Þjóðviljinn - 27.10.1989, Page 17

Þjóðviljinn - 27.10.1989, Page 17
Það er nægur tími til að sofa og sjálfur hef ég annað við tímann að gera en að sofa eða framleiða svefnmeðal fyrir fólk. Ég verð að skapa tengsl. Ég get sofið seinna. Maður getur hvílt sig þegar mað- ur er dauður. - Ákjósanlegasta afstöðu lista- mannsins tel ég vera að hann haldi sig alltaf á ystu nöf. Hann þarf að vera til staðar þar sem kviknað er í og skilja að þessi eldsvoði er annað og meira en lífshætta, hann getur líka verið honum til hjálpar í lífinu. Allt sem hættulegt er í listaheiminum verður að vera listamanninum ástríða. Og áhorfendur verða að hafa hæfileikann til að sjá sýning- una með opnum huga í stað þess að mæta í leikhús með fyrirfram ákveðnar skoðanir eða varðir heimskulegum fordómum. Ég vil áhorfendur mína sem félaga en ekki sem dómara. Þeir verða að vera opnir fyrir nýjum hugmynd- um og tilbúnir tií skoðanaskipta eftir sýninguna. - Það er skrítin tilfinning að kynna Caragiale, þennan suð- ræna höfund, hér langt í norð- rinu. En fólk er fólk, sama hvar það býr og hér hef ég fundið hluta af minni fjölskyldu, sem er þessi stóra fjölskylda listamanna hvar sem er í heiminum. Þegar ég fer aftur heim til Rúmeníu skil ég eftir hluta af minni sköpun og þar með hluta af sálu minni og skiln- ingi og ég veit að ég kem til með að reyna að komast hingað aftur til að treysta þau vináttubönd sem ég hef bundið hér við kenn- ara og nemendur Leiklistar- skólans. Og sjálfsagt mun ég líka á björtum sumardögum í Rúmen- íu minnast þessa gráa og dapur- lega íslenska himins. En ég veit líka að jafnvel í dapurleikanum er alltaf einhver gleði falin. LG Breyting verður á afgreiðslutíma Alþýðubankans hinn 2. nóvember næstkomandi. Frá og með þeim degi verður hætt að hafa opið á milli kl. 17:00 og 18:00 á fimmtudögum. Afgreiðslutími Alþýðubankans verður því frá klukkan 9:15 til 16:00, mánudaga til föstudaga. Alþýóubankinn hf SVEITARFELOG OG FELAGASAMTOK EINDAGIUMSÓKNA UM LÁN a) til byggingar leiguíbúða eða heimila fyrir aldraða, b) dagvistarstofnana fyrir börn og aldraða, c) kaupa eða byggingar sérhannaðra íbúða fyrir fólk, 60 ára og eldra, er 1. desember nk. vegna framkvæmda sem heíjast eiga á næsta ári. dp HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK SÍMI • 696900 DAGVIST BARIVA Umsjónarfóstra óskast Dagvist barna óskar aö ráöa umsjónarfóstru meö daggæslu á einkaheimilum til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur deildarstjóri fagdeildar í síma 27277. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1990 Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykja- víkurborgar fyrir áriö 1990. Athygli borgarbúa, svo og hagsmunasamtaka (t.d. íbúasamtaka), er vakin á aö óskir, tillögur og ábendingar varö- andi gerö fjárhagsáætlunarinnar þurfa að hafa borist borgarráöi fyrir 15. desember n.k. 27. október 1989 Borgarstjórinn í Reykjavík i Komdu tll okkará OSTA DAGAbfA UMHELGINA Ljúfmeti af léttaia taginu verður á boðstólum úr tilraunaeldhúsi Osta- og Smjörsölunnar. Kynntu þér íslenska gæðamatið Nú hefur þú tækifæri til að kynna þér niðurstöður íslenska gæðamatsins á ostunum sem voru teknir til mats nú í vikunni. Ostameistammir veiða á staðnum og sitja fyrir svörum um allt sem lýtur að ostum og ostagerð og bjóða þér að bragða á ostunum sínum. Ostar á kynningarverði Ostarnir verða seldir á kynningarverði OSTADAGANA, notaðu tækifærið. OPIÐ HÚS ki.1-6 laugaidag & sunnudag að Bitruhálsi 2 Verið velkomin OSTA- OG SMJORSALAN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.