Þjóðviljinn - 20.10.1989, Blaðsíða 5
Úti að aka með bömin?
í hádeginu eru hátt í 15.000 börn á höfuðborgarsvæðinu flutt á milli
skóla, dagvistar og heimilis. Stór hluti þessara flutninga fer fram á
einkabílum foreldra, sem eru að skjótast úr vinnutíma til þess
að flytja börn sín í hvers kyns neyðarathvörf. Hvers vegna er þetta
svo? Hvaða kostnað hefur þetta í för með sér fyrir börnin,
foreldrana, atvinnulífið og þjóðfélagið í heild?
Sigurður og Elín eru rúm-
lega þrítug hjón á höfuðborg-
arsvæðinu og eiga 3 börn:
þriggja, sex, og sjö ára. Þau
hafa nýlega komið yfir sig
húsnæði og vinna bæði utan
heimilis. Vaxtabyrðin af hús-
næðislánunum er orðin þeim
þung, en þó er annað sem
íþyngir þeim meira í daglegu
lífi: flutningur á börnunum í
þau athvörf, sem þeim hefur
með herkjum tekist að finna
fyrir börnin sín.
Yngsta barnið er hjá dag-
mömmu í öðru borgarhverfi þrjá
heila daga vikunnar og tvo mor-
gna. Amma bjargar tveim eftir-
miðdögum. Sex ára barnið er hjá
annarri dagmömmu á morgnana
en kemur heim í hádeginu til þess
svo að fara tvær stundir í skólann
á milli kl. 13 og 15. Þá er það sótt
úr skólanum og er heima með
eidri bróður sínum sem er sjö ára,
nema á þriðjudögum þegar það
fer beint úr skólanum í spilatíma í
Tónlistarskólanum. Sjö ára bam-
ið fer í gæslu í skólanum kl. 8 á
morgnanna, en kennslan er frá
9.00- 12.00. Þennan mánuðinn á
elsti sonurinn svo að mæta í sundi
daglega milli kl. 14-15 í Sundhöll-
inni, en þar fyrir utan er hann í
spilatíma tvisvar í viku á milli
klukkan 17 og 18. Til þess að
sinna þessum flutningum þurftu
Sigurður og Elín að kaupa tvo
bflafyrirfjölskylduna. Bflakostn-
aður fjölskyldunnar er því nokk-
uð hár með tryggingargjöldum og
öllu. Sigurður keyrir yngsta barn-
ið til dagmömmunnar kl. 8 á mor-
gnana, og fer um leið með elsta
soninn í geymslu í skólanum.
Hann sækir yngsta barnið líka
tvisvar í viku í hádeginu til þess
að fara með það til ömmunnar og
svo kemur hann kl. 17.30 til þess
að sækja það og veita því friðsæld
og unað heimilislífsins. Móðirin
fer með sex ára strákinn til dag-
mömmu á morgnana og sækir
hann í hádeginu til þess að gefa
honum að borða og fara svo með
hann í skólann. Hann er svo
heppinn að geta verið samferða
vini sínum úr skólanum kl. 15,
enda er mamman þá að sækja
elsta soninn úr sundhöllinni, þar
sem hann var í sundtíma. Það er
Elín sem sér um að fara með syn-
ina tvo í spilatíma tvisvar í viku.
Hún er svo heppin að eiga skiln-
ingsríkan vinnuveitanda og hafa
frjálsan vinnutíma, þannig að
hún getur jafnvel tekið hluta af
vinnunni með sér heim um helgar'
til þess að vinna upp það sem hef-
ur tapast í umferðinni með börn-
unum yfir vinnuvikuna. En
jafnvel sá tími hefur líka styst í
vetur miðað við það sem var í
fyrra eftir að þeir gerðu hrað-
brautina utan í Öskjuhlíðinni.
Það sparar henni að minnsta
kosti 15 mínútur á dag.
Algengt
lífsmynstur
Það lífsmynstur fimm manna
fjölskyldu á höfuðborgarsvæð-
inu, sem hér hefur verið rakið
virðist í fyrstu bæði ýkt og fjar-
stæðukennt, en er við nánari at-
hugun ekki fjarri lagi: Einungis á
leikskólum Reykjavíkurborgar
voru 1680 böm í þessum flutning-
um í hverjum hádegistíma á síð-
atliðnum vetri. Grunnskólarnir
bjóða yfirleitt ekki upp á nema
tveggja til þriggja stunda kennslu
í skóla daglega fyrir sex og sjö ára
börn, og dæmi eru þess að sjö ára
börn þurfi að sækja leikfimi eða
sund í annan stað. Vaktaskipti í
grunnskólunum eru líka í hádeg-
inu, því íslendingar hafa ekki get-
að boðið börnum sínum það að
eiga einsetinn skóla og eru þar að
því er virðist einir á báti meðal
siðmenntaðra þjóða. Foreldrar á
höfuðborgarsvæðinu þurfa því að
sækja eða fara með um 4000 sex
og sjö ára börn í hádeginu og
koma þeim í dagvistun eða til afa
og ömmu, ættingja eða dag-
mömmu eða heim, þar sem þau
eru ein eða með systkinum sínum
í reiðuleysi. í skólaskýrslum
Reykjavíkur frá 1975 kemur fram
að um 40% 7-12 ára barna eru
meira og minna ein heima á dag-
inn og af börnum einstæðra for-
eldra er fjórðungur 7 ára barna
og yngri og 64% 7-12 ára barna
„meira og minna sjálfala á dag-
inn“ samkvæmt mannverndar-
skýrslu landlæknis frá síðasta ári.
Neyðarathvarf
í hverjum árgangi barna á höf-
uðborgarsvæðinu eru nú um 2000
börn. Á aldrinum 1/2 árs til 8 ára
eru því 16.000 börn. Miðað við
það að 80% mæðra eru útivinn-
andi má ætla að meginþorri þess-
ara barna séu á þeytingi í hádeg-
inu, og þau heimili munu vart
finnast lengur þar sem fjöl-
skyldan situr í ró og næði í kring-
um hádegisverðarborð í miðri
viku.
f mannverndarskýrslu land-
læknis frá síðasta ári kemur fram,
að á árunum 1960-83 hefur tíðni
hjónaskilnaða aukist um 200% á
meðan hún jókst um 100% í Sví-
þjóð á sama tíma. í sömu skýrslu
kemur fram að dánartíðni ís-
lenskra bama 0-14 ára af völdum
slysa hafi verið nærri helmingi
hærri hér á landi en í Svíþjóð eða
12,4 á 100.000 íbúa á móti 6,8.
Þennan mismun verður að skoða
í ljósi þess að í Svíþjóð þekkist
ekki tvísetinn skóli. Þar þekkist
ekki heldur að börnum sé boðið
upp á tveggja klukkustunda við-
veru í skóla á dag. Eða sundur-
slitinn skólatíma. Eða að foreldr-
ar skuli þurfa að vera á þeytingi
með börn sín á háannatíma í um-
ferðinni til þess að koma þeim
fyrir í einhvers konar neyðarat-
Föstudagur 20. október 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5
hvörfum utan skólatíma. Viðver-
utími barna í yngstu bekkjar-
deildum grunnskólans á Norður-
löndunum er yfirleitt frá kl. 9-15
eða lengur. Og vinnutími for-
eldra er einnig skemmri.
í raun og veru er það undrun-
arefni hvað foreldrar á íslandi
hafa látið bjóða sér og börnum
sínum í þessum efnum og enn
meiri furðu ætti það að vekja,
hversu vitlaust sá þjóðhagslegi
sparnaður er reiknaður, sem
ábyrgðaraðilar þessa skipulags
virðast hugsa út frá. Því stað-
reyndin er sú, að þvert ofan í yfir-
lýstan vilja, þá hafa yfirvöld
skólamála séð þá leið hagkvæm-
asta til að draga úr fjárlagahalla
ríkissjóðs, að minnka framboð á
þjónustu við yngstu börn grunn-
skólans. Það hefur bitnað harka-
lega á þeim varnarlausu: börnun-
um okkar. Verður það látið líðast
öllu lengur?
Texti:
Ólafur Gíslason
Ljósmyndir:
Jim Smart
Myndirnar sem fylgja grein-
unum eru sviösettar og
tolkiö i þeim er alls
oviökomandi efni þeirra
Sjá næstu síður
Annað líf
Samfelldur skóladagur í Fossvogsskóla
hefur breytt lífi mínu, segir einstæð
móðir 11 ára barns
Hádegið hefur verið mér mar-
tröð allt frá því að ég fór að vinna,
segir einstæð móðir ellefu ára
barns, sem er kennari að at-
vinnu, í samtali við Þjóðviljann:
f nærri 10 ár hef ég upplifað
hádegistímann sem einhverja
martröð: Þegar klukkan er að
verða hálf tólf í síðustu kennslu-
stund fyrir hádegi fer maður allur
að spennast upp vegna þess sem í
vændum er. Þegar hringt er út er
rokið í bflinn og á barnaheimili
eða heim til þess að gefa barninu
að borða. Maður hendir í það
súrmjólk eða einhverju tilbúnu
og svo er henst af stað aftur og
skilið við barnið, kannski grát-
andi einhvers staðar, og svo í
skólann þar sem maður á að
standa hress og uppbyggilegur
frammi fyrir 25-30 nemendum
klukkan eitt. Það er ótrúlegt að
maður skuli hafa látið bjóða sér
og barninu sínu þetta í öll þessi
ár. Ég skil það fyrst núna, eftir að
barnið fékk samfelldan skólatíma
frá 8.10 til 14.20, hvflíkur munur
það er að geta andað rólega í há-
deginu. Ekki bara fyrir mig, held-
ur líka fyrir barnið. Þetta hefur
breytt lífi okkar, aukið mér
starfskraft og aukið ánægju
barnsins af skólanum. Foreldrar
eiga ekki að láta bjóða sér og
bömum sínum þetta lengur.
-ólg