Þjóðviljinn - 20.10.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 20.10.1989, Blaðsíða 23
DÆGURMAL HEIMIR MÁR PÉTURSSON að minnsta kosti fjórum útgáfum og finnst mér „Jet mixið“, af Reg- ínu langbesta útgáfan. Útgáfan á „Hér í dag...“ er miklu flatari og daufari. Ef ég ætti að nefna þau lög plötunnar sem falla best að mín- um smekk yrði röðin nokkurn veginn þessi: „Speed Is The Key“, „Dear Plastic", „Pump“, „A Day Called Zero“, „Tidal Wave“ og „Regína“. Illskuleg rödd Einars Arnar í bakgrunnin- um í „Pump“ er að vísu dálítið pirrandi við fyrstu heyrn, en með tímanum verður hún nauðsyn- legur undirtónn við létta og meló- díska sönglínu Bjarkar. Þessi lög eiga það sameiginlegt að vera húkkandi þegar búið er að setjast einu sinni niður með textablaðið fyrir framan sig og hlusta. Þá er lag á „Hér í dag...“ sem sker sig nokkuð frá öðrum lögum plötunnar og það er „Planet“. Fjarrænt lag um heimssýn plán- etu, óravíddirnar, smæðirnar og margt þar á milli. Gítarleikur Þórs í þessu lagi er nettur og sýnir hvernig lítið og einfalt getur virk- að vel. Þór er ekki mikill gítar- leikari en hann notfærir sér mjög vel hljómtæknina og býr til skemmtilegan gítarhljóm. Syk- urmolarnir í heild „fitta“ mjög vel saman. En sterkustu burðar- bitarnir eru engu að síður Sigt- ryggur og Björk. Sigtryggur er of- boðslega hugmyndaríkur og ör- uggur trymbill og framlag hans til Sykurmolanna er mjög mikið. Björk verður síðan betri og betri söngkona með tímanum og er farin að syngja skýrar, kannski vegna þess að textarnir sem hún syngur fara batnandi? Raddsvið Bjarkar er sérstakt og hún beitir því af miklum galdri. En þó ekki væri nema vegna innanbandspólitíkur Sykurmol- anna, væri ljótt að nefna ekki alla meðlimi bandsins til sögunnar. Einar Örn er eins og ómissandi slettireka í Sykurmolunum. Mér hefur lengst af þótt sviðsfram- koma hans sársaukafull og óþar- flega móðgandi, en í seinni tíð hefur hann slípað aðeins til broddana og virkar miklu betur. Sem söngvari er hann oft nauðsynleg viðbót við Björk. Þá er trompetleikur hans farin að skipta máli stundum. Bragi er hljóðláti maður Syk- urmolanna. Hann skilar sínu án þess að maður taki eftir því og er að því leytinu skyldur Ringo Starr. Bragi er þó vafalítið betri bassaleikari en Hringur trommu- leikari. „Here Today Tomorrow Next Week“ er skref fram á við hjá Sykurmolunum og ég held að sumir gagnrýnendur erlendir eigi eftir að sjá dálítið eftir neikvæðni sinni. Lögin á plötunni eru að vísu mörg, eða 16, og hefðu nokkur þeirra mátt missa sín. Þau skemma frekar heildarmyndina en hitt, „Shoot him“, til dæmis. Sykurmolarnir eru um þessar mundir á tónleikaferðalagi í Bretlandi og hefur víðast verið vel tekið og uppselt hefur verið á flesta tónleika sveitarinnar. „Hér í dag...“ fór í 70. sæti Billboard- listans bandaríska í síðustu viku og hefur sveiflast til á breska sölulistanum. Fyrst fór hún í 15. sæti listans, síðan féll hún niður í 40. sæti, en er nú komin upp í 17. sæti. íslensku útgáfunni hefur seinkað nokkuð. En forsvars- menn Smekkleysu segja mér að hún sé væntanleg í næstu viku. -hmp Óréttlæti heimsins er töluvert, svo ekki sé minna sagt. Breska popppressan sem dásamaði Syk- urmolana fyrir „Life's Too Good“, fær ekki orða bundist yfir því hvað „Here Today Tomorr- ow Next Week“, sé vond plata við hliðina á „Lífið er of gott“. Pressuhundur eins blaðanna sagði í enda umfjöllunar sinnar um „Here Today..." „Life's Too Short“, eða lífið er of stutt. Þessi athugasemd hefur að öllum lík- indum átt að vísa til þess að Syk- urmolarnir væru búnir að vera eftir stutta ævi. Þessi viðbrögð Melody Maker og NME sanna fyrir undirrituð- um hvað þessi blöð eru oft úti að aka. Þau stunda það að henda upp hljómsveitum með miklum látum og lýsa þeim eins og verald- arundrinu, en taka þær síðan af lífi með sömu öfgunum. Hvað Sykurmolana varðar hef ég oftar en ekki verið ósammála þessum blöðum. Þegar Sykurmolarnir voru í uppáhaldi hjá þeim, voru molarnir varla inni á korti hjá mér. Á „Life's Too Good“ voru að mínum dómi fjögur ágæt lög, „Blue Eyed Pop“, „Coldsweat", „Deus“, „Birthday“ og „Mot- orcrash", í þessari röð nokkurn veginn. Þetta fannst mér vera bestu popplögin á plötunni og við vissar kringumstæður voru þau bara helv... góð. Að öðru leyti var ég upptekinn við annað en Sykurmolana. Skýringin á því hvað breska pressan tekur nýju plötunni illa, gæti verið að „Lífið er of gott“ var meiri poppplata þar sem hún er poppuðust en „Hér í dag...“. Lögin á nýju plötunni grípa mann ekki í dagsins önn eins og „Deus“ og „Coldsweat" gerðu. „Deus“ og „Coldsweat" eru þau lög Syk- urmolanna sem komast næst því að vera fullkomin popplög. Strax við fyrstu áheyrn brutust þau inn í betri stofur rokkdeildar heilans og komu sér þar fyrir í virðuleg sæti. Bestu lögin á „Hér í dag..eru miklu þungmeltari en þetta. Það gildir líka um „Hér í dag...“ eins „Here Today Tomorrow Next Week“ er skref fram á vió hjá Popp verksmiðjunni Sykurmolar. og sumar aðrar plötur, að það verður að hlusta töluvert hátt á hana. Enda er þetta skemmtitón- list og illa hentug fyrir lyftur stór- markaða og almennar kjötfars- og kartöflusöluverlanir. Ef hlust- að er hátt á fyrsta lag plötunnar „Tidal Wave“, kemur í ljós hið smekklegasta popplag. Hljóð- færaleikur Sykurmolanna hefur breyst mikið til batnaðar, og innganga Margrétar á hljóm- borðið er til góðs. Brassið hans Óla Gauks í þessu lagi er vel not- að og ánægjulegt að unga kyn- slóðin skuli hafa uppgötvað eldri fagmenn tónlistarinnar á íslandi. Ég legg til að Raggi Bjarna verði fenginn til að syngja eitt hentugt lag með Sykurmolunum. Textar skipta miklu máli þegar plötur eru annars vegar. Góð tónlist er miklu betri með for- vitnilegum textum. Sykurmol- arnir hafa í sykurkari sínu tvö hin mætustu skáld, Braga og Þór, og verður það að teljast molunum til happs. Björk og Einar eru líka liprir pennar á stundum. Textar Sykurmolanna eru ruglingslegir og sundurtættir eins og veru- leikinn. Oft stendur ekki steinn yfir steini í þeim myndum sem molarnir draga upp í textum sín- um, en engu að síður ættu aliir sem hafa litið út fyrir nefbrodd- inn á sér að kannast við alla dell- una. „Speed Is The Key“ er dæmi um texta af þessu tagi, þar sem eðlur þjóta um á leifturhraða og menn undrast að enginn skuli virða geimregturnar lengur. Björk fer með hlutverk geimkon- unnar af mikilli innlifun. „Speed Is The Key“ er popplag klisjað og þvælt af mikilli fagmennsku og slær alveg út átrúnaðargoð Syk- urmolanna Boney M og Abba. Stefnubreyting Sykurmolanna er töluverð. Mér finnst hún til góðs aðallega vegna þess að það er meira spunnið í lögin á „Hér í dag...“ en á „Lífið er of gott“. Það væri rangt að segja að Syk- urmolarnir hefðu þyngst, væri nær að segja að þeir hefðu flækst og rokkast á köflum. Regína er það lag sem mest hefur heyrst í opinberum fjölmiðlum. Lag sem er í meðallagi miðað við af- ganginn á plötunni. Þetta lag um fréttaritara DV hefur komið út í Afríka á ís Það vita kannski ekki margir að á meðan Cab Kaye var á ls- landi í sumar, tók hann upp sex lög í hljóðveri í Reykjavík. Áður hafði Cab spilað inn á um 26 plötur á hart nær fimmtíu ára tón- listarferli en þær plötur voru allar hefðbundnar djassplötur. f þetta skipti hljóðritaði hann í fyrsta sinn tónlist sem er í anda þeirrar alþýðutónlistar sem hann kynntist sem ungur maður í heimalandi sínu Ghana. Tónlist af þessu tagi hefur sennilega aldrei verið tekin upp á íslandi áður, enda hefur hún haft undra- verð áhrif á þá sem hafa á hana hlýtt. Lítið útgáfufyrirtæki, Ax, fékk áhuga á að Cab hljóðritaði þessa tónlist, eftir að hafa heyrt hann spila hana á ýmsum stöðum í Reykjavík. Það furðulega var að þegar útgefandinn nefndi hug- myndina við Cab, þá var hann nýbúinn að semja lag sem hann tileinkaði íslandi. Hann hafði komið til íslands tvisvar sinnum Cab Kaye með Afríku á fs. Mynd - Jim Smart áður, fyrst 1952 og aftur 1984. Eftir því sem hann kynntist meira landinu fóru áhrif þess að koma fram í honum og afraksturinn var gullfallegt lag sem hann kallar „Iceblue". En í því lagi talast við tromma og píanó, eins og Cab orðar það sjálfur. Vegna þess hvað útgáfufyrir- tækið er fátækt, hafa upptökur Cabs aðeins verið gefnar út á ka- settu. Kasettan nefnist „Africa On Ice“ og er hún til í tveimur útgáfum. Onnur útgáfan eru 150 númeruð og árituð eintök, þar sem ekkert umslag lítur nákvæm- lega eins út og annað. Síðan er kasettan til ónúmeruð og þá er umslagið án allra sérkenna. Á kasettunni eru sex lög sem Cab hefur samið og syngur og leikur öll sjálfur. Hvert lag fyrir sig er í raun saga. „Ah Kwili Wa Ba“, er til dæmis lítil saga af markaðnum. En textarnir eru flestir á móður- máli Cabs, Ghanísku. Hljómplötuverslunin Gramm- ið við Laugaveg er með „Africa On Ice“ til sölu, ein verslana. Símanúmer Ax-útgáfunnar er 96- 52164 eða 96-52105 (Pétur Þor- steinsson). hmp í betri stofum heilans Föstudagur 20. október 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.