Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 20
■■SPURNINGIN—
Hvemig líst þér á aö eftir-
launaaldur verði hækk-
aður úr 67 árum í 70 ár?
Guðni Ingimundarson
verkamaður:
Þeir ættu frekar að hækka aldur-
inn uppí 90 ár og þá þyrftu þeir
ekki að greiða neitt. En án gam-
ans finnst mér þessi tillaga alveg
ótæk og til vansa fyrir þá sem
hugsa á þessum nótum.
Páll Sveinsson
ellilífeyrisþegi:
Ég er algjörlega ósammála
þessu. Fólk hefur þegar skilað
sínu starfi um 67 ára aldur og ef
eitthvað er ætti frekar að lækka
þann aldur. Þá finnst mér að taka
eigi meira mið af heilsu manna
heldur en aldri í þessari vinnu-
Drælkun sem hér er.
Sigurrós Helgadóttir
húsmóðir:
Mér finnst að það eigi ekki að
hækka hann heldur á hann að
vera óbreyttur. Núverandi aldur
er ágætis viðmiðun •
Bryndís Markúsdóttir
fóstra:
Ég er ósammála því að hækka
beri þennan aldur. Fólk er búið
að fá meira en nóg af vinnu 67
ára en aftur á móti eiga þeir sem
heilsu hafa og orku að geta unnið
áfram án tillits til aldurs.
Gunnar Hermannsson
rafiðnfræðingur:
Mér líst illa á þessa ráðagerð og
er ósammála henni. Fólk er búið
að skila sínu dagsverki.
Þióðviuinn
Miðvikudagur 3. október 1989 166. tölublað 54. órgangur
SÍMi 681333
Á KVÖLDIN
681348
SÍMFAX
681935
Náttúrufrœðistofnun
100 ár á hrakhólum
Náttúrufrœbistofnun heldur upp á aldarafmæli með sýningu ítveimur
sölum. Risaskjaldbaka, risaholufylling, plöntur ogfuglar meðalþess
sem sýnt er. Hillir undir að stofnunin komist í fullnœgjandi húsnæði
Holufyllingin sem Brunabótafé-
lag Islands gaf Náttúrufræði-
stofnun er tignarleg og fögur
sjón. Innan í steininum eru fjólu-
bláir„kristallar“sem varpa mjög
skemmtilegu Ijósi frá sér.
húsnæði stofnunarinnar við
Hlemm væri eign Háskólans og
hefði á sínum tíma verið keypt
fyrir happdrættisfé. Lengi hefði
staðið til að byggja yfir safnið og
margar teikningar gerðar og
jafnvel hefði eitt sinn verið gert
líkan að væntanlegu húsi.
Nefnd á vegum menntamála-
ráðuneytisins hefur nú nýlega
skilað frá sér áliti, þar sem lagt er
til að stofnuninni verði reist hús á
háskólalóðinni, í grennd við
friðað svæði í Vatnsmýrinni.
Nefndin telur að húsið geti orðið
fullklárað árið 1995.
Að sögn Eyþórs fékk safnið
meira sýningarrými fyrir um fjór-
um árum. Kraftur hefði hins veg-
ar ekki komist í að gera salinn
tilbúinn til notkunar fyrr en fyrir
tveimur árum. Hann hefði síðan
verið formlega tekinn í notkun í
mars sl. Þá var gamla salnum lok-
að og hann gerður upp en salur-
inn var tekinn í notkun 1967. Til-
koma nýja salarins þýðir um
helmings stækkun á sýningarrými
safnsins.
Það er til umræðu að sögn
Eyþórs, að fá fleiri aðila inn í sýn-
ingarstarfsemi Náttúrugripa-
safnsins. Er þar aðallega horft til
Reykjavíkurborgar, þar sem
safnið getur nýst og nýtist skóla-
fólki í Reykjavík mjög vel.
-hmp
Náttúrufræðistofnun íslands er
100 ára um þessar mundir og
var haldið formlega upp á það á
laugardag, þegar sýning var opn-
uð í safninu í fyrsta skipti í
tveimur sölum, í húsakynnum
stofnunarinnar við Hlemm. Þá
var safni stofnunarinnar afhent
Geirfuglinn góðkunni er auðvitað
á stalli í safninu. En hann var
keyptur á uppboöi í London árið
1971 fyrir samskotafé. Myndir:
Kristinn
um 200 kílóa holufylling að gjöf
frá Brunabótafélagi íslands.
Steinninn er afbrigði af kvarsi og
fannst hann árið 1984 í Ríó
Grande do Sui í Brasilíu.
Steinninn er ættaður úr 110
milljón ára gömlum jarðlögum.
Hið íslenska Náttúrufræðifélag
stofnaði Náttúrugripasafnið en
félagið var stofnað 16. júlí 1889.
Aðalhvatamaður að stofnun fé-
lagsins og um leið safnsins var
Stefán Stefánsson grasafræðing-
ur, seinna skólameistari á Akur-
eyri. Náttúrufræðistofnun og
Náttúrufræðifélagið eiga því
bæði aldarafmæli um þessar
mundir. Stofnunin skiptist í þrjár
deildir, dýrafræðideild, grasa-
fræðideild og jarðfræðideild. Á
safninu ber að líta fjölbreytilegt
úrval úr grasa-, dýra- og steinar-
íkinu og getur ferð á safnið reynst
hverjum sem hana fer mikill fróð-
leikur. Einn af forvitnilegri grip-
um safnsins er risaskjaldbaka
sem fannst í Steingrímsfirði á
Ströndum árið 1963. Hún vóg 375
kíló en þessar skjaldbökur geta
vegið allt að 720 kílóum og orðið
4 metrar að lengd.
Eyþór Einarsson, sem nú
gegnir stöðu forstöðumanns
Náttúrufræðistofnunar, sagði
Þjóðviljanum að stofnunin og
safnið hefðu verið á hrakhólum
með húsnæði alla tíð. Sýningar-
salur safnsins hefði til að mynda
verið á neðstu hæð Landsbóka-
safnsins í 51 ár, á árunum 1908-
1959, þó þar hefði hann ekki átt
að vera nema í eitt ár. Núverandi
Á safninu hefur verið sett upp sneiðmynd af jarðsprungu sem Sveinn
Ingimundarson, verkamaður á Stöðvarfirði, ánafnaði stofnuninni. Um
er að ræða Aragónít í bergsprungu í blágrýti.
Einhverra hluta vegna er
alltaf á tali hjá bankaráðs
formönnunum þegar hann
hringir í þá.