Þjóðviljinn - 20.10.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 20.10.1989, Blaðsíða 17
Ljósm. Jim Smart Einn af góðum gestum Kvikmyndahátíðar var franski leikarinn Jean Reno. Hann hefur verið nokkuð áberandi í frönskum kvikmyndum á þessum áratug og þá sérstak- lega fyrir það að hafa leikið í öllum kvikmyndum unga stíl- istans Luc Bessons. Fyrsta mynd hans, Le dernier com- bat (Úrslitaorustan), var sýnd á Kvikmyndahátíðinni og kom Reno til íslands af því tilefni.. Það þótti sjálfsagt að grípa hann glóðvolgan og spyrja hann spjörum úr um sjálfan hann, Besson og kvikmynda- iðnaðinn í heild sinni. Úrslitaorrustan best Blaðamaður ætlaði að hafa stórt viðtal við Reno vegna sér- legs áhuga á franskri kvikmynda- gerð. Það kom á daginn að Reno staldraði aðeins við í rúman sól- arhring og á þeim tíma hafði hann boðið til óformlegs blaðamanna- fundar og hádegisverðar á hóteli hér í borg. Reno var hinn hressasi allan tímann og virðist ekki ósvipaður þeirri persónu sem hann lék í Le grand bleu (The Big Blue). Við þessar aðstæður kom ekki annað til greina en að Iáta spurningarnar dynja á leikaran- um í makindalegum leðursófa- settum og lá beinast við að spyrja hvernig líann komst í kynni við Luc Besson. -Ég hef þekkt Luc frá um 1980 og vann fyrst með honum við kvikmyndina Les bidasses en grandes manoeuvres eftir Rafael Delpard. Þá var Luc nýkominn heim frá Bandaríkjunum þar sem hann reyndi fyrir sér í kvikmynd- abransanum með litlum árangri (Besson er fæddur ‘59 innsk.). Hann var aðstoðarleikstjóri við þessa mynd en ætlaði sér greini- lega að gera stóra hluti og var algjör fagidíót. Ári síðar ákveða Luc og Pierre Jolivet að gera kvikmynd saman og vildi Luc þá strax gera Subway. Það fékkst enginn til að framleiða hana og skrifuðu þeir þá handritið að Le dernier combat. Hún var síðan gerð árið 1982 fyrir mjög lítið fjármagn, enda með fáum leikur- um, engum stjörnum og tekin í Besson er stílisti - ekki kvennagull Franski leikarinn Jean Reno var á Kvikmyndahátíð vegna sýningar fyrstu myndar Luc Besson. Reno hefur leikið í öllum myndum Bess- svart-hvítu við frumstæðar að- stæður. Hvernig var myndinni tekið í fyrstu? -Myndin fékk ágæta dóma hjá gagnrýnendum og mér finnst þetta besta mynd Lucs til þessa. Mér finnst frásögnin svo góð, hún er naív og að sama skapi áhrifa- mikil. Að vísu var ekki neitt sér- stök aðsókn á myndina en Luc hafði sannað sig fyrir fram- leiðendum og gat gert Subway og síðan Le grand bleu. Þær gengu þveröfugt, gagnrýnendur hökk- uðu þær í sig en franskir áhorf- endur elskuðu þær. Ég held að það segi meira en mörg orð þegar áhorfendur kunna að meta myndirnar. Gagnrýnendur taka sig of hátíðlega og við verðum að hafa gaman af því að horfa á kvik- myndirnar. Og þegar reynt er að gera kvikmynd sem bíógestir eiga að kunna að meta skulum við at- huga að þeir eru flestir unglingar. Nikita næst Jean Reno á sér lengri sögu í kvikmyndaheiminum en Luc Besson, enda taisvert eldri. Það er hinsvegar lygasögu líkast að maðurinn skuli vera kominn yfir fertugt því hann lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 29. Hann er fæddur í Casablanca í Marokkó 1948 en fluttist tvítugur til Parísar. Á áttunda áratugnum lék hann talsvert á sviði og síðan í fyrsta sinn í kvikmynd árið 1978. -Fyrsta myndin mín var Clair de femme undir stjórn Costa- Gavras með Yves Montand og Romy Schneider í aðalhlutverk- um. Mér finnst Costa-Gavras einn af hinum mestu í kvikmynd- ons og ýmsum fleirui aheiminum en hann hefur átt sína toppa og lægðir einsog flestir aðr- ir. Aðrir leikstjórar sem mér hef- ur líkað vel að vinna með eru Bertrand Blier (Notre histoire) og í fyrstu mynd Pierre Jolivet, Strictement personnel. En með hvaða leikstjórum langar þig helst að vinna? -Mér líkar auðvitað mjög vel við Luc Besson og finnst hann í hópi þeirra bestu í Frakklandi. Bertrand Blier er líka einn af )j?im bestu einsog sjá má í nýj- ustu mynd hans, Trop belle pour toi (fékk sérstök verðlaun í Cann- es). Sömuleiðis Ettore Scola og Jean-Jacques Beineix en hann er mistækur einsog nýjasta myndin hans (Roselyne et les lions) sýnir. Ég tel að það sé öllum holt að gera mistök og tek þau ekki al- varlega. Reyndar bíðum við eftir floppi frá Besson því honum hef- ur ekki mistekist enn að mínu mati. Tveir aðrir leikstjórar eru einnig í miklum metum hjá mér, en það eru Claude Miller og Jean-Loup Hubert (Le grand chemin). Hubert vinnur einmitt að handriti fyrir nýjustu mynd mína sem gerist í Mexíkó og ætl- um við helst að taka hana þar. Af eldri kvikmyndum eru myndir John Hustons í miklu uppáhaldi en ég geymi aðeins eina kvik- mynd á myndbandi og það er Cit- izen Kane. Svo held ég líka mjög upp á myndir einsog Paris, Texas eftir Wim Wenders sem segir ör- lagasögu fólks, en hún hefði samt mátt vera tíu mínútum styttri að mínu mati. Hvað hefst Luc Besson að þessa dagana? -Hann er að undirbúa næstu mynd sína sem ég mun leika í og á rúmum tíu árum heitir Nikita. Þetta er meira í ætt við þriller og hefjast tökur í janú- ar. Luc hefur alltaf gert myndir um fólk sem á í erfiðleikum með umhverfi sitt. Það var greinilegt í Le dernier combat og í Subway var aðalpersónan það líka. Hann gat td. ekki séð peningaskáp án þess að sprengja hann í loft upp og það fannst mér skemmtileg líking. Við höfðum svipað í Le grand bleu þar sem Jacques May- ol á mjög erfitt með að hegða sér rétt á meðal fólks. Besson seldi sig ekki En er Reno sammála því að Besson hafi selt sig markaðinum með því að hafa enskan titil á Su- bway og gera enska útgáfu af Le grand bleu? -Nei, það get ég ekki fallist á. Subway hefði tildrci getað heitið neitt annað og nafnið Metro hefði hljómað fáránlega. Orðið metro er aðeins notað á meðal Parísarbúa en aðrir skilja það sem styttingu á metropolitan sem hefur allt aðra merkingu. Þegar talað er um subway kemur hins- vegar aðeins eitt til greina, neð- anjarðarlestarkerfi. Hvað varðar ensku útgáfuna á Le grand bleu var það gert aðallega vegna þess að þetta var alþjóðleg saga með fólki frá mörgum löndum. Ef við hefðum gert ekta franska sögu, td. Moliere, væri auðvitað talað á frönsku því hún er skrifað sem slík og á helst að vera flutt þann- ig- Hvað um markaðssetninguna á Le grand bleu í Bandaríkjunum? -Það voru kannski mistök að stytta myndina svo mikið en þeg- ar mynd er seld á þennan hátt til Bandaríkjanna fylgir endanlegt klipp ekki með kaupunum. í þeirri útgáfu endaði myndin vel vegna þess að Bandaríkjamenn vilja að bíómyndir endi vel, en það voru algjör mistök að skipta um tónlist. Tónlistin frá Bill Conti er handónýt en reynir samt að stæla Eric Serra sem var frá- bær. Samt get ég ekki sagt að myndin hafi floppað í Bandaríkj- unum einsog oft er talað um því þar halaði hún inn 7 miljónir doll- ara en framleiðslukostnaður var 11 miljónir. Það er eitthvað ann- að en dýfingarmynd Bandaríkja- manna, The Abyss, kostaði en ég held að það hafi farið yfir 40 milj- ónir. Kostnaðurinn við gerð Le grand bleu var ekki hærri vegna þess að við fylgdum nákvæmlega áætlun. Það fóru níu mánuðir í tökur og við fórum aðeins þrjá daga fram yfir þann tíma. Samt gerðum við Jean-Marc Barr allar okkar senur f kafi sjálfir. Við not- uðum enga staðgengla þótt kafað væri á yfir 30 metra dýpi. Stærsti galli kvikmynda Lucs Bessons virðist vera handritið. Hann hefur átt erfitt með að koma saman handriti og kvenhlutverkin eru illa skrifuð. Hvað viltu segja um þetta? -Þetta er nokkuð rétt því Luc er enginn rithöfundur. Hann er fyrst og fremst stílisti, enda alinn upp við litsjónvap. Þá verður það að segjast einsog er að Luc veit ekkert um konur og þeirra reynsluheim. Fyrir þá sem ekki hafa séð hann get ég sagt að hann er mjög líkur Coppola, feitur með skegg og ekki við kvenmann kenndur. -þóm / Föstudagur 20. október 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.