Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.10.1989, Blaðsíða 12
_________________SJÁVARÚTVEGUR_______________ Félag rækju- og hörpudisksframleiöenda Hækkandi markaðsverð Eftir mikinn samdrátt í út- hafsrækjuveiöum í vetur og vor annað árið í röð eftir met- veiði 1987 hefur lifnað yfir veiðunum íjúlí. Sókn virðist þó miklu minni en áður í rækj- uní þótt engar beinar tölur liggi fyrir um það. Vafalítið er það m.a. afleiðing mikils nið- urskurðar í kvóta í heild. Veiðin í júlí má því teljast góð en hún reyndistskv. bráða- birgðatölum Fiskifélags ís- lands um 3.700 tonn á móti 4.400 tonnum 1988. Rækjuveiðin hefur þróast þannig milli áranna 1988 og 89: Þegar rækjuveiðin var í há- marki árið 1987 eða um 38.600 tonn skorti mjög á að allar verk- smiðjur og skelflettingarvélar í landinu hefðu nægt hráefni til eðlilegs rekstrar. Kvóti var tek- inn upp á úthafsrækjuveiði fyrst árið 1988 og þá stefnt að því að veiða 36.000 tonn. Nærri má geta að víða skortir hráefni nú þegar ætlunin er að ná 23.000 tonna afla í stað fyrrgreindra 36.000 tonna í fyrra. Svonefnd sérveiðiskip hafa nú 25% minni kvóta en í fyrra og önnur rækjuskip og bátar 40% minni kvóta, sem margir hverjir eru svo naumt skammtaðir að ekki borgar sig fyrir viðkomandi að nýta þá. Félagið hefur sett fram hugmyndir um að helmingi úthafsveiðikvótans verði úthlut- að til vinnslustöðva og helmingi til veiðiskipa. Þetta hefði í för með sér aukna samræmingu í veiðum og vinnslu og leiddi að líkindum til mikillar hagræðingar í greininni. Þessar hugmyndir hljóta að koma til skoðunar þeg- ar lögum verður breytt um fiski- veiðistjórnun eins og lög ákveða að gert skuli í haust. Verðlagsráð sjávarútvegsins tók ákvörðun um að hækka rækj- uverð, eins og almennt fiskverð í júní s.l., eða um 4.2% Rækju- verð hafði þá tvívegis verið hækk- að samtals um 12-13% á gildis- tíma bráðabirgðalaga, sem bönnuðu hækkun almenns fisk- verðs í 12 mánuði. Verð- lagsráðsverð er sem hér segir: Kr./Kg. 230 stk. o. fl 76.00 231-290 stk. 69.00 290-250 64.00 Undirmálsrækja 28.00 Vegið meðaltal 74.52 Rækjumarkaðurinn hefur heldur styrkst Sala á frystri skelflettri rækju hefur gengið vel í sumar. Full- unnin vara hefur selst nánast jöfnum höndum og birgðir ekki myndast. Verð hefur fremur far- ið eilítið hækkandi en hitt. Hlý- sjávarrækja er talin hafa unnið markaðshlutdeild í kjölfar verð- sprengingar á kaldsjávarrækju á árinu 1986. Menn eru að vona að þessi verðhækkun, þó lítil sé, gefi til kynna að kaldsjávarrækjan sé að ná sér á strik í Évrópu, sem er nánast eini markaðurinn, sem við seljum þessa vöru á. Ástæðan fyrir þessu er m.a. sú að menn spá minnkandi framboði í heild af pillaðri frystri kaldsjávarrækju frá Norðurlöndum Rússlandi og Kanada á Evrópumarkaði, sbr. síðusta fréttabréf. Meðalverð á frystri skelflettri rækju hefur þróast sem hér segir skv, athugunum félagsins: hækkað örlítið, gengi almennt breyst og verðjöfnun haldist tals- verð. Þetta hefur bætt afkomuna, þótt erfitt sé að spá á þessari stundu hvernig árið muni koma út. Þar skiptir miklu að hráefni skortir svo mjög að dæmi eru um að það sé yfirborgað. Einnig fer afkoman afar mikið eftir nýtingu. í því sambandi má geta þess að sá hluti rækju, sem ekki nýtist við pillun (skelin ofl) er um 3/4 af þyngd hennar upp úr sjó. Stærðarflokkun: sterlingspund per Ibs. apríl júní júlí 100/200 2.75 2.98 2.94 150/250 2.60 2.73 2.74 200/300 2.40 2.53 2.51 250/350 2.26 2.30 2.31 300/500 1.95 2.08 2.02 Vegið meðaltal 2.31 2.42 2.43 Þetta jafngildir verði í ísl. krónum sem hér segir m.v. núverandi gengi per kg. cií (gengi GBP 95.66): ÍKR/KG ÍKR/KG ÍKR/KG 487.25 510.45 512.56 Tonn 1988 1989 % munur Jan/maí 7.671 5.185 -32.4% Júní 4.305 2.322 -46.0% Júlí 4.404 3.722 -15.5% Samtals 16.380 11.229 -31.4% . Fiskuppboð alla virka daga Við höfum 40000 m2 uppboðssal við Óseyrarbryggju. Mikið athafnarými og góð tenging við vegakerfið. Vanir menn annast losun og afgreiðslu skipa og annarra flutningstækja. Yfir 150 skráðir kaupendur. Upplýsingar í síma 651888. VIÐ FORNUBÚÐIR • PÓSTH. 383 • 222 HAFNARFIRÐI SÍMI 651888 - TELEX 3000 „FiskuF' Okkar sergrein Einingar fyrir: 1. Kæli-og frystiklefa. 2. Iðnaðar- og geymsluhúsnæði. 3. Milliveggi. 4. Stjórnklefa. Ásamt hurðum og hurðabúnaði. (Meðmæli: Faxafrost, Hafnarfirði.) Simi:Tel. OFFICE 354-1-670057 354-1-67020 TELEFAX 354-1-670059 Hönnun, ráðgjöf, sala og þjónusta. iiiduland Verðjöfnun rækju Markaðsverð á frystri skelflett- ri rækju er engu að síður svo lágt að greitt hefur verið um skeið úr Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegs- ins til þess að bæta verðlækkun- ina. Nú er verðjöfnun 9% af CIF verð, en komst hæst í 12%. Mikil innistæða er samt sem áður í rækjudeild sjóðsins eða fast að 400 millj. króna, þar sem rækju- menn greiddu gífurlegar fjárhæð- ir í hann þegar markaðsverð var hæst. Þetta er einmitt tilgangur þessa sjóðs - að jafna verðsveifl- ur á markaðinum - og þótt um hann hafi verið og séu skiptar skoðanir hefur þessi verðjöfnun nú komið sér vel fyrir þá sem stunda veiðar og vinnslu rækju. Afkoman í rækju- vinnslu hefurfarið batnandi Eftir veltiárið 1986, en þá hækkaði verð á frystri rækju upp úr öllu valdi hefur verið mikið tap á rækjuvinnslu, raunar á stund- um mun meira en á frystingu botnfisks. Fyrir nokkrum mán- uðum varð gengisþróun Evróp- umynta hagstæð, og bætti það af- komuna. Nú hefur markaðsverð Hörpudisksveiðar aukast að nýju Verð hörpudisks á Bandaríkj- amarkaði, sem er langmikilvæg- asti markaður þeirrar afurðar hækkaði einnig gífurlega árið 1986. Þetta varð til þess að fram- boð jókst og verðfall sigldi í kjöl- farið. Við þessu var í fyrstu brugðist með verðjöfnunar- greiðslum, en innistæður hörpu- diskdeildarinnar dugðu aðeins í skamman tíma og var þá verð hækkað á ferskum hörpudiski upp úr sjó. Þessi verðlækkun olli eðlilega minni sókn í skelina og dró mjög úr veiðunum síðustu tvö ár. Nú hefur sóknin aukist að nýju og er skýringar að leita í verðjöfnun, sem ákveðin var með bráðabirgðalögum á sínum tíma. Til þess að standa undir þeim var tekið lán til Verðjöfnu- narsjóðs sjávarútvegsins á hlið- stæðan hátt og til botnfiskfrystingar. Þá hefur markaðsverðið þokast upp á við að nýju. Hörpudisksveiðarnar síð- astliðinn vetur frá áramótum urðu tæplega 30% meiri en á sama tíma í fyrra svo sem fram kemur í eftirfarandi tölum: Tonn Tonn Mism.% 1988 1989 jan/apr. 1.596 2.051 28.5% Angóla Glöggt er gests augað Angólamenn œskja samvinnu við íslendinga umþró- un sjávarútvegs Fyrir skömmu kom hingað til lands þriggja manna sendinefnd frá sjávarútvegsráðuneyti Ang- óla íboði Þróunarsamvinnustofn- unar íslands. Sendinefndin dvaldi hér á landi í rúma viku í þeim tilgangi að kynna sér að- stæður og vinnubrögð í íslensk- um sjávarútvegi. Þeir heimsóttu fiskvinnslu- stöðvar, fiskmarkað og söluaðila. Jafnframt voru ýmsar gerðir fiskiskipa skoðuð og farið í plast- bátaverksmiðju. Það sem mesta athygli vakti var þó stjórnun og eftirlit með fiskveiðum og land- helgi. Bæði landhelgisgæslan sjálf ásamt tilkynningarskyldu fiskiskipa og ekki síður stjórnun og eftirlit fiskveiða og fram- leiðslu af hálfu sjávarútvegsráðu- neytisins, Hafrannsóknastofnun- ar og Rannsóknastofnunar fiski- ðnaðarins. Á lokafundi með Þróunarsam- vinnustofnun lýstu sendinefndar- menn mikilli ánægju með dvölina hér og sögðust margt hafa lært. Þó einkum helst það að íslend- ingar taka fiskveiðar greinilega alvarlega. Þeir töldu því að margt megi sækja í smiðju til íslendinga varðandi fiskveiðar. Létu þeir í ljós eindregna ósk um að takast mætti samstarf milli íslendinga og íbúa Angólu um þróun þeirra eigin sjávarútvegs. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.