Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 3
Flóttamannalest kemur frá Ungverjalandi: Fremur lýðréttindi en efnaleg gaeði... Ungkommúnistaganga í Austur-Berlín: Æ erfiðara að króa sig af. Þeir reyndu að loka að sér Þýska alþýðulýðveldið fertugt. Flóttamannastraumurinn hefur enn á ný gert Þýskalandsmálin að stærsta pólitíska óvissuþættiíEvrópu, segir Hjörleifur Guttormsson Um þær mundir sem DDR, Austurþýska alþýðuveldið, held- ur upp á fertugsafmæli sitt dregur flóttamannastraumur þaðan til sín athygli að ástandi í landinu og vekur upp Þýskalandsmál á nýj- an leik. I þessu tilefni er Hjörleifur Guttormsson spurður um mat hans á tíðindum, en hann nam í Leipzig á árununum 1956-1963 og á sæti af hálfu Alþýðubanda- lagsins í utanríkismálanefnd Al- þýðubandalagsins. Ég tel mig ekki sérstaklega fróðan um mál Austur- Þýskalands, sagði Hjörleifur. Ég kom þangað í stutta heimsókn síðast fyrir 15 árum. En ég hefi vitanlega reynt að fylgjast með þróun mála þar fyrr og síðar með lestri blaða og tengslum við fólk sem ég kynntist þegar ég var þar við nám. Ég tel þróun mála í landinu áhyggjuefni, meðal annars vegna þess að þar er hætta á alvarlegum átökum sem gætu haft neikvæð áhrif fyrir lýðræðisþróun í öðrum löndum um austanverða Evrópu. Tvennskonar kreppa Austur-Þýskaland hefur átt við mikla efnahagsörðugleika að glíma. Þótt ástand þar hafi verið með því skásta sem gerist fyrir austan tjald, þá hefur þar verið skortur á almennum neyslu- vörum og þ.á m. matvælum. Pól- itísk kreppa hefur verið þar ára- tugum saman og hún hefur farið versnandi síðustu ár eftir að glas- nost hófst í Sovétríkjunum. Vald- hafar í DDR hafa talið sér trú um að þeir þyrftu ekki að breyta neinu hjá sér, þeir hafa reynt að komast hjá breytingum í lýðræð- isátt. Með vissum hætti hafa Austur-Þjóðverjar verið að lifa sitt Brézhnef-skeið með aldna forystu í litlum tengslum við veruleikann, sem hefur reynst kaþólskari en páfinn í sinni kreddufestu. Stökkbreytingar í pólitísku lífi í grannríkjunum í austri, einkum Póllandi og Ungverjalandi, hafa gert það æ erfiðara fyrir austur- þýsk stjórnvöld að króa sig af. Landið er galopið fjölmiðlum Vestur-Þýskalands og þýðingar- laust að sýna almenningi Pótem- kíntjöld. Ekki síst eftir að boð- skapur Prövdu mildast og einnig úr þeirri átt er talað um nauðsyn breytinga. Ekki hræddir lengur Vissulega hafa austurþýsk stjórnvöld gert ýmsar tilslakanir m.a. í samningum milli þýsku ríkjanna. í nokkrum mæli hefur fólki, einkum öldruðu, verið leyft að flytja löglega úr landi. fen NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3 þetta hefur ekki létt af þrýstingn- um, heldur ýtt undir væntingar um raunverulegt ferðafrelsi. Glasnostþróunin allt í kring hefur líka gefið andspyrnustarfsemi byr undir vængi. Almenningur lætur ekki hræða sig til þagnar með sama hætti og áður. Það hefur margt breyst þegar þúsundir manna ganga um götur í Leipzig og krefjast pólitískra tilslakana. Driffjöðurin í flóttamanna- straumnum núna, sem ungt fólk myndar öðrum fremur, er að mínu viti ósk um ferðafrelsi og lýðréttindi fremur en sókn eftir efnislegum gæðum. Þótt ekki sé alltaf auðvelt að greina þarna á milli. Röng viðbrögð og ótti Ef valdhafar kommúnista í Austur-Þýskalandi hefðu hugsað sitt ráð eitthvað svipað og kol- legar þeirra í nálægum ríkjum, áttu þeir ýmsa möguleika til að hafa stjórn á þróuninni. Þeir hefðu getað farið þá leið að opna landamærin til vesturs, auka ferðafrelsi, og vinna jafnframt að breytingum í lýðræðisátt heima fyrir, einnig í efnahagslífinu. Ég er ekki viss um að slík opnun hefði valdið fjöldaflutningum fólks vestur fyrir í sama mæli og varð t.d. skömmu áður en Berlín- armúrinn var reistur. Hinn al- menni borgari í Austur- Þýskalandi hefði fyrst og fremst spurt sjálfan sig að því, hvort hann mætti treysta því að þróunin stefndi í lýðræðisátt og hann gát svo hugsað sitt ráð í ljósi þess. Nú er það hinsvegar örvæntingin sem knýr áfram flóttann, óttinn við að útgönguleiðum verði lokað til lengri tíma. Og það er því miður ekki að ástæðulausu að menn ótt- ast að valdhafar grípi til örþrifa- ráða og valdbeitingar þegar undirstöðurnar eru að gliðna undan fótum þeirra.' Þýskalands- málin og framtíðin Aðstæður í þýsku ríkjunum báðum hafa verið ólíkar þeim sem annarsstaðar urðu til, vegna þeirrar sögu sem leiddi til skipt- ingar landsins. Þjóðverjar eru ein þj óð, hvað sem j árntj aldi líður og ólíkri þróun í sl. fjóra áratugi. Grannríkin í austri og vestri hafa ekki áhuga á sameiningu Þýska- lands - um það eru svipuð viðhorf uppit.d. íferakklandi og Póllandi og hjá forystumönnum risaveld- anna og ekki skulum við gleyma gróinni tortryggni í Sovétríkjun- unum í garð þýskrar útþenslu. í þessu máli eru því uppi margar þversagnir. En það blasir við, að vegna ákvarðana einstaklinga í Austur-Þýskalandi um að taka pokann sinn er Þýskalandsmálið en á ný - og mörgum að óvörum - orðið að stærsta pólitíska óvissu- þættinum í Evrópu. Almennings vegna, og ekki síst vegna almenn- ings í Austur-Þýskalandi, hljót- um við að vona að nauðsynlegar breytingar í lýðræðisátt geti runn- ið í friðsamlegan farveg. Þeirri kröfu fylgja auðvitað hættur sem samfara eru hverri ólgu: við erum að tala um Mið-Evrópu sem er þéttskipaðsta vopnabúr í heimi og má ekkert út af bera til að friður haldist. Líkur á að draumur um sam- einingu þýsku ríkjanna rætist í fyrirsjáanlegri framtíð eru ekki miklar. Þeim mun nauðsynlegra er að milli þýsku ríkjanna skapist bærilegt ástand. Þar reynir á pól- itíska forystu beggja megin, en þó meir á nýja pólitíska stefnu og endurmat í Austur- Þýskalandi, á forystu sem sé fær um að ávinna sér traust almennings og verða virkur þátttakandi í breytingum til bættrar sambúðar og aukinna samskipta ríkja í Mið- og Austur- Evrópu. áb Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulínan: 99 1002. BODDÍ-VARAHLUTIR NÝ SENDING! Höfum fyrirliggjandi mikiö úrval af boddí-varahlutum í flestar gerðir bif- reiða, t.d. bretti - vélarhlífar - hurðir - hurðarbyrði - stuðara - grill - fram- stykki - svuntur - sílsa og margt fleira. Útvegum varahluti með skömmum fyrirvara. Því að kaupa notað þegar nýtt er jafnvel ódýrara? Greiðslukjör - Póstsendum Einnig voru að koma VATNSKASSAR í flestar gerðir bila

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.