Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 8
Samkomulag um Afganistan? Benazir Bhutto, forsætisráö- herra Pakistans, sagði í gær að Pakistan og Sovétríkin væru nú nálægt því að komast að samkomulagi um Afganistan. Hún neitaði þó því, sem áður hafði flogið fyrir, að Pakistans- stjórn legði nú fast að bráða- birgðastjórn afganskra upp- reisnarmanna í Peshawar að semja við stjórn Najibullah í Ka- búl. Eigi að síður er svo að heyra að pakistanskir ráðamenn séu nú orðnir úrkula vonar um að mu- jahideen sigri Kabúlstjórnina. Ólga meðal ungverskra kommunista Sósíalíski verkamannaflokkur- inn, eins og ungverski kommún- istaflokkurinn nefnist, heldur flokksþing um næstu helgi og er búist við að á því komi til harðra deilna milli íhaldssamra og frjáls- lyndra kommúnista. Þeir frjáls- lyndu, undir forustu Imre Pozsgay, vilja gerbreyta flokkn- um og gera hann líkan jafnaðar- mannaflokkum Vestur-Evrópu, telja að hann eigi að öðrum kosti fylgishrun í vændum er farið verður að kjósa á lýðræðislegan hátt. Pozsgay líkir þeim flokks- bræðrum sínum, sem halda vilja fast við kenningar um alræði ör- eiga og forustuhlutverk kommún- istaflokks við þá menn fyrri tíða, er trúðu því að jörðin væri flöt. Hefðarsinnar í flokknum telja hinsvegar að frjálslyndisstefnan, sem hefur veriö ofan á í flokknum undanfarið, hafi leitt Ungverja- land í efnahagslegar ógöngur. Kommúnistaflokki verður breytt Pólskir kommúnistar hafa með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða samþykkt að skipta um nafn á flokki sínum og breyta stefnuskrá hans og flokksreglum. Er haft eftir talsmanni flokksins að Ijóst sé að hann sé úreltur orðinn og geti í sinni núverandi mynd ekki tekist á raunhæfan hátt á við að- kallandi vandamál. Noriega steypt? Fréttir frá Panama herma að Manuel Antonio Noriega, valds- manni og herstjóra þarlendis, hafi verið steypt af stóli. Kváðu þar hafa verið að verki herforing- jar nokkrir, sem sagt er að hafi náð á sitt vald flestum mikilvæg- ari stöðum í Panamaborg og sett Noriega og herforingjaráð hans af. Ekki var vitað í gær hvar Nori- ega var sjálfur niður kominn, en Ijóst var þá að nokkur hluti Pan- amahers a.m.k. hélt tryggð við foringja sinn og hafði í frammi skothríð mikla gegn uppreisnar- mönnum. Af mannfalli eru ekki Ijósarfregnir. Noriega hefur ráðið mestu í Panama síðan 1983. Tilboði frá Gaddafi hafnað Muammar Gaddafi Líbíuleið- togi hefur boðið Feneyingum upp á að innlima borg þeirra í Líbíu og lofað að leysa flest þeirra vand- ræði, þar á meðal vegna flóða, sem og að bjarga sögufrægum byggingum og minnismerkjum borgarinnar undan mengunar- voðanum. Segirlíbíska fréttastof- an Jana að ekki sé nema eðlilegt að Feneyjar sameinist Líbíu, vegna náinna tengsla borgarinn- ar við arabíska heiminn fyrr á tíð. Feneyingar hafa hafnað tilboð- inu. Tyrkjaher leitar Kúrda Tyrkneskir hermenn leita nú í óðaönn kúrdneskra skæruliða, sem þeir segja að reyni að kom- ast frá tyrkneska Kúrdistan inn í Sýrland og íran, áður en vetur sverfur að, dulbúnir sem fjárhirð- ar. Skæruliðar á vegum Kúrd- neska verkamannaflokksins (PKK) hafa barist gegn Tyrkjum síðan á miðju ári 1984, einkum að sumarlagi, og haft bækistöðv- ar í íran, Sýrlandi og írak. Tyrkir segjast hafa misst um 100 her- menn fallna í viðureignum við skæruliða þessa síðan í maí s.l. Flóttafólki leyft að fara Austurþýsk stjórnvöld hafa veitt öllum þeim þegnum sínum, sem staddir eru í Tékkóslóvakíu og vilja komast til Vestur- Þýskalands, fararleyfi þangað. Er talið að þeir séu 10.000- 11.000. Tékkóslóvakía hefur um skeið verið eina landið, sem Austur-Þjóðverjar hafa mátt ferð- ast til án vegabréfsáritunar, en nú hafa stjórnvöld þeirra tekið fyrir það. Gera austurþýskir ráða- menn sér efalaust vonir um að geta með því stöðvað fólks- strauminn úr landi en hafa ákveðið að leyfa þeim, sem þeg- ar eru komnir til Tékkóslóvakíu, að fara vesturyfir, til að firra sig ámæli. Um helgina leyfðu austur- þýsk stjórnvöld yfir 6000 þegna sinna, sem leitað höfðu hælis í sendiráðum Vestur-Þýskalands í Prag og Varsjá, að fara vestur- yfir, en ekki voru flóttamennirnir fyrrfarnirúrsendiráðinu íPragen það fylltist aftur af austurþýskum flóttamönnum, um 5000 talsins. Landbúnaðarframleiðsla minnkar ERLENT Kína Jiang líklegur eftirmaður Dengs Vaxandi líkur eru á því að Ji- ang Zemin, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, verði eftir- maður Deng Xiaopings sem aðal- leiðtogi Kína. Landsmenn eru nú hvattir til að kynna sér af alúð ræðu, sem Jiang flutti í s.I. viku í tilefni þess að fjórir áratugir eru síðan kommúnistar komust til valda í landinu. í ræðu þessari lofaði Jiang flokkinn fyrir að hafa barið niður „gagnbyltingartilraun" í júní s.l. og kvað það ekkert efamál að sósíalisminn myndi um síðir bera sigurorð af kapítalismanum í heiminum, enda þótt atgangur- inn áður kynni að verða harður og langur. Deng, sem nú er 85 ára, hefur hælt Jiang á hvert reipi og kallað hann „kjarna flokks- ins.“ Jiang tók við stjórn flokks- ins af Zhao Ziyang, sem vikið var frá vegna þess að hann var grun- aður um vinsemd við lýðræðis- hreyfinguna, sem mest kvað að fyrri hluta ársins. Jiang er 63 ára og var áður borgarstjóri í Sjanghaí. Hann er sagður um flesta hluti á sama máli og Deng, þ.e.a.s. um að halda pólitíska kerfinu lítt eða ekki breyttu en gera ýmsar breytingar í efnahags- og atvinnumálum. Stórfelldur mannfellir framundan? Loftslagsbreytingar draga úrframleiðslu á kornmat og vonlaust er að nema því aðeins aðfólksfjölgun Pangað til nýlega var gengið út frá því sem visu að loftslag á jörðinni myndi ekki breytast að ráði. Menn töldu sig vita þetta með vissu og voru bjartsýnir með hliðsjón af því. Nú er Ijóst að loftslagið er breytingum undir- orpið. Á þessa leið skrifar Rene Du- mont, heimsþekktur franskur akuryrkju- og hagfræðingur, sem hefur starfað sem ráðunautur fyrir Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Hann hefur einnig skrif- að nokkrar bækur um matvæli og þróunarmál. Hann segir það haf- ið yfir allan vafa að lofthiti á jörð- inni hafi hækkað síðan á fyrstu árum s.l. áratugar. Meginástæð- an til þess sé hraðvaxandi notkun jarðefnaeldsneytis, olíu, jarðgass og kola, er aukið hefur magnið af koltvíildi (koldíoxíði) í andrúms- loftinu. Hrun í maísframleiðslu Bandaríkja Af sex heitustu árum þessarar aidar gengu fimm um garð á s.l. tíu ára tímabili, 1980,1981,1983, 1987 og 1988. Meðallofthiti í Bandaríkjunum fyrstu fimm mánuðis.l. ársvarsá hæstiáþeim mánuðum allt frá því að farið var að mæla lofthita þarlendis fyrir um 130 árum. Hitahækkunin í Bandaríkjunum olli þurrkum, sem gerðu að verkum að maís- framleiðslan minnkaði um 17 af hundraði 1980 frá því árið áður, um 28 af hundraði 1983 og 35 af hundraði 1988. í ár verður neyslan á kornmat þarlendis að líkindum meiri en sem nemur framleiðslu innanlands, svo að ef Bandaríkin flytja út korn, eins og þau hafa lengstum gert, verður það af birgðum frá fyrri árum. Dumont telur einnig, að hitn- andi loftslag muni valda hækkun sjávarborðs, með þeim afleiðing- um að láglendustu strandsvæði, einkum óshólmar, komist í hættu. Á láglendum óshólma- svæðum Suður- og Austur-Asíu búa um 200 miljónir manna. Af- heiminum verðiforðaðfrá hungurvofunni stöðvist mguám mm- ■■■* (mörgum Afrikulanda nemur fólksfjölgunin um 3 af hundraði á ári. Alls engar likur eru á að hægt sé að hafa við þeirri fjölgun meö aukinni framleiðslu í landbúnaði. koma þeirra verður senn í voða, að áliti Dumonts. Hann heldur áfram: Þurrkar hafa þegar orðið skæðari en fyrr var vegna hitnandi loftslags og dregið úr vatnsmagni í stærstu fljótum. Egyptaland, gjöf fljóts- ins Nflar, er í sérstaklega mikilli hættu af þessari ástæðu. Frá því að síðustu ísöld lauk hefur meðallofthitinn á jörðu hækkað um fjögur stig aðeins, en óttast er að hitinn muni næstu 60 árin stíga um tvö stig a.m.k., ef til vill sex. Hrollvekjuspádómar um af- leiðingar hrörnandi ósonlags sjást nú og heyrast næstum dag- lega, og meðal þeirra aðila sem hafa stórar áhyggjur af því er Al- þjóðlega rísrannsóknastofnunin (IRRI) í Los Banos á Filipps- eyjum. Stofnunin telur að útfjól- ublá geislun sé þegar farin að aukast af þessari ástæðu. Þessi geislun dregur úr ljóstillífun (efnaferli þar sem blaðgræna virkjar sólarorku til að framleiða lífræna næringu úr koldíoxíði og vatni) og þar með framleiðslu á kolvetni. Hún gerir einnig að verkum að áveitur gefa minni af- rakstur en fyrr. Fram til 1986 var Alþjóðlega rísrannsóknastofnunin yfirleitt bjartsýn í framleiðsluspádómum sínum, en það breyttist 1987. í skýrslu frá stofnuninni útgefinni í okt. s.l. var bentáað þaðárhefði hrísgrjónaframleiðsla Asíulanda minnkað um 19 miljónir smálesta - eða 4,3 af hundraði - frá því árið áður. 1984 - tímamótaár Sumir sérfræðingar telja að Egypskar telpur á skólabekk - eitt besta ráðið til að hamla við fólksfjölgun er að tryggja konum menntun. 1984 hafi verið tímamótaár í landbúnaðarsögunni. Síðan þá hafi matvælaframleiðslan í heiminum á mann dregist saman um 14 af hundraði. Þetta er sett í samband við loftslagsbreytingar, en einnig fólksfjölgun. Landbún- aðarsérfræðingar eru nú með hliðsjón af þessu farnir að leggja áherslu á að ábyrgðin á því að tryggja heiminum næg matvæli skuli í framtíðinni hvfla á herðum stjórnmálamanna en ekki bænda. Dumont og fleiri telja að gera verði tvennt öðru fremur, ef tak- ast eigi að bægja hungurvofunni frá mannkyninu og raunar koma í veg fyrir miklu stórfelldari hung- ursneyð í náinni framtíð en þekkst hefur síðustu áratugi. í fyrsta lagi þurfi að draga að mikl- um mun og í skyndingi úr notkun jarðefnaeldsneytis. Með því móti væri hægt a.m.k. að draga úr hraða loftslagsbreytinga, með þeim árangri að framleiðsla í landbúnaði ykist á ný. En sam- mæli flestra er að jafnvel sá ár- angur yrði til lítils nema því að- eins að tækist að takmarka og síð- an stöðva fólksfjölgun. Nítjánföld fjölgun á 100 árum? f flestum fátækari landanna gerir mikil fólksfjölgun að engu alla viðleitni til að bæta lífskjör. í mörgum Afríkulöndum fjölgar íbúum nú um 3 af hundraði ár- lega, en það þýðir nítjánfalda fjölgun á 100 árum. Ákveðin við- leitni til að hafa við slíkri fjölgun með aukinni framleiðslu í land- búnaði gæti aðeins leitt til stór- felldrar umhverfiseyðingar með þeim afleiðingum, að landbúnað- urinn hryndi saman. Dumont telur að áhrifamestu ráðin til að draga úr fólksfjölgun séu að tryggja konum menntun og aukna virðingu í samfélaginu, sem og efnahagslegt sjálfstæði. Á Sri Lanka, í indverska fylkinu Kerala og í Taflandi hefur dregið úr fólksfjölgun um helming, síð- an mikill þorri stúlkna þar fór að ganga í skóla. Frjálshyggja í efnahagsmálum er ekki af hinu góða í þessu sam- hengi, að áliíi Dumonts. Hann segir hana örva til ofneyslu (eink- um á kjöti) og sóunar í ríkari löndum og sökkva þeim fátæk- ustu í þróunarlöndum enn dýpra í eymdarfenið. Ny Tid/-dþ. 8 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.