Þjóðviljinn - 20.10.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.10.1989, Blaðsíða 14
abriel Höggdeyfay ÍéA GSvarahlutir Hamar<shnfAa 1 Hamarshöfda 1 Simar 36510 og 83744 Hjá okkiir er enginii kostnadur vegna mælingor eða isclningar & rafgeymum. 85 úra reynsla liyggir góða þjóuustu. PéLAR HF. ralgeynaþjAiinirfa - EinboUl 6 - Box 500» - 105 Kcykjavík - Sími 618401 BÍLAR 1. Skipt um kerti 2. Skipt um platínur 3. Hreinsuð geymissambönd 4. Rafgeymir mœldur 5. Rafhleðsla mœld 6. StaKari mældur 7. Viftureim stillt 8. Kúpling stillt 9. Rúðusprautur stilltar 10. ísvari á rúðusprautur 11. Þurrkublöð athuguð 12. Frostlögur mældur 13. Olía á vél mæld 14. Vélarstilling 15. Ljósastilling 4 str. vél kr. 4.975 fyrir utan efni Kerti, platínur og ísvari á rúðusprautur innifalinn í verði) Bílasala Bordtnn Smiðjuvegi C 24 Kópavogi, sími 72540 hf. Sveiflur á nýjum og notuðum Eftir gífurlegan samdrátt virðist sala á nýjum bílum hafa jafnað sig á ný og sölumenn notaðra bíla horfa til betri tíma Versnandi hagur þjóöar- bús, samdráttur, kreppa, eða hvaö menn vilja kalla þaö hverju sinni hefur haft mikil áhrif á bifreiðaviðskipti landans, sem er eitt besta dæmiö um sveiflur í íslensku efnahagslífi. Sala á nýjum bifreiðum dróst verulega saman á fyrri hluta þessa árs en hafa verður í huga að þjóð- in var á fjárfestingarfylliríi næstu árin á undan. Þessar sveiflur höfðu ekki síður áhrif á sölu notaðra bíla og hefur gengið mjög misjafnlega að selja notaða undanfarin miss- eri. Gífurlegur samdráttur Skemmst er að minnast yfirlits Bílgreinasambandsins frá því í sumar yfir sölu á nýjum bílum fyrri hluta árs samanborið við sama tíma í fyrra. f ljós kom að salan hafði dregist saman um Bílasölur hafa verið yfirfullar á þessu ári en ætla má að rýmra verði um hvern bíl á næstunni. Mynd: Jim Smart. tæplega 4000 bfla á aðeins fimm fyrstu mánuðum ársins.. Salan hafði minnkað frá 6528 í 2642 bfla fyrstu fimm mánuði ársins sem mjög merkileg þróun. Nú má ekki taka þessar tölur svo alvarlega og segja sem svo: Fjöldi bíla sem klendingar kaupa í ár er aðeins 40% miðað við venjulegt ástand. Árið 1988 var nefnilega ekki venjulegt ár í þessu tilliti og ekki geta menn endalaust haldið áfram að kaupa fleiri bíla. Þessi staðreynd (fjár- festingarfyllirí síðustu ára) hefur ekki síður haft áhrif á minnkandi sölu á nýjum bflum og versnandi hagur heimilanna gerði. Þar að auki hefur verð á nýjum bflum farið vaxandi á ný eftir gífurlegar verðlækkanir á því sviði. Þarfasti þjónn nútímans hefur því átt mjög undir högg að sækja að und- anförnu og er útlit fyrir að svo verði einnig á komandi misser- um. Notaðir bílar En hvaða áhrif hefur þetta á sölu á notuðum bflum? Flestir bflasalar segja að verðhrunið á nýjum bflum hafi komið sér afar illa fyrir þá. Salan jókst svo gífur- lega á nýjum bflum á sama tíma og erfitt var að losna við notaða bfla og því tóku margir upp á því að eiga fleiri bíla en áður. Fyrir vikið varð mjög slæm sala á bíla- sölum því eigendur notaðra bíla áttu erfitt með að sætta sig við að eign þeirra lækkaði svo mikið í verði. Einhver kippur virðist vera að koma í söluna á ný í kjölfar minnkandi sölu nýrra bfla. Salan var þó mjög róleg á fyrri hluta ársins, en þá virtist sem menn keyptu hvorki nýja bfla né not- aða. Sumir bflasalar sögðust jafnvel ekki muna eins slæma sölu í fjölda ára. Nú hafa menn leitað á notaða markaðinn á ný og stefnir í góðæri hjá bflasölum á komandi misserum. Búist er við áframhaldandi samdrætti í sölu á nýjum bílum en bflasalar notaðra bfla segjast ekki óttast um sinn hag á næstunni. Eitt af því sem einkennt hefur markaðinn á notuðum bflum í ríkari mæli er hve menn geta gert góð kaup ef rétt er boðið. Bflasöl- urnar voru yfirfullar í sumar og tóku sumir hvaða tilboði sem var bara til að losa um fé. Framboð á notuðum bílum er enn mjög mikið þannig að þótt eftirspurnin hafi aukist hafa kaupendur úr miklu að velja, en eigendur illseljanlegra bfla eiga erfitt um vik. Þannig má gera góð kaup með því að bjóða á réttan hátt í réttu tegundirnar. Staðgreiðsla er án efa lang hag- stæðasti greiðslumátinn fyrir kaupendur. Afsláttur er gefinn þetta 10-25%, allt eftir hvaða teg- und er um að ræða, og heyrst hef- ur staðgreiðsluafsláttur upp á allt að þriðjung bflverðsins. Venju- lega hefur ástæðan fyrir stað- greiðsluafslætti verið mikil afföll og vanskil á víxlum og skulda- bréfum en ástandið í íslensku efnahagslífi hefur ekki síður átt hlut að máli að undanförnu. Margir keyptu bfla um efni fram á sínum tíma og nú þegar komið er að skuldadögum verða menn að ná að selja þótt það kosti ein- hvern afslátt. Fyrir vikið hefur reynst mönnum betur að fá lán í banka ef hægt er að ná verðinu niður, enda þótt útlánsvextir banka séu með óhagstæðara móti um þessar mundir. -þóm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.