Þjóðviljinn - 20.10.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.10.1989, Blaðsíða 2
Ég er meö samgöngum, sagöi Ásgeir Hannes. Meö samgöngum? hváði ég. Já. Ég er aö leggja fram frumvarp um að bæta vegina á íslandi. Fyrst á að tvöfalda veginn til Keflavíkur til að menn viti betur hvort þeir eru að fara þangað eða koma þaðan. Svo á að halda áfram í kringum landið. Guð var ekki nógu góður við íslendinga, hann setti upp fullt af fjöllum og múlum og risti langa firði inn í landið svo að rnaður er óratíma að keyra um það á bíl. Nú gerum við beina vegi íslands, gröfum okkur í gegn um fjöllin og undir firðina. Eitthvað mundi þaö kosta, sagði ég. Enga íhaldssemi Skaði. Auðvitað borgar Kaninn þetta. Til hvers heldurðu hann sé? Af hverju heldurðu að Kaninn vilji borga þessa vegi? spurði ég. Af hverju ekki? sagði Ásgeir Hannes. Þetta er skítur á priki og pínöts fyrir hann og gráupplagt fyrir okkur. Við leysum öll okkar mál á einu bretti. Jæja, sagði ég. Ekkert andskotans jæja með það. í fyrsta lagi fáum við þennan hagvöxt sem alla vantar. Ekki getum við kreist hann út úr sjónum og enginn veit hvað kemur út úr stóriðjunni. (öðru lagi bætum við ekki á okkur erlendum skuldum fyrst Kaninn borgar. I þriðja lagi verður nóg vinna og byggðastefna, því út um allt eru þessir andskotans múlar og firðir. í fjóröa lagi leysi ég með þessu tilfinningakreppu þjóðarinnar. Tilfinningakreppu? undraðist ég. Já, Skaði, sagði Ásgeir Hannes Eiríksson alþingismaður. Ég fæ þjóð minni eitthvað til að hlakka til, eitthvert markmið að keppa að, eitthvað til að lifa fyrir. Allir (slendingar eiga bíl og það sem meira er: þeir elska bílinn sinn heitar en nokkuð annað. Og þegar ég hef grafið gegnum hálsa og múla og undir firði þá hefi ég líka boðið í sálræna brúðkaupsferð, unaðslega hveitibrauðsdaga hins íslenska manns og bílsins hans, þar sem þeir bruna saman hringveginn á tæpum degi eða svo. 2 SlÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. október 1989 Ég var á dögunum að pæla í Þorláks sögu helga, sem kaþólikkar gáfu út handa páfanum, og mér fannst það skemmtileg bók þótt enginn væri í henni bardaginn. Það er nú fyrst þetta, hve snemma íslendingar urðu það sem þeir eru - það er að segja happdrættisfólk. Þeir hétu strax á tólftu öld á sælan Þorlák og lögðu tölvert undir og fengu sinn vinning: hestar þeirra bröltu upp úr pyttum, skip þeirra komu aftur aö landi ef þau hrakti frá og svo framvegis. En svo var annað. Þorlákur karlinn var mikill dýrindismaður (hann tryggði það til dæmis að öl ekki spilltist og því er eðlilegt aö karlinn sé opinberlega viðurkenndur af Vatíkaninu um það leyti sem íslendingar viðurkenna bjórinn aftur og hefur svo hver nokkuð að iðja). Já, hvað ég vildi sagt hafa: Þorlákur var mikill dýrðarmaður. Hann var ekkert að gera sér rellu út af veðri og öðru slíku sem Drottinn sendir okkur og enginn getur breytt. Og hann hlakkaði ekki til neins (enda ekki von, hann var aldrei við konu kenndur, karlgreyið). Hann kveið heldur öngum dögum - nema þeim sem Alþingi starfaði! Mikið hefur Þorlákur verið langt á undan sínum tíma og um leið alveg að mínu skapi. Ég segi það líka satt: ég kvíði alltaf fyrir Alþingi. Af því að mér finnst, eins og sælum Þorláki að „margur maður verður þar villur vega um sín málaferli". Ég vil hafa reisn og stíl og snið á hlutunum á Alþingi, en svo fer það allt í kjafthátt og rugl. Hvernig haldið þið til dæmis að það sé að hafa hann Ásgeir Hannes Eiríksson á Alþingi, einhvern svona týpískan pylsusala, sem hefur villst þarna inn sem annar eða þriðji varamaður Alberts löngu eftir dúk og disk? Enda sagði ég það líka við Ásgeir Hannes þegar ég hitti hann um daginn: Hvað meinar þú að vera að flækjast inn á Alþingi, gerpið þitt. Þetta er guðs vilji, Skaði minn, sagði Ásgeir Hannes. Já, svo mikið er víst að ekki verður vilja kjósendanna um kennt, sagði ég. Það kemur á daginn, sagði Asgeir Hannes. Ég ætla að heilla þá upp úr skónum á þinginu. Hvernig ætlarðu aö fara að því? spurði ég. RÓSA- GARÐINUM LÉTT VERK OG LÖÐURMANNLEGT Síðan megi halda áfram ferð- inni umhverfis landið og bendir Ásgeir Hannes á að velja megi skemmstu leið milli byggða eftir föngum með því að gera göng í gegnum fjöll og múla, jafnt sem undir langa firði. DV HVORT MUN ÞAÐ DEYJA SEM ALDREI LIFÐI? Æ meiru er „lekið“ til blaða og ljósvakamiðla í þeirri von að koma höggi á andstæðinginn... Ærudauði einstaklinga verður æ algengari. Alþýöublaðiö ALLTAF ER HANN BESTUR RAUÐI BÆRINN! Ætli Austfirðingar að gera sér dagamun og fá sér írskt kaffi úr þar til gerðum 25 cl. glösum, framleiddum af Amaro, þá er rétt að kaupa þau glös hjá Kaupfé- laginu Fram í Neskaupstað en þar kosta þau 130 krónur og það er langlægsta verð á slíkum glösum hérlendis. Austurland VIÐ ERUM SVO SVEITÓ Yfirleitt les maður og heyrir um ódæðisverk lögreglumanna erlendis. Við erum sjaldan vön því að lögreglan hér á landi gangi um í æðiskasti og myrði menn eða flugur samkvæmt skipun stjórn- valda. Morgunblaöiö FUNDINN FLUGNAHÖFÐINGI Fyrir hönd allra fiskuflugna heims leyfi ég mér að mótmæla þessu siðleysi og harðræði lög- reglunnar harðlega. Jafnframt skora ég á allar þjóðir heims að setja ákvæði í stjórnarskrár landa sinna sem kveða á um frjálsa yfir- ferð flugna, köngulóa, járnsmiða og annarra svipaðra skordýra um hin svokölluðu fráteknu svæði. þ.e. íbúðir og annað „húsnæði“ okkar mannanna. Morgunblaöiö AGIVERÐUR AÐ VERA Ein lífsreglan (sem afhent var parinu á brúðkaupsdaginn) var þessi: Aldrei skal hann úr augsýn konu sinnar nema í auðgunar- skyni, til vinnu, til kaupa á lottó- miðum eða happaþrennum, nálg- un launa eða barnabóta, eða til gjafakaupa fyrir sína heittelsk- uðu. Morgunblaöið MAMMA GEYMIR GULLIN ÞÍN Verkefni Sjálfstæðisflokksins er að telja kjark í þjóðina. Davíð Oddsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.