Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Reyðarfjörður Sameining sveitarfélaga verði könnuð Sameiginlegurfundur sveitarstjórnanna á Reyðarfirði og Eskifirði telur brýnt að auka samvinnuþeirra í milli. Byggðastofnunfalið að kanna kosti og galla sameiningar Við eigum nú þegar samvinnu á mörgum sviðum en því er ekki að leyna að íbúum staðanna er sífellt að verða það Ijósara að með því að snúa bökum saman styrkjum við byggðirnar í stað þess að standa eilíflega í rcip- togi,“ sagði HrafnkellA. Jónsson á Eskifirði. Sameiginlegur fundur sveitar- stjórnanna við Reyðarfjörð, á Eskifirði og Reyðarfirði sem haldinn var nýlega, telur brýnt fyrir byggðaþróunina í hinni for- nu Hólmasókn að samvinna á milli sveitarfélaganna verði aukin verulega frá því sem nú er. M vill fundurinn að kannaðir verði möguleikar á sameiningu sveitarfélaganna. Til að ná fram kostum og göllum sameiningar þeirra samþykkti fundurinn að fara þess á leit við Byggðastofnun að hún geri úttekt á þeim mögu- leikum og kostum sem næðust við sameiningu sveitarfélaganna, jafnframt því sem dregnir verði fram þeir annmarkar sem af sam- einingunni hlytust. Fundurinn telur æskilegt að úttekt Byggðast- ofnunar liggi fyrir ekki síðar en um næstu áramót. Ef til sameiningar kemur verð- ur þessi byggðakjarni sá stærsti á Austurlandi með samtals 1830 íbúum. - Ástæða þess að menn eru til- búnir að skoða þennan mögu- leika á sameiningu er sá að við getum ekki stólað á aðra en okk- ur sjálf til að leysa þau vandamál sem við eigum við að etja og þau sem kunna að koma upp í náinni framtíð. M ber þess að geta að á milli þessara staða er ekki nema 15 mínútna akstur á vegi með bundnu slitlagi,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson. Aðspurður hvort til greina komi að kjósa um sameininguna við næstu sveitarstjómarkosning- ar sagði Hrafnkell það ekki vera tímabært að svo stöddu. Hann sagði að þetta mál yrði að fá að gerjast með íbúum staðanna út næsta kjörtímabil og að því loknu væri tímabært að kjósa um sam- eininguna við þarnæstu sveitarst- jómarkosningar. -grh Frá þvíAtvinnu- tryggingarsjóður útflutningsgreina tók til starfa hafa 154 fyrirtœki feng- ið lán hjá sjóðnum sem nemur rúmum fimm miljörðum króna en 50 um- sóknum hefur ver- ið hafnað Stærsla byggðamálið Nú þegar tæpt ár er liðið síðan Atvinnutryggingarsjóði út- flutningsgreina var komið á koppinn hafa þær háværu gagnrýnisraddir þagnað með öllu sem fundu honum allt til foráttu í byrjun. Sjóðurinn var ýmist kall- aður „Stefánssjóður“, „bitlinga- sjóður“ og öðrum álíka nöfnum til að gera hann tortryggilegan í augum landsmanna. M fór sjóðurinn, og sérstak- lega þau fyrirtæki sem sóttu um aðstoð til hans, ekki varhluta af stjórnarandstöðunni í kerfinu, þe. í banka- og lánastofnunum sem reyndu eftir mætti að tor- velda fyrirtækjunum að fá þá fyr- irgreiðslu sem þau þurftu. Auk þess sem það tafði fyrir allri af- greiðslu umsókna hjá sjóðnum. í dag heyra þessar skærur fortíð- inni til enda flestir á einu máli um það að án Atvinnutryggingar- sjóðsins og síðar Hlutafjársjóðs væru mörg sjávarútvegsfyrirtæki vítt og breitt um landið búin að loka með þeim afleiðingum sem aðeins höfundar vísindaskáld- sagna geta lýst með góðu móti. Stöðvun blasti við Eins og flestum er enn í fersku minni var eigið fé flestra sjávarút- vegsfyrirtækja sem og annarra fyrirtækja í útflutningsgreinum svo til uppurið eftir 14 mánaða efnahagsstjórn ríkisstjórnar Þor- steins Pálssonar haustið 1988. Enda var svo komið að atvinnu- rekendavaldið í Sjálfstæðis- flokknum var farið að yfirgefa skútuna í hrönnum og kepptust þeir hver um annan þveran að afneita efnahagsstjórn formanns- ins sem hlýddi fremur á jábræður sína í frjálshyggjuarmi flokksins en varnaðarorð þeirra sem störf- uðu við sjávarútveg og aðrar út- flutningsgreinar. Frjálshyggju- arminn skipti það engu þótt fyrri- sjáanlegt væri að heilu byggðar- lögin færu brátt á vonarvöl með óbreyttri efnahagsstefnu. Þeirra grundvallarsjónarmið er enn það að því aðeins sé hægt að fækka fyrirtækjum og auka hagkvæmni í útflutningsgreinum að þau deyi drottni sínum sem ekki eiga fyrir skuldum án tillits til þeirra hagsmuna sem í húfi eru fyrir íbúa viðkomandi byggðarlaga. Með öðrum orðum: Auðgildi í stað manngildis. Rúmir fimm miljarðar Mð var því eitt fyrsta verk þeirrar ríkisstjórnar sem tók við völdum á haustmánuðum 1988, stjórn félagshyggju og jafnréttis, að bjarga því sem bjargað varð eftir hrikalegan viðskilnað ríkis- stjórnar Þorsteins Pálssonar með stofnun Atvinnutryggingarsjóðs útflutningsgreina. Nú er þessum björgunaraðgerðum að mestu lokið með þeim árangri að 154 fyrirtæki hafa fengið lán hjá At- vinnutryggingarsjóðnum að upp- hæð sem nemur rúmum fimm miljörðum króna en rúmlega 50 umsóknum hefur verið hafnað. Af þeim hafa mörg fyrirtæki fengið lausn sinna mála hjá Hlutabréfasjóði en hefðu ella far- ið á hausinn. Samkvæmt yfirliti stjórnar At- vinnutryggingarsjóðs um úthlut- un lána eftir kjördæmum hafa fýrirtæki á Austurlandi fengið mest eða tæþar 860 miljónir króna. Litlu minna hafa fyrirtæki á Suðurlandi fengið eða tæpar 830 miljónir, til Norðurlands ey- stra hafa farið rúmar 776 miljónir króna, til Reykjaneskjördæmis hafa farið rétt rúmar 775 miljónir króna, til Vesturlands rúmar 674 miljónir, til Norðurlands vestra rúmar 570 miljónir, Vestfjarða sléttar 532 miljónir og lestina rek- ur síðan Reykjavík með 287,5 miljónir króna. Mest til Eyja Þegar lánveitingalisti stjórnar Atvinnutryggingarsjóðs yfir 20 stærstu sveitarfélögin er skoðað- ur kemur í ljós að þar tróna Vest- mannaeyjar á toppnum með 461 miljón króna. Þetta er athyglis- vert ma. fyrir þær sakir að þegar sjóðurinn tók til starfa gagnrýndu í BRENNIDEPLI forráðamenn sjávarútvegsfyrir- tækja þar tilurð og starfsemi sjóðsins einna mest og fundu honum allt til foráttu. Sérstak- lega er minnisstæð í þessu sam- bandi framganga þeirra á hinum svokallaða neyðarfundi Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna síð- astliðið haust. Þar var gerð hörð hríð að forsætisráðherra út af sjóðnum sem svaraði gagnrýnisröddunum efnislega á þá leið að ef þeim litist svo illa á sjóðinn þá ættu þeir ekki að sækja þangað um aðstoð. En annað hefur komið á daginn og sannast þar hið fornkveðna að „bylur hátt í tómri tunnu“. Þar gengu íhaldsmennirnir fram fyrir skjöldu í gagnrýni á sjóðinn en stuttu eftir það af- greiddi hann sína fyrstu umsókn og að sjálfsögðu var það „fyrir- mynd annarra fyrirtækja“, svo notuð séu orð Davíðs Oddssonar borgarstjóra, sem fékk úrlausn sinna mála, nefnilega Grandi hf. Önnur sveitarfélög á topp 20 listanum eru eftirfarandi í réttri röð: Akranes með 307 miljónir, Reykjavík með 288 miljónir, Sauðarkrókur með 256 miljónir króna, Sandgerði með 253 milj- ónir, Þorlákshöfn með 223 milj- ónir, Akureyri með 222 miljónir, Hornafjörður með 212 miljónir, Húsavík með 206 miljónir, ísa- fjörður með 156 miljónir, Grindavík með 140 miljónir, Bol- ungarvík með 138 miljónir, Neskaupstaður með 137 miljón- ir, Grundarfjörður 119 miljónir, Siglufjörður 116 miljónir, Olafsf- jörður 113 miljónir, Hafnarfjörð- ur 103 miljónir og einnig Keflavík en lestina rekur síðan Stykkis- hólmur en fyrirtæki þar hafa sam- tals fengið 102 miljónir króna. Það er ekki aðeins að Atvinnu- tryggingarsjóður hafí lánað rúma fimm miljarða til 154 fyrirtækja heldur hefur hann beitt sér fyrir að viðkomandi fyrirtæki hagræði sem mest í rekstri sínum og óbeint stuðlað að sameiningu þeirra þar sem það hefur verið hægt. Þetta hefur beinst að því að gera rekstur viðkomandi fyrir- tækja sem hagkvæmastan enda hefur sjóðstjórnin starfað fyrst og fremst á faglegum grundvelli en fékk til skamms tíma á sig „ófag- lega gagnrýni" svo notuð séu orð Jóhanns Ántonssonar, eins af stjórnarmönnum sjóðsins. Um þessar mundir er eitt ár síðan skipað var í stjórn Atvinnu- tryggingarsjóðs en fyrsti stjórnar- fundur var haldinn 12. október 1988. Frá þeim tíma og þangað til fyrsta umsóknin var formlega af- greidd frá sjóðnum, 29. nóvem- ber notaði stjórnin til að koma sér saman um verktilhögun og önnur grundvallaratriði sem nauðsynleg þóttu til að gera starf hennar sem skilvirkast. Til ársloka 1991 Að sögn Gunnars Hilmars- sonar stjórnarformanns Atvinnu- tryggingarsjóðs er fastlega búist við að sjóðurinn muni starfa í nú- verandi mynd fram til áramóta 1991 en upphaflega stóð til að hann lyki störfum júlí sama ár. Reiknað er með að þá muni Af einstökum sveitarfélögum hafa Vestmannaeyjar fengið mesta aðstoð frá Atvinnutrygg- ingarsjóði eða 461 miljón króna. Það er eftirtektarvert í Ijósi þess að forráðamenn sjávarút- vegsfyrirtækja í Eyjum gengu manna lengst í gagnrýni á sjóð- inn þegar hann tók til starfa. heildarlán sjóðsins nema um 7 miljörðum króna og til að klára dæmið segir Gunnar að sjóðurinn þurfi viðbótarfjármagn frá hálf- um miljarði til eins miljarðs. Að- spurður um viðhorf stjórnvalda til þeirrar fjármagnsbeiðni sagði Gunnar það vera jákvætt. „Ég tel að starfsemi Atvinnu- tryggingarsjóðs hafi haft verulegt gildi og um það er raunverulega engin spurning. Fyrir hans tíma voru menn að slá skammtímalán til þess að eiga fyrir útborgun launa og öðrum nauðsynlegum útgjöldum til þess eins að geta skrimt út daginn og vikuna. Með því að skuldbreyta þessum skammtímalánum í langtímalán hefur staðan gjörbreyst. Þannig að þegar á heildina er litið finnst mér það hafa verið skynsamlegt framtak að stofna þennan sjóð, jafnframt því að skynsamlega hefur verið staðið að ráðstöfun fjármuna hans þennan tíma sem hann hefur starfað,“ sagði Finn- bogi Jónsson framkvæmdarstjóri Sfldarvinnslunnar hf. í Neskaup- stað. Aðspurður um hinn fræga rekstrargrundvöll sjávarútvegs- ins og hvort hætta sé á að þau fyrirtæki sem aðstoð hafa fengið bjargi sér ekki eða er útlit sé fyrir að þurfi að fá enn frekari aðstoð eftir nokkur misseri, sagði Finn- bogi það fara allt eftir því hvemig stjórnvöld spili út þeim spilum sem þau hafa á hendinni. „Almennt séð má segja að rek- strargrundvöllur frystingarinnar hafi batnað frá því sem áður var, en versnað í saltfiski, útgerð og í mjöli og lýsi, þó mismunandi eftir greinum. Til að koma í veg fyrir að sæki í sama farið aftur þurfa fyrirtækin að vera rekin með hagnaði. Hvort það tekst á sama tíma og rætt er um 10% samdrátt í þorskveiðum á næsta ári er síðan stóra spurningin sem allt veltur á,“ sagði Finnbogi Jónsson í Nes- kaupstað. -grh Mi&vikudagur 4. október 1989 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.