Þjóðviljinn - 27.10.1989, Side 3

Þjóðviljinn - 27.10.1989, Side 3
Félagamir Guð- mundurStein- grímsson ogGuð- mundurlngólfs- son eiga 110 ára afmæli um þessar mundirogbjóðatil stón/eislu. Ljósm. eik. VIÐSKIPTAVINIR ATHUGIÐ! Frá og með 1. nóvember n.k. falla niður síðdegisafgreiðslur bankans á fimmtudögum á eftirtöldum stöðum: Bankastræti, Háaleitisbraut, Bíldshöfða, Hafnarfirði, Selfossi og Sauðárkróki. Afram verður opið á Suðurlandsbraut 1 8 og á Akranesi. $ SAMVINNUBANKIÍSLANDS HF. Rætt við Andrés Indriðason rithöfund Halda stórveislu að Kjarvalsstöðum Jazzleikararnir og nafnarnir Guðmundur Ingólfsson og Guð- mundur Steingrímsson eiga sam- an 110 ára afmæli um þessar mundir. Að því tilefni býður Jazzvakning til veglegra afmælis- tónleika að Kjarvalsstöðum næstkomandi þriðjudag, þar sem Tríó Guðmundar Ingólfssonar mun leika ásamt með rjómanum af jazz- og blúsleikurum okkar. Meðal gesta á tónleikunum verða jazz- og blússöngvararnir Andrea Gylfadóttir, Bubbi Mortens og Megas, Helgi Guðmundsson blús-munnhörpuleikari, Rúnar Georgsson saxófónleikari, Björn Thoroddsen gítarleikari, Stefán Stefánsson saxófónleikari og Steingrfmur Guðmundsson tablaleikari. í Tríói Guðmundar Ingólfssonar eru þeir nafnarnir ásamt með Gunnari Hrafnssyni sem leikur á rafmagnshljómborð. Guðmundur Steingrímsson trommuleikari hefur leikið jazz frá því hann var 16 ára 1945. Það var í Gúttó í Hafnarfirði með Gunnari Ormslev og fleirum. Sama ár byrjaði Guðmundur að leika á dansæfingum í Flensborg- arskóla með Eyþóri Þorlákssyni gítarleikara og fleirum. Guðmundur lék með KK- sextett og Hljómsveit Hauks Morthens og hefur leikið með fjölda jazzleikara, innlendum og erlendum, og leikið inn á fjölda hljómplatna. Hann var einn af stofnendum Jazzvakningar 1975 og lék á slagverk með Sinfóníu- hljómsveit lslands 1967. Guðmundur Ingólfsson hóf nám í píanóleik 6 ára hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni og var farinn að leika fyrir dansi 12 ára gamall. Fimmtán ára var hann kominn í píanónám hjá Axel Arnfjörð í Kaupmannahöfn, og hefur haft atvinnu af píanóleik upp frá því. Guðmundur hefur stjórnað ótal tríóum og hljóm- sveitum og leikið með erlendum dans- og jazzhljómsveitum. Guð- mundur hefur gefið út þrjár hljómplötur, Jazzvaka, Nafnak- all og Þjóðlegur fróðleikur, sem hafa að geyma jazzútsetningar Guðmundar og einnig frumsamin verk. Þess er að vænta að jazzunn- endur muni fjölmenna á Kjar- valsstaði á þriðjudag kl. 21, en aðgangur verður ókeypis. -ólg Andrés Indriðason rithöfundursýnirþeim Einari og Gunnari Þór hvern- ig skáldsaga verður til. Mynd Jim. 110 ára jazzgeggjarar Tveir nemendur úr 9. bekk Álfta- mýrarskóla, þeir Einar Guðna- son og Gunnar Þór Þórisson voru í starfskynningu á Þjóðviljanum. í tilefni málræktarvikunnar spjölluðu þeir við Andrés Ind- riðason rithöfund um málræktar- vikuna og nýja bók eftir Andrés sem væntanleg er á næstu dögum. 0 Ert þú að vinna eithvað í sam- baridi við málrœktarvikuna sem stendur yfir þessa dagana? Já ég fer í skólanna og spjalla við krakkana og les fyrir þá úr bók sem á að koma út nú á næstu dögum. Hvað heitir hún ? Sólarsaga. Er hún fyrir unglinga? Já hún er sjálfstætt framhald af bókinni Alveg milljón. Hvaðfinnst þér um málrœktar- vikuna sem stendur yfir þessa daganna ? Mér finnst það mjög ánægju- legt og gott að bókum sem eru skrifaðar fyrir börn og unglinga skuli vera sýnd góð virðing með þessu móti. Finnstþér að börn og unglingar lesi minna af bókum nú en hér áður fyrr? Ég veit náttúrulega ekki ná - kvæmlega um lestrarvenjur þessa aldurshóps en ég býst við að það sé lesið minna núna en áður en sjónvarp og þess háttar kom til sögunnar. Samt hef ég á tilfinn- ingunni að það sé lesið talsvert. Heldurðu að þessi málrœktar- vika geri eithvert gagn og að hún verði til þess að krakkarnir lesi meira af bókum? Já, það gæti nú verið. Það þyrf- ti að vera svona átak í gangi árið um kring, það þarf í rauninni hver einasta vika að vera mál- ræktarvika. Hvernig heldurðu að heimur- inn yrði án bóka? Hann yrði dauflegur, blindur er bóklaus maður. Hvað er þér efst í huga þegar þú skrifar bók ? Bækur eiga fyrst og fremst að vera skemmtilegar. Það hef ég að leiðarljósi. Skemmti sjálfum mér og lesandanum vonandi um leið. Hvað tekurþað þig langan tíma að skrifa bók? Svona 6 mánuði og þá geri ég ekkert annað. Verðurþetta jólabókin þín í ár? Já. Ég hef líka verið að skrifa kvikmyndahandrit eftir sögunni Alveg milljón - en það er önnur saga. Einar Guðnason og Gunnar Þór Þórisson AUGLÝSING UMINNLAUSNARVEF® VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍWSSJÓES FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1983-2. fl. 01.11.89-01.05.90 kr. 418,93 1984-3. fl. 12.11.89-12.05.90 kr. 421,84 *lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, október 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS Auglýsing Staða sendimanns í fjármálaráðuneytinu er laus til umsóknar. Umsóknum skal skilað til ráðuneytisins eigi síð- ar en 8. nóvember 1989. Fjármálaráðuneytið, 23. október 1989 'cii.uiJ Blindur er bóklaus maður Föstudagur 27. október 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.