Þjóðviljinn - 20.10.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.10.1989, Blaðsíða 7
uppeldismálum íslendinga ráðuneytisins er nú verið að kanna hina ýmsu valkosti varð- andi skiptingu kostnaðar, og sagði Svandís of snemmt að ræða þau mál að svo stöddu. Hins veg- ar væri stefna ráðuneytisins skýr: Dagvistarheimili eða leikskóla- stigið eigi að byggja á sömu for- sendum og grunnskólinn til þess að skapa samfellu í uppeldinu. Því börn fæðist ekki 6 ára, eins og margir stjórnmálamenn virðist nú halda. Við þetta er einungis því að bæta að hér á Vesturlöndum þyk- ir það til marks um gjaldþrot hins sovéska hagkerfis að víðast í A- Evrópuríkjunum þurfa menn að bíða árum saman eftir að fá keyptan bíl. Hvert stefnir það þjóðfélag, þar sem börnin þurfa að bíða árum saman eftir þeirri umönnun sem þau þurfa nauðsynlega á að halda hér og nú? afskipt í skólakerfinu umönnun sem boðleg er við þær aðstæður sem boðið er upp á. Ragnar Georgsson hjá skóla- skrifstofu Reykjavíkur sagði að þeir litu á þetta sem „neyðar- hjálp“, og hann sagðist vona að þetta yrði ekki til þess að slæva áhuga ráðamanna á að lengja skóladaginn. Lengri skóladagur Lengi hafa menn talað fagur- lega um lengingu skóladags og samfelldan einsetinn skóla, en hvernig er það í reynd? Arthúr Mortens sérkennslufulltrúi, sem á sæti í menntamálanefnd Al- þýðubandalagsins sagði að hlutur menntakerfisins af þjóðartekjum hefði haldist nokkuð óbreyttur lengi, eða 14-15%. Hins vegar hefði hlutur grunnskólans farið minnkandi, jafnvel þótt laun kennara hafi að einhverju verið bætt. Minnkunin kemur einkum fram í minna kennsluframboði hjá yngri bekkjardeildum grunn- skólans. Á meðan þátttaka kvenna í atvinnulífinu hefur vax- ið úr 20% í 85% frá 1960 til 1985 þá hefur kennsluframboðið í grunnskólanum verið minnkað um um það bil 10% á sama tíma. Arthúr Morthens sagði það vafa- sama stefnu hjá stjórnvöldum að auka hlut yfirbyggingarinnar í skólakerfinu á meðan grunn- skólinn væri látinn sitja á hakan- um. Sólrún Jensdóttir sagði í sam- tali við blaðið að í því frumvarpi að nýjum grunnskólalögum sem nú væri unnið að á vegum menntamálaráðuneytisins væri fyrst og fremst mörkuð sú stefna að lengja skólahald 6, 7 og 8 ára bama um 10-15% á næstu 3 árum. Þá verður það framtíðar- markmið sett inn í lögin, að stefnt sé að einsetnum skóla og að skólinn bjóði upp á lengri viðvem og fleiri verkefni en beina kennslu. Sagði Sólrún þetta vera stórt verkefni og hefði verið sú hugmynd verið rædd að stefna að framkvæmd á 10 árum. Undantekning frá reglunni Þótt langflestir skólar á höfuð- borgarsvæðinu séu tvísetnir, þá eru til undantekningar. Ein þeirra er Fossvogsskóli. Þar er nú verið að gera tilraun á vegum menntamálaráðuneytisins: með lengdan samfelldan skóladag: eldri börnin eru í skólanum frá kl. 8.10 til 14.20, en þau yngri írá 8.50 til 12.30. Gæsla er veitt á morgnana frá kl 7.45 fyrir börn foreldra sem fara snemma til vinnu. Kári Arnórssbn skóla- stjóri sagði að þótt ekki væri komin nema hálfs annars mánað- ar reynsla á þetta fyrirkomulag, þá hefðu þeir þegar orðið varir við mikla ánægju meðal foreldra. Áberandi væri líka að kennararn- ir hefðu afslappaðri og betri tíma til þess að sinna allri undirbún- ingsvinnu við þessar aðstæður. „íslenskir foreldrar eru allt of kröfulitlir gagnvart skólanum,“ sagði Kári. „Eg veit ekki til þess að tvísetnir skólar eins og hér tíðkast séu til í öðrum löndum. Þetta er alveg séríslenskt fyrir- bæri. Engum skóla á að leyfast að láta nemendur þurfa að fara í skólann tvisvar eða þrisvar á dag. Þá ætti ekki að leyfa það að kennsla fari fram eftir kl 16 á dag- inn. Krakkar eru ekki móttæki- legir fyrir nám eftir þann tíma. Nú er hins vegar algengt að eftir- miðdagsnemendurnir séu til kl. 17. Skólinn sem menningar- miðstöð „Það er augljós krafa að skólinn fái lengri tíma með börn- in,“ sagði Kári. „Ekki bara til beinnar kennslu, heldur einnig til annarra starfa. Einkaskólar sem nú eru dreifðir út um bæinn og kenna tónlist, dans, föndur, tölv- uvinnslu og margt fleira, eiga heima innan skólans. Á Húsavík hefur Tónlistarskólinn t.d. lengi verið innan veggja barnaskólans til mikils hagræðis fyrir alla aðila. Skólarnir eiga að þjóna sínu hverfi að þessu leyti sem alhliða menningarmiðstöðvar. “ Aðspurður um álit á því fyrir- komulagi sem skólarnir hafa boð- ið uppá með aukinni „viðveru“ í upphafi og lok skóladags sagði Kári að þetta væri vandræða- lausn. Við núverandi aðstæður vantaði bæði búnað og uppeldis- menntað fólk til að sinna þessu hlutverki. Þessi starfsemi ætti að vera í öðru húsnæði og með öðru starfsfólki en kennurum, og það væri hlutverk borgarinnar að byggja þetta upp. Kári sagði jafnframt að mjög misjafnt væri, hvernig skólarnir gætu mætt þessum kröfum. Skólarnir í nýju hverfunum væru yfirleitt yfirsetnir og oft væri íþróttaaðstaða annars staðar en sjálfur skólinn. Sjoppur í staö skóla Grunnskólar á Norðurlöndun- um eru ekki bara frábrugðnir þeim íslensku að því leyti að þeir eru einsetnir. Skólarnir sjá böm- unum einnig fyrir næringarríkri máltíð í hádeginu. Hér á landi hafa fræðsluyfirvöld talið væn- legast að fela svokölluðum sjopp- um þetta hlutverk. Um þetta segir í skýrslu Ólafs Ólafssonar landlæknis: Mannvernd í velferð- arþjóðfélagi: neyslukönnun meðal 10-14 ára skólabarna í Reykjavík árin 1977 og 1978 leiddi í ljós að allt að fjórðungur daglegrar neyslu þessara barna kemur frá söluskálum. Enn frem- ur: „Sykurneysla hefur aukist gífurlega, aðallega vegna þess að neysla sælgætis, sætabrauðs og gosdrykkja hefur aukist og sam- svarar um 1/4 af heildarneysl- unni, en árið 1938 var neysla þessara tegunda um 5% af heildarneyslu.“ Og enn fremur: „Mikið er leitað til söluskála í fæðuleit, en þar eru nær eingöngu seldar tilbúnar vörur. Þar býðst nær eingöngu sælgæti og vítam- ínsnautt litað sykurvatn...Börn og unglingar ráða miklu um eigið fæðuval. Hætt er við að skilaboð yfirvalda um hollari fæðuval og neysluvenjur nái ekki vel til bama og unglinga, því að veru- legur hluti 7-12 ára barna gengur sjálfala mikinn hluta dagsins vegna mikillar vinnu foreldra." Að þessu upptöldu má ljóst vera að jafnt er nú komið með foreldrum og fræðsluyfirvöldum á íslandi: hvorugur aðilinn getur með réttu horft kinnroðalaust framan í uppvaxandi kynslóð. Hvenær verður mælirinn fullur? Föstudagur 20. október 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.