Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 25
Þá eru loks liðin tvö ár frá síðustu Kvikmyndahátíð Listahátíðar sem þýðir að tími nýrrar hátíðar er kominn. Þetta er í níunda skipti sem Listahátíð Reykjavíkur heldur kvikmyndahátíð en fyrsta hát- íðin var haldin árið 1978. Að þessu sinni hefst veislan nú á laugardaginn og stendur til 17. október en möguleiki er á að vinsælustu myndirnar verði sýndar lengur. Yfir 30 kvikmyndir frá 21 landi verðar sýndar á hátíðinni og verður úrvalið að teljast mjög fjöl- breytt og gott. Allir sem gam- an hafa af kvikmyndum ættu heimar. Þetta er fyrsta mynd kvikmyndatökumannsins Chris Menges sem leikstjóra og þykir honum takast vel upp. Þetta er eigin saga handritshöfundarins Shawn Slovo um móöur hennar, s-afríska blaðamanninn Ruth First sem myrt var árið 1982 vegna aðskilnaðarstefnunnar. Efnið í þessari dramatísku spennumynd úr heimi óréttlætis minnir óneitanlega á stórmynd Attenboroughs, Cry Freedom. Veisla frá Szabó Einn af gestum hátíðarinnar er ungverski leikstjórinn og meistarinn István Szabó. Nýjasta mynd hans, Hanussen, er síðasta verk hans í trílógíu sem saman- ski að Margareta von Trotta og Jean- Claude Carriere skrifuðu hand- ritið ásamt Schlöndorff og Maurice Jarre samdi tónlistina. Sem mótvægi við v-þýska kvik- myndagerð verður sýnd a-þýska myndin Einer Trage des Anderen Last/Einn beri annars byrði, j leikstjórn Lothar Warnecke. í þessari dæmisögu takast ekki ó- merkari menn á en Marx og Kristur. Warnecke tekur því á þjóðfélagslegum andstæðum sem hafa án efa markað djúp spor í vitund margra landa hans. Tvær mjög merkilegar myndir koma frá Sovétríkjunum. Ashik Kerib er heitið á nýjustu mynd Sergei Parandjanovs, sem er af Andleg uppsveifla Gott úrval verka á Kvikmyndahátíð Opnunarmyndin er Himinn yfir Berlín eftir íslandsvininn Wim Wend- ers. að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Kvikmyndahátíð sem er síður en svo bara fyrir kvik- myndafrík og menning- arsnobbara. Við skulum því skoða lítillega myndirnar og bakgrunn þeirra. Það besta frá Bretlandi Margt vekur athygli við fyrstu athugun. Áhersia er lögð á ný- legar kvikmyndir sem gerðu það gott á kvikmyndahátíðum er- lendis fyrir svosem 1-2 árum. Þetta eru myndir sem einhverra hluta vegna hafa ekki hlotið náð fyrir augurn íslenskra kvikmynd- ahúsaeigenda. Bresku myndirnar fjórar hefðu td. einhvern tíma þótt mjög boðlegar til almennra sýninga hérlendis. Þær eru allar frá 1987 eða 88 og eru dæmi um það vandaðasta sem kemur frá Bretlandi í dag. Fyrst skal nefna myndina Di- stant Voices, Still Lives/Köll úr fjarska, kyrrt líf eftir Terence Davies. Þetta er raunsætt nost- algíudrama um líf lágstéttarinnar í Liverpool um og eftir 1950. Hún segir sögu fátækrar fjölskyldu en heimilið er í heljargreipum föðu- rsins sem drottnar einsog einræð- isherra í styrjöldinni sem geisar í kringum hann. Þess má geta að Davies var skólafélagi Ágústs Guðmundssonar í National Film School og tökumaður myndar- innar, William Diver, klippti Út- laga Ágústs. Testimony/Vitnisburðurinn er kvikmynd byggð á ævi rússneska tónskáldsins Sjostakovits. Leik- stjóri er hinn umdeildi Tony Palmer sem ma. gerði 200 Motels með Frank Zappa fyrir margt löngu. Honum hefur stundum verið líkt við landa sína Nicolas Roeg og Ken Russell þótt hann sé kannski ekki eins hneykslunar- gjarn og Russell. Palmer starfaði eitt sinn sem aðstoðarleikstjóri Russells sem hefur sjáfur gert myndir um ævi Tsjækovskís, Lizts og Mahlers. Ben Kingsley fer með hlutverk tónskáldsins í þessari glæsilegu mynd. Hinn kunni aldni leikstjóri Jack Clayton á eitt verk á hátíð- inni. Það er The Lonely Passion of Judith Hearne/Píslarganga Ju- dith Hearne með úrvalsleikurun- um Maggie Smith og Bob Hosk- ins í aðalhlutverkum. Clayton er hvað viðurkenndastur fyrir Room at the Top og The Innoc- ents í kringum 1960 en nú hefur orðstír hans verið endurreistur. Sagan segir frá einmanna pipar- jónku, þjakaðri af trúarlegri bæl- ingu, og sambandi hennar við klunnalegan lukkuriddara. Fjórða myndin frá Bretum kallast A World Apart/Aðskildir stendur af henni ásamt Mephisto og Redl ofursta. Þarsem skoða ber þessar myndir í samhengi er það mikill fengur að allar verða þær sýndar á hátíðinni. Szabó gerði Mephisto árið 1981 og hlaut óskar fyrir bestu erlendu mynd- ina að launum. Redl ofursti var gerð árið 1985 og var sýnd í Sjón- varpinu sl. vor en Klaus Maria Brandauer leikur aðalhlutverk í myndunum þremur af alkunnri snilld. Auk trílógíunnar verður sýnd myndin Bizalom/ Trúnaðartraust frá 1979 og stutt- myndaröð tileinkuð Búdapest sem Szabó gerði í upphafi átt- unda áratugarins. Opnunarmynd hátíðarinnar verður hið marglofaða verk Wim Wenders, Himmel úber Berlin. Söguhetjurnar eru heldur óvenjulegar, eða englar, og segir Wenders það tilkomið vegna þess hve vön við erum að sjá alls kyns furðuverur á tjaldinu. Englar Wenders eru hinsvegar hugljúfari en við eigum að venj- ast og eru ósýnilegir öllum nema börnum. Þeir geta sjálfir séð allt og heyrt leyndarmál okkar þótt þau séu aðeins til í hugskotum okkar. Einn engillinn verður mjög óvænt ástfanginn af loftfimleikastúlku og verður hann jarðneskur fyrir vikið. Eng- illinn er leikinn af Bruno Ganz sem er gestur hátíðarinnar, en Wenders var einmitt fyrsti gestur Kvikmyndahátíðar árið 1978. í tilefni þess að Bruno Ganz er gestur hátíðarinnar verður einnig sýnd mynd Volkers Schlöndorffs, Die Flschung/Fölsunin, sem gerð var árið 1981. Ganz leikur blaða- mann sem sendur er til Líbanon ásamt ljósmyndara til að lýsa á- standinu þar. í Beirút hittir hann gamla þýska vinkonu sem er gift manni frá Líbanon. Hanna Schygulla leikur konuna en pól- ski leikstjórinn Jerzy Skolimow- mörgum talinn mesta myndskáld sem nú er uppi. Á síðustu kvik- myndahátíð fengum við á sjá mynd hans um Súramvirkið en þessi er byggð á ljóði eftir Lerm- ontov og hefur Parandjanov þurft að bíða með gerð hennar í 20 ár. Söguhetjan er fátækur maður með göfugt hjarta og fal- lega söngrödd. Hann verður ástfanginn af stúlku nokkurri en getur ekki eignast hana vegna stöðu sinnar. Hann ákveður því að ferðast í sjö ár og freista þess að verða ríkur eða deyja ella. Hin sovéska myndin lieitir Kommissar í leikstjórn Aleks- andr Askoldov. Hún segir frá liðsforingja rauðliða sem verður þunguð gegn vilja sínum. Henni er komið fyrir hjá gyðingafjöl- skyldu og brátt myndast áður óþekkt móðurtilfinning í hjarta hennar. Myndin á sér furðulega sögu því lokið var við gerð henn- ar árið 1967 þótt hún væri ekki frumsýnd fyrr en 20 árum síðar. Eftir sigur ísraelsmanna í Sex daga stríðinu var myndin tekin af dagskrá en þegar Gorbatsjov baröi hana augum í desember 1987 líkaði honum svo vel að hún var tekin til almennra sýninga. Myndin hlaut Silfurbjörninn í Berlín 1988. Einnig verða tvær pólskar myndir eftir gamla kunningja Kvikmyndahátíðar. Æskuástir gerði Ándrzej Wajda árið 1985 og er hún fyrsta myndin sem hann gerði í Póllandi eftir Járnmann- inn 1981. Þetta er eins konar pólsk útgáfa af Rómeó og Júlíu og segir frá ungum elskendum sem geta ekki notist vegna þjóð- félagsstöðu og heimsstyrjaldar- innar síðari. Hún er byggð á skáldsögu Tadeusz Konwicki sem jafnfram leikur í myndinni og var frumsýningu hennar frest- að á sínum tíma vegna þess að Konwicki hefur ekki verið í náð- inni hjá yfirvöldum. Stutt mynd um dráp heitir pólsk mynd frá Krzysztof Kiesl- owski. Úpphaflega ætlaði hann að gera tíu stuttmyndir byggðar á boðorðunum tíu. Þessi fjallar greinilega um fimmta boðorðið en einnig hefur hann gert mvnd í fullri lengd um sjötta boðorðið - Þú skalt ekki drýgja hór. Morð- sagan fékk Evrópuverðlaunin þegar þau voru veitt í fyrsta sinn 1988. Á dagskrá eru einnig tvö verk frá Austurlöndum. Zhang Yim- ou hóf leikstjóraferil sinn með hinni mögnuðu mynd, Blóð- ökrum, sem spannar allt frá gam- ansamri erótík til blóðugra enda- loka. Hún þykir ákaflega áhrifa- mikil og glæsileg og er kvik- myndatökunni gjarnan líkt við handbragð Vittorio Storaro. Ind- verska myndin Salaam Bombay hefur einnig vakið mikla athygli að undanförnu fyrir raunsæja lýs- ingu á lífinu þar um slóðir. Hún segir sögu tíu ára stráks sem er aðkomumaður í Bombay en fer fljótlega að vinna fyrir sér í undir- heimalífi fátækrahverfanna þar- sem vændi og eiturlyf eru lifi- brauð fólksins. Söguþráðurinn minnir greinilega á eina af fyrstu myndum Hectors Babencos, Pix- ote. Önnur mynd sem segir frá ömurlegu lífi ungs drengs er júg- óslavneska myndin Verndareng- illinn eftir Goran Paskaljevic. Hún segir frá blaðamanni sem vinnur að grein um barnasölu frá Júgóslavíu til V-Evrópu og kynn- ist hann ungum dreng sem notað- ur er til að stela, betla eða stunda vændi. Undurfögur mynd um viðbjóðslegt efni. Eitt af því sem einkennir efnis- valið á hátíðinni eru myndir sem fylgja í kjölfar annarra á síðustu hátíðum. Eina myndin frá Bandaríkjunum er nýjasta mynd nýbylgjuleikstjórans Jim Jarm- ush, Mystery Train/Lestin leyndardómsfulla. Hún er sjálf- stætt framhald af Down By Law sem var á síðustu hátíð og mynda þær trílógíu sem hófst með Stran- ger than Paradise árið 1984. Jim Stark, framleiðandi myndarinn- ar, er gestur á hátíðinni. Fleiri myndir koma frá gömlum kunningjum. La Famiglia/Fjölskyldan eftir Ettore Scola minnir nokkuð á Le Bal sem sýnd var á hátíðinni 1985. Báðar gerast þær eingöngu innandyra en þessi rekur sögu fjölskyldu frá upphafi aldar fram á okkar daga. Þá verður sýnd enn ein mynda Svisslendingsins Alain Tanner sem verið hefur fulltrúi þarlendrar kvikmyndagerðar um langt árabil. Myndin heitir Eldur í hjarta mínu og er byggð á erót- ískum augnablikum í lífi leikkon- Leitin leyndardómsfulla er eina bandaríska myndin á hátíðinni. unnar Myriam Mezierens sem einnig leikur aðalhlutverkið. Allir kannast við myndina Barfly eftir sögu Charles Buko- wskis. Belgíska myndin Crazy Love/Geggjuð ást er einnig byggð á sögu Bukowskis en leikstjóri er bjartasta von Belga, Dominique Deruddere. Fjórar myndir koma frá Frakk- landi að þessu sinni. Luc Besson gerði Le dernier combat/ Urslitaorustuna árið 1982, aðeins 23 ára gamall. Hann gerði síðar Subway og The Big Blue en nú fáum við að kynnast þessari fút- úrísku frumraun hans. Jean Reno, sem leikið hefur í öllum myndum Bessons, er gestur há- tíðarinnar og tónlistin er að sjálf- sögðu eftir Eric Serra. Pierre Jolivet hefur unnið mikið með Besson. Þeir skrifuðu saman handrit að tveimur fyrstu myndum Bessons og Jolivet lék í Le dernier combat. Force Majeure/Omótstæðilegt afl er nýjasta mynd Jolivets, frumsýnd á þessu ári, og segir frá vanda- málum sem koma upp á meðal þriggja ferðalanga þegar einn þeirra er gripinn með hass í fór- um sínum. Pleure pas my love/ Ekki gráta clskan mín er einnig glæný mynd en leikstjóri hennar er Tony Gatliff. Fjórða myndin frá Frakklandi heitir Agent Trouble/Hættuspil í leikstjórn Jean-Pierre Mocky. Þetta er spennumynd í anda Hitchcocks og Siegels og eru aðalhlutverk í höndum Catherine Deneuve og Richard Bohringer. Pelle sigurvegari verður sýnd áfram í Regnboganum á Kvik- myndahátíð en hana má enginn láta fara framhjá sér. En það eru fleiri myndir góðar frá Dan- mörku og verður sýnd Himnaríki og helvíti frá 1988 í leikstjórn Mortens Arnfred. Þá verður fyrsta kvikmynd Færeyinga sýnd á hátíðinni. Hún heitir Atlants- hafs rapsódía og verður leikstjór- inn Katrin Ottarsdóttir gestur Listahátíðar. Aðrar myndir frá Norðurlöndum eru Klakahöllin frá Noregi eftir Per Blom og Erj- ur í Austurbotni frá Finnlandi eftir Pekka Parikka. Einkar athyglisverð er kana- díska myndin Sögur af Gimlispít- ala eftir Vestur-Islendinginn Guy Maddin. Þetta er hans fyrsta kvikmynd og er óður hans til for- ferðra sinna hér á landi og jafn- framt til gamansamra mynda þögla tímabilsins. Þá eru ótaldar tvær kvikmyndir frá Rómönsku Ameríku. Geró- nima heitir argentísk mynd frá 1985 í leikstjórn Raúl Álberto Tosso, sem er sönn saga sam- nefndrar konu af Mapuche- ættbálki í auðnum Patagóníu. Kvikmyndin Flökkulíf eftir Juan Antonio de la Riva er fulltrúi Mexíkó á hátíðinni en kvikmynd- ir þaðan eru sem kunnugt er sjaldséðar hér á landi. -þóm Föstudagur 6. október 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.