Þjóðviljinn - 20.10.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.10.1989, Blaðsíða 4
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir formaður Landssambands Verslunarmanna er á beininu Hvöt hvatti mig ekki Kona gerist formaður í Landssambandi Verslunar- manna í fyrsta sinn í sögu landssambanda innan verkalýðsfélaganna. Skrifstofumaður hjá Flug- leiðum með stærsta hluta reynslu sinnar af stéttar- félagsstörf um frá VR. Á bak við í forystunni, nokkurs- konar „low prof ile“ í 13 ár, en verður nú „andlit“ þess stéttarsambands út á við, sem hefur innan sinna vé- banda lægst launuðu starfsstéttir vinnumarkaðar- ins. 14000 félagsmenn eiga sitt undir stjórn Ingi- bjargar á forystusveitinni. Hún er á beininu og svarar spurningum um kvennakjör, yfirborganir, verkföll og pólitík. Var það mikil fyrirhöfn að ger- ast formaður? Spurningin kom upp á mánu- degi og þetta varð staðreynd á sunnudegi. Ég var hvött, bæði af körlum og konum, ekki síður körlum. Eg hef verið í fram- kvæmdanefnd um launamál kvenna, en sérstakar áherslur á kvennakjör voru lítið fyrir hendi þegar ég byrjaði félagsstörf fyrir 13 árum, það hefur hinsvegar komið meira og meira inn í dæm- ið eftir því sem á hefur liðið. Þátt- taka mín í verkalýðshreyfingunni grundvallaðist ekki sérstaklega á vakningu kvenna um það bil sem ég byrjaði, heldur kem ég inn í þetta út frá vinnustaðnum, skrifstofunni. Mér er í raun og veru alveg sama hvernig fólk skiptir með sér verkum heima hj á sér. En hvað snertir launamál kvenna, þá sér maður það um leið og maður fer að skipta sér af þessu að það brennur á manni óréttlætið, maður hrekkur við í hvert skipti sem tölur koma frá kjararannsóknarnefnd, þar mun- aði lengi vel 25% á kynjum hjá afgreiðslufólki og 35% hjá skrif- stofufólki. Launamunur karla og kvenna stafar aðallega af íhalds- semi og það er lang best að samn- inganefndir séu blandaðar báð- um kynjum, ég hef átt gott sam- starf við karlmenn innan foryst- unnar. Nei ég hef haft afskaplega takmarkaðan áhuga á Rauðsokk- uhreyfingunni sem slíkri, það er frekar að ég hafi færst í þá áttina eftir að hafa kynnst misréttinu. Eru þessi jafnréttissjónarmið mikið rædd innan Landssam- bands Verslunarmanna og muntu beita þér sérstaklega fyrir konur? Ég held að jöfnuðurinn sé alltaf bestur, og ef konur tækju alveg yfir á einum stað hallaði e.t.v. á þær á öðrum. Ég hef fyrst og fremst beitt mér í launamái- um, því meira sem við náum launatöxtunum upp þeim mun minna verður misréttið. Það ríkir ákveðinn skilningur á því innan verkalýðshreyfingarinnar að þessi mál þurfa að komast í lag. Það var vilji síðasta þings lands- sambandsins að hækka taxtana og ég held að við komumst lengst í jafnréttismálum með því. Hvar stendur þú í pólitík, hver eru viðhorf þín til pólitískrar samstryggingar innan verkalýðs- hreyfmgarinnar og hvaða áhersl- ur leggurðu á pólitískan arm hennar annarsvegar og faglegan hinsvegar? Hugsjónalegur grundvöllur minn er víða, en ég hef ekki verið flokksbundin fyrr en ég gekk í Hvöt fyrir stuttu. Ég hef aldrei mætt á flokksfund hjá Sjálfstæð- isflokknum. Ég ákvað hinsvegar að það skyldi fylgja og það væri skynsamlegt að ég notaði at- kvæðisrétt minn innan stjórnmálaflokks nú, það gæti haft eitthvað að segja. Varstu hvött til þess af Hvat- arkonum að fara í formanninn? Nei, alls ekki, ég efast um að þær hafi vitað af því eða viti al- mennt af félagsaðild minni. Ég hef stundum sagt að ég sé vinstra megin við Alþýðubandalagið og hægramegin við Sjálfstæðisflokk- inn. Ég er ekki hlynnt þessu frjálshyggjutali þar. Það hefur verið tilhneiging, ekki bara innan Landssambands Verslunar- manna heldur annarsstaðar í verkalýðshreyfingunni að leggja áherslu á fagleg sjónarmið og þar er ég. Það kæmi mér verulega á óvart ef haft yrði samband við mig frá Sjálfstæðisflokknum vegna formennsku minnar og ég læt hann ekki hafa áhrif á mín störf. Þitt landssamband rúmar lægst launuðu stéttir landsins, er það ekki vörumerki lélegs stéttarfé- lags? Sko, mín persónulega skoðun er sú að þessir svokölluðu heildarsamningar hafi komið illa út fyrir verslunarmenn. Þetta var ekki svona. Þegar gerðir eru samningar sem miðast eingöngu við afkomu útgerðarinnar og fiskvinnslunnar en ekki tekið til- lit til þess hvað aðrir atvinnurek- endur geta greitt sínu fólki hefur áherslan aukist á kjarabætur þeirra lægstlaunuðu í okkar hópi. Þegar við tókum upp á því að miða okkur við opinbera starfs- menn fengum við verulega leiðréttingu. Sú staðreynd að ekki nokkur maður getur lifað af lægstu launum í dag gerir það að verkum að við verðum að miða alla launabaráttu við þá lægst launuðu. Afgangur okkar fólks líður fyrir þetta, við erum með mjög breiðan hóp t.d. miðað við Verkamannasambandið sem hef- ur miklu líkari hópa launalega. í þessu liggur okkar vandi. Öll þessi jöfnun innan verkalýðs- hreyfingarinnar hefur komið mjög illa niður á verslunar- mönnum sem heild. Skilaboð síðasta formanns, Björns Þórhallssonar, þegar hann stendur upp úr formannss- tól eru þau að það ríki trúnaðar- brestur innan hreyfíngarinnar í heild. Býður sérstaða verslunar- manna upp á nokkra samfylking- arstefnu með öðrum landssamb- öndum einsog veganesti hans til nýrrar forystu hljóðar uppá? Jú, ég held að öll hreyfingin þurfi að sameinast, af því að við höfum lent í því að níu sinnum hefur ríkisstjórn svikið okkur eftir samningagerð. Níu sinnum á tíu árum. Það er rosalegt. Þetta hefur gert það að verkum að samningar hafa ekki verið á raun- hæfum nótum og það á við alla. Þetta er einsog að berjast við vindmyllu og þessvegna þarf öll hreyfingin verulega, - verulega að þjappa sér saman. Þetta þýðir ekki endilega eina samninga fyrir allt landið sem verða nákvæm- lega eins, en við verðum að styðja hvert annað sameinuð gagnvart stjórnvöldum. Aðalatriðið er ekki algjör jöfnun launataxta, sumar atvinnugreinar þola meira en aðrar, en kjaraskerðingar rík- isstjórna eru sameiginlegt mál verkalýðshreyfingarinnar og gegn þeim verður hún að berjast sameinuð. Jafnlaunastefna er s.s. ekki þitt hjartans mál? Við megum ekki festa hvert annað, - ein atvinnugrein þolir þetta árið meira en það næsta og það felst hvatning í hærri launum við meiri ábyrgð. Yfirborganir hafa verið ykkur erfiður ljár í þúfu, í síðasta verk- falli ykkar komu fram þau sjón- armið atvinnurekenda að raun- tekjur flestra félagsmanna ykkar væru miklu hærri en taxtar segðu til um. Hvernig er mórallinn í fé- lagi sem semur og síðan fara fé- lagsmenn og fá borgað undir borðið villt og galið? Mér þætti ákaflega vænt um ef atvinnurekendur fengjust til að viðurkenna það við samninga- borðið og skrifa inn í launataxta það sem þeir greiða út í launum. Þeir hafa hinsvegar ekki viljað það. Okkar kappsmál hefur alltaf verið að ná fram raunverulegri mynd. Menn geta spáð í það hvers vegna atvinnurekendur fást ekki til þessa. Hver er skýringin? Getur verið að þeir hafi með sér eitthvert innra samkomulag um þetta og sjái sér hag í því? f fljótu bragði sést ekki hvaða hagsmunir það eru, en ég held að þetta sé skýringin og er þess fullviss að yfirborgunaraðferðin er sko eng- in tilviljun. Yfirborganir fara líka mest til karlmanna og starfs- manna á miðjum aldri, það er at- hyglisvert. Atvinnurekendur nýta sér bókstaflega jafnlauna- stefnuna og samflot verkalýðs- hreyfingarinnar til halda stýring- unni; með yfirborgunum. Við berum ekki ábyrgð á því. Síðasta verkfall ykkar endaði með fjöldanum öllum af samning- um við einstök fyrirtæki, það voru biðraðir minni atvinnurek- enda á skrifstofu VR. til að semja á meðan allt var strand gagnvart þeim stærri, - undanþágur ollu deilum og þið voruð sökuð um að styðja óbeint við bakið á til dæmis versluninni á horninu og minni flugfélögum, - það voru umdeild slagsmál á Keflavíkurflugvelli með hala langt inn í dómskerfið. Er verkfallsvopnið ykkar bitlaust og brotið? Það er mín persónulega skoðun að verkföll séu algert neyðarbrauð og ég hef auglýst eftir því við hundruð manna hvað hægt sé að nota í staðinn. Við höfum innan Landssambands Verslunarmanna rætt um það í mörg ár hvernig hægt er að laga það að stöðunni við hverja samn- inga. Enginn hefur góða lausn. í verkfalli er ábyrgð fjölmiðla mikil, og ég veit að ég þarf nú ekki að segja ykkur það, en t.d. í síðasta verkfalli var búið að semja við Arnarflug löngu á undan öðrum flugfélögum. Þeir sömdu einfaldlega og því voru ekki neinar aðgerðir gagnvart þeim. Fjölmiðlar sögðu hins veg- ar bara hálfa söguna og stundum gat skilist svo að við hefðum ekki hreinan skjöld gagnvart þeim. Það var auðvitað rangfærsla. Við áttum ekki í neinni vinnudeilu við þá, en það vantaði hinsvegar í flesta fjölmiðla. Við erum með gífurlegan fjölda fyrirtækja og þar af leiðandi ákaflega erfitt að framkvæma verkfallsvörslu, sumir sömdu og aðrir ekki. Verk- fall er það sem maður tekur sér fyrir hendur allra allra síðast. fmg 4 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.