Þjóðviljinn - 27.10.1989, Síða 18

Þjóðviljinn - 27.10.1989, Síða 18
SKÁK HELGI ÓLAFSSON Karpov og Timman voni taugasterkari Drœmt gengi Islands í 8-landa keppninni Þeir Anatoly Karpov og Jan Timman munu keppa um réttinn til að skora á heimsmeistarann Garrí Kasparov. Það er helsta niðurstaða áskorendaeinvígjanna sem lauk í London í síðustu viku. Þessir tveir voru álitnir sigurstranglegastir fyrir- fram en sigur þeirra hékk þó á blá- þræði. Fyrir síðustu skákirnar var staðan í einvígjunum jöfn, 3Vi:3Vi Þeir Karpov og Timman voru greini- lega taugasterkari í lokaskákunum og unnu sannfærandi sigra. Það er alveg á mörkunum að sigur Karpovs geti talist sanngjarn. Jusup- ov veitti harðvígugt viðnám allt ein- vígið, fékk t.d. aðeins jafntefli úr þriðju og sjöttu skák þar sem hann átti unnar stöður. Sennilega hefur Karpov talið það aðeins formsatriði að vinna þetta einvígi. Jusupov mætti afar vel undirbúinn til leiks og á alla virðingu skilda þrátt fyrir ósigurinn. Sigur Timmans var á hinn bóginn sanngjarn. Hann réð lögum og lofum í fyrstu skákum einvígisins og Spe- elman gat þakkað góðri endatafls- þekkingu fyrir að ekki fór enn verr. Hann jafnaði metin óvænt í sjöundu skákinni meðþví að taka í sína þjón- ustu ævagamalt afbrigði, Janisch- bragð, einhverskonar útgáfu af kóngsbragði. En lítum á úrslitaskákirnar tvær. Taugarnar eru spenntar til hins ítrasta og andrúmsloftið hlaðið spennu. Undir slíkum kringumstæðum reynir á manninn. Karpov hefur margoft lent í svipuðum aðstæðum og honum tókst loks að sýna sitt rétta andlit í afbragðs vel tefldri skák: 8. einvígisskák Anatoly Karpov - Arthur Jusupov Drottningarbragð 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 dS 4. Rc3 Be7 5. BgS 0-0 6. e3 h6 7. Bh4 Re4 8. Bxe7 Dxe7 9. Hcl (Karpov lék 9. Dc2 í 4. skák, 9. cxd5 í 6. skák en fékk lakara tafl í báðum skákunum.) 9. .. c6 10. Bd3 Rxc3 11. Hxc3 dxc4 12. Bxc4 Rd7 13. 0-0 e5 14. Bb3exd4 15. exd4 Rf6 16. Hel Dd6 17. ReSRdS 18. Hg3! (Með því að koma hróknum í ógn- andi aðstöðu á kóngsvæng nær Karp- ov fljótlega að veikja varnir Jusup- ovs.) 18. .. Bf5 19. Dh5 Bh7? (Sennilega eru þetta úrslitamistök Jusupovs. Meðþví að leika 19. .. De6 gat hann haldið fyllilega í horfinu. Jafnvel þó svo vígstaðan eftir e- línunni sé dálítið óþægileg á það ekki að koma að sök.) 20. Dg4! gS 21. h4 f6 22. hxg5 hxg5 23. f4 Hae8 a b c d e f g h 24. fxg5! (Hvítur vinnur manninn til baka fljótlega en það er ekki aðalmálið. Með þessum leik tryggir hvitur sér unnið endatafl.) 24. .. fxe5 25. g6 Bxg6 26. dxe5 De6 27. Bxd5 cxd5 28. Dxg6+ Dxg6 29. Hxg6+ Kh7 30. Hd6 Hc8 31. He3 Hc2 32. Hd7+ Kg6 33. Hxb7 He8 34. a3 d4 35. Hd3 Hxe5 36. Hxd4 Hg5 37. Hd6+ Kh5 38. Hh7+ Kg4 39. Hd4+ Kf5 40. Hd5+ Kg6 41. Hg7+ Kxg7 42. Hxg5+ Kf6 43. Hb5 a6 44. Hb6+ Ke7 45. Kh2 Kd7 46. Kh3 Kc7 47. Hb3 Kd6 48. g4 Ke5 49. Kh4 Kf6 50. Hb6+ Kg7 51. Kh5 a5 52. Hb7+ Kg8 53. a4 - og svartur gafst upp. Lokastaðan: Karpov4’/2- Jusupov 3'/2 Það var dálítið einkennilegt að í áttundu og síðustu skák Speelmans og Timmans sá Englendingurinn loksins stöðu. Þeir tefldu afbrigði af enska leiknum sem Garrí Kasparov hefur gert vinsælt nýlega og Speel- man var aldrei þessu vant vel heima í öllum krókaleiðum þess. Hann kom þó ekki að tómum kofanum hjá Tim- man sem varðist af mikilli útsjónar- semi í erfiðri stöðu. Sú áætlun sem hann hefur með sínum 16. leik, Rb4 er glæsileg útfærð. Hápunkturinn er 23. leikurinn, Rxa2+. Hvíturmáekki leika 24. Rxa2 vegna 24. .. Rb3+ 25. Kc2 Bxa4+! og vinnur. Með því að létta þannig á stöðunni og leika síðan 27. .. h6 nær svartur örlítið betra tafli. Speelman lendir í tímahraki og taugarnar bresta. 28. h4 var betra en 28... b4. Timman vinnur peð og dreg- ur vinninginn að landi af óbifanlegu öryggi. 8. einvígisskák: Jonathan Speelman - Jan Timman Enskur leikur 1. Rf3 Rf6 2. c4 c5 3. Rc3 Rc6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 e6 6. g3 Db6 7. Rdb5 Re5 8. Bg2 a6 9. Da4 Hb8 10. Be3 Bc5 11. Bxc5Dxc5 12. Da3 Dxa3 13. Rxa3 d6 14. f4Rc6 15. 0-0-0 Ke7 16. Hd2 Rb4 17. Bf3 Bd7 18. Hhdl d5 19. g4 Bc6 20. g5 Re4 21. Hd4 Hbc8 22. Rabl Rc5 23. cxd5 Rxa2+ 24. Kc2 Rxc3 25. Rxc3 exd5 26. Rxd5+ Bxd5 27. Hxd5 h6 28. b4 Re6+ 29. Kb3 Hc7 30. gxh6 Hxh6 31. He5 Hxh2 32. Hdd5g6 33. Hc5 Hd7 34. Hcc5 Hc7 35. Hc5 Hd7 36. Hcd5 Hxd5 37. Bxd5 b6 38. Bb7 Kd6 39. Hd5+ Kc7 40. Bxa6 Rxf4 41. Hd2 Hh5 42. Bc4 f6 43. Hd4 Hf5 44. Ka4 g5 45. e3 Rg2 46. Bb5 Rxe3 47. Hd7+ Kc8 48. Hf7 Hf4 49. Bd3 Rd5 50. Kb5 Kd8 51. Bh7 Re7 52. Hf8+ Kc7 53. Ka6 Rd5 54. Hf7+ Kd6 - og hvítur gafst upp. Lokastaðan: Timman 4Vi - Speelman 3'/2. Einvígi Karpovs og Timmans fer sennilega fram í febrúar á næsta ári eða byrjun mars. Einvígið um heimsmeistaratitilinn verður háð í Lyon ■ Frakklandi seint á næsta ári. Dræmtgengi Í8- landa keppninni ísland hafnaði í 4. sæti í 8-landa keppninni í skák sem lauk í Álaborg um síðustu helgi. Það er lakari árang- ur en búast mátti við og vonast var eftir. fslendingum hefur raunar aldrei gengið vel í þessari keppni. Bestur árangur náðist sennilega í Osió fyrir sex árum er ísiendingar voru efstir fyrir síðustu umferð en töpuðu stórt fyrir Dönum. Eiginlega má segja að fyrstu tvær umferðirnar hafi ráðið mestu um úrslitin. Klaufalegt tap fyrir Pólverjum og síðan naumur sigur fyrir Færeyingum sem voru raunar styrktir af tveimur dönskum skákmönnum. Undirritaður og Jón L. Árnason náðu árangri sem teljast verður viðunandi, 5. v. úr 7 skákum á þriðja og fjórða borði. Margeirs ár- angur var heldur lakari, 4 v. af 7 og búast hefði mátt við meiru af Hannesi sem hlaut 50% vinningshlutfall. Jó- hann Hjartarson var í miklu óstuði á 1. borði og fékk aðeins 2 vinninga. Á kvennaborðinu stóð Guðfríður Lilja fyllilega fyrir sínu, hlaut 2 vinninga. Stöllur hennar hafa allar mun meiri reynslu en hún og þetta mót hennar hlýtur að skoðast sem góð æfing fyrir millisvæðamót kvenna á næsta ári. Danir unnu sanngjarnan sigur, hlutu 27V5 v., V-Þjóðverjar urðu í 2. sæti með 27 vinninga, þá komu Pól- verjar með 26 vinninga, íslendingar með 21'/2 vinnig, Svíar með 2OV2 vinning, Norðmenn með 18 vinninga, Finnar með 17 vinninga og Færeying- ar með 10/2 vinning. Tímamóta ársþing Ársþing Bridgesambandsins verð- ur á morgun, laugardag, í Sigtúni 9 og hefst kl. 10 árdegis. A dagskrá eru venjuieg aðalfundarstörf, skv. 7. grein laga sambandsins. Það mál sem ber hæst á þessu árs- þingi, er að nv. forseti BSÍ, Jón Steinar Gunnlaugsson, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi starfa fyrir sambandið. f hans stað hefur Morgunblaðið greint okkur hinum frá því, að Helgi Jóhannsson gefi kost á sér til starfa sem næsti forseti. Nokkuð óvenjuleg aðferð, sem ekki hefur tíðkast áður í röðum bridge- manna. Á þessari stundu, er þetta er skrif- að, er ekki vitað um mótframboð gegn Helga, en undirbúningur að framboði í stjórn sambandsins hefur staðið yfir. Markmiðið með framboð- inu er fyrst og fremst að „blokkera” völd Bridgefélagsmanna í Reykjavfk, sem hafa haft tögl og hagldir frá upp- hafi vega, í yfirstjórnun Bridge- sambands íslands. Með sigri á morg- un, tekst þessum hópi að breyta valdahlutföllum í stjórn og þarmeð koma með nýjar áherslur inn í starf- semi sambandsins. Að áhersla verði lögð á grasrótarstarfið innan hreyfingarinnar. Að gert verði átak í kennslu- ogútbreiðslumálum. Skipan verði komið á keppnisstjóramál hér á landi. Meistarastig endurskoðuð frá grunni með það í huga að aðlaga þau nútíma keppnisformi. Landsmót verði nútímalegri og aðgengilegri fyrir landsbyggðina, hugsanlega með breytingu á keppnisformi. Athugað með að gera félögin í landinu virkari í starfi, ekki bara í héraði heldur á landsvísu. Til þessa hefur aðaláhersla ráða- manna í stjórn sambandsins verið lögð á landsliðsmál. Undantekning er þó forsetatíð Björns Theódórssonar, þarsem mikið átak var gert í út- breiðslumálum og afar mikil gróska var í starfj-semi sambandsins. Landsliðsmál eru jú hluti starfsemi BSÍ, en geta aldrei orðið aðalmál hreyfingarinnar. Allar hreyfingar í þeim málum verða að fylgja almennri starfsemi sambandsins, sem hluti af því starfi sem markað er á hverju ári. Opin umræða um þau mál sem önnur, er varða markmið bridge- iþróttarinnar er af hinu góða. Væntanleg tilkoma Helga í starf forseta og kjör þeirrar stjórnar sem meirihluti ársþingsfulltrúa mun velja BRIDGE 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Ólafur Lárusson með honum til starfa, stjórn sem skipuð verður allt öðru en fulltrúum frá Bridgefélagi Reykjavíkur, er eitthvað sem félagar í BSÍ mega vænta góðs af. Að mínu mati hefur verið mikil lægð í bridgestarfinu síð- ustu misseri og vantað hvetjandi afl í forystuna. Sífelld hagsmunagæsla ör- fárra félaga, þar sem allt snýst um valdahlutföll til að koma sínu á fram- færi, sama hvað það kostar hreyfing- una, er liðin saga. Þeir sem trúa á slíkt ættu að snúa sér að allt öðru en bridgestarfi. Ársþing Bridgesambands íslands á morgun, laugardag, mun marka á- kveðin tímamót í sögu bridge- íþróttarinnar hér á landi. f fyrsta skipti í sögunni munu áhrif Bridge- félags Reykjavíkur vera svipuð og hvers annars félags innan sambands- ins. Eins og vera ber í heilbrigðu sam- stafi. Eða hvað hafa menn frá bridge- félaginu umfram aðra? Fleiri meist- arastig? Áheyrnarfulltrúar eru velkomnir á þingið, sem gestir sambandsstjórnar hverju sinni. (Sjá 6. grein laga BSI). Esther Jakobsdóttir og dóttir henn- ar, Anna Þóra Jónsdóttir, urðu íslandsmeistarar kvenna í tvímenning 1989. Þær hlutu 124 stig, í keppni 19 para. f 2. sæti urðu Guðbjörg Þor- varðardóttir og Stefanía Skarphéðinsdóttir með 84 stig og Erla Sigurjónsdóttir og Kristjana Stein- grímsdóttir hlutu 3. sætið, með 66 stig. Matthías Þorvaldsson og Hrannar Erlingsson urðu fslandsmeistarar í yngri flokki spilara (25 ára og yngri). Þeir hlutu 64 stig í keppni 13 para. í 2. sæti urðu Jón Hersir Elíasson og Sig- urpáll Ingibergsson með 50 stig og Hjördís Eyþórsdóttir og Júlíus Sigur- jónsson náðu 3. sætinu, með 21 stig. Minnt er á skráninguna í Opna sveitamótið á Húsavík, sem spilað verður um næstu helgi. Björgvin Leifsson á Húsavík annast skráningu. Búast má við að töluvert af nýjum hugmyndum berist inn á Ársþing Bridgesambandsins. Ein af hug- myndunum varðar gjörbreytt form í íslandsmótinu í tvímenning og gengur út á að gera svæðamót um land allt virkari í beinu samhengi við úrslitakeppni fslandsmótsins. Ásmundur Pálsson hefur af mörg- um verið kallaður síðasti „heiðurs- maðurinn” í íslenskum bridge. Ás- mundur hefur verið viðloðandi topp- inn síðustu 30 árin eða svo er löngu landsþekktur fyrir framlag sitt til íþróttarinnar. Sannkallaður heiðurs- maður þar á ferð. Lítum á hand- bragðið hjá honum: Spilið er frá landsleik á EM í Ost- ende ’73, úr leik við Finna: Vestur S: ÁD105 H: ÁKG9 T: ÁG3 L: K10 Austur S: KG76 H: 875 T: D8 L: Á654 Ásmundur var sagnhafi í 6 spöðum í Austur. Fékk út tromp, sem hann tók á gosa heima. Tíguldrottning, kóngur og ás og síðan laufatía upp á ás og hjartagosa svínað. Drepið á drottningu, en spilið unnið því hjart- að lá 3-3. Ekkert mál? Lítum á hvað gerðist hinum megin, í sama samning, sama útspil. Döm- unni í tígli spilað, kóngur, ás og nú tók Finninn laufakóng(?) og meira lauf upp á ás og svínaði hjarta. Drep- ið á drottningu og þriðja laufinu splað. Suður atti ekki meira lauf og henti jarta. Nú var spilið tapað, því spaðinn lá 4-1 og sagnhafi var kominn í þá óþægilegu stöðu, að styttast á báðum höndum. Einn niður og 17 stig til íslands, sem vann leikinn 124-40 eða 20 mínus 3. Einna athyglisverðast við þetta spil er þó spilaíferð beggja sagnhafa. Eftir vel heppnaða tígulíferð er nokkuð ljóst, að besta spilamennskan í þeirri stöðu, er að leggja niður ás og kóng í hjarta, fara inn borð á trompi og spila þriðja hjartanu að gosa og níu. En ég býst við að Ásmundur hafi haft sínar ástæður fyrir íferðinni og þær eru ekki allar fengnar úr bókum, ekki satt? Tekið úr Bridgebl. Jóns Ásbjörnss. frá ’74.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.