Þjóðviljinn - 20.10.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.10.1989, Blaðsíða 3
Amnesty International Vika bamanna Sri Lanka Kayathiri Vino Sangara- lingam, 10 ára gömul stúlka frá Nallur í Jaffna héraði „hvarf” eftir handtöku árið 1987. Samkvæmt frásögn vitna var Kayathiri Sangaralingam hand- tekin 12. nóvember 1987 ásamt móður sinni og tveim eldri systr- um vegna gruns um að vera stuðningsmenn aðskilnaðarsinna Tamíla. Þær voru handteknar af Indversku friðargæslusveitinni sem staðsett er á Sri Lanka. Ættingi mæðgnanna, sem spurðist fyrir um þær í búðum Indversku friðargæslusveitar- innar sama dag og þær voru hand- teknar, var í haldi í stutta stund og sagðist þá hafa séð Kayathiri en ekki náð tali af henni. Þrátt fyrir þetta hafa yfirmenn friðar- gæslusveitarinnar þráfaldlega neitað að Kayathiri eða fjöl- skylda hennar sé í vörslu þeirra. Fyrirspurnum ættingja til yfir- valda á Sri Lanka og á Indlandi hefur ekki verið svarað. Vinsamlega skrifið kurteisleg bréf og látið í ljós áhyggjur ykkar af handtöku Kayathiri Sangara- lingam. Farið fram á hlutlausa rannsókn á högum og dvalarstað fjölskyldunnar. Skrifið til: Innritun í Dagskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti á vor- önn 1990 stendur yfir. Umsóknir skulu hafa borist skrifstofu skólans fyrir 1. nóvember 1989. Skólameistari þJÓÐVIUINN Aukavinna Þjóðviljann vantar fólk til að sjá um blaðburð í forföllum. Verða að hafa bíl til umráða. Hafið samband við afgreiðsluna, sími 681663 eða 681333. Verðlamasatnkeppni ____________Ert þú Itk þessari?___________ Sultugerðin Búbót efnir til verðlaunasam- keppni. Leitað er að konu sem er lík Mömmusultu mömmunni. Þátttakendur eru beðnir að senda inn myndir af sér (brjóstmyndir) í lit með rauðdoppóttan skýluklút á höfðinu og grænt sjal fyrir 28. október. Vinningshöfum gefst kostur á að leika í auglýsingum fyrir Mömmusultur. Verðlaunin eru glæsileg: Fyrstu verðlaun eru. 10.000 kr og nafnbótin Mömmusultu mamma 1989. Verðlaun 2 til 20 eru ýmsar sultugerðir frá sultugerðinni Búbót. Myndir ásamt nafni og heimilisfangi sendist: Sultugerðinni Búbót Skemmuvegi 24M Kópavogi. President R. Premedasa Presential Secretariat Republic Square Colombo I Sri Lanka Vinsamlegast sendið afrit til: Mr. L. L. Mehrotra High Commissioner of India in Sri Lanka 3rd Floor State Bank of India Building Sri Baron Jayatilleke Mawatha Colombo 1 Sri Lanka o o Enn sem fyrr reynist Kjörbókin eigendum sínum hinn mesti kjörgripur. Grunnvextir eru 20,5%, fyrra vaxtaþrepið gefur 21,9% og það síðara 22,5%. Ársávöxtunin er því allt að 23,8%. Jafnframt er gerður samanburður við ávöxtun bundinna verðtryggðra reikninga á 6 mánaða fresti. Sá hluti innstæðu sem staðið hefur óhreyfður allt tímabilið fær sérstaka verðtryggingaruppbót, reynist ávöxtun bundnu reikninganna hærri. Þar að auki er innstæða Kjörbókar algjörlega óbundin. Þessar fréttir gleðja áreiðanlega eigendur þeirra 70 þúsund Kjörbóka sem nú ávaxta sparifé í Landsbankanum. Þær eru einnig gleðiefni fyrir þá fjölmörgu sem þessa dagana huga að því hvar og hvernig best sé að ráðstafa sparifé sínu. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.