Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 18
SKÁK HELGI ÓLAFSSON Áskorendakeppnin Karpov á í erfiðleikum með Jusupov Timman með forystu gegn Speelman Jan Timman hefur tekið forystuna í einvígi sínu við Jonathan Speelman í London. Hann vann aðra einvígis- skákina næsta auðveldlega og virðist flest benda til að Hollcndingar komist áfram í næstu umferð. Taflmennska Speelmans í tveim fyrstu skákunum hefur verið ósannfærandi. Honum tókst með mestu hörmungum að halda jafntefli í fyrstu skákinni en tefldi afar ómarkvisst í þeirri næstu. Einvígið er átta skáka og sá sem fyrst nær forystu í svo stuttu einvígi stend- ur geysilega vel að vígi að öllu leyti ekki síst sálfræðilega. Arthur Jusupov virðist ekki ætla að verða jafn auðveld bráð og margir reiknuðu með. Fyrstu tveim skákum hans og Anatoly Karpovs hefur lokið með jafntefli og í annarri skákinni mátti Karpov hafa sig allan við til að halda jöfnu. Hann tefldi byrjunina linkulega og mátti þræða einstigið í æsispennandi stöðu. Jusupov tókst aldrei að koma á hann lagi en má vel við sinn hag una. Hann er geysilcga einbeittur og mun selja sig dýrt. Við vindum okkur beint í þessar skákir en þær fyrstu birtust í blaðinu sl. miðvik- udag: London 1989, 2. einvígisskák: Jonathan Speelman - Jan Timman Nimzoindversk vörn 1. RI3 Rf6 2. c4 c5 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e6 5. g3 Bb4+ 6. Rc3 0-0 7. Bg2d5 8. 0-0 dxc4 9. Bg5 (Petta afbrigði Nimzoindversku varnarinnar varð vinsælt eftir annað einvígi Kasparovs og Karpovs. Hér hefur yfirleitt verið leikið 9. Da4- shr. 2. einvígisskák Kortnojs og Jóhanns Hjartarsonar-sem leiðir til flókinnar baráttu cn möguleikar svarts eru tald- ir þokkalegir. í>að er ekki að sjá að leikur Speelmans valdi Timman veru- legum erfiðleikum.) 9. .. h6 10. Bxf6 Dxf6 11. Rdb5 Rc6 12. Da4 De5! (Sterkur leikur sem Speelman kann að hafa vanmetið. Það kemur á daginn að möguleikar svarts eru betri eftir hinn nærtæka leik 13. Bxc6 t.d. 13. .. bxc6 14. Dxb4 cxb5 15. Dxb5 Dxb5 16. Rxb5 Hb8! 17. Rxa7 Bd7 18. a4 Hxb2 o.s.frv.) 13. Hadl a6 14. e3? (Ónákvæmur lcikur. Best var 14. Bxc6 sem ætti að viðhalda jafnvægi stöðunnar, 14. .. bxc6 15. Rd4 o.s.frv.) 14. .. Bd7!! P-- mmmm . ■ isial" (Speelman hugðist hindra þennan leik með 13. Hadl en það var mesti misskilningur. Hvítur verður nú að freista gæfunnar manni undir en með mótvægi sem felst í tveimur frípeð- um.) 15. Hxd7 (Hvíta staðan er vonlaus eftir 15. Bxc6 Bxc6 16. Dxb4 axb5 og veikleikarnir eftir skálínunni hl-a8 ráða úrslitunum.) 15. .. axb5 16. Dxb5 Bxc3 17. Hxb7 DxbS 18. Hxb5 Ra7! (Timman varð að hafa séð þennan leik fyrir er hann lék 14. .. Bd7. Svart- ur heldur fengnum hlut og með ná- kvæmri taflmennsku ávaxtar hann sitt pund.) 19. Hc5 Bb4 20. Hxc4 Hab8 21. Hdl Rc8 22. a3 Be7 23. b4 Rb6 24. Hc7 Hfd8 25. Hxd8+ Bxd8 26. Ha7 KfS 27. Bc6 Rc4 28. Kfl Bb6 29. Ha6 Ke7 30. Bb5 Rd6 31. Bd3 Re8! - Riddarinn er á leiðinni til c7 sem þýðir að hrókurinn króast af og slepp- ur ekki út nema með því að láta um- frampeðin af hendi. Þess vegna er frekari barátta vonlaus svo Speelman gafst upp. Á miðvikudaginn áttu þeir áfram að halda taflmennsku sinni úr fyrstu skákinni, en sættust á jafntefli án framhalds. Biðleikur Timmans var 62. Hf6+ Staðan í cinvíginu: Timman 1 'h - Speelman 'h Karpov í nauðvörn Strategía Karpovs í einvígjum hefur ávallt verið auðskilin. Hann er hæstánægður með jafntefli þegar hann slýrir svörtu mönnunum og af yfirveguðu öryggi reynir hann að kné- setja menn með hvítu. Þetta gengur yfirleitt upp hjá honum og höfum við um það dæmi úr einvígi hans við Jó- hann Hjartarson í Seattle. Margir áttu því von á öruggum sigri Karpovs heimsmeistarans fyrrverandi er þeir Jusupov tóku til við taflið í Sadlers Wells leikhúsinu í London sl. þriðju- dag: London 1989, 2. einvígisskák: Anatoly Karpov - Arthur Jusupov Nimzoindversk vörn 1. <14 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6 7. Rf3 (Vinsælasti leikurinn er 7. Bg5 en Karpov hefur sínar meiningar. Hann byggði stöðu sína upp á svipaðan hátt er hann mætti Kasparov á sovéska meistaramótinu í fyrra.) 7. .. Bb7 8. e3 d6 9. Be2 Rbd7 10. 0-0 Re4 11. Dc2 f5 12. Rel Dh4 13. f3 Rg5 14. f4!? (Það kemur á óvart að Karpov gef- ur e4-reitinn eftir baráttulaust.) 14. .. Re4 15. Rf3 Dh6 16. Bd3 Rdf6 17. De2 Rg4 18. Del HaeS 19. b4 (Hyggst koma hróknum í spilið með-Ha2o.s.frv. Sennilega varþýð- ingarlaust að stugga við riddaranum á g4 með 19. h3. Svartur getur látið hann standa.) 19. .. e5! (Með þessum öfluga leik hrifsar Jusupov til sín frumkvæðið. Karpov er ekki í öfundsverðri aðstöðu en finnur bestu vörnina.) 20. fxe5 dxe5 21. h3 Rcf2! (Annar öflugur leikur. 21. .. exd4 var ekki gott vegna 22. exd4 með á- setningi á drottninguna.) .B 22. Be2 (Vitaskuld ekki 22. Hxf2 vegna 22. .. Rxf2 ásamt 23. .. e4 og vinnur.) 22. .. Bxf3?! (Það er ekki auðvelt að benda á betri leik. 22. .. Rxh3+ var freistandi en dugar ekki: 23. gxh3 Dxh3 24. Dh4! o.s.frv. Skarpasti leikurinn var- hinsvegar 24. .. e4!? Svartur á betri ööu eftir 23. Rh2 Rd3! 24. Bxd3 Rxh2 og það sama gildir um 23. hxg4 exf3 Rxh2 og það sama gildir um 23. hxg4 exf3 (23. .. Rxg4 24. Dh4!) 24. Hxf2 fxe2. Hvítur getur reynt 24. Re5 sem leiðir til afar flókinnar baráttu. Einn möguleiki er 24. .. Rd3 25. Rxg4 fxg4 26. Hxf8+ Hxf8 27. Dg3 gxh3 28. gxh3!? (28. Dxh3 Dxh3 29. gxh3 Bc8! og svartur á betra tafl) Rxcl 29. Hxcl Hf3!? 30. Bxf3 Dxe3+ 31. Kh2 Dxcl 32. Dxc7 og hvítur er á floti. Best er 24. .. Rxe5! 25. Dxf2 Rd3 26. Dg3 Dc6! og svartur heldur betri stöðu. í þeim tilvikum þegar kemur upp staða með mislitum biskupum hefur svartur góð færi því biskup hans er mun öflugri en kolleginn heima á cl. Svo virðist sem Jusupov hafi skort sjálfs- traust til að fylgja eftir ávinningum markvissrar byrjunartaflmennsku.) 23. Bxf3 e4 24. Bdl (Ekki 24. Be2 vegna 24. .. Rxh3+ 25. gxh3 Dxh3! með myljandi sókn. Riddarafórninni væri nú hægt að svara með 26. Ha2!) 24. .. Rxdl 25. Dxdl Rxe3 26. De2 f4 27. Bxe3 fxe3 28. Hxl8+ Hxf8 29. Hel! (Hvítur er sloppinn og skákin leysist upp í jafntefli.) 29. ..Hd8 30. d5 c6 31. dxc6 Dxc6 32. Dxe3 Dxc4 33. Dxe4 - Jafntefli. Staðan: Karpov 1 - Jusupov 1 Þess má geta að Guðmundur Arn- laugsson er einn skákdómara í London, og er þetta ekki í fyrsta sinn sem Guðmundur er valinn til ábyrgð- armikilla starfa á skáksviðinu. ífann var aðstoðardómari í einvígi Fischers og Spasskís 1972 og einnig í einvígi Karpovs og Kortsnojs í Merano 1981. Margeir á góða möguleika Margeir Pétursson hefur þegar þetta er ritað lokið skákum sínum t aukakeppni svæðamóts Norður- landa. Hann héfur hlotið 3 vinninga úr 4 skákum sem er afbragðs árangur. Finn Yrjola getur náð Margeiri með því að vinna Bent Larsen í síðustu skák mótsins. Larsen má greinilega muna sinn fífil fegri. Hann hefur tap- að öllum skákum sínum. Sterkt afmælismót Eitt sterkasta mót hérlendis, afmælismót Bridgefélags ísafjarðar var spilað um síðustu helgi. 36 pör tóku þátt í mótinu, sem var með barometer-sniði. Sigurvegarar urðu Anton R. Gunnarsson og Friðjón Þórhallsson úr Reykjavík. Röð efstu para varð þessi: Anton R. Gunnarsson - Friðjón Þór- hallsson 387 Aðalsteinn Jörgensen - Jón Baldurs- son 374 Guðmundur Páll Arnarson - Þorlák- ur Jónsson 357 Ásgeir Ásbjörnsson - Hrólfur Hjalta- son 304 Matthías Þorvaldsson - Ragnar Her- mannsson 271 Hermann Lárusson - Ólafur Lárus- son 268 Arnar Geir Hinriksson - Einar Valur Kristjánsson 268 Hjördís Eyþórsdóttir - Jakob Krist- insson 262 Rúnar Magnússon - Ragnar Magnús- son 196 Páll Valdimarsson - Sigtryggur Sig- urðsson 146 Alls voru veitt 7 verðlaun, samtals að verðmæti 500 þús. kr. Góð skipu- lagning var í mótinu og aðstandend- um til sóma. Norðurlandsmótið (bæði svæðin) í tvímenning, verður spilað um næstu helgi, væntanlega á Akureyri. Um þessa helgi er hins vegar Opið Stór- mót á Akureyri, með Mitchell-sniði. Spilamennska hefst á morgun, laug- ardag kl. 13 og spilað er í Félagsborg. Nánari uppl. gefur m.a. Hörður Blöndal á Ákureyri (96-24222). Minningarmótið um Einar Þorf- innsson verður spilað á Selfossi næsta laugardag 14. október. Skráning er m.a. hjá Valdimar Bragasyni á Sel- fossi og skrifstofu Bridge- sambandsins. Spilaður verður baro- meter, með þátttöku 32-36 para. Tilkynning frá svokallaðri lands- liðsncfnd, sem birtist í fjölmiðlum í síðustu viku, hefur vakið athygli, svo ekki sé meira sagt. Fyrir utan að vera almennt illa orðuð og gefa litlar sem engar upplýsingar um endanlegt val á liði því sem þessar æfingar eiga að skila, þá er gengið út frá vissum at- riðum, sem vekja ýmsar spurningar. í fyrsta lagi liggur ljóst fyrir, að næsta ársþing Bridgesambands íslands er núna í október, og þá verður kjörin ný stjórn. Eðlilegra hefði verið, að sú stjórn hefði eitthvað um þessi mál að segja, að undangengnu ársþingi, sem fer með æðsta vald í málefnum bridge hér á landi. í ljósi þessa hefði verið eðlilegra að skipa undirbúningsnefnd (ekki landsliðsnefnd) sem starfaði fram að ársþingi og skilaði síðan til- lögum sínum til næstu stjórnar sam- bandsins. í þeim tillögum hefði mátt finna ýmsa punkta, sem síðan yrðu skoðaðir af stjórnarmönnum, sem í framhaldi af því hefðu skipað sjálfa landsliðsnefndina. Landsliðsnefnd, sem aðrar undirnefndir stjórnar sam- bandsins, eru skipaðar EFTIR árs- þing hverju sinni, en ekki fáeinum vikum FYRIR ársþing. Fleiri atriði eru í þessari tilkynn- ingu, sem vekur upp spurningar. Það að nv. stjórn gangi út frá því að um vikulegar æfingar verði að ræða fram að áramótum, og einnig eftir áramót, auðveldar ekki spilurum utan Reykjavíkur að taka þátt í undirbúningshóp. Eða er þessi „pakki” sniðinn fyrir félaga í Bridge- félagi Reykjavíkur? Einnig, að Hjalti Elíasson sé auglýstur þjálfari landsliðshópsins og síðar landsliðs- ins. Hvar eru þessir menn taddir? Vissi þessi svokallaða landsliðsnefnd ekki um komandi ársþing? Nú hefur undirritaður ekkert á móti Hjalta Elíassyni sem þjálfara landsliðshóps og síðar landsliðs. Ef- laust hæfasti maður hér á landi, til að takast á við slík verkefni. En af- greiðsla þessa máls, í flaustri fyrir árs- þing laugardaginn 28. október, er með slíkum eindæmum, að ekki má kyrrt liggja. Enn á ný er minnt á það, að ársþing Bridgesambands íslands fer með æðsta vald í málefnum íþróttarinnar hér á landi og sú stjórn sem það þing kýs sér hverju sinni fer með framkvæmdavaldið milli þinga. Eftir fyrsta kvöldið hjá Skagfirð- ingum, í 26 para barometer, er staða efstu para: Hannes R. Jónsson - Sveinn Sigurgeirsson 75, Eyjólfur Magnússon - Hólmsteinn Arason 65 og Helgi Samúelsson - Jón Þorsteins- son 36. Fyrsta spilakvöldið hjá Tafl- og bridgeklúbbnum, eftir nokkurra ára hlé á starfsemi félagsins, var í gær- kvöldi. Spilað er í Skipholti 70. Keppnisstjóri er Sigurjón Tryggva- son. Til að sigra mót eins og afmæli- smótið á ísafirði um síðustu helgi, þarf slatta af heppni og kunnáttu til að vinna úr þeim hörmulegu samn- ingum, sem pör rata oftlega í, í harðri samkeppni. Lítum á tvö dæmi frá sig- urvegurum mótsins, Antoni Gunn- arssyni og Friðjóni Þórhallssyni: S: xxx H: Kx T: KGx L: ÁDlOxx S: ÁKD9x H: Dx T: Áxxx L : Kx Á þessi spil rötuðu flestir í 6 spaða, ýmist einn eða tvo niður, þegar spað- inn lá 4-1 og laufið 4-2 og tíguldrottn- ing bak við kóng/gosa. Á móti Antoni og Friðjóni (spilað í Suður) kom út ás í hjarta og skipti í SPAÐA? Sagnhafi var ekki ýkja lengi að rúlla heim 12 slögum, með tvísvíningu í spaðanum og gera laufið gott. 980 til Ántons og Friðjóns, og hreinn toppur. Hitt dæmið er svona: S: Gxx H: Dxx T: ÁKDGx L: Áx S: Kxxxx H: lOxxxx T: x L: xx Eftir grandopnun í Vestur, pass í Norður og Austur, kom Anton inná 2 hjörtum. Pass í Vestur, Friðjón sagði 2 grönd á stóru spilin í Norður og Austur dobl. Anton gaf þá 3 hjörtu (í vonleysi sínu) og Vestur (landsliðs- spilari) settist á þá sögn, með dobli. Állir pass. Útspil Vesturs var ekki af skárra taginu, eða spaðaás og meiri spaði, gosi upp, drottning og kóngur. Nú spilaði Ánton smáu hjarta, lítið frá Vestri, og eftir mikla yfirlegu fór Anton upp með dömuna í hjarta. Hún hélt. Eftirleikurinn var auðveld- ur fyrir Anton, tígli spilað fram á rauða nótt og útkoman 9 slagir eða 730 til þeirra félaga. Ef lauf kemur út í byrjun, fer Anton alla vega 2 niður eða 500 til A/V. Heppni? Kannski. BRIDGE .—I®r Ólafur Lárusson 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. október 1989 «1 MUtV — UM-M4.I/W—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.