Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 17
af einhverjum ástæðum ekki séð ástæðu til að tileinka sér eða fara eftir. Það vekur eftirtekt mína að bæklingar, plaköt og sjónvarps- myndir sem hingað til hafa verið gerð, sniðganga nær algjörlega þá staðreynd að flestir í hópi smitaðra eru karlar sem eiga kyn- mök við aðra karla. Hvernig stendur á því að embætti land- læknis hefur hingað til „komist hjá því” að beina áróðri sínum til þessa hóps? Til eru tveir litlir bæklingar sem gera þetta, og nokkrum sinnum á síðasta ári birtust auglýsingar í blöðum sem skírskotuðu til homma. Samtök- in 78 unnu þetta efni og hlutu til þess opinbera fjárveitingu frá heilbrigðisyfirvöldum. Félagið nær þó með slíkum aðgerðum að- eins til lítils hluta þeirra karla sem lifa kynlífi með öðrum körlum. Það er sjálfsögð og lífsnauðsyn- leg krafa að flétta skírskotun til homma inní allt áróðursefni eins og það sem hér er nefnt. Þá hlýt ég að spyrja hvaða nýj- unga megi vænta í forvarnarstarfi á komandi misserum. Alnæmis- háskinn og þekking á smitleiðum er væntanlega ljós landsmönnum í einhverjum mæli. En reynslan erlendis sýnir, að eftir að fyrstu skilaboðum og upplýsingum er komið á framfæri við almenning, þarf að fylgja því eftir með ftar- legri og persónulegri umfjöllun. Okkur skotir tilfinnanlega sjón- varpsefni um flestar hliðar máls- ins, ekki síst tilfinningalegar og félagslegar hliðar þess að lifa ástarlífi á tímum alnæmis. í því sambandi nefni ég þætti eins og þann sem að meginefni til var við- tal við Sævar heitinn Guðnason. Slíkt efni færir fjöldann nær vandanum og vekur til meiri umhugsunar en auglýsingar og bæklingar geta gert. Sama gildir um persónulega og víðsýna skólauppfræðslu, einkum í framhaldsskólum. Nákvæmar til- lögur um framkvæmd þeirrar fræðslu er lífsspursmál hér á landi. Þar hafa hin Norðurlöndin mikla reynslu og vilja örugglega miðla af henni til okkar. Einhver fræðsla hefur átt sér stað í sumum fylkjum Bandaríkjanna, en hafa ber í huga skyldleika okkar og Norðurlanda, svipaðan tíðar- anda og opnara hugarfar. Tíðar námstefnur þar sem fjallað er um vandann á rækilegan hátt hafa einnig ómæld áhrif. Það er því áskorun mín til heil- brigðisyfirvalda og alþingis að fjárveitingar verði auknar vegna alnæmisvandans. Og að það verði tryggt að allir hópar þessa þjóðfélags njóti sjálfsagðra mannréttinda. Formenn allra þingflokka hljóta að sjá ástæðu til að vekja máls á þessum vanda á sínum vettvangi, jafnframt því að fylgj- ast með því að ályktunum verði fylgt eftir. Með víðtækri fræðslu og for- varnarstarfi er enn tími til að koma í veg fyrir frekari út- breiðslu alnæmis á íslandi. Þeir sem séð hafa hvílíkt öngþveiti ríkir á sjúkrastofnunum víða er- lendis, t.d. í New York, þar sem aðhlynning alnæmissjúklinga fer fram, ættu að miðla af þeirri reynslu og reyna þannig að koma í veg fyrir að starfsfólk sjúkra- húsa hér á landi þurfi að upplifa slíkt. Samkvæmt viðurkenndum rannsóknum lifa 10-15% allra karla kynlífi með öðrum körlum eitthvert skeið ævinnar. Aftur á móti eru 60-70% þeirra sem smit- ast hafa af alnæmisveirunni hommar. Þrátt fyrir þetta hafa menn ekki séð ástæðu til þess hér á ís- landi að beina neinni fræðslu sér- staklega til karlmanna sem hafa kynmök við aðra karlmenn. Er það vegna þess að fordómar og skammsýni ráða ferðinni, en ekki kunnátta og heilbrigð skynsemi? Höfundur starfar nú á Þjóðvifjanum en hefur unnið að alnæmisvörnum í Svíþjóð. NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17 LANDSPÍTALINN Taugarannsóknadeild Rannsóknarmann vantar á taugarannsókna- deild Landspítalans. Starfið er heilsdagsstarf frá kl. 8.00 til 16.00. Starfið fellst í m.a. töku heila- og taugarita ásamt aðstoð við aðrar rann- sóknir. Starfið er laust nú þegar. Umsóknar- frestur er til 15. október. Upplýsingar gefa Jenný Baldursdóttir deildar- stjóri í síma 60 1675 og Sigurjón B. Stefánsson í 60 1673. Reykjavík 1. október 1989. RÍKISSPÍTALAR Hjúkrunar- fræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þeg- ar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Hólmavík. 2. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Neskaupstað. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Ólafsvík. 4. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina á Djúpavogi. 5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðvarnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina á (safirði. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðvarnar á Eyrarbakka og Stokkseyri frá 1. október 1989 til eins árs að telja. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 1. október 1989 Aukavinna Þjóðviljinn óskar eftir fólki til starfa við áskriftar- söfnun. Nánari upplýsingar veitir afgreiðslu- stjóri blaðsins, í síma 68 1333. þJÓÐVIUINN GEGNFROSIN GÆÐI GRAM frystikistur og frystiskápar G8AM frystikistur hafa hraðfrystihólf, hraðfrystistillingu, körfur sem hægt er að stafla, Ijós í loki, frórennsli fyrir affrystingu, barnaöryggi ó hitastilli- hnappi, öryggisljós sem blikkar ef hitastig verður of hótt. GRAM frystiskóparnir hafa jafna kuldadreifingu í öllum skópnum, hrað- frystistillingu, útdraganlegar körfur með vörumerkimiðum, hægri eða vinstri opnun, öryggisljós sem blikkar ef hitastig verður of hótt. Og auðvilad fylgir hhamaelir og (smolaform öllam GRAM frystitarkjunum. KISTUR: Rýmii Wrum Oricu- notkun kWst/sótorti. Frysö- afköst kg/sótarh. Verð afborg. staðgr. HF-234 234 1.15 17,6 41.480 397406 HF-348 348 1,30 24,0 48.630 46.199 HF-462 462 1,45 26,8 55.700 52.915 HF-576 576 1.75 35,0 69.470 65.997 SKÁPAR: FS-100 100 1,06 16,3 33.750 32.063 FS-146 146 -1,21 18,4 41.980 39.881 FS-175 175 1,23 2<5 44.280 42.066 FS-240 240 1,40 25,3 55.260 52.497 FS-330 330 1,74 32,2 72.990 69.341 Cóðir skilmálar, traust þjónusta 3ja ára ábyrgð. JFQnix HATÚNI 6A SÍMl (91)24420 Auglýsing Leiðrétt auglýsing um lausar stöður heilsugæslulækna í auglýsingu ráðuneytisins frá 12. september 1989 um lausar stöður heilsugæslulækna var auglýst laus til umsóknar önnur staða heilsu- gæslulæknis á Höfn í Hornafirði H2 frá og með 1. janúar 1990. Hér var um misritun að ræða, því standa átti frá og með 1. ágúst 1990 og leiðréttist það hér með. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2. október 1989 LANDSPITALINN Barnaspítali Hringsins Fóstrur og þroskaþjálfar óskast á Barnaspít- ala Hringsins nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur Hertha W. Jónsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri í síma 60 1033 eða 60 100. Reykjavík 1. október 1989. RÍKISSPÍTALAR RANNSÓKNARÁÐ RXELESINS Deildarsérfræðingur Rannsóknaráð ríkisins óskar að ráða starfs- mann með háskólapróf í hagfræði, viðskipta- fræði eða öðrum greinum vísinda. Reynsla af rannsóknum eða öðru sjálfstæðu starfi að verk- efnum og góð tölvukunnátta nauðsynleg. Starfssviðið varðar athuganir, sem lúta að mótun vísinda- og tæknistefnu á íslandi, m.a. mannafla og fjármagni til rannsókna, sérhæfð- um starfskröftum og þróunarforsendum nýrra tækni- og framleiðslugreina, svo og umsjón með ársfundum og ársskýrslum Rannsókna- ráðs í samvinnu við Vísindaráð. Umsóknarfrestur er til 23. október, 1989. Upplýsingar veittar í síma 21320.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.