Þjóðviljinn - 27.10.1989, Side 16
drauma okkar og skilnings. Ég
held að kynnin af veröld Caragia-
les muni nýtast þessum ungu
leikurum, þeir hafa góða hæfi-
leika og ég er viss um að að
minnsta kosti tveir eða þrír þeirra
eiga eftir að vekja mikla athygli
íslenskra áhorfenda áður en langt
um líður.
- Að mínu mati er mjög mikil-
vægt að íslenskt leikhús opni sig
fyrir umheiminum. Alþjóðleg
sambönd og samvinna eru öllum
listamönnum nauðsynleg og ég
tel mig hafa orðið varan við skiln-
ing á því hér á landi. Næsta skref-
ið, sem ég tel nauðsynlegt ís-
lensku leikhúsi, er stofnun skóla
fyrir leikstjóra, skóla sem gæti
orðið vettvangur umræðu, til-
rauna og nýsköpunar á íslenskum
leiksviðum. Það er ekki nóg að
flytja inn erlend áhrif heldur
verður líka að laga þau að ís-
lenskum aðstæðum og skapa
leikhús sem er íslenskri menn-
ingu eiginlegt.
- Bæði á Islandi og erlendis er
allt of mikið um að settar séu upp
sýningar sem taka ekkert mið af
því leikræna. Þær eru settar upp
af fólki sem virðist halda að
leikhús sé einungis það að standa
á leiksviði, aðeins það að apa upp
einhverjar aðstæður, rétt eins og
leikarar séu einungis sagnaþulir.
En leikhúsið er list. Gömul og
flókin list. Ég tel hlutverk okkar
leikhúsfólksins vera að halda
uppi lifandi tjáskiptum við heim-
inn umhverfis okkur. Að skapa
stöðuga spennu á sviðinu og
leitast við að draga fram kjarn-
ann í því sem er að gerast í kring-
um okkur, því leikhúsið getur
verið stórfenglegur vitnisburður
um lífið sjálft. Við verðum að
þora að sýna fólki hluti sem það
ekki veit eða vill alls ekki vita.
Við eigum ekki að taka þátt í því
að klóra yfir heimsku og hræsni.
Ég vil vekja
áhorfendur
- Leikhús er bæði musteri og
dómstóll í senn og því er hverju
samfélagi mikilvægt að halda
leiklistinni við lýði. Hún er
menntun, - og þar á ég ekki við
glansmyndaleikhús, sem er rekið
eins og verslun. Leikhús er list-
grein sem getur leitt okkur til
skilnings á aðstæðum okkar og
fengið okkur til að líta daglegt líf
okkar öðrum augum og í þeim
mikla bardaga verður allt
leikhúsfólk að vera virkt.
- Sköpun er fyrir mér ekki
starf heldur köllun. Listin er líf
mitt, og sköpun allt að því þrá-
hyggja; nauðsyn sem ég lifi fyrir.
Ég lifi lífinu með þá tilfinningu að
hvert augnablik sé mitt síðasta.
Leikhús og kvikmyndir eru mér
tækifæri til að lifa þetta síðasta
augnablik til fulls og jafnframt að
vera öðrum félagi og tækifæri til
að vekja skilning á þessu við-
kvæma fyrirbæri sem manneskj-
an er.
- Mér er mjög mikilvægt að
finnasc ég hvert augnablik í tengs-
lum við hjartslátt heimsins og
reyna að nýta alla hugsanlega
möguleika á að stuðla að vináttu,
ást og skilningi manna á milli.
Leiklistin er skrítin blanda lífs og
heimspeki og því verður hver
sýning að fjalla um tilveruna.
Jafnvægi heimsins er ákaflega
fallvalt en listin gæti hugsanlega
orðið honum til bjargar. Hún býr
yfir kraftinum til að endurvekja
raunveruleg tengsl okkar við
' lífið.
- Ég vil vekja áhorfendur af
heimskulegum dvala sínum. Fá
þá til að hugsa. Tími leiksýningar
eru ekkt bara þessir tveir til þnr
tímar sem hún stendur yfir heldúr
líka tíminn fyrir og eftir sýningu.
Alexa Visarion, rúmenskur
leikstjóri og kvikmyndagerðar-
maður var fenginn hingað til
lands til að leikstýra Nemenda-
leikhúsinu í fyrsta verkefni
vetrarins, Grímuleik eftir I.L.
Caragiale. Visarion er fastráðinn
leikstjóri við Giulesti leikhúsið í
Búkarest og prófessor við
leikstjóradeild leiklistar- og kvik-
myndastofnunar Búkarest en
hefur auk þess verið gestaleik-
stjóri við leikhús innan Rúmeníu
og utan, í Evrópu, Ástralíu, So-
vétríkjunum og Bandaríkjunum.
Hann hefur gert fjölda sjónvarps-
mynda og fjórar kvikmyndir og
er margverðlaunaður fyrir vinnu
sína í leikhúsi og að kvikmynd-
um.
Hugmyndin að því að setja upp
verk eftir Caragiale (1852-1912)
er frá honum komin, en hann
segir Caragiale vera bestan og
merkastan rúmeskra rithöfunda.
- Caragiale skrifaði auk leikrita
bæði smásögur og skáldsögur,
segir hann, - og í verkum sínum
skapaði hann einstaka veröld,
sem við tölum um í Rúmeníu sem
Veröld Caragiales. Persónur
hans eru sprottnar upp úr rúm-
enskum veruleika, en þessi verk
gætu gerst hvar og hvenær sem
er, það sá ég þegar ég leikstýrði í
fyrsta sinn verki eftir hann utan
Rúmeníu. Það var í Listaleikhús-
inu í Moskvu árið 1982 og var
mjög sérstæð reynsla fyrir mig að
átta mig á því að persónur hans
eru alveg jafn mikilvægar og lif-
andi í annarri veröld og öðru
samhengi en því rúmenska.
- Caragiale var fyrsti absúrd-
höfundurinn og andlegur faðir
Ionescos. Hann var fyrsta leik-
skáld veraldar sem gaf í skyn að
samband væri á milli fáránleikans
og þess raunveruleika sem við
búum við. Verk hans eru árás á
heimsku manneskjunnar, á við-
brögð sem ákvarðast af venjum,
og á lífslygina. Þau lýsa pólitískri,
siðferðilegri og erótískri kreppu
veraldar okkar; þar birtist óráð
manneskjunnar í öllu sínu veldi.
- Veröld Caragiales er sér-
kennileg og ofsafengin og snýst
fyrst og fremst um manneskjuna
og þá niðurlægingu sem hún býr
við. Þar birtist ástríðufullt og
vafasamt ástand þeirra sem vilja
lifa alla hluti sem hefðu þeir sama
vægi; allir í þessari veröld lifa, -
en kunna ekki að lifa lífinu. Hetj-
ur hans lifa fyrir tómið, þetta
Stóra Ekkert. í Grímuleik
skapaði hann heim þar sem fólk
missir persónuleika sinn. Það
sem við sjáum eru einungis grím-
ur en ekki manneskjur, en þessar
grímur leika óraunveruleika
sinn, með sínum síðustu kröftum,
rétt eins og hann væri fúlasta al-
vara.
Alþjóðleg
samvinna
nauðsynleg
- Leikrit Caragiales ganga í
hring, þar er hvorki upphaf né
endir, allt er mögulegt og allar
mannlegar gerðir og viðbrögð
einhvers staðar á milli þess fárán-
lega og hins mikilfenglega.
Hlátur Caragiales er sérkenni-
legur og vekur ótta. í öllum hans
verkum er einkennilegt sam-
bland skelfingar og hláturs í fár-
ánlegri skrípaveröld, því hann
skrifar um dauðastríð veraldar.
Gleðileikurinn grætir og sorgarl-
eikurinn kætir.
- Þessi verk halda áhorfendum
vakandi, þau eru stöðug árás á
aðgerðarleysi þeirra og verða að
vera það því ég og leikarar mínir
þurfum á þeim að halda sem sam-
viskufélögum. Það er nefnilega
ekki útilokað að í þessum skrípa-
leik felist neyðaróp mannkyns-
ins. Óp sem gæti leitt okkur til
Listin er lífið
Alexa Visarion: Leikhús getur verið
stórfenglegur vitnisburður um lífið. Við
eigum ekki að taka þátt í að klóra yfir
heimsku og hræsni
Alexa Visarion: Ég lifi lífinu með þá tilfinningu að hvert augnablik sé mitt síðasta.
Mynd - Jim Smart.
raunverulegs skilnings á aðstæð-
um okkar og þannig finnst mér
leikhús verða að vera. í hverri
sýningu verður að felast neisti
sem gæti valdið andlegri bylt-
ingu, annars er sýningin einskis
virði.
- Þegar Helga Hjörvar skóla-
stjóri Leiklistarskólans bauð mér
að koma og leikstýra Nemenda-
leikhúsinu stakk ég upp á verki
eftirTsjekhov, Búchner eða Car-
agiale, og Helga valdi Caragiale,
því hún telur mikilvægt að kynna
ungum leikurum nýjan heim og
annan leikstíl en þeir hafa vanist.
Veröld Caragiales gefur þeim
færi á að kynnast sterkum leikstíl
þar sem hvert smáatriði leiksins
er tjáning og þar sem Ieikarinn á
sviðinu verður að vera tákn
16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ |Föstudagur 27. október 1989