Þjóðviljinn - 27.10.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 27.10.1989, Blaðsíða 19
Pétur Bjarnason er höfundur þessarar þrenningar fyrir utan Korpúlfsstaði. Myndir - Jim Smart. Myndhöggvarar sýnaaft Korpúlfsstöðum Verk Jóns Gunnars miðpunktur sýningarinn- ar. Mikið endurreisnarstarf unnið í húsinu og hugmyndir um menningarmiðstöð Myndhöggvarafélagið í Reykjavík opnar á morgun sýn- ingu að Korpúlfsstöðum, í hús- næði því sem félagið hefur á leigu hjá Reykjavíkurborg. Á sýn- ingunni verða um 40 höggmyndir eftir rúmlega 20 af þeim 52 myndhöggvurum sem í félaginu eru, en miðpunktur sýningarinn- ar verða verk Jóns Gunnars Árnasonar myndhöggvara sem lést síðast liðið vor. Félagið hefur einu sinni áður sýnt á Korpúlfs- stöðum, á Listahátíð 1980 en þá var húsnæði myndhöggvara vígt að loknu löngu og ströngu endur- reisnarstarfi á þessu fyrrverandi stórbýli. Upphaf leigusamnings félags- ins hjá borginni má rekja aftur til ársins 1973. Myndhöggvarar fengu þá til afnota tvær íbúðir og súrheysgryfjur í austurenda húss- ins og skyldi leiga vera ein króna á ári, en fylgdi sá böggull skamm- rifi að allt húsnæðið þurfti að gera upp frá grunni því austurendinn hafði skemmst illa í bruna nokkr- um árum áður, til að mynda var þakið gjörónýtt svo sem og allar innréttingar, vatns- og raflagnir. Síðan hafa myndhöggvarar listamenn og listunnendur velti þeim fyrir sér. Og vonandi verður á Korpúlfsstöðum komið upp raunverulegri menningarmiðstöð þar sem virkir hópar listamanna geta átt fastan samastað og vinnuaðstöðu í framtíðinni. LG Skúlptúr eftir Þórdísi Sigurðar- dóttur. Dyraverðir tiKinmnganna staðið í ströngu við endurbætur á húsnæðinu, súrheysturnum hefur verið skipt fyrir heyloft, og leigu- húsnæðið stækkað. Nú hefur fé- lagið um 1000 fermetra á leigu af þeim 8000 sem Korpúlfsstaðir munu vera og er leiga greidd sam- kvæmt leigutaxta Reykjavíkur- borgar fyrir iðnaðarhúsnæði. Alla vinnu nema raf- og pípu- lagnir hafa myndhöggvarar sjálfir unnið í frístundum, en þeir styrk- ir sem fengist hafa frá ríki og borg farið til efniskaupa til endurbóta. Nú er á Korpúlfsstöðum að- staða til trésmíða, járnsmíða- verkstæði, vinnustofur, keramik- verkstæði og gestaíbúð auk þess sem á heyloftinu þar sem hluti sýningarinnar er er gert ráð fyrir vinnuaðstöðu til stærri verka. Á stefnuskrá félagsins er að koma upp góðri geymslu fyrir verk fé- lagsmanna og fleiri verkstæðum, svo sem bronssteypiverkstæði og plastverkstæði, en allar framtíð- aráætlanir hljóta þó að miðast við þá ákvörðun sem tekin verði um framtíð hússins. Sýning myndhöggvaranna að Korpúlfsstöðum verður væntan- lega til þess að vekja athygli manna á þeim möguleikum sem í húsinu felast. Hugmyndir um að Korpúlfsstaðir verði gerðir að menningarmiðstöð hafa verið til umræðu að undanförnu í tilefni að listaverkagjöf Errós, en menningarmiðstöðin hefur alla tíð verið von myndhöggvarafé- lagsins. í tillögum þeirra er meðal annars að finna hugmyndir um víðtæka listræna starfsemi að Korpúlfsstöðum, svo sem að koma mætti upp höggmynda- garði, sýningaraðstöðu fyrir ýms- ar greinar myndlistar, aðstöðu fyrir tónlistarflutning og leikhús, auk þess sem halda mætti þar ráð- stefnur og reka veitingahús. Tillögur myndhöggvarafélags- ins hljóta að vera þess virði að NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19 l.eikfélag Akureyrar. Hús Bernörðu Alha. Höf.: Federico Garcia Lorca. Þýð.: EinarBragi. Leikstjórn: Þórunn Sigurðardóttir. Leikmynd og búningar: Charlotte Clason. Hljóðfæraleikur: Pétur Jónasson á gítar. Lýsing: Ingvar Björnsson. Hárgreiðsla: Erna Arnardóttir. Förðun: Sigríður Svana Pétursdóttir og Helga Haraldsdóttir. Gefi sviðsetning Húss Bern- örðu Alba hjá Leikfélagi Akur- eyrar tóninn fyrir listræna stefnu, metnað og vinnubrögð næstu árin fyrir norðan er ástæða til að eyða örfáum dálksentfmetrum í hug- arflug því aðlútandi. Sýningin fellur einsog hönd í hanska nokk- urskonar „Lorcaæðis" hér á landi meðal forkólfa menningarstofn- ana og almenningur ekki síður, hefur fengið snert af. Sýningin er nú þegar lent í samkeppni við væntanlega uppsetningu í öðru leikhúsi á suðlægari slóð. Um leið er hún viðreisn á starfi atvinnu- leikhúss sem á síðasta leikári lenti í þvílíku hafaríi með ráðna lista- menn sína að flestir viðkomandi lögðust í siðbætandi naflaskoðun í kjölfarið og eru um það skiptar skoðanir hverjir þeirra sigla nú lygnan sjó og hverjir ekki. LA. beitir upp í veðrir með Húsi Bernörðu Alba. Öll hlutverk eru kvenhlutverk og er það nánast kúvending frá síðasta leikári. Innihald verksins tengist beinna lífi kvenna en karla. Ramminn um sýninguna er hlýleg og dulítið þung leikmynd, íklædd svörtu silki efst um sviðs- hringinn og tónlist sem er afger- andi fyrir takt sýningarinnar. Svarta silkið vekur upp spurning- ar um misheppnaða tilraun í er- ótískri stemningu. Mér er ekki ljóst hvort um er að ræða gard- ínutákn eða undirkjólsfald en víst er að ekki er um að ræða suður- evrópska svarta litinn sem í hug- um margra er tákn hins lokaða heims kvenna þar um slóðir. Ekki er heldur hægt að tala um vúlgar-erótík. Tónlistin er fáguð | IU —I FINNUR MAGNÚS GUNNLAUGSSON og eykur spennu, hrærir upp í áhorfendum og skapar vænting- ar. Þær uppfyllast ekki alltaf í leiknum en góð undantekning er besta senan í sýningunni: máls- verðarsena fjöiskyldunnar þar sem spennitreyjan um dætur María Sigurðardóttir og Steinunn Ólafsdóttir í hlutverkum tveggja af fimm dætrum Bernörðu Alba. Bernörðu nær fram í sal til áhorf- enda og gerir þá að fórnarlömb- um frelsisskerðingarinnar sem sífellt er til staðar á sviðinu. Lýsingin er afar mikilvæg og viðkvæm á sviðsmynd sem þessa. Hún er góð og dæmalaust er LA heppið að hafa jafngóðan fag- mann þar ár eftir ár. Texti verks- ins er á auðskilinni íslensku og efni hans kemst snurðulaust t<l skila. Hitt er aftur annað mál aö þar sem persónur leikritsins tala sem næst hvergi „hreint út“ hver við aðra verður að gera kröfu í leikstjórninni til þess að undir- bygging tilfinninganna sjáist, birtist, upplifist. Því er viðbrugð- ið þó ekki sé mér ljóst hvar sökin liggur. Meðvitaðastar af leikur- um um tilfinningalega nauðsyn djúprar túlkunnar eru þær María Sigurðardóttir og Steinunn Ól- afsdóttir. Túlkun annarra leikara þó hnökralaus sé skilst meira á „skynsemisplaninu" og bendir til meiri áherslu þeirra á talað orð en líkamlega tjáningu. Þar er vottur af slagsíðu á sýningunni. Ég efast um að nokkurn leikara skorti tækni til að brjóta múrinn að áhorfanda þessarar sýningar. Ef til vill eru konur móttækilegri en karlar og opnari við upphaf sýningarinnar vegna þess að fleiri konur í dag eru í svipaðri stöðu og persónur leikritsins. Þannig getur verið að karl-áhorfendur séu á sama hátt og í sýningunni,, utan-við sviðið“ en samt til staðar. En gildir þá ekki það sama um leikarana sjálfa og möguleika þeirra til að nálgast hlutverkið? í heild vekur Hús Bernörðu Alba hjá LA upp aragrúa spuminga-vonandi verður þeim svarað , t.d. í næstu uppsetningu hér á landi? En þá sakar heldur ekki að vera búinn að „hita upp“ fyrir norðan: sýn- ingin er spennandi og langdræg. Þó leikurinn sé ekki flatur vantar sumstaðar meiri hörku og mýkri dýpt. — i HELGAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.