Þjóðviljinn - 20.10.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.10.1989, Blaðsíða 11
® • Reykjavík 300 miljóna reikningsgat Rekstrarkostnaður borgarinnar vegna heilsugœslu vanáœtlaður um 116 miljónir við útreikninga vegna breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga. 280 miljón króna kostnaður vegna tannlœknaþjónustu gleymdist og skrifast stœrsti hlutinn á Reykjavík. ÓlafurRagnar Grímsson: Aldrei ætlunin að Reykjavík græddi300 miljónir á kostnað Landsmanna Rckstrarkostnaður Reykjavík- ur vegna heilsugæslu og hcimaþjónustu reyndist van- reiknaður um rúmar 100 miljónir króna þegar reiknaðir voru út kostnaðarliðir vegna verkaskipt- ingar ríkis og sveitarfélaga. í Þjóðviljanum í gær var greint frá því að þær forsendur sem sveitarfélögin hefðu lagt fram þegar gengið var frá frumvarpinu í fyrra, hefðu verið mjög götótt- ar. Par hefði skakkað um 400-500 miljónir króna. Lang stærsti hluti þessarar skekkju er vegna Reykjavíkurborgar. Indriði Þorláksson, hagsýslu- stjóri, sagði við Nýtt Helgarblað í gær, að Reykjavíkurborg hefði áætlað að kostnaður vegna heilsugæslu í borginni væri um 61 miljón króna á ári. Samkvæmt áætlun heilbrigðisráðuneytisins reyndist kostnaðurinn hinsvegar 177 miljónir króna og skakkar þar því urn 116 miljónir. Indriði sagði að inn í út- reikninga Reykjavíkur hefði vantað meirihlutann af rekstrar- kostnaði heilsugæslustöðvarinnar auk þess sem heimaþjónustan hefði alls ekki verið reiknuð með. Samtals reyndist kostnaður vegna heilsugæslu í landinu vera vanáætlaður um 200 miljónir króna. Þá reyndist kostnaður vegna tannlæknaþjónustu ekki hafa verið reiknaður með, en hann nemur um 280 miljónum á ári og er þá miðað við verðlag 1989. Stærsti hluti þess skrifast einnig á Reykjavík. Varlega áætlað skrif- ast á Reykjavík um 150 miljónir af kostnaði vegna tannlæknaþjónustu þannig að borgin hefur vantalið hátt í 300 miljónir króna. „Það hefur ekki enn verið reiknað út hvernig sá kostnaður skiptist, en ég býst við að lang- stærsti hlutinn sé vegna tannlæknaþjónustu í Reykja- vík,“ sagði Indriði. Þótt ákveðið hafi verið að fresta því að taka uppgjör ríkis- sjóðs inn í fjárlög þar til gert hefði Kostnaður vegna tannlækna- þjónustu gleymdist. verið út um þennan þátt þá standa aðrir þættir samkomulags- ins sem gert var við sveitarfé- lögin. Þannig er Jöfnunarsjóður sveitarfélaga t.d. óskertur í fjár- lagafrumvarpinu. Breytingin á lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga var fyrst og fremst í þágu smáu sveitarfélaganna, en ekki til þess að Reykjavíkurborg hagnaðist á breytingunni einsog borgin myndi gera ef forsendurn- ar frá því í fyrra væru látnar halda sér. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði að lögin um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga hefðu fyrst og fremst verið gerð fyrir smáu og miðlungsstóru sveitarfélögin. „Það var aldrei tilgangur þess- ara breytinga að Reykjavík græddi yfir 300 miljónir á ári á kostnað hins sameiginlega sjóðs allra landsmanna," sagði Ólafur Ragnar. „Það var bara ákveðið að fresta að gera út um þessar end- urgreiðslur þar til þessi mál væru komin á hreint. Það stóð aldrei til að ríkið bæri meiri útgjöld en áður. Við teljum því að það beri að endurskoða þessa útreikninga áður en ákveðið verður hverjar endurgreiðslurnar verða og að það beri að gera það áður en fjár- lögin verða endanlega afgreidd frá alþingi,“ sagði Indriði. Sáf Borgarminjavörður Mælt með Margréti Meirihluti menningarmála- ncfndar borgarinnar ákvað í gær að mæla með Margréti Hall- grímsdóttur fornleifafræðingi sem borgarminjaverði. Margrét hefur m.a. stjórnað uppgreftrin- um í Viðey. Fulltrúar minnihlutans, Kristín Á. Ólafsdóttir og Bryndís Schram, sátu hjá við afgreiðsl- una. Kristín lét bóka að hún teldi að skipa hefði átt dómnefnd til að meta hæfni umsækjenda. Sú til- laga var felld á fundinum. Umsækjendur voru ellefu. -Sáf Suðurlandsskjálfti 13.000 manna byggð í hættu Guðjón Petersen: Ef áhrif Suðurlandsskjálfta yrðu sambœrileg og varð á Kópaskeri 1976 gœti 13.000 manna byggð á Suðurlandi orðið óbyggileg. Nýfengin reynsla sýnir að byggingarstaðlar standast ekki kröfur. Reynslan frá Mexíkó 1985 sýnir að byggingastaðlar standast ekki álag. Mynd: Ragnar Stefánsson. Jarðskjálftarnir í Kaliforníu hafa a ný beint huga manna að jarðskjálftahættunni á Suður- landi. Misgengissvæðið sem liggur um þvert Suðurland frá Ölfusi að Heklu hefur verið að safna í sig orku í nær heila öld, og sérfræðingar eru ekki í vafa um að þessi orka muni leysast úr læð- ingi með kröftugri skjálftahrinu á næstu áratugum. Ef mynstrið verður það sama og 1784 og 1896 mun hrinan byrja austantil á svæðinu og færast síðan vestur í átt að Selfossi á nokkrum dögum eða vikum. Reynslan frá Kopaskeri Guðjón Petersen forstjóri Al- mannavarna sagði í samtali við Þjóðviljann að auðvitað væru jarðskjálftar eins og þeir sem urðu nú í San Francisco, í Mexíkó 1985 og í San Fernando 1971 lær- dómsríkir, en mestu vitneskjuna sem við höfum um skjálftaþol ís- lenskra mannvirkja sé þó kannski að finna í reynslunni frá Kópa- skeri 1976, en þá varð jarðskj álfti sem mældist 6,3 stig á Richter- kvarða í 10 km. fjarlægð frá bæn- um. Afleiðingarnar voru í stuttu máli þær, að bærinn varð óbyggi- legur vegna skemmda á húsum, eyðileggingu á skolp- og vatns- Ieiðslum og hitaveitu. Ef við flytj- um þessa reynslu yfir á hættu- svæðið á Suðurlandi, þá erum við að tala um 13.000 manna byggð í sömu aðstöðu. í skýrslu Almannavarna um Suðurlandsskjálfta frá 1978 er bent á að byggðir eins og Hvera- gerði, Selfoss, Laugarás, Flúðir, Hella og Hvolsvöllur séu innan hættusvæðisins. Sömuleiðis mannvirki eins og Ölfusárbrú, Sogsbrú, Iðubrú, Þjórsárbrú, Brúin yfir Ytri Rangá og Eystri Rangá. Þá er einnig bent á að Búrfellsvirkjun og Sogsvirkjanir liggja við norðurmörk svæðisins og aðaldreifilínur raforkukerfis- ins frá Hellisheiði að Kirkjubæj- arklaustri. í skýrslunni er jafn- framt bent á að mjög lítið sé vitað um skjálftaþol þessara mann- virkja, en jarðskjálftahættan er fyrst og fremst fólgin í áhrifum skjálftans á mannvirki. Við spurðum Guðjóri Petersen hvað hefði gerst í þessum efnum síðan 1978. Vitum við eitthvað betur hvar við stöndum nú? -í fyrsta lagi er rétt að geta þess að skýrslan frá 1978 var tekin al- varlega, og strangara eftirlit hef- ur verið haft með mannvirkja- gerð síðan. En hvað varðar eldri byggingar erum við ekki miklu nær. Við vitum þó að um 30% húsa á Suðurlandi eru hlaðin, og slíkar byggingar þola jarðskjálfta ver. Allt frá því að skýrslan var gerð höfum við lagt til að úttekt verði gerð á öllum opinberum byggingum á svæðinu, en því hef- ur ekki verið sinnt, nema hjá Vegagerðinni og Landsvirkjun. Menn eru hins vegar að læra það nú, af reynslunni frá San Francisco, Mexíkó og víðar, að jarðskjálftastaðlar þeir sem not- ast hefur verið við standast ekki að öllu leyti. Staðlar þessir hafa byggt á burðarþolsútreikningum, en nú hefur komið í ljós að það er einnig lögun mannvirkisins, sjálf- ur arkitektúrinn, sem skiptir máli og einnig jarðvegurinn og gerð jarðskorpunnar sem mannvirkið er reist á. Að fenginni þessari reynslu er ljóst að það eru margir óvissuþættir í íslenskum bygging- um, þannig að við vitum ekki hvernig þær munu standast jarð- skjálfta. Þá er eftirliti ábótavant, þannig að þótt ákveðin járna- binding sé t.d. til staðar á teikningu, þá er enginn ábyrgur aðili sem fylgist með að hún sé framkvæmd. Landsvirkjun á varðbergi Við vitum hins vegar meira um orkumannvirkin og brýrnar. Landsvirkjun hefur yfirfarið öll sín mannvirki og bætt úr þar sem veikleika var að finna. Og eftir að jarðskjálftaskýrslan kom út var þriðju orkulínunni frá Hrauneyj- arfossi valinn staður norðan hættusvæðisins og niður í Hval- fjörð. Vegagerðin hefur sömu- leiðis yfirfarið öll brúarmann- virki með tilliti til jarðskjálfta- hættu. Þá er einnig vert að minna á atriði sem mönnum hættir til að gleyma, en það er festing á innréttingum og innanbúnaði húsa. í Mexíkó sáum við hvernig þutrgir innanstokksmunir komu út í gegnum húsveggi á húsum sem stóðu að öðru leyti. Og í San Fernando eyðilagðist tæknibún- aður símstöðvanna þótt bygging- arnar stæðu. Að lokum Guðjón, nú er hús Fjölbrautaskólans á Selfossi að stórum hluta úr gleri. Er sú bygg- in byggð samkvæmt jarðskjálfta- stöðlum? Jarðskjálftastaðlar lágu fyrir þegar teikningin að skólahúsinu var samþykkt, og hún hefur síðan verið yfirfarin af jarðskjálfta- verkfræðingi og fengið grænt ljós. Engu að síður hefur menn greint á um réttmæti slíkrar bygg- ingar á þessum stað. -ólg Föstudagur 20. október 1989; NÝTT HELGARBLAÐ - SIÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.