Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 8
Málgagn sósíalisma, þjoöfrelsis og verkalýöshreyfingar Síöumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjóri: Árni Bergmann Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson Umsjónarm. Nýs Helgarblaðs: Ólafur Gíslason Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Afgreiðsla, skrifstofa og ritstjórn: ® 68 13 33 Auglýsingadeiid: ® 68 13 10 - 68 13 31 Símfax: 68 19 35 Verð í lausasölu: 140 krónur Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Ræða utan- ríkisráðherra á allsherjarþingi SÞ. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra hélt ræöu í almennum umræöum á allsherjarþingi Sameinuöu þjóö- anna í fyrradag. Þar voru lagðar áherslur sem eru án efa góös viti: Þær bera vitni um aö sú ríkisstjórn, sem nú situr, vill móta sér utanríkisstefnu í samræmi bæöi viö þau jákvæöu tíðindi sem orðið hafa í sambýli austurs og vest- urs og viö brýna nauðsyn til að bregðast viö þeim háska sem býr í rányrkju og mengun. Og ekki er aðeins veriö aö bregðast við einum stærsta tilvistarvanda mannkyns - menguninni, spillingu náttúrlegs umhverfis, og ekki er aðeins lýst ánægju yfir þeim möguleikum sem þróun til afvopnunar opnar. Úm leiö er meö ýmsum hætti látinn uppi vilji til þess að íslendingar veröi annað og meira en áhorfendur atburða, aö þeir taki sem virkastan þátt í framgangi þess alþjóðlegs samstarfs sem beinist aö verndun umhverfis og eflingu friðar. Utanríkisráðherratengdi í ræöu sinni þær skyldur, sem hvíla á öllum þjóöum heims um að menga ekki jöröina og umgangast auölindir jarðar af skynsemi og hófsemi, viö þá lífsnauðsyn íslendinga aö auölindir hafsins séu vernd- aöar, hafinu ekki spillt meö geislavirkni eöa eitruðum úrgangi. í framhaldi af því lýsti hann stuðningi ríkisstjórnar íslands við nauðsyn þess að styrkja framkvæmd núgild- andi alþjóðasamninga um umhverfisvernd. Og síðan leggur hann til að á vettvangi SÞ verði lagður grunnur að nýjum gagnorðum löggerningi, sem kveði á um réttindi og skyldur ríkja á öllum sviðum umhverfisverndar. Hann gat þess að slíkan samning megi gera í tengslum við undir-, búning að ráðstefnu SÞ um umhverfi og þróun sem haldin verður árið 1992. Þar ætti að setja reglur um rétt allra manna til heilbrigðs umhverfis og um kvöðina til að varð- veita náttúruauðlindir og viðhalda líffræðilegri fjölbreytni. Um leið ætti samningurinn að mæla fyrir um réttinn til nýtingar náttúruauðlinda með þeim hætti að þaðfengist betri langtímaafrakstur um leið og unnt verði að hamla gegn rányrkju. Þá vék Jón Baldvin í ræðu sinni einnig aö þeim árangri sem náðst hefur á undanförnum misserum aö því er varðartakmörkun vígbúnaöar-m.a. með þvíað risaveld- in hafa lýst sig reiðubúin að eyðileggja efnavopn sín, rutt hefur verið úr vegi hindrunum fyrir gerð samnings um fækkun langdrægra kjarnavopna, stigin eru skref í þá átt að setja allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn. Utanríkisráðherra bætti því við, að íslendingar hefðu hreyft því nauðsynjamáli að „traustvekjandi aðgerðir og takmörkun vígbúnaðar (eigi) að nátil hafsvæða. Þráttfyrir að nokkrir samningar nái til hafsvæða hefur þeim ekki verið gert hátt undir höfði í afvopnunarviðræðum. Full ástæða er til að beina athyglinni meira en gert hefur verið að vígbúnaðarkapphlaupinu á höfunum í því augnamiði að tryggja öruggara umhverfi hafsins". Utanríkisráðherra gat um það fyrr í ræðu sinni að breytingar á stöðu mála í heiminum hafi gefið Sameinuðu þjóðunum tækifæri sem stofnunin hafði ekki áður til áhrifa á framvindu mála í heiminum. Svipað má raunar segja um tækifæri smærri ríkja eins og íslands. Og það er ágætt að ræða Jóns Baldvins lýsir jákvæðari og sterkari vilja til að slík tækifæri séu nýtt en menn hafa átt að venjast í málflutningi íslenskra utanríkisráðherra á alþjóðlegum vettvangi. Málflutningi sem hefur reyndar oftar en skyldi gengið í allt aðra átt. 8 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. október 1989 Islandsbanki afhjúpaður. Yfirstjórn hins nýja íslandsbanka kynnti væntanlegu starfsfólki bankans stefnu og markmið hans í Háskólabíói á miðvikudagskvöld. Auk (jess var nýtt merki bankans kynnt, en það var GBB auglýsingaþjónustan sem hannaði merkið. í stefnuyfirlýsingu Islandsbanka segir aö bankinn stefni að því að vera aflvaki framfara og velmegunar og að veita einstaklingum, samtökum og atvinnurekstri góða þjónustu, en leggja áherslu á þjónustu, nýsköpun, starfsmannamál, stjórnun og arðsemi. Á myndinni ávarpar Asmundur Stefánsson formaður bankaráðs Alþýðubankans og formaður bankaráðs Útvegsbank- ans starfsfólk þeirra banka sem að stofnun íslandsbanka standa. Mynd Kristinn. Helgarveðrið 4 Horfur á sunnudag Vestan og norðvestan átt og I0nandi. Skúrir á Suðvestur- og Vesturlandi, en líklega slydduél norðanlands. Þurrt og bjart vífeur á Austfjörðum og Suðausturlandi. Horfur á laugardag Suðvéstan att og hlýtt í veðri. annars úrkomulítið. Súld eþá rigníng ve^inlands og austur með suðurströndinni, en

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.