úr 10. umferð sem fylgir hér með. Kasparov - Nunn: 16. .. Df8 svarts: De8-h5, Rh4-B, g4xB, og Hf4-h4. 1 þeim tilvikum sem hvítur leikur - Hgl lumar svartur á drott- ningarfórninni - Dxh2+!, Kxh2 Hh4+ og Hh3 mát!) 19. B (Það er erfitt að finna betri varnar- leið. 19. g3 strandar vitaskuld á 19. .. RB 20. gxf4 Dh5 og vinnur. Svartur er ávallt tilbúinn að fórna manni eða hrók. Urmull slíkra uppátækja leynist í kóngsindversku vörninni.) 19. .. gxB 20. g3 Dh5 S A P 4-Ji JÉ^ 17. Dc2 Df7 18. Hacl Hf8 a b c d e f g h 19. Rb5 Hxf2 20. Rxc7 Df4 Þessi staða verðskuldar mynd. 21. Rf5 Bxf5 Hvítur stendur frammi fyrir tveim 22. Hxf2Dxf2+ kostum: að hirða hrók eða riddara. 23. Kxf2 Bxe4+ Hvorugur er góður. Það er meiri 24. Ke2 Bxc2 matur í hróknum, en sennilega hefur 25. Hxc2Hc8 Portisch ekki litist á afbrigðið sem er 26. c5e4 svo einkennandi fyrir þessa byrjun: (Þessari skák verða ekki gerð skil 21. gxf4 exf4 22. Rf5 Bxf5 23. exf5 hér, en þó bent á að Nunn sneiðir hjá Dg4 24. Hgl Dg2+!! 25. Hxg2fxg3+ gildru Kasparovs: 26. .. Hxc7 27. 26. Kgl Bd4+ og mát í næsta leik.) cxd6 Hxc2 28. d7! Hc8 29. d6!! og 21. gxh4 Hxh4 hvítur vinnur.) 22. Hf2 og g4 27. Rb5 dxc5 23. Rfl Hh3 28. d6 Rc6 24. Kgl Dg6 29. Hxc5 Hd8 25. Rg3 Hf8 30. Hd5 a6 (H-peðið svarta er komið í start- 31. Rc7 Be5 holurnar.) 32. b5 axb5 26. Rf5 Hxf5! 33. Rxb5 Kf7 (Biskupinn er meira virði en hrók- 34. Ke3 Bxh2 urinn. Þrátt fyrir liðsmuninn er hvítur 35. Kxe4 Ke6 varnarlaus.) 36. Bc3 Bxd6 27. exf5 Bxf5 37. Hxd6+ Hxd6 28. Re2 38. Rxd6 Kxd6 ■ (Þetta er kallað að blíðka goðin. 39. Kf5 g3 Hvítur reynir að stemma stigu við 40. Bg7 Re7+ hótuninni 28. .. g3 29. Hxf3 gxh2+ 41. Kg4 Rg8 30. Khl Be4 en „riddarafórnin“ dreg- 42. Kf5 Re7+ ur ekkert úr sóknarkraftinum.) - jafntefli.) 28. .. fxe2 17. Hcl Rh4 29. Dxe2 Bd3! 30. Ddl g3 18. Khl De8! 31. hxg3 Be4! (Hér kemur fram kjarninn í áætlun - Portisch gafst upp. Hjördís Eyþórsdóttir varð fyrst spilakvenna hér á landi til að sigra í Opnu stórmóti í tvímenning. Hún og Jakob Kristinsson bám sigur úr bý- tum í mótinu á Hallormsstað um síð- ustu helgi. 28 pör tóku þátt í mótinu, sem var með barometer-sniði, sam- tals 81 spil. Eftir fyrri keppnisdag leiddu gömlu kempurnar, Aðalsteinn Jónsson og Sölvi Sigurðsson, en á hæla þeirra komu Sigurður Vilhjálmsson og Rún- ar Magnússon og Hjördís og Jakob. Síðari keppnisdaginn skoruðu Hjördís og Jakob látlaust og Iitu aldrei um öxl. Er upp var staðið, höfðu efstu pör raðað sér þannig: 1. Hjördís Eyþórsdóttir - Jakob Kristinsson 309 2. Sigurður Vilhjálmssson - Rúnar Magnússon 190 3. Anna Þóra Jónsdóttir - ísak Örn Sigurðsson 163 4. Sverrir Ármannsson - Svavar Bjömsson 110 5. Guðmundur Pálsson - Pálmi Kristmannsson 90 6. Aðalsteinn Jónsson - Sölvi Sigurðsson 72 7. Soffía Guðmundsdóttir - Alfreð Kristjánsson 70 8. Kristján Kristjánsson - Jóhann Þorsteinsson 60 9. Jón Guðmundsson - Á tímamótum Úlfar Guðmundsson 36 10. Hlynur Garðarsson - Sigurpáll Ingibergsson 34 11. Valgerður Kristjónsdóttir - Björn Theodórsson 33 12. Ármann Jóhannsson - Magnús Valgeirsson 19 Mótið fór vel fram, undir öruggri stjórn Hermanns Lárussonar. Ut- reikning annaðist Kristján Hauksson. Næsta Alslemma og sú síðasta í röðinni að sinni verður í Kópavogi helgina 16.-17. september. Þegar em um 16 pör skráð í það mót, en lokað verður á 28-32 pör. Spilaður verður barometer, með 3 spilum milii para. Skráningu annast Ólafur Lámsson í s: 91-16538 og Jakob Kristinsson í s: 91- 623326 og 9114487. Eftir 33 spilakvöld í Sumarbridge er staða efstu spilara orðin þessi: Þórður Björnsson 375, Murat Serdar 329, Lárus Hermannsson 310, Anton R. Gunnarsson 303, Jakob Kristins- son 268, Óskar Karlsson 235, Sigurð- ur B. Þorsteinsson 223 og Gylfi Bald- , ursson 210. Sumarspilamennsku lýkur fimmtu- daginn 14. september. BRIDGE . 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Ólafur Lárusson Vestfjarðamótið í tvímenning verður spilað á ísafirði um þessa helgi. Spilamennska hefst kl. 13 á morgun, laugardag. Spilað verður á Hótel ísafirði. Keppnisstjóri verður Ólafur Lámsson. Mótaskrá Bridgesambandsins fyrir stafsárið 1989 til 1990 liggur nú fyrir; Bikarkeppni BSÍ, undanúrslit 9.- 10. september og úrslit 22.-23. sept- ember. Bein lýsing á Stöð 2. Norðurlandsmót vestra í tvímenn- ing, 9. sept., á Siglufirði. Ópið Stórmót í Félagsheimili Kóp- avogs, 16.-17. sept. Afmælismót á Isafirði 29.-30. sept. Stórmót á Akureyri 7.-8. október. Minningarmót um Einar Þorfinns- son á Selfossi, 14. október. Landstvímenningur BSÍ vikuna 16.-20. október. íslandsmót kvenna og yngri spilara í tvímenning, 21.-22. október. Bridgesambandsþing 28. október. Stórmót í sveitakeppni á Húsavík, 3. -5. nóvember. Guðmundarmót á Hvammstanga 4. nóvember. Afmælismót Breiðfirðinga í Reykjavík, 4.-.5 febrúar. Bridgehátfð 9.-12. febrúar á Hótel Loftleiðum. ístandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni, undanrásir 17.-19. fe- brúar og úrslit 24.-25. febrúar. íslandsmót í parakeppni 8.-9. mars f Sigtúni. íslandsmót í sveitakeppni, undan- rásir 22.-25. mars í Lotleiðum. Úrslit sama móts 11.-14. apríl, einnig á Loftleiðum. íslandsmót í tvímenning, undan • rásir 28.-29. apríl í Gerðubergi. Úrslit sama móts 12.-13. maf á Loftleiðum. Þátttaka í Sumarbridge Bridge- félags Reyðarfjarðar og Eskifjarðar í sumar hefur verið mjög góð. 11-18 pör hafa mætt að meðaltali og hafa jafnvel keppendur frá Vopnafirði lagt á sig 6 tíma akstur til þátttöku. Lítum á stöðu efstu manna: Vinningsstig í dag eru (2-1-0): Björn Jónsson 306, Kristjan Björnsson 301, Jónas Jónsson 290. Heildarstig eftir 12 umferðir eru: Kristján Björnsson 2550, Björn Jónsson 2537, Jónas Jónsson 2503. Hæstu meðalskor eftir 10 umferðir: Jóhann Þorsteinsson 232. Hæstu skor á kvöldi: Kristjan Kristjánsson og Hall- grímur Hallgrímsson 275. Tvær sveitir hafa tryggt sér sæti í undanrásum Bikarkeppni BSÍ. Sveit Flugleiða, sem sigraði sveit Sigmund- ar Stefánssonar, og sveit Hjördísar Eyþórsdóttur (Skrapsveitin) sem sig- raði Valtý Jónasson. Spil dagsins er einmitt úr viðureign Hjördísar og Valtýs, sem spiluð var í síðustu viku, á Hvammstanga: S: Á10873 H: Á4 T: ÁKD5 L: D7 S: D9 H: D62 T: 43 L: ÁK10942 Með Hjördísi og Jacqui McGreal, á þessar hendur, gengur sagnir; Suður Vestur Norður Austur 1 lauf pass 1 spaði pass 3 lauf pass 3 tíglar pass 3 spaðar pass 4 grönd pass 5 tíglar pass 6 lauf pass pass pass Út kom tígull og spaðaíferðin (drottning af stað) var ekkert vanda- mál. Falleg slemma, sögð og unnin hjá þeim stöllum Hjördísi og Jacqui. Á hinu borðinu varð einhver mis- skilningur í sögnum og dóu spilararn- ir í 4 gröndum. Skrapsveitin sigraði leikinn með um 50 stiga mun, en áður hafði sveit Valtýs Jónassonar frá Siglufirði, slegið m.a. út sveitir Sigurðar Vil- hjálmssonar Reykjavík og Antons R. Gunnarssonar R. Leikur Pólaris og Braga Hauks- sonar í 8 sveita úrslitum verður vænt- anlega á sunnudaginn kemur og leikur Modern Iceland og Samvinnu- ferða á mánudaginn kemur, báðir leikirnir í Sigtúni 9. Dregið var í undanrásum í þessari viku (í gær eða í dag). Föstudagur 1. september 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.