Þjóðviljinn - 27.10.1989, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 27.10.1989, Qupperneq 10
Nóbelsskáldið svaraði nokkrum spurningum fjölmiðla og sagðist ma. hafa skrifað af þörf fyrir að koma Hér handleikur Halldór frumútgáfu „Barns náttúrunnar" sem kom út ýmsum skoðunum á framfæri sem hann ýmist tók upp á vegi sínum eða fann hjá sjálfum sér. 26. október 1919, þegar skáldið var aðeins 17 ára gamalt. „Þessi stóra máttuga sál“ Halldór Laxness: Skrifaði ekki til að verða frœgur. Gamall blaðadómur um „Barn náttúrunnar: Grunar mig að hann eigi eftir að auðga íslenskar bókmenntir með góðum skáldskap svo það hamingjulán sem hlýst af fé.“ „Ég skrifaði ekki til að verða frægur, heldur var þetta þörf sem kom fram þegar annað fólk var að borða eða þegar það svaf,“ sagði Halldór í gær. Hann hefði stundum verið skammaður eins og hundur í fjölmiðlum fyrir sín skrif, en sér hefði líkað það vel. Sér leiddust endalausar lofgerðir. En væri þó ekki sama um fyrir hvað hann væri skammaður. Vaka Helgafell hefur ákveðið í tilefni höfundarafmælis Halldórs að hefja stórátak í kynningu á verkum hans fyrir nýjum lesend- um. Stofnaður hefur verið sér- stakur Laxnessklúbbur, en það mun vera í fyrsta skipti sem sér- stakur bókaklúbbur er stofnaður utan um verk eins manns hér á landi. Forlagið mun í framtíðinni gefa út vandað kynningarrit fyrir klúbbfélaga sem á að koma út mánaðarlega. í ritinu verður fjalí- að ítarlega í máli og myndum um eistök skáldverk Halldórs, feril hans og vinnubrögð. Engar kvað- ir fylgja því að vera í klúbbnum og ekki er miðað við að félags- menn geti verið lengur í honum en tvö ár. Þeir sem bregðast fljótt við við kynningartilboði Lax- nessklúbbsins fá að gjöf snældu með upplestri Halldórs úr eigin verkum, þar sem hann les skáld- sagnakafla, smásögur og ljóð. Ritverk Halldórs verða ódýrari í Laxnessklúbbnum en á al- mennum markaði, eða á bilinu 20-25%. - hmp „Maðkur! Aumlegi maðkur. Þarna ligg- urðu varnarlaus, þarna skríðurðu áfram með því að engjast sundur og saman! Hvað þú ert vesæll og van- máttugur! - Bíddu! Bráðum traðka ég þig sundur með fætin- um. - Traðka þig sundur af því að ég er máttugri en þú. - Eins og Drottinn, þessi stóra máttuga sál, sem nýtur yndis við að sjá mann- sálina skríða í duftinu fyrir fótum sér, dálitla stund, en treður hana svo von bráðar sundur." Þannig hófst fyrsta bók 17 ára unglings sem hann gaf út á eigin kostnað árið 1919 með stuðningi móður sinnar. Höfundurinn, Halldór Guðjónsson frá Laxnesi, var mættur til leiks á íslenskum ritvelli. Bókaforlag skáldsins, Vaka Helgafell minntist þess í gær á heimili Halldórs að 70 ár eru liðin frá útkomu „Barns nátt- úrunnar". Við það tækifæri sagði Halldór ma. þegar hann handlék frumútgáfu bókarinnar: „Þetta er útdauður tími sem ég man ekki einu sinni eftir í draumi“. Ólafur Ragnarsson bókaútgef- andi sagði í ávarpi til skáldsins, að það væri ekki á hverjum degi sem rithöfundur hefði tækifæri til að halda upp á sjötugsafmæli fyrstu bókar sinnar. Þess væru líka fá dæmi að frumútgáfur höf- undar væru orðnar nær jafn margar og höfundarárin, þegar hann minntist 70 ára starfsafmæl- is. Ólafur vitnaði í blaðadóm sem Jakob J. Smári skrifaðr á sínum tíma um „Barn náttúrunnar“, þar sem meðal annars var sagt um þennan unga höfund: „Grunar mig að hann eigi eftir að auðga íslenskar bókmenntir með góð- um skáldskap ef honum endist aídur og heilsa.“ í ávarpi sínu vék ólafur að því að Halldór hefði framan af sínum ferli verið umdeildur höfundur og með mörgum verka sinna bæði hrifið menn og hneykslað í senn. í dag teldu íslendingar hann hins vegar fremstan nútímahöfunda sinna og jafnframt væri hann að margra dómi í hópi mestu rithöf- unda veraldar á okkar dögum. í þakkarræðu sinni á Nóbels- hátíð í Stokkhólmi hefði Halldór sagt að: „Ef íslenskt skáld gleymir upphafi sínu í þjóðdjúp- inu þar sem sagan býr, ef hann missir samband sitt og skyldu við það líf sem er aðþrengt, það líf sem hún amma mín gamla kenndi mér að búa öndvegi í huga mér - þá er frægð næsta lítils virði; og Það var glatt á hjalla á Gljúfrasteini í gær og hér hendir Halldór gaman að öllu saman eins og honum einum er lagið og útgefenda hans, Ólafi Ragnarssyni, er greinilega skemmt. Myndir: Jim Smart. 10 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. október 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.