Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 17
Askorendakeppnin Jafntefli í fyrstu skák Karpovs og Jusupovs Jafnteflisleg biðskák Timmans og Speelmans Fjórðungsúrslit áskorendakeppn- innar í skák hófst í London sl. mánu- dag með einvígjum Sovétmannanna Anatoly Karpovs og Artur Jusupovs annarsvegar og Hollendingsins Jan Timmans og Englendingsins Jona- than Speelman hinsvegar. Áskorend- akeppnin hefur vakið feikna athygli hér heima fyrir tilverknað Jóhanns Hjartarsonar sem sló út Viktor Korts- noj í Saint John í fyrra, en tapaði fyrir Karpov í Seattle í byrjun þessa árs. Karpov er að flestum álitinn líklegast- ur til að sigra í áskorendakeppninni og öðlast réttinn til að skora á Garrí Kasparov heimsmeistara en honum er þó talin nokkur hætta búin af Tim- man sem staðið hefur sig frábærlega á þessu ári. Fyrstu skákir einvígjanna lofa góðu um framhaldið. Jusupov hafði hvítt gegn Karpov og eftir mikla baráttu og 44 leiki sömdu þeir jafntefli. Karpov jafnaði taflið án teljandi erfiðleika og náði heldur betri stöðu. Jusupov var fastur fyrir og heimsmeistarinn fyrr- verandi átti aldrei neina verulega möguleika á sigri. Karpov hefur leikið Jusupov grátt á mótum undanfarið, hefur unnið hann þrisvar á rösku ári. Aðstoðarmenn Karpovs eru landar hans Zaitsev og Podgaets en auk þess er læknir með í förum. Jusupov hefur verið mjög í skugg- anum af Karpov, Kasparov og raunar fleiri skákmönnum s.s. hinum unga Ivantsjúk. Hann er þó sýnd veiði en ekki gefin, geysilega fastur fyrir og útsjónarsamur í erfiðum stöðum og þykir skákstíll hans henta vel í ein- vígjum. Hann hefur sigrað Jaan Ehlvest og Kanadamanninn Spragg- ett á leið sinni í fjórðungsúrslitin. Fyrir röskum þrem árum vann hann Jan Timman 6:3 í áskorendakeppn- inni en tapaði síðan klaufalega fyrir Andrei Sokolov. Aðstoðarmenn hans er þjálfari til margra ára, Dvor- etskí, og Armeníumaðurinn Lputian. Gott gengi Jonathan Speelmans í áskorendakeppninni hefur vakið furðu margra. Þessi sérvitri gler- augnaglámur vann Bandaríkjamann- inn Yasser Seirawan í fyrstu hrinu 4:1 og síðan lagði hann Nigel Short þvert ofan í alla spádóma, 3’á : IV2. Spe- elman er talinn eiga minni möguleika en Timman og er það ekki í fyrsta sinn sem möguleikar hans eru metnir á þann veg. Skákstíll hans er afar frum- legur og hann er sérstaklega harður í endatöflum. Speelman hefur gert Timman marga skráveifuna í gegnum árin og er til alls líklegur. Eini aðstoð- armaður Speelmans er góðkunningi íslendinga, Jon Tisdall sem nú er bú- settur í Noregi. Timman hefur um langt skeið verið kallaður „Von vesturlanda" en sá tit- ill er ofrausn að mati undirritaðs. Staðreyndin er sú að eftir að Bobby Fischer dró sig í hlé hafa vesturlönd ekki eignast skákmenn sem er veru- lega líklegur til að hrifsa krúnuna úr höndum Sovétmanna. Það háir Holl- endingnum oft að hann virðist ofmeta eigin styrk. Timman hefur afar lipran skákstíl og er mikill baráttujaxl. Hann ætti að vinna Speelman og yrði þá annar Vesturlandabúinn frá stríðs- lokum til að heyja einvígi um réttinn til að skora á heimsmeistarann. Fisc- her vann það afrek er hann tefldi við Tigran Petrosjan í Buenos Aires 1971. Aðalaðstoðarmaður Timmans er Svíinn Ulf Andersson. Breskt fyrirtæki, Pilkington glass heldur einvígin og leggur til verð- launaféð uppá 150 þús. sterlings- pund. Einvígin fara fram samtímis í ævagömlu leikhúsi, Sadlers Wells, sem er í norðurhluta Lundúnaborgar þar sem hinn konunglegi breski ball- ettflokkur var settur á Wells. Karpov hélt frumkvæðinu Fyrsta skák Karpovs og Jusupovs er dæmigerð einvígisskák. Karpov jafnar taflið örugglega í margþvældu afbrigði drottningarindversku varn- arinnar og eftir u.þ.b. 20 leiki hefur svartur heldur þægilegri stöðu. Jus- upov setur stefnuna á jafntefli og með stórfelldum uppskiptum dregur hann úr vinningslíkum Karpovs. Hugsan- lega gerði Karpov betur í að leika 22. .. Dxd5, ístað 22. .. exd5, því eins og baráttan þróast þarf Jusupov aðeins að gæta peðsins á d4. í 30. leik gefur Karpov Jusupov kost á drottningar- uppskiptum sent ættu að leiða til jafnteflis: 31. Dxc3-Bxc3 32. Kf3-c2 33. Ke2-Bxd4 34. Kd2! o.s.frv. Jus- upov hefur annan háttinn á en niður- staðan verður sú sama. London, 1. einvígisskák: Artur Jusupov - Anatoly Karpov Drottningarindversk vörn 1. d4-Rf6 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Aðalfundur bæjarmálaráðs Bæjarmálaráð ABH heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 5. október klukk- an 20,30 í Skálanum Strandgötu 41. Dagskrá: 1. Skýrsla formanns. 2. Lagabreytingar. 3. Kjör stjórnar. 4. Kjör fulltrúa í meirihlutaráð. 5. Undirbúningur Haustráðstefnu bæjarmálaráðs. 6. Önnur mál. Allir nefndarfulltrúar og aðrir félagar hvattir til að mæta. Formaður Aiþýðubandaiagið Suðurlandi Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Suðurlandi verður dagana 7. og 8. október 1989. Fundurinn hefst á laugardag 7. október kl. 10.00 í Brydebúð við Víkurbraut, Vík í Mýrdal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestir fundarins verða Ólafur Ragnar Grímsson og Svanfríður Jónasdóttir. Stjórn kjördæmisráös Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 19. október klukkan 20,30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund Alþýðubandalagsins. 3. önnur mál. Félagar hvattir til að mæta. Stjórnin. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Landsþing Landsþing Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins verður haldið laugar- daginn 21. október klukkan 12.30 að Hverfisgötu 105 Reykjavík. Dagskrá nánar auglýst síðar. Stjórnin. 2. c4-e6 3. Rf3-b6 4. g3-Ba6 5. b3-Bb4+ 6. Bd2-Be7 7. Bg2-c6 8. 0-0-d5 9. Re5-Rfd7 10. Rxd7-Rxd7 11. Bc3-0-0 12. Rd2-Rf6 13. e4-b5 14. Hel-dxe4 15. Hcl-Hc8 16. c5-b4 17. Bb2-Bd3 18. Rxe4-Bxe4 19. Bxe4-Dd7 20. Hc4-a5 21. Bcl-Rd5 22. Bxd5-exd5 23. Hc2-Bf6 24. Hce2-Hfe8 25. Kg2-h5 26. h3-Hxe2 27. Hxe2-He8 28. Hxe8+-Dxe8 29. Dd3-Del 30. Be3-Dc3 31. Da6-Bxd4 39. Kg2-De4+ 32. Bxd4-Dxd4 40. Kh2-Dc2 33. Dxc6-De4+ 41. Kg3-Dd3+ 34. Kh2-h4 42. B-Ddl 35. Dd6-hxg3+ 43. Dd8+-Kh7 36. Kxg3-Dd3+ 44. Dh4+ 37. Kg2-De4+ - Jafntefli. 38. Kh2-Dc2 Speelman slapp með skrekkinn Ef fyrsta einvígisskák Timmans og Speelmans gefur einhverja vísbend- ingu um framhaldið þá má Speelman vera ánægður með sinn hlut. Hann tefldi byrjunina illa, tapaði peði fyrir ekki neitt en sýndi þá hvað í honum býr. 19. leikur hans, - d4! er firna sterkur og eftir að staðan einfaldast tekst honum að bæta sinn hag með hverjum leiknum. Að lokum fór Tim- man út í hróksendatafl með peði meira en þegar skákin fór í bið blasti jafnteflið við. Þeir útkljá biðskákina í dag, en önnur skákin verður tefld á morgun: London, 1. cinvígisskák: Jan Timman - Jonathan Speelman Drottningarbragð 1. d4-Rf6 31. Hdd7-f6 2. c4-e6 32. Rd4-Hd2 3. RD-d5 33. Re6-Hxd7 4. Rc3-Be7 34. Hxd7-Ha6 5. Bg5-h6 35. Rf4-f5 6. Bh4-0-0 36. Kg2-Bd6 7. e3-b6 37. Rg6-Bb4 8. Hcl-Bb7 38. Re5-Bc3 9. Bxf6-Bxf6 39. Rd3-Kh7 10. cxd5-exd5 40. h4-h5 11. Bd3-He8 41. Rf4-Kh6 12. 0-0-C6 42. Rd5-Bf6 13. b4-Dd6 43. Kf3-Hc6 14. b5-c5 44. Hb7-Hd6 15. dxc5-bxc5 45. Hb5-g6 16. Ra4-Rd7 46. Rxf6-Hxf6 17. Bf5-Bc8 47. Kf4-He6 18. Bxd7-Bxd7 48. f3-Ha6 19. Hxc5-d4 49. e4-fxe4 20. Rxd4-a6 50. fxe4-Hf6+ 21. Rb3-De6 51. Ke3-Ha6 22. Rb6-Dxb6 52. Hd5-Kg7 23. Dxd7- axb5 53. Kf4-Ha3 24. Hxb5-Dd8 54. Hd7+-Kf6 25. Dxd8-Hexd8 55. Hd6+-Kg7 26. Rcl-Hd2 56. Hc6-Hb3 27. g3-Be7 57. Hc7+-Kf6 28. Hb7-Ba3 58. Ha7-Hc3 29. Rb3-Hxa2 59. e5+-Ke6 30. Hdl-Bf8 60. Ha6+-Kf7 ■________________________________________________________________e 1.■...a..ma Æ m m JLMJMJEL^ Hér fór skákin í bið. Speelman ætti ekki að eiga í erfiðleikum með að halda jöfnu. H. Ól. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalag- iðífíeykjavík Sameigin- íegt fram- boð? Kostir og gallar Samvinna eða samfylking? Miðvikudaginn 4. október kl. 20.30 býður Alþýðubandalagið í Reykjavík til opins fundar vegná væntanlegra borgarstjórnarkosn- inga. Fundarstaður: Flokksmiðstöðin, Hverfisgötu 105. Framsögumenn: Bjarni P. Magnússon, Elín G. Ólafsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Sigurjón Pétursson. Fundarstjóri: Stefanía Traustadóttir formaður ABR. Fundarefni: Samvinna minnihlutans í borgarstjórn þetta kjörtíma- bil. Sérstaða þessara flokka. Kostir og gallar sameiginiegs tram- boðs. Á eftir framsögum svara framsögumenn fyrirspurnum fundar- manna. Allir velkomnir. Stjórn ABR Alþýðubandalagið á Akureyri Félagsfundur Alþýðubandalagið á Akureyri heldur félagsfund i Lárusarhúsi Eiðsvalla- götu 18 miðvikudaginn 4. október klukkan 20,30. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins mætir á fundinn. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing Alþýöubandalagsins sem haldið verður á Húsavík dagana 21. - 22. október. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin Bjarni Fundir á Austurlandi Eskifjörður - félagsfundur Alþýðubandalagið á Eskifirði heldur félagsfund í Félagsheimilinu Valhöll miðvikudagskvöldið 4. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kjör fulltrúa í kjördæmisráð. 2. Kjör fulltrúa á landsfund. 3. Staðan í landsmálunum: Hjörleifur Guttormsson alþingismaður. 4. Önnur mál. Stjórnin Breiðdalur - félagsfundur Alþýðubandalagsfélag Breiðdals og nágrennis heldur félagsfund í Staðar- borg, Breiðdal, fimmtudagskvöldið 5. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kjör fulltrúa í kjördæmisráð. 2. Kjör fulltrúa á landsfund. 4. Staðan í landsmálunum: Hjörleifur Guttormsson alþingismaður. 4. Önnur mál. Stjórnin Höfn Hornafirði - félagsfundur Alþýðubandalag Austur-Skaftafellssýslu heldur félagsfund i Miðgarði á Höfn föstudagskvöldið 6. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kjör fulltrúa í kjördæmisráð. 2. Staðan í landsmálunum: Hjörleifur Guttormsson alþingismaður. 3. Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldinn á Húsavík dagana 21 .-22. október. Dagskrá: Laugardagur 1. Kl. 13.00 Þingsetning skiþun starfsnefnda og rannsókn kjörþréfa. 2. Sveitarstjórnarmál - Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga - Staða sveitarfélaga á landsbyggðinni - Sveitarstjórnarkosningar Almennar umræður um málefni sveitarfélaga og komandi kosningar. Fulltrúar og varafulltrúar í sveitarstjórnum, nefndarmenn og annað áhugafólk um sveitarstjórnarmál er sérstaklega boðið velkomið. 3. Kl. 20.00 Léttur kvöldverður og kvöldvaka í umsjá heimamanna. Sunnudagur 4. Kl. 09.30 Venjuleg aðalfundarstörf. 5. Kl. 11.00 Stjórnmálaviðhorfið - þátttaka í ríkisstjórn. Framsaga og al- mennar umræður. Kl. 13.00 Framhald almennra umræðna. 6. Kl. 15.30 Afgreiðsla mála. Kosning stjórnar, fulltrúa í miðstjórn o.fl. 7. Kl. 16.30 Þingslit. Framsögumenn og gestir fundarins verða auglýstir síðar. Stjórn kjördæmisraðs ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.