Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 14
Skýjum ofar til íslendingar hafa stöðugt orðið ferðaglaðari á undan- förnum árum. Fyrst fóru þeir í stórum og skipulögðum hóp- um til sólarlanda og annar hver maður kunni að gera ströndum Spánar og Italíu fullkomin skil, þekkti þar hvert hótel og alla bestu barina sem seldu ódýrustu drykkina. En með tímanum fór fólk að gera annars konar kröfur til ferða- laga, kannski vegna þess að sjálfstraustið var orðið meira. Við höfum í auknum mæli far- ið að líta okkur nær og nú er æ vinsælla að fara til útlanda á eigin vegum og keyra þangað sem hugurinn lystir. Það er líka tiltölulega auðvelt að komast til útlanda með litlum fyrirvara, til dvalar í skemmri eða lengri tíma. Nýtt Helgarblað skellti sér til Amsterdam fyrir skömmu, án þess að gera nokkra ferðaáætlun fyrirfram. Hjá Arn- arflugi fengum við þær upplýsing- ar að við gætum ekki aðeins farið til Amsterdam daginn eftir, held- ur gætum við líka fengið flug hvert sem væri í heiminum á Schipol innan eins til tveggja klukkustunda eftir lendingu þar. í þetta skipti létum við Amster- dam nægja, stimpilklukkan beið heima og taldi mínúturnar fram að mánudagsmorgni, en við fór- um á laugardagsmorgni út. Við sóttumst eftir því að kynnast því fólki sem kemur farþegum til út- landa, fólki sem flýgur til er- lendra flugvalla margsinnis í viku. Hvernig lítur starfið út á bakvið tjöldin? Bara kallað út á íslandi Þeir sem hafa ferðast til út- landa með flugi vita hvernig slíkt ferðalag gengur fyrir sig. Það er mætt á Keflavíkurflugvöll klukk- utíma fyrir brottför, rölt um frí- höfnina og að því loknu fær fólk sér einhverja hressingu áður en lagt er af stað. Um það bil hálf- tíma fyrir brottför heyrist svo við- kunanleg rödd í hátalarakerfi ■ hússins, sem tilkynnir brottför flugs númer eitthvað til Amster- dam, New York eða Parísar. Svona útköli þekkjast nánast hvergi nema á íslandi, enda kem- ur það fyrir að íslendingar missi af vélum í útlöndum þar sem þeir heyra aldrei útkallið. Blaðamað- ur og Ijósmyndari sátu í hópi ann- arra Amsterdamfara í Leifsstöð og löbbuðu af stað út í vél þegar tilkynnt var um síðasta útkall í flug 422 til Amsterdam. En flugferðin hefst í raun miklu fyrr hjá flugmönnum og flugfreyjum en hjá farþegum. Nýtt Helgarblað fékk leyfi til að skyggnast á bakvið tjöldin og fylgjast með því sem hinn al- menni farþegi verðui: ekki var við varðandi sína flugferð. Ahafnir Arnarflugs mæta í aðalstöðvum flugfélagsins í Lágmúla tæplega þremur tímum fyrir brottför. Þaðan er haldið með starfsmann- arútu upp á Keflavíkurflugvöll. Flugstjórinn í þessari ferð var Bragi Helgason. Hann sagði að þegar komið væri á flugvöllinn væri byrjað á að hafa samband við flugumsjón, þar sem fengnar væru upplýsingar um veður, og varaflugvelli og háloftavind- akort. Út frá þessum upplýsing- um væri síðan reiknuð út elds- neytisþörf ferðarinnar og hleðsluskrá væri gerð eftir þess- um upplýsingum. En íslensku flugfélögin reyna að taka sem minnst eldsneyti hér heima en fylla frekar vélarnar erlendis þar sem það er ódýrara. Á meðan á þessu stendur fara flugfreyjurnar yfir allan öryggis- búnað í farþegarými. Guðbjörg Lóní Kristjánsdóttir, yfirflug- freyja, segir það útbreiddan mis- skilning að hlutverk flugfreyja sé ekki annað en að bera mat og drykk í farþega. Aðalhlutverk þeirra, númer eitt, tvö og þrj.ú, væri að huga að öryggi farþeg- anna og fylgjast með því að allur búnaður sé í lagi. Flugfreyjur og flugþjónar færu síðan á upprifj- unarnámskeið á hverju ári til að viðhalda kunnáttu sinni á þessum sviðum. Eftir flugtak fór blaðamaður fram í flugstjórnarklefann til að spjalla við flugstjórann og kanna hvers konar aðstæður eru í þess- um dularfulla klefa sem alltaf er lokaður og því farþegum hulinn. Það kemur fyrst á óvart að flug- menn eru aðeins tveir en ekki þrír. Bragi upplýsir fávísan blað- amanninn um að í Boeing 737 hafi alltaf verið tveir menn í stjórnklefa. Það sé því engin ný- lunda eins og halda mætti eftir að Flugleiðir fengu Dísirnar, 737- 400. Úr flugstjórnarklefanum sjást lítið annað en hvítir skýjahnoðrar töluvert fyrir neðan vélina. Þó grillir í Norðursjóinn og við fáum ekki betur séð en þar sé bræla á miðum. Á radar vélarinnar sér aðeins glitta í Skotland og Fær- eyjar eru að hverfa af skjánum. Andrúmsloftið í flugstjórnarklef- anum er afslappað. Bragi og að- stoðarflugmaður hans, Magnús Brimar Jóhannsson, drekka kaffi í rólegheitum og Magnús maular vínarbrauð, sem Bragi afþakk- aði, sagðist ekki mega við því. Þeir hafa báðir flogið hjá Arnar- flugi síðan 1978 en höfðu áður flogið hjá smærri flugfélögum. Bragi flaug í tæpt ár í Suður- Ameríku hjá dótturfélagi KLM, KLM-Aeroparto. Þá flaug hann gömlum Douglas DC-3 í landmælinga- og fraktflugi og hann er engin undantekning frá öðrum flugmönnum; röddin verður eins og hann sé að tala um elskuna sína þegar hann minnist á þessa vél. En hvers vegna er þessi flugvél í svo miklu uppáhaldi hjá flugmönnum? Það verður fátt um svör, aðeins sagt að þetta sé mjög góð vél. Þó hún sé kannski hæg- fleyg á nútímamælikvarða, hafi hún verið alger bylting á sínum tíma. Og hér skýtur Magnús Brimar því inn í, að Boeing 737 vélin sé eiginlega þristur nútím- ans. Hún hafi verið hönnuð fyrir rúmum tuttugu árum og komi til með að vera á flugi um allan heim í fyrirsjánlegri framtíð. En þó blaðamaður sitji á spjalli við þá Braga og Magnús Brimar, fylgjast þeir náið með því sem fer fram á ólfkum mælum í mæla- borði og þeir breyta stillingum hinna og þessara takka eftir skip- unum frá flugumsjón á jörðu niðri. Bragi upplýsir blaðamann um þær reglur sem gilda um flug- tíma flugmanna. Þeir fljúga eina ferð á dag og yfir háannatímann fer hver flugmaður 12-14 ferðir á mánuði. Loftferðaeftirlitið leyfir þeim ekki að vera á lofti meira en 110 klukkustundir á mánuði en Guðbjörg Lóní sagði að flug- freyjur mættu ekki fljúga fleiri stundir en 80. Þegar rúmur klukkutími er eftir til Amsterdam, mætum við flugvél. Hún virðist þjóta áfram á ógnarhraða og ég spyr hvort við fljúgum svona hratt líka. Það er ekki laust við að flugmennirnir glotti aðeins að fákunnáttu minni. Bragi segir að þegar flug- vélarnar mætist, mætist þær á sameiginlegum hraða í kring um 1.500 kílómetra á klukkustund. En miðað við jörð séum við á 450 kílómetra hraða, en miðað við loft séum við á um 820 kflómetra hraða. Því miður getur blaðamaður ekki verið í flugstjórnarklefa við lendingu, þar sem ekkert auka- sæti er í klefanum. En Bragi segir mér að það geti verið mjög skemmtilegt að nálgast um- ferðarmikinn flugvöll eins og Schipol. Þegar margar þotur hafi komið inn til lendingar skilji þær eftir sig rákir sem myndi net á himninum. Aðflugið hefst um 20-30 mínútum fyrir lendingu, eftir því hvernig vindar blása og Bragi segir flugumsjón „stjórn,a“ vélinni alveg upp að flugstöðvar- byggingu. Ekki lengur fullir, en glaðir samt Rétt fyrir lendinguna finnur Guðbjörg Lóní fyrst smá tíma til að setjast í stutta stund og spjalla við mig. Ég spyr hana hvernig ís- lenskir farþegar séu í samanburði við erlenda. Hún viðurkennir að sér finnist þeir öðruvísi. Þeir skemmti sér oft miklu betur á ferðalögum en útlendingar og upplifi ferðina sterkar. Væru á- kveðnir í því frá því þeir héldu af stað heiman frá sér, að hafa það huggulegt og gott og njóta ferðar- innar. Þetta segir Guðbjörg þó langt í frá vera nokkurn galla, þvert á móti. Vegna þessa hug- arfars íslenskra farþega myndist oft nánari tengsl á milli þeirra og flugfreyja, en útlendingar eigi það til að vera fráhrindandi. „Það er tiltölulega stutt síðan íslendingar fóru að ferðast eins og þeir gera í dag, þeir ferðast meira en fyrir tíu árum þegar ég var að byrja að fljúga,“ sagði Guðbjörg. Viðhorf þeirra til ferðalaga virtist líka hafa breyst. Áður hefði það ekki verið maður með mönnum sem ekki mætti fullur um borð. Þetta væri svo gott sem liðin tíð, þó auðvitað væru alltaf undantekningar. Þegar hreyfilhljóð vélarinnar breytist og fólk fer að gægjast mis órólegt út um gluggana, spyr ég Guðbjörgu hvort hún verði vör við að íslendingar sév. flughrædd- ir. „Ekki meira v.:; aðrir,“ svarar hún. Það væri almennt mikið um flughræðslu og það komi oft fyrir að hugga þurfí fólk vegna henn- ar. Sumt fólk hreinlega gréti vegna flughræðslu. „Þetta hlýtur að vera hræðileg tilfinning," sagði Guðbjörg. Flugfreyjur reyndu eftir mætti að róa þetta fólk og stundum væri farið með það fram í til flugstjóra, sem hefði reynst árangursríkt. Fólk róaðist við að sjá að allt gengi eðlilega fyrir sig í flugstjórnar- klefanum. Guðbjörg gat ekki setið lengi að spjalli, þurfti að undirbúa lendinguna. Þegar flugvélin hef- ur keyrt upp að flugstöðinni í Amsterdam, kveður áhöfnin okkur með virktum, en hafði ekki langan tíma til þeirra hluta. Nú var kominn tími til að undir- búa heimferðina eftir tæpan klukkutíma. Markaðir og mannlíf Það er ekki mikið mál að redda sér í Amsterdam. Það gengur fljótt og vel fyrir sig að komast í gegnum flughöfnina og rúta sem fer í miðbæinn bíður beint fyrir utan. Þá má líka ganga yfir göt- una og taka lest ef fólk kýs það frekar. Þó fólk sem fer í lengri ferðir til Amsterdam og ætlar ekkert að spara og vill þess vegna eiga vísan samanstað á hóteli, er lítið mál að fara þangað fyrirvara- laust og verða sér út um gistingu á nokkrum klukkustundum. Víða í miðbænum er hægt að finna upplýsingabæklinga sem hafa að geyma símanúmer og heimilisföng fólks sem leigir út herbergi eða heimilisföng gisti- heimila sem ekki taka mjög mikið fyrir að leyfa manni að liggja. Þannig tók það blaða- mann og ljósmyndara aðeins nokkur símtöl að verða sér úti um gistingu í lítilli íbúð sem leigð var á sams konar verði og gott hótel- herbergi í Reykjavík. Guðbjörg Lóní Kristjánsdóttir, yfirflugfreyja, segir viðhorf fslendinga til ferðalaga hafa breyst. 14 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.